Morgunblaðið - 07.10.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.10.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1990 C 25 Belgísk poppsveifla BELGÍSKAR sveitir hafa ekki verið áberandi á vin- sældalistum utan Belgíu og nágrannahéraða. Það varð þó breyting þar á þegar belgíska sveitin Vaya con Dios var á allra vörum fyr- ir breiðskífu sína, Night Owls. Kaffihúsatónlist með mjúkri jasssveiflu og poppfrösum hefur sótt í sig veðrið síðustu vikur og mán- uði og dæmi um það er Negr- esses Vertes, þó sú sveit eigi til að gerá tónlistarskandala sértil skemmtunar. Vaya con Dios, en nafnið þýðir gakktu með guði, stendur föstum fótum í popptónlist um leið og sveitameðlimir bæta við hana jass, blús, rokkabillí, flamenco og soul. Sveitina skipa söngkonan Dani Klein og kontabassaleikarinn Dirk Schouf, en í seinni tíð hefur leikið með þeim gítarleikar- inn Jean-Michel Gielen. í upphafi komu þau Dani og Dirk fram tvö og léku óraf- magnaðar úsetningar af lög- um úr ýmsum áttum, lög með Elvis, Edit Piaf, Otis Redding o.fl. Fyrsta smáskíf- an vakti á þeim slíka athygli að það var auðsótt að ná plöt- usamningi og fyrsta breið- skífan seldist í yfir 400.000 eintökum í Evrópu. Það var á síðasta ári og fyrir stuttu kom út önnur plata sveitar- innar, Night Owls, sem nefnd er hér fyrir ofan. Á Night Owls er svipað andrúmsloft og á fyrstu skífunni, lögin nánast öll í órafmögnuðum útsetningum, en þó skreytt með rafhljóðfærum á smekk- legan hátt. Útsetningarnar eru fjölbreyttar að vanda: flamencoblær á Nah Neh Nah, soulútsetning á What’s a Woman, gospel í Someth- ing’s Got a Hold on Me, blúsaður tregi í Pack Your Memories og í lokalagi plöt- unnar er sem áheyrandinn sé staddur á frönsku kaffi- húsi. Svo vel ganga útsetn- ingarnar upp að á stundum er sem verið sé að hlusta á safnpiötu, en það sem tengir hana saman er sveigjanleg rödd Dani Klein og þéttur bassaleikur Dirks Schoufs er aldrei langt undan. Gakktu með guði Jean-Michel Gielen, Dani Klein og Dirk Scouf. DÆGURTONLIST Popphœnsn eba merkur listamabur? Hlustið án fordó GEORGE Michael er í þeirri einkennilegu aðstöðu að vera álitinn ómerkilegt popphænsn í lieimalandi sínu, Bretlandi, en i Bandarikjunum er hann talinn með fremstu hvítu soulsöngvurum og tekinn alvar- lega (of alvarlega að eigin sögn). Síðasta plata Georges, Listen Without Prejudice, hlustið án for- dóma, virðist vel til þess fallin að koma honum í hóp virtra poppara breskra. Gagnrýnendur hafa hlaðið plötuna lofi og.sumir talið hana bestu poppplötu ársins hingað til, en plötukaup- endur hafa ekki verið síð- ww^mmmmmmm ur já- kvæðir, því hún hefur selst í geys- iupplagi eftir Árna ™ heim Matlhlasson ahan og herma fregnir að ekki hafi er- lendri plötur verið dreift í eins miklu magni hér á landi á árinu. Állt bendir því til þess að George Michael sé kominn í þá þægilegu aðstöðu að fólk kaupir fyrst og hlustar svo. Öðru máli gegnir um fyrrum félaga hans í Wham!, Andrew Ridgeley, en plata hans kom út snemma á þessu ári og var umsvifalaust jörðuð af öllum sem um hana Jjöl- «luðu, ekki síður en af al- menningi. Á nýju plötunni semur George öll lög og sér um útsetningar, þann- ig að ekki fer á milli mála hvor réð ferðinni í Wham!. Fyrir stuttu birtist við George langt viðtal í breska poppblaðinu Q. Þar lýsir hann því yfir að þetta verði síðasta viðtal sem hann gefi um fyrirsjáan- lega framtíð, en einnig hyggst hann hætta að fera tónlistarmyndbönd. stæðuna segir hann vera þá að hann hafi eytt tiu árum í að koma því á framfæri hvað hann sé sérstakur, en núorðið skipti. tónlistin hann svo miklu máli að hann vilji ekki að persónan/popp- stjarnan George Mic- hael spilli. Hvað sem því líður þá er hann í aðstöðu til að láta tónlistina tala, því síðasta plata hans, Faith, hefur selst í um fjói-tán milljónum eintaka og í Banda- ríkjunum hlaut hann Grammy-verðlaun sem bestir samtíma- soulsöngvarinn, en það vakti mikla reiði blakkra tónlistar- manna þar í landi. Þess má svo geta að athygli