Morgunblaðið - 07.10.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.10.1990, Blaðsíða 24
24 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1990 WNýjasta myndin sem Hect- or Babenco leikstýrir er eftir sögu Peter Matthiessen frá 1965 sem heitir á ensku „At Play in the Fields of the Lord“ og fjallar úm menning- arárekstra í S-Ameríku. Myndin hefur verið í bígerð í áratugi en með aðalhlutverkin í henni fara Tom Berenger, Daryl Hannah, John Lith- gow og Tom Waits. Saul Zanetz framleiðir. ■Kurt Russell og William Baldwin leika bræður í mynd um slökkviliðsmenn í Chicago, sem heitir „Backdraft", en Ron Howard er leikstjórinn. Aðrir leikarar eru Rebeeca De Momay, Jennifer Jason Leigh og í hlutverki rann- sóknarmanns er Robert De Niro. Universal framleiðir. ■ Alan Parker er byijaður á nýrri mynd sem heitir „Commitments" og er saga um írska djasshljómsveit í Dyflin sem reynir að kveikja áhuga á amerískum djassg- eggjurum. MNýjasta mynd Baltimore- leikstjórans Barry Levinsons heitir „Avalon“ og er fjöl- skyldusaga með Aidan Qu- iim og Elizabeth Perkins í aðalhlutverkum. Regnmaður Levinsons hreppti hvem Óskarinn á fætur öðrum og nú er spuming hvemig þess- ari nýju vegnar hjá akademí- unni. „Ég hélt það væri áhugavert að sýna þróun einnar fjölskyldu á 50 ára tímabili og lýsa því hvemig uppbygging fjölskyldunnar breytist og minnkar," sagði leikstjórinn. SUMARI 99 Stórkostleg stúlka; metsala hvarvetna. STÓRKOSTLEG STÚLKA ER Á TOPPNUM Um 50 þúsund mannsr hafa séð rómantísku gamanmyndina Stórkost- leg stúlka eða „Pretty Woman“ samkvæmt upp- lýsingum frá Árna Samú- elssyni eiganda Bíóhallar- innar og Bíóborgarinnar þar sem myndin er sýnd. Það gerir hana að mest sóttu mynd sumarsins hér á landi óg mjög líklega ársins í heild._ Samkvæmt upplýsing- um frá bíóunum í Reykja- vík var aðsóknin í sumar svipuð því sem var í fyrra- sumar hjá flestum. Að- sóknin frá ársbyrjun hefur aukist um 60 prósent í Háskólabíói að sögn Frið- berts Pálssonar með til- komu þriggja nýrra sala og Grétar Hjartarsson í Laugarásbíói sagði í sam- tali við Morgunblaðið að fyrstu níu mánuði ársins hefði aðsókn í Laugarásbíó aukist um 35 prósent. Stóru sumarmyndirnar eru flestar ennþá í sýningu en samkvæmt aðsóknar- tölum fengnum hjá bíóun- um þann 1. okt. sl. er önn- ur aðsóknarmesta mynd sumarsins Pottormur í pabbaleit í Stjörnubíói með um 40 þúsund áhorfendur, þá kemur Á tæpasta vaði ,2 í Bíóhöll/Bíóborg með um 34 þúsund áhorfendur, Fullkominn hugur kemur þar næst með um 25 þús- und áhorfendur og Siða- nefnd lögreglunnar, sem sýnd var í Háskólabíói, er í fjórða sæti með 24 þúsund áhorfendur. Hrekkjaiómarnir, Aftur til framtíðar III og Leitin að Rauðum október fylgjast síðan að í sjötta til áttunda sæti með um 22 þúsund áhorfendur. DYRNAR AÐ MORRISON Bandaríski leiksfjórinn Oliver Stone vinnur nú við tökur á myndinni „The Doore" um rokkgoðið Jim Morrison, sem Val Kilmer leikur, en myndarinnar er eflaust beðið með miklli eft- irvæntingu af aðdáendum Morrisons og hljómsveitar hans. Myndin á líka eflaust eftir að vekja mikla athygli og umræður þegar hún verður frumsýnd á næsta ári því Stone, sem hefur dýrkað rokkarann frá því hann var í frumskógum Víetnams, er ekki maður málamiðlana frekar en hinn umdeildi Morrison, sem marga hneykslaði á sínum tíma. Saga myndarinnar er orð- in ansi löng eða um tíu ár og hafa mörg frægustu nöfn Hollywoods tengst henni. Leikstjóramir William Fri- edkn, Brian De Palma, Paul Morrison árið 1968. Schrader, Fi-ancis Coppola og Martin Scorsse hafa allir verið orðaðir við myndina í einn eða annan tíma og leik- arahópurinn sem nefndur hefur verið í tengslum við Monison-lutverkið inniheld- ur nöfn eins og John Tra- volta (fyrsta útgáfan er kom til tals þegar „Grease“ sló í gegn), Keanu Reeves, Mic- hael O’Keefe, Michael Ontkean, Steven Bauer, Christopher Lambert, Ti- mothy Bottms Richard Gere, Tom Cruise og Bono í U2. Er nema von að Val Kil- mer hafí sagt: „Ég er mjög heppinn. Ailir vildu hlutverk- ið.