Morgunblaðið - 19.09.1990, Blaðsíða 22
22 B
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 19. SEPTEMBER
í bás okkar á sjávarútvegssýningunni, 100-E,
sýnum við meðal annars
PERKINS dfselvél og LINDE LANSING lyftara.
Hvar sem þörf er á tryggu afli
kemur PERKINS til skjalanna.
Um allan heim knýja PERKINS
vélar skip og báta( vinnuvélar
og bíla, og það eru
hvarvetna talin meðmœli
með atvinnutœki,
efíþví er PERKINSvél.
PERKINS vélar eru meðal annars
í LINDE-LANSING lyfturunum, sem við
kynnum einnig í básnum okkar
á sjávarútvegssýningunni.
Verið velkomin í bás 100-E á sjávarútvegssýningunni.
Vonandi getum við komið til liðs við ykkur.
Perkins o/Znke- Lansing
HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVIK SIMI 91 -670000
Þjónustugjöld á
ferska fisknum
hækka í Englandi
Breytir litlu íyrLr okkur
segir Jón Olgeirsson
FRÁ og með apríl á næsta
ári verður sérstakur skatt-
ur, sem Weskir fiskkaup-
endur greiða af hverju
tonni, hækkaður um 31%
eða úr 640 kr. á tonn í 975 kr. Er frá þessu skýrt í breska sjávarvöru-
tímaritinu Seafood News en skattinum er ætlað að standa undir
rekstri Seafish, sem er opinber en sjálfstæð þjónustustofnun við
breskan fiskiðnað, og á hækkunarinnar að einhverju leyti að gæta
í fiskverði til neytenda. Jón Olgeirsson, ræðismaður íslands í Grims-
by, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hér væri þó um það litlar
upphæðir að ræða, að þær breyttu litlu til eða frá.
Þessari skattahækkun hefur ver-
ið tekið misjafnlega og er það fisk-
vinnslan í Skotlandi, einkum þó í
Aberdeen, sem hefur mótmælt
henni. Segir talsmaður hennar,
Robert Milne, að fyrir það fyrsta
eigi allir aðilar, líka útgerðin, að
taka þátt í henni og hann kveðst
efast um, að unnt sé að skila hækk-
uninni áleiðis til annarra kaupenda.
Aðrir hafa tekið betur í skatta-
hækkunina og segja, að með henni
sé aðeins verið að samræma gjaldið
almennri verðlagsþróun til hags-
bóta fyrir Seafish og breskan sjáv-
arútveg.
Jón Olgeirsson sagði, að Seafish-
stofnun, sem þessi sérstaki skattur
rennur til, væri í eigu ríkisins en
þó óháð og annaðist alls konar þjón-
ustu og upplýsingaöflun fyrir fisk-
iðnaðinn. Tæki til dæmis saman
allar tölur um veiðar, vinnslu og
fisklandanir, fylgdist með fiskneysl-
unni og þeim breytingum, sem á
henni yrðu, og kæmi á framfæri
upplýsingum um nýjustu tækni og
þróun. Þá sæi stofnunin einnig um
víðtæka markaðskynningu á fiski
og öðrum sjávarafurðum, til dæmis
í sjónvarpi. Kvaðst Jón telja stofn-
unina hafa unnið gott starf en þeir
væru þó til, sem um það efuðust.
Sagði hann ólíklegt, að skatturinn,
sem í sjáifum sér væri ekki hár,
myndi hafa nokkur áhrif á það
verð, sem íslensku skipin hafa verið
að fá fyrir fiskinn í Bretlandi.
Þess má geta, að skatturinn tek-
ur ekki til bræðslufisks, innflutts
fiskimjöls, saltfisks og fisks, sem
er verkaður með öðrum hætti.
Aukinn ufsa-
og karfaafli
SAMKVÆMT bráðabirgðatölum
Fiskifélagsins um afla fyrstu átta
mánuði ársins hefur ufsa- og
karfaafli aukizt í ár. Fyrstu átta
mánuði þessa árs komu á land
55.854 tonn af karfa á móti
53.980 t í fyrra. Af ufsa komu á
land fyrstu átta mánuðina í ár
60.274 t samanborið við 46.420 t.
í Vestmannaeyjum jókst karfa-
afli um 2.500 tonn og ufsaafli var
10 þúsund t á móti 8.736. í Hafnar-
firði 4.663 t á móti 3.448 tonnum,
ísafirði 1.243 á moti 667 tonnum,
Siglufirði 1.964 á móti 961 t, Nes-
kaupstað 1.708 á móti 1.212 og
Fáskrúðsfirði 1.362 tonn móti 537.
Mikill samdráttur hefur orðið í
grálúðuafla á árinu, um síðustu
mánaðamót höfðu komið á land
rúmlega 31 þúsund tonn á móti 54
þúsund tonnum á sama tíma í
fyrra. Mestur er samdrátturinn í
grálúðuafla á stöðum eins og Vest-
mannaeyjum, 362 tonn á móti
1.664, Hafnarfirði 5.664 tonn á
móti 8.887 tonnum, Reykjavík
1.801 tonn á móti 5.964 tonnum,
Akranesi 984 tonn á móti 2.720
og ísafirði 3.148 tonn í ár á móti
6.431 tonni fyrstu 8 mánuðina í
fyrra svo dæmi séu tekin.
Jssiord Intematlonal ,HVDR,Hnl’lfiim1«ili: ($)
rúfuviðgerðir og nýsmíði • Westfaiia skilvindur • Hydraulik Brattvaag spilkerfi • stálgrindahús
larðsál 'búnaður í fiskimjölsverksmiðjur frá Stord Bartz • Boiler katlar • ventlar frá Stafsjö Bruk
Lítið af
laxi við
Græn-
land
LAXVEIÐARNAR við Vest-
ur-Grænland hafa gengið
rnjög illa það, sem af er, og
eru aðeins komin 113 tonn
á land. Svarar það ekki
nema til 12% af kvótanum.
Laxakvótanum er skipt upp
á milli sveitarfélaganna en
vegna þess hve lítið hefur
veiðst hefur landsstjómin nú
gefið veiðarnar fíjálsar. Mega
öll skip undir 50 brúttólestir
stunda þær nema þau, sem eru
30-50 brl. og sérbúin til rækju-
veiða. Stöðugtdregurúrlax-
veiðunum eins og sést á því,
að fyrir tveimur árum náðist
að veiða upp í allan kvótann,
1.000 tonn, fyrir ári veiddust
aðeins 37% af honum og nú
em ekki komin á land nema
12% eins og fyrr sagði.