Morgunblaðið - 09.10.1990, Síða 6
6 B
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR ÞEŒUUDAGUR 9. OKTÓBER 1990
4
„Magic“ Johnson bauðst til að
gefa eftir 250 til 500 þúsund af laun-
um smum...
ÍÞRÓmR
FOLX
Gunnar
Valgeirsson
skrifarfrá
Bandaríkjunum
■ EINS og skýrt var frá fyrir
skömmu bauð lið Miami Heat í
NBA-deildinni John „Hot Rod“
Williams hjá Cleveland Cavs met-
laun í deildinni
næstu sjö ár. Will-
iams voru boðnar
26,5 milljónir dala,
þar af fimm milljón
fyrir næsta keppnistímabil, fyrir
samninginn. Samkvæmt reglum
deildarinnar hafði Cleveland rétt á
að jafna þetta boð. Félagið hefur
nú gert það og Williams leikur því
áfram með liðinu.
■ EKKI var látið þar við sitja.
Framkvæmdastjóri Cleveland bauð
öllum leikmönnum í byijunarliði
Cavs launahækkanir til að tryggja
góðan liðsanda næsta tímabil, eins
og hann orðaði það við fréttamenn.
■ EIGANDI liðs Los Angeles
Raiders í bandarísku NFL-ruðn-
ingsdeildinni, A1 Davis hefur í allt
sumar hótað að flytja lið sitt aftur
til Oakland ef hann fengi ekki
meiri peninga frá eigendum Los
Angeles Coliseum leikvangsins.
Af yfirlýsingum Davis í sumar
mátti ráða að það væri næsta víst
að Oaklandbúar fengju sitt heitt-
elskaða lið aftur, en nú hefur hann
tilkynnt að eigendur Coliseum hafi
gengið að kröfum sínum og sitja
því aðdáendur liðsins í Oakland
eftir með sárt ennið.
■ ÚRSLITAKEPPNIN í banda-
ríska hafnaboltanum hófst um helg-
ina. Talið er víst að meistarar Oak-
land A’s leiki til úrslita við annað-
hvort Pittsburg eða Cincinnati.
■ LOS ANGELES Lakers í
NBA-deildinni fékk til liðs við sig
bakvörðinn Terry Teagle frá
Golden State Warriors í vikunni.
Það væri í sjálfu sér ekki merkileg
frétt ef ekki hefði komið til kasta
„Magic“ Johnson í málinu. Með
því að kaupa upp samning Teagle
hefðiLakers-liðið farið uppfyrir
„launaþak" í deildinni, en Johnson
tók þá til sinna ráða og bauðst til
að gefa eftir 250 til 500 þúsund
af launum sínum á komandi keppn-
istímabili! Svo mikið var kappanum
í mun að fá stuðning í bakvarðar-
stöðunni.
■ DOUG MOE, þjálfara Denver
Nuggetts í NBA-deildinni, var sagt
upp störfum fyrir skömmu. Hann
var þjálfari liðsins í tíu ár.
„Átti ekki
voná
öllum
þessum
mörkum“
Tvöfaldur meistari sem ætlaði að
einbeita sér að golfi
FYRIR rúmum 26 árum, þann
18. maí 1964 var bókað í f und-
argerð FH: „Ragnar Jónsson
hefur eignast son og er hann
hérmeð skráðuríFH." Rúmum
25 árum síðar ákvað sonurinn,
Jón Erling, að ganga til liðs við
Fram, í trássi við flesta félaga
sína og segist ekki sjá eftir
þeirri ákvörðun. Hann ertvö-
faldur íslandsmeistari; með FH
f handknattleik og Fram í knatt-
spyrnu en velti því alvarlega
fyrir sér fyrir nokkrum árum
að hætta i knattspyrnu og snúa
sér að golfi!
Jón er alinn upp í FH í bókstaf-
legri merkingu. Faðir hans er
mikill FH-ingur og fæstir áttu von
á að sonurinn myndi yfirgefa félag-
ið. „Það var alls ekki
Eftir auðvelt að fara frá
Loga Bergmanh FH en í raun fannst
Eiðsson mér ég ekki eiga
nokkurra kosta völ.
Það hafði lengi staðið til og ég
ákvað að drífa í því og taka afleið-
ingunum. Ég var búinn að vera tvö
ár að læra í Bandaríkjunum og
hafði komið seint um sumarið en
fannst ég engu að síður ekki fá þau
tækifæri með liðinu sem mér bar.
Ég leit á þetta þannig að það væri
betra að byija ferskur hjá nýju fél-
agi en að hanga fúll í því gamla
og sé ekki eftir því,“ segir Jón.
Bætir svo við eftir svolitla um-
hugsun „En ég get ekki neitað því
að það var hrikalega erfitt.“
Allt í góðu
„Auðvitað fann ég fyrir mikilli
pressu. Bergþór [formaður FH],
bróðir pabba, hringdi á hveijum
degi og margir reyndu að telja mér
hughvarf en ég var ákveðinn.
