Morgunblaðið - 09.10.1990, Page 12

Morgunblaðið - 09.10.1990, Page 12
ÍÞR&mR Fyrsti leikurinn Fyrsti leikur Pétur Guð- mundssonar með Tindastóli var heldur styttri en til stóð þarsem hann fór útaf með fimm villur. Tölurnar úr leikn- um fylgja hér á eftir: Skotnýting: 14/10 (71,4%)- Víti 4/1 (25%). Fráköst: 14 (10/4). - segir Pétur Guðmundsson sem fór frá San Antonio til Sauðárkróks Ruglast enná nöfnunum HANN er stór og mikill og ber höfuð og herðar yfir aðra í teignum. Engu að síður fer ekki mikið fyrir honum og þrátt fyrir að mikið gangi á í leikjum heyrist hvorki hósti né stuna f honum. Sögurnar segja að hann sé með ráðherralaun en hann vill ekkert gefa útá það. Pétur Guðmundsson segist bara vera kominn til íslands til að spila körfubolta og launin séu einkamál hans. Eg beið allan fyrravetur eftir til- boði og ekkert gerðist. Eftir það sá ég engan tilgang í að hanga heima og þegar ég fékk tilboð frá Tindastóli ákvað ég Efiír að slá til. Þetta er Loga stórt stökk en ég hef Bergmann trú á að þetta gangi,“ segir Pétur. „Liðið er gott þótt það vanti kannski aðeins meiri breidd og ég held að það geti náð langt.“ Fyrsti leikurinn lofaði góðu. Tindastóll sigraði Val nokkuð ör- ugglega á útivelli, þrátt fyrir að Pétur og Tékkinn Ivan Jonas hafi farið útaf með fimm villur. „Mér líst vel á liðið og við stefnum að titlinum. Ég hef aldrei orðið meist- ari hér heima og held að við getum í það minnsta reynt.“ Ekki seldur til Mjólkursam- lagsins Auglýsingin á búningunum hjá Tindastóli er frá Flugfélagi Norður- lands. í fyrsta leiknum lék Pétur hinsvegar með auglýsingu frá Mjólkursamlaginu og strax hófust vangaveltur um hvort þar væri fundið fyrirtækið sem fjármagnaði Varin skot: 5. Stoðsendingar: 6. Bolta stolið: 2. __ -■■■ ■■ MorgunblaðiÖ/Sverrir Mættur til leiks Pétur Guðmundsson ér kominn aftur og það fór ekki framhjá áhorfendum í Valsheimilinu. Rúmlega fimm hundruð manns voru mættir og stór hluti hópsins kominn að norðan til að fylgjast með sínum mönnum. Eins og sjá má á stærri myndinni bar Pétur höfuð og herðar yfir aðra í teignum en á þeirri minni veltir hann stöðunni fyrir sér áður en leikurinn hefst. SMr^ mmm* KORFUKNATTLEIKUR kaupin. „Ja hérna," segir Pétur og hristi höfuðið. „Skýringin á þessu er sú að við vorum að fá nýja bún- inga og númer 13 var ekki til nema í þeim gömlu. Það er númerið mitt og ég vildi halda því. Ég var ekki seldur til Mjólkursamlagsins," segir Pétur og bætir við glottandi, „Eg hefði örugglega vitað af því.“ Meira harka í NBA Pétur fékk fimmtu viiiuna um miðjan síðari hálfleik. „Það tekur mig líklega svolítinn tíma að venj- ast boltanum héma heima. Það er meiri harka í NBA-deildinni og meiri snerting. í þessum leik fékk ég þrjár villur fyrir ruðning þegar ég var bara að snúa mér. Auk þess eru komnar nýjar reglur og það tekur mig tíma að venjast þeim. En þær eiga vonandi eftir að skila sér með fleiri stigum. Pétur segir að munurinn sé þó fyrst og fremst í hugarfari leik- manna. „Það er meiri grimmd og barátta í NBA-deildinni. Leikir eru yfírleitt jafnir í þtjá fjórðunga en í þeim síðari ræður barátta úrslit- um,“ segir Pétur. Pétur, sem er 2,18 m á hæð, lék með Val áður en hann fór út til Bandaríkjanna í skóla og kom svo heim og varð bikarmeistari með lið- inu 1981. Síðan fór hann til Port- land Trail Blazers og svo aftur heim og lék með ÍR eitt ár. Þaðan fór hann til Los Angeles Lakers og var svo seldur til San Antonio Spurs og var þar í tvö ár til 1989. Síðan hefur hann ekki leikið í NBA-deild- inni og segist frekar gera sér vonir um að komast að í Evrópu næsta ár. „Nú ætla ég bara að koma mér fyrir á Sauðárkróki. Konan mín kemur fljótlega og ég vona að okk- ur eigi eftir að líða vel fyrir norð- an. Þetta er kannski ekki mikil breyting því þrátt fyrir að í San Antonio búi rúm milljón er svolítil dreifbýlisbragur á borginni, allir í „country & western“ í gallabuxum og með kúrekahatt. Nú, ef við fáum heimþrá þá er stutt í Kántríbæinn." Áhorfendur á æfingu Sauðárkrókur er mikili körfu- boltabær og þar er gríðarlegur áhugi fyrir íþróttinni. „Ég fann það strax á æfingunni. Þar var töluvert af áhorfendum og ég hlakka til að mæta Grindvíkingum á sunnudag- inn og upplifa stemmninguna. Þá verð ég líka búinn að æfa með lið- inu og fell líklega betur inní liðið. Ég náði ekki nema einni æfíngu fyrir þennan leik og við rétt rennd- um yfir kerfln. Ég þarf að kynnast strákunum og verð reyndar að við- urkenna að ég rugiast enn á nöfn- unum,“ segir Pétur. ■ Úrvals- deildin / B10

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.