Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/flTVIWWULlF KIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990 VERÐBRÉF Davíð Björnsson Hvaða munur er á að eiga hlutabréf eða skuldabréf? Á undanförnum tveimur til þremur árum hafa hlutabréfaviðskipti hér á landi tekið miklum breytingum. Áður voru kaupendur að hluta- bréfum íslenskra fyrirtíekja fáir, og flestir vanir hlutabréfaviðskiptum, en sá fjöldi einstaklinga, sem nú er að hefja viðskipti á hlutabréfamark- aði, er í mörgum tilvikum að kaupa sín fyrstu hlutabréf á ævinni. Þar sem íslenskir sparifjáreigendur hafa rétt nýlega byrjað að líta á hluta- bréf sem raunhæfan sparnaðarvalkost er almenn þekking á hlutabréfa- viðskiptum og eðli hlutabréfa minni en þekking á öðrum þeim sparnað- arvalkostum, sem í boði eru. Greinaflokki þessum er ætlað að bæta úr þörf fyrir fræðslu um hlutabréf og hlutabréfaviðskipti, og nýtist vonandi sem flestum i því augnamiði. í þessari grein verður fjallað um muninn á hlutabréfum og skuldabréfum, svo og hvaða réttindi og skyldur fylgja hlutabréfaeign. Munur á að eiga hlutabréf og skuldabréf: a) Eigandi hlutabréfs er beinn þátttakandi í rekstri fyrirtækisins. Eigandi hlutabréfs er, ásamt öðr- um hluthöfum, eigandi að fyrirtæk- inu og er hlutabréfið í raun einungis staðfesting á því. Fyrirtækið skuldar eiganda hlutabréfsins ekki fé, líkt og það myndi skulda eiganda skulda- bréfs. Hlutaféð er óafturkræft fram- lag til fyrirtækisins, þar sem fyrir- tæki greiða ekki út hlutabréf sín. Hlutabréf hefur þannig engan gjald- daga, heldur er til meðan fyrirtækið er til. b) Hlutabréf er einungis hægt að koma í verð með því að selja það. Vilji eigandi hlutabréfs koma því í verð þarf hann að selja það til ein- hvers aðila, sem vill kaupa bréfið. Nýi kaupandinn getur verið einhver hinna hluthafanna, fyrirtækið sjálft, sem má kaupa allt að 10% af eigin hlutafé, eða utanaðkomandi aðili, sem kemur þá nýr inn í eigendahóp- inn. Aðstaða eiganda hlutabréfs er þannig gjörólík aðstöðu eiganda skuldabréfs, sem getur beðið fram að gjalddaga og á þá að fá bréf sitt endurgreitt. c) Skuldir fyrirtækis njóta for- gangs þegar fyrirtæki er leyst upp. Hætti fyrirtæki rekstri af einhveij- um orsökum eru pllum eigendum skuldabréfa, víxla og annarra krafna greiddar kröfur þeirra áður en eig- endur hlutabréfa fá greitt út. Staða eigenda hlutabréfanna er þannig áhættusamari en eigenda skulda- bréfa, sem fyrirtækið kann að hafa gefið út. Eigandi hlutabréfs tapar hlutafé sínu, verði fyrirtækið gjald- þrota. Hann ber hins vegar enga frekari ábyrgð á skuldbindingum fyrirtækisins. d) Tekjur af hlutabréfum. Tekjur af hlutabréfum koma í formi arðgreiðslna og hugsanlegrar verðhækkunar bréfanna. Upphæð arðs, svo og hugsanleg verðhækkun bréfanna, ræðst mjög af þvi hvernig rekstur fyrirtækisins gengur. Eig- andi hlutabréfs getur því ekki verið viss um hveijar tekjur hann hefur af bréfi sínu, öfugt við eiganda skuldabréfs. Tekjur af hlutabréfa- eign eru þannig mun óvissari en tekj- ur af skuldabréfaeign, þ.e. það fylgir því meiri áhætta að eiga hlutabréfið. Til að vega upp á móti þessari áhættu þurfa hlutabréf þess vegna að gefa hærri ávöxtun en skuldabréf. e) Jöfnunarhlutabréf eða verð- hækkun í stað verðbóta. Hlutabréf eru ekki verðtryggð, en þar sem þau eru vísun á tiltekinn hluta í fyrirtæki breytist verðmæti þeirra oftast í takt við breytingar á verðmæti eigná fyrirtækisins. Eig- endur hlutabréfa fá almennar verð- hækkanir bættar með hugsanlegri verðhækkun bréfanna, sem auðvitað er óviss, og/eða með sérstökum jöfn- unarhlutabréfum. Jöfnunarhlutabréf eru algeng hérlendis, þar sem þau eru gefin út árlega í flestum almenn- ingshlutafélögum og send hluthöf- um. Útsending jöfnunarhlutabréfa hefur ekki áhrif á verðmæti hluta- bréfa einstaks hluthafa, þar sem gengi bréfanna fellur yfírleitt við jöfnunina um sama hlutfall og jöfn- unarhlutabréfunum nemur. