Alþýðublaðið - 22.01.1959, Síða 4

Alþýðublaðið - 22.01.1959, Síða 4
H a n n e s fO á h o r n i n u M, k Fæðingardeildin og fæðingarstyrlíurinn "■k Misskilningur «»n . greiðslufyrirkomulag. Upplýsingar aí gefnu tilefni. ~k Ráðizt .á >,þrátt fyrir unga fólkið“. VERKAMAÐUE skriíar mér -á pessa leiö: „Þú heíur oft rninnst á það í pistlum þínum, ;t3 skriffinnska væri of mikil hér á lanði og óþörf. Ég hugsa að íæstir séu þér sammáia um það, enda rekur maður sig á þetta leiða fyrirbrigði ef maður þarf að hafa einhver bein viðskiptj við liið opinbera. — Ég ætla nú að segja þér dálitfa sögu um Jjetta til að sanna hvernig þetta ér á ýmsum sviðurn og þar á meðal jafnvel þar sem 1 sízt skyldi. TRYGGINGARNAR eru góð- ar svo langt sem þær ná, og það rétt, sem þú sagðir einu .sinni ,að það er ekki hægt að ætlast til þess að almaniiatrygg- ingar, tryggingar, sem eiga að iiá til allra þegna þjóðféiagsins, hkapist á einum áratug. Það tek- ur lengri tíma og ættum við verkamenn, og launþegar yfir- teitt að geta skilið það manna bezt, því að ekkert getum við byggt upp nema á löngum tíma, ekki grípum við gróða í einni i'.vipan. FYRIR NOKKRl' bar það til tíðinda á heimili mínu, að kon- ★ Nýtt kvaia stillandi iy f Washington, 13. jan. [ NÝTT kvalastillandl iyf; hefur nú verið framieitt í [ Bandaríkjunum. Það heit- [ ir enn sem komið er a. m. [ k. NIH 7519. Það cr sagt j tíu sinnum sterkara en j morfín, fimmtíu sinnum j sterkara en codein. Það er [ einnig álitið hættuminna j en önnur eiturmeðul. Enn j er þetta þó ekki fullreynt, j þó það hafi verið notað að j umlanförnu af um það bil [ 290 sjúklingum á sjúkra- j luistim í Los Angeles, New: York og Philadélphiu. I Svo er skýrt frá, að efni j þetta sé framlcitt úr kol-1 |öru og ýmis konar efna- [ Jöndum, sé að sumu leyti: byggt upp líkt og morfín,: en sé miklu einfaldara [ efnasamband. I Vísind'amennirni rsegja.l að cf efnið reynist eins [ bættulaust eins og látið er [ í veðri vaka, megi nota það I ge-gn nautnalyf jum og ætl- I að er að það geti dregið að I verulegu leyti úr ópíum- i neyzlu. I ★ •«>G<iiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii<i<imMiinmHuimiimiiii an mín varð léttari. Hún fór þeg ar hún kenndi sín í fæðingar- deild Landsspítalans og þóttist heppin, því að þar er svo mikil þröng að konur geta aldrei vit- að, hvort við þeim veröi tekið og það jafnt þó að þær hafi pant að pláss fyrir löngu — og miðáð ailt við það, enda næstum ó- kleift að fá hjálp í heimahúsum l hvernig sem á stendur. J ALLT GEKK VEL fyrir konu minni og barninu og þar kom að, að konunni var sagt að fara heim, enda er reynt af fremsta megni að losna við konurnar eins fljótt og auðið er, og. áður en það er í raun og veru hægt, vegna hinnar miklu aðsóknar. — En bcggull fylgdi skammrifi. Konan skyldi greiða á 17. hundr að kr. áður en hún færi. Fæðing arstyrkurinn er rúmar 19 hundr uð krónur svo að hægur vandi ætti að vera að borga kostnað- inn. En þetta er ekki alveg svona einfalt. VIKUNA áður hafði bæjar- sjóður tekið næstum allt kaup mitt upp í útsvar og ég átti ekki 17 hundruð krónur til þess að borga Fæðingardeildinni. Ég vissi heldur ekki hvernig ég ætti að ná í þær til þess að borga konuna út. í raun ög veru hefði ég ekki þurft að fá þær lánaðar nema í klukkutíma eða svo, því að ég fæ fæðingarstyrkinn borg- aðan þegar búið er. að borga Fæð ingardeildinni. MÁLIÐ leystist þó fyrir at- beina bróður mins, sem komst að þessu, svo sótti ég fæðingar- styrkinn og borgaði bróður mín- um, — og það tók ekki nema tvo lírria. — Ég er að segja frá þessu í von um að hægt sé að breyta þessu skrítna bókhaldi, því að ég sé ekki annað en að hér sé eingöngu um bókhaldsatr- iði að ræða“. ÉG HELD að hér sé um mis- skilning að ræða — og vankunn áttu. Þess vegna birti