“ í mynd Stones leika auk Kilmers, Meg Ryan, sem fer með hlutverk sambýliskonu rokkarans, Pamelu Courson, Kyle MacLachlan og Kevin Dillon. Penn og Oldman í gangstermynd Þijár bestu bíómyndirnar sem gerðar hafa verið i Bandaríkjunum það sem af er árinu, eftir því sem segir í nýlegu hefti banda- ríska vikuritsins „Newswe- ek“, eru gangstermyndirnar „GoodFellas" eftir Martin Scorsese, „Miller’s Cross- ing“ eftir Joel og Ethan Coen og „State of Grace“ eftir Phil Joanou. Um tvær fyrstnefndu hefur verið fjallað hér'á síð- unni áður en „State of Grace“ er með Sean Penn, Gary Oldman og Ed Harris í aðalhlutverkum og segir frá því þegar Penn snýr aftur í hverfið sitt, „Hell’s Kitchen" á Manhattan, eftir 12 ára ijarveru og gengur inn í gömlu írsku glæpaklík- una en er ekki ánægður með hrottaskapinn sem stjórnar gerðum foringjans. reyndar en leikstjóri hennar, Phil Joanou, er ekki nema 28 ára gamall og þetta er aðeins þriðja, myndin hans. Hinar tvær eru mennta- skólagrínmyndin „Three O’Clock High“ og heimilda- myndin „U2 Rattle and Hum“. Er sagt að hann taki sitt lítið af hveiju að láni frá Martin Scorsese, Steve Spi- elberg og Sam Peck- inpah og geri að sínu. Penn mun vera sérlega Sean Penn og Gary Oldman í „State of góður og Ed Grace“. Harris líka ^em bófa- Gagnrýnendur hafa keppst um að hrósa mynd- inni eins og hinum tveimur KVIKMYNDIR Hvemig stendur á þessum draugagangif Vélbyssuleiði ÞAÐ VORU ekki milljarða króna markaðssetningar- ævintýri með súperstjörn- um og sprengikrafti sem náðu toppsætinu á vin- sældalista sumarmynd- anna í Bandarikjunum í ár heldur nánast óþekkt (og þó velþekkt yfirnáttúru- legt fyrirbæri) mynd er kallast Draugur. Það er heitið á metsölu- mynd sumarsins vestra í ár,„Ghost“, með hjarta- knúsaranum Patrick Swayze og Demi Moore í aðalhlut- verkum en það er óhætt að segja að enginn hafi búist við þessum óvænta dráuga- gangi á mest sóttu eftir Arnald Indríðason listanum yfir myndimar. Draugur er lítil mynd og tiltölulega ódýr (20 milljónir dollara) miðað við 50 til 70 milljóna dollara súpermyndimar þar sem Arnold Schwarzenegger bjargar plánetunni Mars og Bruce Willis alþjóðaflugvell- inum í Washington. Draugur skaut líka framhaldsmynd- unum ref fyrir rass og Warr- en Beatty í Dick Tracy náði ekkert uppí hana þótt hann væri alltaf á leiðinni. Sumarið 1990 var reyndar líka alltaf á leiðinní en náði aldrei að verða þetta met- sölusumar sem stórframleið- endurnir ætluðu þvr að verða með öllum stórmyndunum sínum minnugir metsins frá því í fyrrasumar þegar Bat- man ogTndiana Jones náðu sannarlega yfirnáttúrulegum upphæðum í kassann. Draugur sannar líka að sumarið er ekki bara fyrir krakka. Vinsældir myndarin- Draugur Krafa um annarskonar myndir. ar má að hluta rekja til breyt- ingar á smekk almennings á bíómyndunum. Það er eins og almenningur sé orðinn þreyttur á einni vélbyssu- myndinni á fætur annarri og vilji fjölbreyttari myndir. Það örlar á hasarleiða. Metsölu- myndin yfir allt árið 1990 í Bandaríkjunum er ró- mantíska gamanmyndin Stórkostleg stúlka(„Pretty Wornan") en hún er líka sölu- hæsta mynd sinnar tegundar frá upphafi. Það bendir allt til að hún verði söluhæsta myndin á íslandi líka með um 50 þúsund áhorfendur (sjá hér að ofan). Önnur mynd vestra, sem höfðaði til massans með mýkri efnis- tökum (árið 1989 reyndar), var Pottormur í pabbaleit („Look Who’s Talking") en hún hefur einnig slegið í gegn hér á landi í ár og nálg- ast nú 40 þúsund áhorfenda markið. Þéssar myndir ásamt Draugnum, sem er ástarsaga með þrillerívafi um par sem ekkert fær aðskilið, ekki einu sinni dauðinn, benda til að nú muni áhersíurnar breytast vestra þótt framhaldsmynda- hasarinn sé ekki á útleið. Engri framhaldsmynd vegn- aði nefnilega það illa að möguleiki á enn einu fram- haldi sé fyrir bí. foringinn en bestur þó Gary Oldman sem geðveikislegur krimmi. I BÍÓ Þeir, sem taka evrópska kvikmyndagerð fram yfir þá bandarísku, ættu að geta gert sér glaðan dag í Háskólabíói á næstunni því þar er á stefnuskránni að bjóða upp á fastar sýningar á ewópskum bíómyndum framvegis. Tvær óskarsverðlauna- myndir frá Evrópu hafa verið sýndar þar síðan í vor, Paradísarbíóið og Vinstri fóturinn, og eru sýn- ingar á þeirri fyirnefndu komnar uppí 300 en á Vinstri fætinum eru þær orðnar 350 í allt með alls um 15 þúsund áhorfendur. Hefur aðsóknin á þær verið jöfn og stöðug og er að sögn Fiiðbert Pálssonar bíóstjóra, síst að dala.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.