Morgunblaðið - 09.10.1990, Síða 1

Morgunblaðið - 09.10.1990, Síða 1
 i g 'Z ; * g ^ ; % . V x 1990 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTOBER BLAÐ -B KNATTSPYRNA / LANDSLEIKUR Spánn - ísland: „Lítlar líkur ábeinni sjónvarps- útsendingu U ÍSLENSKA rikissjónvarpið og Knattspyrnusamband Island eru orðin að bitbeini í spænskum fjölmiðlaslag. Canal Plus sjón- varpið keypti sjónvarpsréttinn á leik íslands og Spánar í Evrópukeppninni á næsta ári, en í þeim samningi er m.a. kveðið á um rétt íslenska Sjónvarpsins til útsendingar frá leiknum. Canal Plus er hins vegar að reyna að nota réttinn sem skiptimynt fyrir rétt til sjónvarpssendinga f rá íþróttavið- burðum á Spáni, sem spænska ríkissjónvarpið, TVE, hefur einkarétt á og er ekki tilbúið að láta af hendi. TVE er með einkarétt á leik Spánar og íslands annaðkvöld og lætur hann ekki af hendi nema tryggt sé um leið að stöðin fái að sýna seinni leik þjóðanna íbeinni útsendingu. „Hagsmunir okkar og KSÍ fara saman í þessu máli, en eins og staðan er nú eru litlar líkur á beinni sjónvarpsútsendingu hér á landi frá leikn- um annaðkvöld," sagði Ingólfur Hannesson, yfirmaður íþrótta- deildar Ríkissjónvarpsins, aðspurður um málið ígærkvöldi. Málið er þannig til komið að Sjónvarpið gerði samning við KSI varðandi landsleiki ís- lands í Evrópukeppninni og greiddi ákveðna upphæð fyrir sýn- ingarrétt á leikjum heima og er- lendis. KSÍ framseldi réttinn á leikjum hérlendis til hollensks fyr- irtækis, sem seldi Spánarleikinn á næsta ári áfram til fyrirtækis á Spáni og það seldi Canal Plus réttinn. Réttur íslenska Sjón- varpsins er áfram í gildi, en Canal Plus hefur ekki staðið við gerða samninga. „Þetta er mjög alvarlegt mál, en það er hvorki í okkar höndum né KSÍ að leysa það,“ sagði Ing- ólfur. „Eggert Magnússon hefur fyrir hönd KSÍ beitt mikilli hörku við Spánverjana og við höfum hótað hörðum viðbrögðum, verði ekki staðið við gerða samninga. Þetta hefur eitthvað hreyft við viðkomandi, en útlitið er svart.“ Ingólfur sagði ennfremur að í samningnum væri ákvæði um gríðarlegar skaðabótakröfur, ef ekki væri staðið við samninginn, en svo virtist sem Canal Plus vildi frekar borga sekt en láta trompið af hendi, sem er leikur íslands og Spánar á næsta ári. KNATTSPYRNA Sigurður ergóð fyrírmynd George Graham er ekki sáttur við óþolinmæði varamanna sinna hjá Arsenal. Hann gagnrýn- ir þá fyrir að hlaupa í blöðin með ásakanir, þegar þeir eru ekki valdir í byijunarliðið, og biður þá um að hætta þessu væli og einbeita sér þess í stað að því, sem þeir eiga að gera. Sigurður Jóns- son er undantekning og fyrir leikinn gegn Norwich á laugardaginn sagði Graham um Sigurð: „Ég vona að honum gangi vel, vegna þess að það er ávallt ánægjulegt að sjá leikmenn leggja hart að sér eins og hann hefur gert, þó hann hafi ekki verið í byijunarliðinu." Sigurður verður í sviðsljósinu með íslenska landsliðinu í Sevilla á morgun, þar sem það mætir Spánveijum í Evrópukeppni landsliða. Landsliðið æfði í gærkvöldi í fljóðljósum á Benito Villamarin- leikvellinum. Uppselter - 45 þús. áhorfendur verða þar í sæti. ■ Sjá nánar fréttir um lands- liðið / B2,3,4 KNATTSPYRNA Ólafur fer undir hníf inn mr Olafur Þórðarson mun fara í upp- skurð eftir næstu helgi. Hann hefur átt við þrálát meiðsli að stríða í hné. Ólafur, sem verður settur í gifs, verður frá æfingum og keppni í tvo mánuði. ■ Ólafur og Teitur til Lyn? / B7 Pétur meiddist á ökkla Pétur Pétursson meiddist á æfingu í gærkvöldi í Sevilla, en þá tognaði hann á ökkla. „Það á ekki af mér að ganga. Ég fékk flensu í Tékkóslóvakíu og gat ekki leikið þar, en nú togna ég á ökkla,“ sagði Pétur, sem beið spenntur eftir að geta leikið í Sevilla, en þar lék hann oft með Hercules um árið. Guðmundi boð- ið til Stuttgart Asgeir Sigurvinsson, útsendari hjá Stuttgart, hefur boðið Guðmundi Benediktssyni, unglingalandsliðsmanni úr Þór á Akureyri, að æfa með þýska félaginu. Guðmundur, sem hefur leikið bæði með U-16 og U-18 liðinu í sumar, fer til Belgíu á laugardag og æfir með Ekeren í mánuð, en síðan verður hann í tvær vikur hjá Stuttgart. ' Atli skor- adi 11 mörk Atli Hilmarsson hefur staðið sig mjög vel með Granollers í spænsku deildarkeppninni í hand- knattleik. Hann hefur gert 24 mörk og er þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar. Um helgina vann Granollers Pontevedra 32:24 og var Atli með 11 mörk, þar af fimm úr vítaskotum. „Þetta hefur gengið mjög vel og það er ekki á hveijum degi, sem ég geri 11 mörk — náði því einu sinni með Leverkusen og einnig með Fram, en það er langt síðan. Hins vegar er staðan í lið- inu þannig að ég verð að skjóta, því aðrar skyttur eru ekki fyrir hendi. Þess vegna er spilað upp á þetta, leikmennirnir opna vel fyrir mig og sérstak- lega er Geir Sveinsson dijúgur í því sambandi." Atli hefur leikið meiddur á hné, en verið spraut- aður fyrir hvern leik. „Ég er búinn að vera slæmur í nára síðan í maí, en liðsins vegna get ég ekki farið í uppskurð fyrr en í lok nóvember og á þá pantaðan tíma.“ Atli lék í fimm ár í Þýskalandi, en er nú að hefja þriðja tímabilið á Spáni og lofar byijunin sannarlega góðu. ■ Handboltaúrslit / B9,B10 VIÐTAL: JON ERLING TVÓFALDUR MEISTARI / B6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.