ég bréfið, því að vel getur verið, að van- kunnáfta í þessu valdi fleirum erfiðleikum. — Ljósmóðirin, eða skrifstofa Ríkisspítalanna gefa út vottorð um fæðingu barns- ins, og móðirin gefur ávísun á fæðingarstyrkinn, það er að segja rúmar 16 hundruð krónur. Þar með hefur Fæðingardeildin fengið sitt fé og konan hefur greitt sitt gjald. Vitanlega á starfsfólk Fæðingardeildarinnar að upplýsa fólk um þetta. INGVAR VILHJÁLMSSON, Ytri-Njarðvík skrifar mér eft'ir- farandi: „Ég hef tekið eftir þeim dagskrárlið sem kallast „Lög unga fólksins“. Ég hef venju- lega skrúfað strax fyrir þann þátt með hryllingi, nema nú í kvöld hef ég látið mig hafa að hlusta á hann, vegna þess bréfs míns um hann. Það er skemmst af þessum þætti að segja að í honum eru nær ein- göngu jazz-lög og þau ekki af betri endanum, sum viðbjóðsleg m.eð söng svertingja, sem sækja röddina langt ofan í maga. MÉR finnst það sorglegt hvernig ungt fólk á íslandi er svívirt í heild með þessum þætti útvarpsins. Ég geri ráð fyrir að útvarpsráð þykist gera vel með þessum þætti, en þó er það að flytja til hlustenda andlega ó- lyfjan. Er rétt að ríkisfyrirtæki geri slíkt? Ég held ekki. Ég held að menn ættu að snúa aftur til fegurðarinnar í listinni, en hætta að róta upp í ruslakistu hugskotsins o gausa óþverranum yfir fjöldann“. Hannes á horninu. IVER sá, sem dregur í efa að verðbólga geti lagt efnahagslíf í rúst og steyþt. heilli þjoð á heljarþröm, ætti að kynna sér ástandið í Arg- entínu. Þessi mikla og dug- andi þjóð, sem býr í einu auð- ugasta landi veraldar, hefur hin síðari ár dansað hruna- dans dýrtíðar og ábyrgðar- leysis með þeim afleiðingum, að þjóðlíf er nú lamað af alls- herjarverkfalli og lögreglu beitt gegn hinu vinnandi fólki. Þi ESSI harmleikur hófst í stjórnartíð Perons forseta, sem nú er í útlegð. Hann sat að völdum með gerspillta klíku í kringum sig, lamaði aðalatvinnuvegi þjóðarinnar, eyddi gjaldeyri í vafasamar frarnkvæmdir, en stóð í vegi fyrir heilbrigðri þróun at- vinnugreina eins og olíu- vinnslu. Skuldir hlóðust upp, hann hafði svokallaða vei’ka- lýðshreyfingu landsins í vas- anum og hélt stuðningi henn- ar með miklum kauphækkun- um, sem þó alls ekki juku kaupmátt verkamanna — og fylgdi öllu eftir með áróðri harðstjórans. KEGx\R Peron var loks steypt af stóli, tók við bráða- birgðastjórn undir forsæti Pedro Aramburu hershöfð- ingja. Hann skipulagði frjáls- ar forsetakosningar, og varð sigurvegari Arturo Frondizi. Hann byrjaði ekki efnilega. Það var á allra vörum, að fylgismenn Perons, sem enn ráða verkalýðssamtökunum, hafi stutt hann og tryggt hon- um sigurinn. Hann fetaði hina fornu peronsslóð og veitti umsvifalaust 60% kaup hækkun. Þessi óviturlega ráð stöfun hefndi, sín grimmi- lega ,þar sem ekki stóð neitt á bak við þessa hækkun. Dýr- tíð óx geigvænlega, kaffi hækkaði 60%, fargjöld 50%, dagblöð 70 % og annað eftir því. Peningar urðu verðminnx með hverjum degi og magn; þeirra stórjókst í umferð. Þegar ieið fram á haust hafði framfærslukostnaður hækk- að um 45%, og var þá enn ný alda kauphækkana að hefjast, um 25%. Fi LOFTUR GUÐMUNDSSON RONDIZI sá nú, í hvert óefni komið var. Honum varð ljóst, að ekki þýddi að hugsa fyrst um að gera hosur sínar grænar fyrir peronistum, ef bjarga átti þjóðinni frá efna- hagslegu hruni. Dýrtíðarskrúf an gat ekki haldið áfram e.ins og á horfði. Hann tók þá á- kvörðun að spyrna duglega við fæti. Fór hann að dæmi de Gaulles Frakklandsforseta og tilkynnti um áramótin rót- tækar aðgerðir, sem miða að því að knýia argentínsku þjóðina til að hætta að lifa um efni fram. Gengi var lækkað og gerðar margvísleg- ar aðrar ráðstafanir, sem þrengdu miög hag almúgans, en eiga að tryggja .stöðvun verðbólgunnar, aukningu framleiðslunnar og jafnvægi í viðskiptum við útlönd, þar