Smám saman sættu menn sig við
þetta og ég fór í góðu. Að vísu fékk
ég fúlar glósur frá áhorfendum
þegar ég mætti á leiki hjá FH. Auk
þess fór liðinu að ganga vel eftir
að ég fór og það var svolítið neyðar-
legt að fara úr FH í Fram og lenda
sæti neðar í deildinni.“
Jón skipti á óheppilegum tíma
og var ólöglegur með Fram í tvo
mánuði. „Eg spilaði ekkert um
sumarið og var alveg sáttur við
það. Félagaskiptin tóku sinn tíma
og ég var á bekknum í síðasta leikn-
um í deildinni. Ég heid þó að ég
hafi gert rétt því á þessum tíma
kynntist ég liðínu og komst inní
hópjnn.
Ég get ekki annað en verið sátt-
ur við þetta sumar. Ég kom seint
inní liðið, og var svolítinn tíma að
komast í takt við það, en taldi mig
eiga góða möguleika. Ég byijaði
Jón Erling
Ragnarsson
Jón fæddist 24. maí 1964
í Hafnarfirði.
Atvinna: Verslunarstjóri
hjá Spörtu
Arangur í handbolta:
Þrisvar sinnum íslands-
meistari með FH 1984, 85
og 90 og íslandsmeistari
utanhúss. Gerði 42 mörk í
18 leikjum FH í fyrra.
Árangur í fótbolta: Meist-
ari í 2. deild með FH 1988,
íslandsmeistari innanhúss
með Fram 1989, íslands-
meistari með Fram 1990
og með 1. flokki sama ár.
Gerði ellefu mörk í 17 leikj-
um sínum með Fram í sum-
ar og var varamaður í sjö
þeirra.
vel en verð að viðurkenna að ég
átti ekki von á öllum þessum mörk-
um.“
Sterkur andi hjá Fram
„Þeir voru margir sem héldu að
við værum að tapa mótinu þegar
við byijuðum skyndilega að tapa.
Raunin er hinsvegar sú að fá lið
geta haldið fullri ferð heilt mót ög
spurningin er bara hve illa þau fara
útúr slæmu köflunum. Við vorum
óheppnir og misstum alltof mörg
stig. Andinn hjá Fram er hinsvegar
mjög sterkur og þar eru menn sem
þekkja ekkert annað en sigur. í
fyrra unnum við bikarinn og lentum
í 3. sæti í deildinni. Engu að síður
fannst mönnum það slæmt tímabil
og vonbrigðin voru mikil. Það voru
allir ákveðnir í að sætta sig ekki
við neitt annað en meistaratitil."
Lið Fram hefur breyst nokkuð
síðustu misseri; nýir leikmenn hafa
fengið tækifæri og það virðist engu
skipta hvað þeir heita, allir standa
þeir sig vel. „Annat fíokkur Fram
er mjög efnilegur og þar eru sex
til átta strákar sem eiga eftir að
koma í meistaraflokkinn og leika
stóra rullu næstu ár. Ásgeir treyst-
ir þeim og þeir finna það og það
hefur mikið að segja.
Ef lið á að ná árangri verður
alit að vera pottþétt. Þannig er það
hjá Fram. Stjórnin er sterk, liðið
gott og stuðningsmannahópurinn
líklega sá besti.“
Spennandi verkefni gegn
Barcelona
„Leikirnir gegn Djurgárden voru
erfiðir og í raun ótrúlega gott að
komast áfram. En þó að ég sé bjart-
sýnn held ég að við eigum ekki
möguleika á að ná í þriðju umferð.
Það er stórkostlegt að fá tækifæri
til að spila við sterkt og frægt lið
á borð við Barcelona og leikurinn
á Nou Camp verður án efa eftir-
minnilegur. En úrslitin. . . líklega
slæm,“ segir Jón og brosir útí ann-
að.
Var hættur í handboltanum
FH-ingar urðu íslandsmeistarar
í handknattleik síðastliðið vor og
kom það ekki á óvart. Liðið var
sterkt en Jón byijaði reyndar ekki
að æfa fyrr en seint.
„Ég var ákveðinn í að láta hand-
boltann sigla fyrir síðasta vetur.
Þorgils Ottar hringdi svo í mig og
bað mig um að mæta á æfingu.
Þá hafði ég ekki kastað bolta í þtjú
ár og átti ekki von á miklu. Én í
fyrsta leiknum gerði ég þijú mörk
og festi mig í liðinu. Arið var svo
mjög skemmtilegt og einvígið við
Val eftirminnilegt. Eins og í fót-
„Þá hafði ég ekki kastað bolta í þrjú
aði seint að æfa fyrir síðustu handbolta
Hér skorar hann gegn KR.