hefur vak- ið að á umslagi plöt- unnar stendur Vol. 1, sem bendir til þess að væntanlégt sé framhald og herma fróðir að það komi á markað skömmu fyr- ir jól og með laginu Last Christmas í nýrri útsetningu. GeorgeMichaet Elvis snýr aftur POPPIÐ ristir jafnan ekki djúpt, en þó eru til hljóm- sveitir sem leika það kallað hefur verið „gáfumanna- popp“ og krefst meiri hlustunar og íhygli en t.a.m. Paula Abdul eða Greifarnir. Meðal fremstu slíkra sveita er Prefab Sprout, sem vakti aðdáun og átrúnað með plötu sinni Steve McQueen. Fyrir stuttu kom frá Prefab Sprout fjórða breiðskífa sveitarinnar (ef ekki er talin með prufupp- tökuplatan Protest Songs, sem fékkst víða á síðasta ári), Jordan: The Comeback. Á plötunni eru nítján lög í fullri lengd og platan því óvenju pökkuð. Paddy McAloon, höfuðpaur sveit- arinnar segir á því þá eðli- legpi skýringu að hann hafi verið búinn að semja slík ókjör af lögum að ekki hafi verið undan því komist að hafa hana þetta langa. Síð- asta plata sveitarinnar, From Langley Park to Memphis, þótti í léttari kantinum og margur varð argur við, en Jordan er lík- ari fyrri plötum sveitarinnar og um leið fjölbreyttari en oft áður. Lögunum segist Paddy skipta í lagaflokka og nefnir sem dæmi lögin Jordan: The Comeback, Jesse James Symphony, Jesse James Bolero og Mo- ondog, sem byggi á því að Elvis Presley sé lifandi í eyðimörk. Fyrsta- lagið sé eintal hans, þar sem hann telji sjálfan sig á að snúa aftur og taka upp þráðinn þar sem frá var horfið og í lokalaginu, Moondog, er hann snúinn aftur og rödd hans heyrist í lokin. Sem fyrr er það Thomas Dolby sem sér um upptökur og tekur þátt í útsetningum, eri lögin semur Paddy einn síns Iiðs. Reyndar kallar hann ekki saman sveitina fyrr en hann er búinn að taka upp prufur af hæfile"51 *v'"— um plötu. Prefab Sprout „Gáfu- mann- apopp.“ T.é -- •' ■ Ekki þurfa aðdaendur Prefab að bíða lengi eftir næstu breiðskífu, því á með an á upptökum stóð samdi Paddy nóg lög á aðra plötu og hefjast upptökur innan skamms. ■ KEFL VÍSKA þunga- rokksveitin Pandóra sendi nýverið frá sér sína aðra breiðskífu á vegum Geim- steins. Sveitin sendi áður frá sér breiðskífuna Saga fyrir nokkru, en á þeirri plötu voru allir textar á ensku. Nýja platan heitir hinsvegar Á íslensku, enda eru allir textar sveitarinnar nú á íslensku, en þess má geta að þeir Bubbi Morth- ens og Bjartinar Guð- laugsson leggja sveitinni lið í tveimur lögum. ■ GEISLADISKURINN vinnur á og útgefendur eru farnir að setja gamla titla á diska hér á landi ekki síður en ytra. Á næstunni koma á geisladisk gamlar plötur með Bubba Morthens og hljómsveitum hans Utan- garðsmönnum og Egó. Ekki er búið að ákveða út- gáfudag, en plöturnar sem gefnar verða út eru Isbjarn- arblús og Fingraför með Bubba, Geislavirkir með Utangarðsmönnum og Breyttir tímar með Egó. MPOSSIBILLYS tóku upp sína aðra breiðskífu snemma á árinu, en ekki gekk sem skyldi að finna útgefanda. Hann er þó fundinn og gefur Skífan plötuna út í næsta mánuði. Possibillys skipa nú Jón Ólafsson, Stefán Hjör- leifsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson. ■ VINSÆLASTA þunga- rokksveit heims, Guns ’n’ Roses, hóf í haust upptökur á þriðju breiðskífu sinni. Upptökur hafa gengið treg- lega þó nóg sé til af lögum, því trymbill sveitarinnar var rekinn fyrir heróínfíkn og hvað eftir annað hefur slitn- að upp úr hljóðversvinnunni vegna lífernis sveita- manna. ■ EFTIRLITIÐ heldur tónleika í Hótel Borg næst- komandi fimmtudag, 11. október. Eftirlitið hefur haldið nokkra tónleika síð- ustu vikur, en sveitin er að táka upp þráðinn þar sem frá var horfið fyrir nokkru, með nýjum mönnum. Tón- list sveitarinnar telst fönk- rokk að sögn sveitarmeð- lima. MBLESS heldur útgáfu- tónleika í Kjallara Keisar- ans næstkomandi föstudag, til að kynna breiðskífu sveit- arinnar, Gums, sem út kom ytra fyrir tveimur vikum. Ekki hefur platan enn borist hingað til lands, en verður gefin út miðjan mánuðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.