Morgunblaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SJÁVARÚTVEGSSYNINGBIM MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER B 11 Marel hf. með nýja kynslóð af vogum NÝJA VOGIN Fjarstýring er ein þeirra nýjunga, sem einkenna framleiðslu Marels á M2000-vogunum. M2000-línan, ný kynslóð voga frá Marel, verður í fyrsta sinn kynnt opinber- lega á sýningu nú. Vogir þessar eru hannaðar af tæknideild Marel og hefur vinna við þær tekið um tvö ár. Markmiðið við hönnunina hefur verið aukin nákvæmni og hrað- virkni, en vcgir þessar eru einn- ig fáanlegar með fjarstýringu til notkunar við stillingu og skráningu. Vogir af þessu tagi eru þegar í notkun í fiskvinnslu bæði hér heima og erlendis. Þórólfur Árnason, markaðs- og framleiðslustjóri Marel, segir vog- irnar valda byltingu í vigtun og skráningu í fiskiðnaði. Vogirnar standist ströngustu löggildingar- kröfur sem gerðar séu í löndum Evrópubandalagsins, en auk ijar- stýringarinnar, sem sé mikil fram- úrstefna, megi nefna, að í vogunum séu stórir tölustafir fyrir upplýsing- ar og sérstakir skjáir til útskýringa og leiðbeininga við notkun. Því sé enn gengið lengra en áður í því að framleiða vogir, sem auðveidar séu í notkun. Nákvæmni hinna nýju voga sé svo einstök, eða allt að 1 gramms nákvæmni við vigtun 200 stykkja á mínútu. Að sögn Þórólfs hefur Marei ver- ið leiðandi í heiminum í framleiðslu á skipavogum og hafi nú yfir 50% markaðshlutdeild á því sviði. Mikið af vogum hafi verið selt til Seattle í Bandaríkjunum og síðustu tvö árin hafi um 200 skipavogir verið seldar til Sovétríkjanna. í marz síð- astliðnum afhenti Marel færibanda- flokkara í vestur-þýzka frystiskipið Kiel. Hann flokkar 100 til 120 flök á mínútu með 5 gramma nákvæmni í ólgusjó. Þá hefur Marel sett upp vogir í frystihúsunum í Eyjum, flokkunarsamstæðu hjá Útgerðar- félagi Akureyringa, flokkara fyrir saltfiskvinnslu í Sjófiski í Hafnar- firði og Tinnu í Vestmannaeyjum og tékkvog hjá Norðurstjörnunni í Hafnarfirði. Á sýningunni verða flest þessara tækja sýnd, en Marel mun einnig standa fyrir kynningu í húsakynn- um sínum í Höfðabakka meðan á sýningunni stendur, þar sem meðal annars verður fjallað um notkun tölvusjónar eða myndgreiningar í fiskiðnaði. Hampiðjan kynnir ofurtrollið Gloriu „GLORIA“, ofurtrollið, sem Hampiðjan hefur hannað fyrir úthafskarfaveiðarnar, er meðal þess, sem fyrirtækið kynnir á sjávarútvegssýn- ingunni. Um 2 tugir íslenzkra togara nota Glor- iu við úthafskarfann og um tugur norskra tog- ara. Samdóma álit skipstjórnarmanna er að fískni þessa trolls sé allt að þrisvar sinnum meiri en þeirra trolla, sem til skamms tíma voru notuð, en þau eru reyndar miklu minni. SAMVINNA VIÐ SJÓMENN HÖNNUN ofurtrollsins fór að töluverðu leyti fram í samvinnu við útgerð frysti- togara Sjólastöðvarinnar og um borð í þeim. Hér eru þeir Páll B. Eyjólfsson, skip- stjóri á Haraldi Kristjáns- syni, og Guðmundur Gunn- arsson, sölustjóri hjá Hamp- iðjunni, að binda fjögurra metra möskva í trollið og njóta við það aðstoðar tveggja skipverja. Hampiðjan hefur einnig hannað minna troll, þar sem stpra trollið reyndist of þungt í vöfum fyrir minni togara og hefur það, og reyndar það stóra líka, verið notað með góðum árangri við karfaveið- ar á hefðbundum miðum, ekki aðeins á úthafskarfanum suðvest- ur í hafi. Guðmundur Gunnarsson, sölustjóri Hampiðjunnar segir að þessi þróun hafi byijað með sam- vinnu við útgerð frystistogara Sjólastöðvarinnar, en þeir hafi fyrstir reynt fyrir sér á þessurn veiðum. Það sé þeim því mikið að þakka hve vel hafi gengið. 