Morgunblaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 19. SEPT-EMBER
B 3
Hitt og þetto
Islenzku
fyrirtækin
stór vestra
■ ÍSLENZKU fisksölufyrir-
tækin vestanhafs, Coldwater
og Iceland Seafood, eru með
þeim allra stærstu, sem verzla
með sjáyarafurðir í Bandaríkj-
unum. Árleg velta þeirra iivors
um sig er talin meira en 100
miiyónir doilai-a, 5,7 milijarð-
ar króna á gengi dagsins í dag.
Tímaritið Seafood Business
biriir lista yfir tæpiega 1.000
fyrirtæki I sölu sjávarafurða I
Norður-Ameríku og flokkar
þau eftir veltu. 1 flokki fyrir-
tækja sem velta mcira cn 100
miiijónum doiiara eru aðeins
30 fyrii-tæki. Iceland Seafood
er stærst í sölu tiibúinna rétta
fyrir mötuneyti, cn Coldwater
selur meira af Atiantsiiafs-
þorski en nokkurt annað fyrir-
tæki.
skip undir
hentifánum
■ LÍBERÍA er það land þar
sem flest kaupskip eru skráð
samkvæmt upplýsingum Llo-
yds', sem birtar eru í SÍK-
ftéttum. Hótun Bandarikja-
manna um hafnbann á Panama
leiddi til 17% samdráttar í
flota Panama. Talið er að
helmingur flota Grikkja sigli
undir grískum fána. Rússar
cru farnir að skrá skip undir
þæginda- eða hentifánum og
voru fyrstu sovésku skipin
skráð á Kýpur á síðasta ári. í
næstu sætum ácftir Rússum
koma Kýpur, Kína, Bandaríkin
og Bahama.
Mistök orsök
f lestra slysa
■ TALIÐ er að 70-90% allra
slysa og mengunaróhappa á sjó
megi rekja til mannlegra mis-
taka og yfirsjóna, samkvæmt
alþjóðlegum könnunum.
í vor samþykkti Alþjóðasigl-
ingamálastofnunin að tillögu
íslands og hinna Norðurland-
amia að unnið skyldi að und-
irbúningi alþjóðlegrar sam-
þykktar um menntun og þjálf-
un áhafna. Er talið að með
aukinni fræðsiu megi draga úr
slysum og óhöppum.
Netanaust
tuttugu ára
■ UM þessar mundir er fyrir-
tækið Netanaust 20 ára.
Fyrirtækið starfaði frainan
af sem netagerð í Kefiavík,
en fyrir nokkrum árum flutti
fyrirtækið til Reykjavíkur og
er til húsa að Skútuvogi 13.
Starfsemin er nú einkum fólg-
in í innflutningi á neti í síld-
ar- og loðnunætur, fiskilínum,
þorskanetum og ýmsu til veið-
arfæragerðar. Framkvæmda-
stjóri Netanausts er Jón
Eggertsson.
HHHSB
ISLENSKA SJAVARUTVEGSSYNINGIN
Velkomin
í sýningardeild
iisi
sterkir
fýrir íslenskan sjávarútveg
e|m
Stærsti framleiðandi
fjölnotalyftara. Þekktast hér á
landi fyrir traktorsgröfur.
Nú kynnum við „þjarkinn",
spennandi tæki fyrir íslenskan
sjávarútveg.
AtimiHiwiiuO
Þýsk hágæðaverkfæri fyrir
fagmenn. Þekkt fyrir áratuga
endingu. Kynnum meðal
annars átaksmæla.
Einn sterkasti framleiðandi
rafmagnslyftara í heiminurrl.
Lyftarar sem farið hafa sigurför í
sjávarútveginum.
PLUM
Vönduðdönskefni,
húðvöm og sápur fyrir hendur.
Sýnum til dæmis nýjan
sápuskammtara.
Danskt fyrirtæki sem framleiðir
fylgibúnað fyrir lyftara eins og
snúninga, hliðarfærslur,
fiskikassaklemmur og fleira.
KATRIN
Heimsþekkt finnskt
hágæðamerki í
hreinlætisvörum. Hér verða
sýndar iðnaðarþurrkur og ýmis
hreinlætisbúnaður.
Globusa
Lágmúla 5, sími 68 15 55