Morgunblaðið - 07.10.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.10.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDÁGUR 7. OKTÓBER 1990 C 13 Sósan gerir gæfumuninn - segir Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur TÍMABUNDNIR íslcndinga'i' þurfa ekki að óttast horfelli hin síðari ár. — Satt best að segja er svo komið að sumir verða að gæta aðhalds í mataræði; telja ofan í sig hitaeiningarnar. En þá hungr- ar, hungrar — eftir fróðleik um skyndibita. Dr. Laufey Steingríms- dóttir næringarfræðingur hjá Manneldisráði var beðin um að til- reiða nokkra fróðleiksmola fyrir Morgunblaðsmann. Margir telja hamborgarann eitt lystilegasta tákn vestrænnar menn ingar en aftur á móti finnast þeir sem hallmæla þessari lífsnæringu. — Laufey Steingrímsdóttir, er hamborgari næringarsnauður og fitandi? „í sjálfu sér getur hamborgari verið ágætur og hollur matur, allt eftir því hvernig hann er tilreiddur ‘ og hvað er haft með honum. Næringarsnauður getur hann varla talist, því brauðið, kjötið og . grænmetið veita töluvert af prót- eini, járni, vítamínum. Einn og sér er þessi matur heldur ekkert sér- lega orkuríkur — eða fitandi eins og það er gjarnan orðað. Brauðið með kjöti og grænmeti veita varla meira en 330 hitaeiningar. — En það er sósan sem gerir gæfumun- inn.“ — Áttu við „kokkteilsósuna"? „Já, kokkteilsósa úr majónesi er frómt frá sagt — álíka feit og smjör. Algengasti skammturinn, um 3 matskeiðar, veitir um 300 hitaeiningar. Sósan tvöfaldar þannig hitaeiningarnar með ham- borgaranum án þess að veita nokkur næringarefni önnur en fitu. Það er í rauninni kokkteilsós- an, sem er næringarsnauð og fit- andi, og kemur þannig óorði á skyndibitana.“ — Ekki allt búið enn, hvað með„frönskurnar“? „Frönsku kartöflurnar eru yfir- leitt ansi feitar og því mun óholl- ari en bakaðar eða soðnar kartöfl- ur. Einn skammtur af frönskum eryfirleitt 100-120 grömm að þyngd og það gerir í hitaeiningum talið u.þ.b. 260-300. Sama magn af soðnum eða bökuðum kartöfl- um veitir um 80-100 hitaeiningar og enga fitu.“ Ekki allt búið enn, ég vil • hafa „ekta“ gos með cri. sykri. Bara lítið glas, verð að halda í við mig. Hvað gerir ann- ars þessi málsverður mikið í hita- einingum talið? „Samlagningin verður þá eitt- hvað í þessum dúr: Hamborgari án sósu 330, kokkteilsósa 300, franskar kartöflur 260, gosdrykk- ur 100. Samtals: 990 hitaeining- ar.“ — Þetta eru háar tölur. Hvað þarf — eða má — venjulegur með- almaður sem vill „sættast við vigt- ina“, neyta margra hitaeininga? „Það er náttúrulega einstakl- ingsbundið og háð lífsháttum en orkuþörf kyrrsetumanns er oftast nálægt 2500 hitaeiningum á dag og um 2000 fyrir konur. Hæfileg- ur hádegisverður veitir um 500-600 hitaeiningar. Hér munar töluverðu hvað varðar hitaeining- arnar. En hitt er öllu verra að þú valdir mjög feitan og sætan mat og þar af leiðandi fremur bæti- efnasnauðan. Um helmingur ork- unnar kemur úr fitu, mest úr kokkteilsósunni og frönskunum og svo sykur úr gosinu. Það væri mun heilsusamlegra ef þú notaðir fituminni sósu, t.d. sinnep, tóm- atsósu eða barbeque og fengir þér ávöxt eða jafnvel samloku í stað- inn. Þótt ótrúlegt sé veitir kokk- teilsósan ein sér álíka margar hitaeiningar og tvær lítið smurðar brauðsneiðar með skinku og osti. Allra best væri að þú fengir þér salat og léttmjólkurglas í staðinn fyrir gosið og frönskurnar þá væri máltíðin orðin meinholl. Sumum finnst hamborgari og franskar kartöflur án kokk teilsósu vera þurrar trakter- ingar — en kokkteilsósa þarf ekki endilega að vera gerð úr majón- esi. Það má nota súrmjólk, jógúrt eða sýrðan rjóma og þá lítur dæm- ið allt öðruvísi út. í hveijum des- ilítra af súrmjólk eru 4 grömm af fitu en 70 í kokkteilsósu úr majónesi.“ — Það þarf tilbreytni í fæðu- vali; nú langar mig í pítu. — Með grófu brauði kannski? „Gróft pítubrauð sneisafullt af allskyns grænmeti og ef til vill með einhverju kjöti og fiski; það gæti varla hollara verið. — En svo kemur sósan. Það virðist landlægt að setja svona einn desilítra af sósu yfir pítur hér um slóðir. Og þá er hitaeiningafjöldinn rokinn upp í 900 úr 400. — Það er sár- grætilegt að eyðileggja ágætis mat á þennan hátt.“ — Hvað með tilbúnar samlokur? „Samlokur með kjöti, græn- meti, osti eða eggjum eru ágætis fæða, holl og góð. En enn á ný verður annað upp á teningnum þegar majónessósan bætist við, og það jafnvel á þykkt smurðar brauðsneiðar." — Ein með öllu? „Pylsur í brauði eru ekkert heiísufæði og auk.