sem halli hefur verið mjög mikill. s, >VÖ virðist af fregnum frá Góðviðru (Buenos Aires), sem þessum ráðstöfunum hafi. ekki verið tekið sérlega vel. því allsherjarverkfall það, sem skollið er á, virðist vera nær algert. Hins vegar virð- ist Frondizi, sem er í heim- sókn í Bandaríkjxxnum, hafa traustan stuðning hersins, sem venjulega þýðir í Suður- Ameríku, að hann sé ekki valtur í sessi. Slíkan harm- leik hefur taumlaus dýrtíð dregið á eftir sér suður þar, og mun ekki ofsögum sagt af þeirri þjóðfélagsmeinsemd. Loftur Guðmúndsson: Gang- rimlahjólið. Skáldsaga. Al- menna bókafélagið. Prent- verk Odds Björnssonar. Akur- eyri 1958. LOFTUR GUÐMUNDSSON vill gerast fjölhæfur rithöfund- ur. ,,Gangrimlahjólið“ sver sig raunar efnislega í ætt við „Jóns- .mjessunæturmartröð á fjallinu helga“, en vinnubrögð höfund- arins eru gerólík. Fyrri bókin einkenndist af tiltínslusömum orðalengingum, þar sem engin hugdetta mátti fara forgörðu-m. ,,Gangrimlahjólið“ er hins veg- ar stutt saga o-g hnitmiðuð. Og um stílinn gegnir sama máli og f rásagnar háttinn. ,, J ónsmessu- næturmartröð á fjallinu helga“ tognaði í allri túlkun, en síðari bókin er eins og stálstrengur. Samt reynast viðfangsefni höf- undarins náskyld, Fyrir honum vakir tímabær og athyglisverð heimsádeila. Margir munu víst ætla, að Loftur hafi snúizt frá ga-mansemi til alvöru rr.illi bók- anna, en mér dettur í hug, að nú sé alvara hans gamansöm, þegar gamansemin átti að vera alvarleg í „Jónsmessunæturmar- tröð á fjallinu helga“. Hann stað næmist þannig við sama hey- garðshornið, en leggur leið sína þangað úr tveimur áttum. Hver er svo heimsádeilan í ,,Gangrimlahjólinu“? Svörin við þeirri spurningu gætu vissulega orðið mörg, en mér er næst að ætla, að Loftur Guðmundsson vilji annars vegar fordæma kúg- unina-, en hins vegar tæknina. Og hann lætur hvort tyeggja koma í sama stað niður. Sagan er tvíþætt fram eftir, en sam- einast að bókarloku-m í áhrifa- mikla og sérstæða heild. Sú blanda er sterkur drykkur og mennskum mönnum ófýsilegur, en þó mjöður í horni þeirrar ver aldar og þess mannkyns, sem hefur af að segja austrænu misk unnarleysi og vestrænni ein- hæfni. Loftur Guðmundsson varar við þessu í „Gangrimla- hjclinu“, ef ég skil söguna rétt. En predikunin er skáidleg og tælcni höfundarins mikillar íþróttar. Þess vegna reynist hún eftirminnilegur skáldskapur. Eigi að síður hef ég ýmislegt við hana að athuga, og skal nú vikið að þeim atriðum nokkrum orð- um. Sögu-fólkið í „Gangrimlahjól- inu“ ber naumast svip af lífver- um holds og blóðs. Loftur Guð- mundsson teflir fram manngerð- um á skákborði sögunnar og hyggst þannig magna ádeilu hennar og tilgang. Sá sigur er út af fyrir sig ótvíræður. En þetta eru ýkt vinnubrögð og eins konar afleiðing þeirrar tækni, sem höfundurinn vill fordæma. Sagan er öll sögð í svörtu, ef manni verður hugsað til litanna. Og hvers vegna ekki að tákna það, sem mestu máli skiptir, já- kvæða baráttu, þrá okkar og von, n-eistann úti í myrkriríu, sem á að verða framtíðarstjarn- an? Loftur Guðmundsson geng- ur lengra í heim-sádeilu sinni en nokkurn tíma Chaplin. Viðleitni hans er stórmannleg, en öfga- kennd- og heiftúðug í nábýli við sannan og fagran skáldskap. Fulltrúar ungu kynslóðarinnar á bókmenntaþingi samtíðarinnar iðka þau vinnubrögð mjög nú á dögum að einskorða sig við hvítt og svart til að dæmast frumlegir og sérstæðir. En of mikið af öllu má þó gera, og ég er þreyttur á þessum stílæfingum’ og tækni- brögðum í mynd þjóðlífs og sanx félags. Bak við brúðuleilthús of- beldisins og samkeppninnar rísa blá fjöll með grænum döl- um, þar sem mennsku folki er líft. Hvers vegna að gleyma þeirri staðreynd eða láta hana (Framhald. á 10. síðu). 22, jan- 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.