20 tonn á móti 10 tonnum Skipveijar á Haraldi Kristjáns- syni, frystitogara frá Hafnarfirði, voru fyrstir til að reyna Gloriu í Skeijadýpi og segir einn skipveija, Eirikur Ragnarsson, stýrimaður, svo frá í Pokahominu, tækniriti Hampiðjunnar, um veiðar og veið- arfæri: „Við voram staddir 80 sjómílur vestsuðvestur af jökli, nánar tiltekið á Jökultungu. Við fréttum að togararnir Vigri og Víðir hefðu verið á veiðum með flottroli, austarlega í Skeijadýpi, og verið að fá 5 til 12 tonn í hali. Þar sem við orum með ofur- trollið Gloriu uppi á flottrollskefl- inu var ákveðið að keyra suður í Skeijadýpi og reyna gripinn þar ... Trollið var mikið dregið með fótreipið 5 til 10 faðma frá botni, en þá var höfuðlínan 45 til 50 faðma frá botni, því Gloria er með ti'ollopnun upp á eina 40 faðma milli höfuðlínu og fótreipis. Dregið var í fimm og hálfan tíma þetta fyrsta hal og reyndist aflinn vera 20 til 25 tonn, en þá voru fjórir aðrir togarar að fá 7 til 12 tonn i hefðbundin flottroll með 18 til 22 faðma opnun.“ Framleiðslan víða um heim Gloria verður eitt að því, sem kynnt verður á vegum Hampiðj- unnar á sýningunni, en auk þess verða þar kynntir aðrir hefðbundn- ir þættir starfseminnar. Þróun og hönnum veiðarfæra er snar þáttur í starfseminni og þar má meðal annars nefna tilraunir um borð í rannsóknarskipinu Bjarna Sæ- mundssyni í sumar, en þá vora könnuð áhrif notkunar ýmissa lita í trollinu. Á sýningunni verða sýnd myndbönd frá þessari könnun. Hampiðjan selur nú framleiðslu sína, trollnet og snurvoðartóg, svo dæmi séu tekin, víða um heim auk þess, sem selt er hér heima. Eimskip kynnir flutningakerfið Á sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll mun Eim- skipafélag íslands leggja áherslu á að kynna flutning- akerfi fyrirtækisins, áætlunarferðir til hafna á meg- inlandi Evrópu, Bretlandi og Norður-Ameríku og jafnframt þá mikilvægu þjónustu, sem siglingar til nokkurra helstu hafna hérlendis eru. Þórður Sverrisson sagði, að áherslan yrði lögð á að kynna flutn- ingaþjónustuna, bæði fyrir útflytj- endur hér heim og þá gesti, sem koma erlendis frá. Verður fyrirtæk- ið með sýningarpláss inni og annað utandyra fyrir gáma en gámaflutn- ingar hafa vaxið mjög á síðustu árum, einkum þegar um er að ræða smærri flutningaeiningar. Ræður Eimskipafélagið nú yfir tveimur ekjuskipum, sem eru jafnframt stærstu skipin í íslenska flotanum. Sagði Þórður, að á undanförnum árum hefði Eimskip tekist að auka mjög hagkvæmni í flutningum með markvissri skipulagningu, bættri upplýsingamiðlun og nýjungum í flutningatækni og yrði þessu öllu gerð góð skil á sýningunni. HUGBUNAÐUR SEMNÝTIST ÞÍNU FYRIRTÆKI 9 FRAMLEIÐSLU- OG BIRGÐABÓKHALD heldur utan um framleiðslu og birgóir í frystihúsi. Öflugur millilager og afreikningur. Veósetningar skv. reglum afuröalánadeilda. Skráning á upplýsingum getur fariö fram á vönduó tæki í vinnslusal. 0 UMBÚÐALAGER heldur utan um umbúöir sem notaðar eru viá framleióslu í frystihúsi. Tengist við framleiöslu- og birgðabókhaldskerfið. Sjálfvirk niðurtalning á umbúðum sem notaðar eru við framleióslu. 0 HL UTASKIPTAKERFI til Útreiknings á kaupauka starfsfólks vió framleióslu í frystikhúsum skv. samningum. Tengist vió framleióslu- og birgðabókhaldskerfið og getur einnig verið sjálfstætt. 0 TÍMASKRÁNINGARKERFI leysir handunnar stimpilklukkuvinnslur af hólmj, Kerfið notar strikamerkja- eða segulrandalesara. Skilar færslum yfir í launabókhald. Öflugar úrvinnslur. Stjórnun á takmörkuðum aðgangi aó hurðum vinnustaða með aðstoð strikamerkja- og segulrandalesara. 0 UPPBOÐSKERFI fyrir fiskmarkaöi og aóra uppboðsmarkaði til að auóvelda uppboö, reikningagerö og margþætta skýrslugeró til stofnana og kaupenda. Beintenging vió vogir. 0 GÆÐAEFTIRLITSKERFI til eftirlits og stýringar á gæóum framleióslu í frystihúsum. Reiknar út kaupauka starfsfólks í frystihúsi. Skráning á upplýsingum fer fram á vönduó tæki í vinnslusal. 0 HUGBÚNAÐUR OG TÆKI vinna á IBM S36 og/eða IBM AS400 tölvur. Vió bjóðum hugbúnaóinn og tæki ásamt uppsetningu og þeirri þjónustu sem óskað er eftir. Góð reynsla stórra fyrirtækja er trygging sem treystandi er á. Leitaðu nánari upplýsinga. ftlllllltfclll HUGBÚNAÐARHÚSIÐ hf. Síðumúla 21, 108 Reykjavík. Sími 688811

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.