þess heldur rýr næring. Ein með öllu veitir um 290 hitaeiningar. 250 ef remúlað- inu er sleppt. Þú endist varla dag- innáþeirriorku." — Kínarúllur? „ Almennt er austurlenskur matur mjög hollur; mikið af græn- meti og hrísgijónum, dálítið af mögru kjöti eða fiski, sem er brugðið á pönnuna. En við Islend- ingar höfum tekið upp óæskilegri hluta af matarmenningu þeirra sem er djúpsteikingin. Og kínar- úllan er óneitanlega feitur matur.“ — En hugum nú að.„þjóðlegri íslenskri" matmennt. Prince-póló frá Póllandi drukkið með drykkn- um Coca-Cola sem Ameríkumenn fundu upp? Prince Póló, rétt eins og ann- að súkklaðikex, er raunar svipað að sam setningu og súkk- ulaðikaka með miklu kremi. Fáir gera sér ljóst að mikill hluti af súkklaðikexi er smjörlíkiskrem. Hitt vita flestir að sælgæti og gos er engin hollusta. Þetta veitir þér orku, um 350 hitaeiningar sam- tals, en lítið sem ekkert af nauð- synlegum næringarefnum. Við íslendingar erum stórtækir í gos- drykkjaneyslunni, eigum Evrópu- met í þessari drykkju.“ — En svona í það heila tekið, virðist okkar daglegi skyndibiti Morgunblaðið/Árni Sæberg Laufey Steingrímsdóttir alveg neysluhæfur. Einhveijartil- lögur til úrbóta sem yrðu ekki of tímafrekar? „Skyndibitar eru í eðli sínu alls ekkert óhollur matur, hvort sem um er að ræða pítur, pizzur eða hamborgara. þetta eru í rauninni ýmis afbrigði af brauðsamloku með grænmeti, kjöti eða osti. Ef magrari og léttari sósur væru á boðstólum á skyndibitastöðunum, til dæmis jógúrtsósur, og þær geta verið ljómandi góðar ef þær eru kryddaðar á skemmtilegan hátt, þá yrði mikil hollustubylting í skyndibitamenningu íslend- inga.“ Kjartan Erhngsson Aukin hollusta - segir Kjartan Erlingsson matreiðslumaður KJARTAN Erlingsson er yfirleitt önnum kafinn í vinnunni og fær sér því skyndibita, „fisk með frönskuin og sósu og salati“. Hann veit að þetta er ágætismatur; Kjartan er matreiðslumað- ur á skyndbitastaðnum Svörtu pömiunni í Tryggvagötu. Kjartan hefur síðustu átta árin tilreitt skyndifæði fyrir tímabundna viðskiptavini á Svörtu pönnunni. Hann segir ís- lendinga vera frekar íhaldssama í skyndbitaneyslu en þó megi merkja ákveðnar framfarir og þróun. „Fyrir fimmtán, tuttugu árum voru hamborgarnir oft eins og skósólar og varla sást. salat- blað, núna vill fólk fá grænmeti ogeinhveija 8Ósu á milli t.d ehili- sósu barbeque eða sinnep." Það er til marks um íhaldssemi íslendinga að franskar kartöflur með kokkteilsósu njóta enn sem fyrr ómældra vinsælda. - Hvað með hollustuna í slíku meðlæti? „Já, kokkteilsósan, hun er að mestu leyti úr majónesi, en fólk er íhaldssamt og vill hafa ákveð- ið bragð og því verður ekki svo auðveldlega breytt. Annars getur fólk pantað aðrar sósur síður fit- andi ef það hefur áhuga á, t.d. barbeque, bernaise eða heita kjúklinga- eða sveppasósu. Majónesið er ekki eins yfir- gnæfandi og áður var; sýrður ijómi er farinn að tíðkast, líka jógúrt. En þá kemur upp sígilt vandamál. Þessar vörur eru alltof dýrar og fólk er ekki reiðu- búið til að eyða stórfé í skyndibit- asósu.“ - Frönsku kartöflurnar? „Þær eru jú djúpsteiktar og það fjölgar kaloríunum en þú getur oftast fengið bakaðar kart- öflur ef þú kýst. Eins og sumir gera. Og þú getur líka valið hvort þú vilt fá grillaðan kjúkling eða djúpsteiktan. Þróunin er sú að fólk liugsar meira um hollustuna og nú biður það um ferskt græn- meti. Við opnum salatbar fljót- lega. Við viljum gera viðskipta- vininum til geðs, í skyndi." □ Kuldajakki m/hettu. Hægt að renna ermum af. Kr. 4.900,- LJ Snjosleðagallar mjög vandaðir .............kr. 9.990,- □ Háskólabolir ..........kr. 1.590,- □ Bolir 100% bómull InterLockkr. 590,- □ Nato jakkar í felulit- um m/hettu ..........kr. 3.900,- □ Regnsett, bux- ur/jakki úr þýsku PVC efni...kr. 1.690,- □ Jakki - vatnsheldur m/flannelfóðri og hettu ....kr. 3.900,- □ □ □ □ □ □ □ Kuldajakkar, . vaxbornir með hettu. Kr. 5.900,- Kuldajakkarm/loðkraga......kr. 5.900,- Stakirullar- herrajakkar frá ...kr. 5.900,- Stakir ullar- dömujakkar frá ..kr. 5.900,- Herra terrelinebuxur.......kr. 2.990,- Dömubuxur, fínni,..........kr. 2.490,- Regnföt í felulitum, buxur og jakki, sett..........kr. 3.490,- Aðeins 6 söludagar eftir □ Vinnuskyrta frá kr. 990.- OG MARGT MARGT FLEIRA ALLT NÝJAR VÖRUR! =)i STORUTSOLUMARKAÐURINN BÍLDSHÖFÐA 10. SÍMI 674511.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.