Morgunblaðið - 07.10.1990, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.10.1990, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1990 C 5 unnu að björgunar- og hreinsunar- störfum þar í bæ. Undanfarin þijú sumur hefur hann starfað sem af- leysingakokkur í mötuneyti Sjón- varpsins jafnhliða húsvarðarstöð- u nni, en þar hefur hann haft eigin- konu sína, Sigurborgu Björnsdótt- ur, sér til halds og trausts. „Það er nú, skal ég segja þér, ástæða fyrir því að ég sótti um húsvarðar- stöðuna. Haustið 1985 var ég orð- inn hálfgerður sjúklingur og skera þnrfti í fimm hryggjarliði. Um tíma g;erði ég ekkert nema að hendast á nnilli sjúkrastofnana. Þetta tókst hiins vegar vel og í dag er ég alveg búinn að ná mér. Starf húsvarðar v ar auglýst og ég dreif í því að sækja um. Eg frétti reyndar síðar aið nokkuð margir hefðu sótt um, em mér var sagt að byggingameist- siraréttindi mín hefðu komið sér.vel þegar farið var að meta umsóknir. Eg er ákaflega sáttur í þessu s.tarfi mínu og ég er mjög ánægður rneð það fólk, sem hér býr. Húsregl- urnar eru settar til þess að farið s;é eftir þeim og er meginreglan sú að hér sé húsfriður frá klukkan hálftólf á kvöldin til klukkan sjö á rnorgnana. Ibúarnir eru samtaka um að þessi regla sé höfð í heiðri. Þegar við hjónin tókum að okkur Btarf húsvarða hér, byijuðum við á því að boða hvert stigahús til okkar i spjall og kaffi. Okkur fannst þetta líka ágætisleið til að kynnast íbúun- um, en hér býr fólk sem er á ein- hvern hátt á vegum félagsmála- stofnunar borgarinnar. Sextíu pró- »ent íbúanna eru ellilífeyrisþegar. Auk þeirra er hér þó nokkuð um hryrkja. Lítið hefur borið á barna- ffólki þó hér séu einar ijórar ein- stæðar mæður og einn einstæður ffaðir. Það fer alltaf dijúgur tími í ]það hjá mér að ræða við gamla ffólkið. Mér finnst það, því miður, vera allt of einmana þó það eigi kannski alla sína ættingja í Reykjavík. Þetta fólk er í mikilli þörf fyrir að spjalla og það er oft yndislegt að koma inn á heimili þess og sjá hvað allt er þrifalegt ■og huggulegt.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg „Bráðnauðsynlegt að í störfum húsvarða séu menn, sem geta tekið til hendinni,“ segir Smári Wíum umsjónarmaður fasteigna hjá Vífilfelli. sem safngripi í nýju byggingunni. Smári segist mæta til vinnu fyrir klukkan átta á morgnana og vinnu- degi sé lokið um fimmleytið. „Það er auðvitað mismikið að gera frá degi til dags. Það er enginn sem beint rekur á eftir manni svo fram- arlega sem allt er í lagi. Að því leyti er ég eins og minn eigin hús- bóndi í vinnunni og ræð mér sjálf- ur.“ ÞESSU STARFI FYLGIR MIKIL SJÁLFBOÐAVINNA - secjir Sveinn fónasson hús- vöróur í safnaóarheimili Akureyrarkirkju „EG VAR ráðinn hingað sem byggingastjóri fyrir hálfu öðru ári, en þá var safnaðarheimilið aðeins fokhelt. Nokkrum mán- uðum seinna tókum við helminginn af húsinu í notkun og þá gerðist ég jafnframt umsjónarmaður með því að ósk safnaðar- nefndar. Þannig er ég nú hvort tveggja í senn byggingastjóri og húsvörðúr og hef nóg að gera. Ætli mér sé ekki óhætt að segja að þetta sé eitt og hálft starf þó ég fái aðeins laun fyrir eitt starf. Það er heilmikil sjálfboðavinna fólgin í þessu,“ seg- ir Sveinn Jónasson umsjónarmaður safnaðarheimilis Akur- eyrarkirkju. Hann er 42 ára að aldri, húsasmíðameistari að mennt. Sveinn segir að húsvarðar- starfið nái fyrst og fremst til safnað arheimilisins. Kirkjan sé honum óviðkomandi að undan- skildu viðhaldi og þrifum úti og inni. Sérstakur kirkjuvörður er starfandi við kirkjuna sem sér um hringingar og er viðstaddur allar kirkjulegar athafnir. Áætlað er að uppbyggingu safnaðarheimilis- ins verði að fullu lokið þann 17. nóvember nk. og verður það þá formlega vígt. Miklar fram- kvæmdir standa einnig yfir í kirkj- unni að innanverðu og hefur hún verið lokuð allan síðasta mánuð. Óljóst er hvenær hún opnar að nýju því vinnan var mun meiri en áætlað var í fyrstu. „Við erum að mála kirkjuna að innan, slípa gólfin upp og lakka, breyta snyrt- ingu með tilliti til hjólastólafólks, flísaleggja anddyri og koma þar upp vatnsofnum í stað rafmagns- ofna svo eitthvað sé nefnt. Ég er fýrst og fremst að pota þessum framkvæmdum áfram eins og er. Aftur á móti er starf umsjónar- manns safnaðarheimilisins í því fólgið að taka við öllum bókunum og sjá um þrif annað veifið. Fund- , að hefur verið hér um það bil 180 sinnum frá því að við opnuðum hluta hússins 11. nóvember sl. OA-samtökin, sem er félagsskap- ur þeirra sem eiga við offitu að stríða, eru hér alltaf á mánudags- kvöldum. Kórinn æfir á þriðju- „Starf húsvarðar er ekki fyrir eldri menn,“ segir Sveinn Jónas- son húsvörður í safnaðarheimili Akureyrarkirkju. dagskvöldum og sorgarsamtökin hittast hér hálfsmánaðarlega og hafa stjórnarfundi þess á milli. Sóknamefndin og undirnefndir hennar funda hér líka auk fjölda annarra félaga og hópa. Þetta er mjög líflegt og skemmtilegt starf. Maður hittir marga og er mjög kátur í vinnunni. Mér hefur verið boðin föst húsvarðarstaða hér eft- ir að framkvæmdunum lýkur og hef ég mikinn hug á að taka starf- inu. Maður veit svo sem ekki enn- þá hversu umfangsmikill rekstur- inn verður.“ Ætla má.að starf húsvarðar í safnaðarheimili sé nokkuð ein- manalegt. Sveinn segist aldrei hafa orðið var við einmanakennd enda starfi hann við einn stærsta söfnuð landsins sem telur um níu þúsund sóknarbörn. „Aftur á móti,“ segir Sveinn, „er starfíð ekki fyrir eldri menn. Það er ýmislegt í þessu starfi sem gaml- ir menn ráða ekkert við, til dæm- is snjómoksturinn. Þó við höfum hér tvö snjóbræðslukerfi við kirkj- una, hafa þau ekkert að segja hér fyrir norðan. í byggingum nú til dags er líka kominn svo flókinn og mikill tækjabúnaður að menn þurfa að vera með á nótunum til að geta sinnt starfinu eins og kostur er. Menn halda að starf húsvarðar sé rólegt og þægilegt. Það er það hins vegar ekki. Mann vantar alltaf tíma.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.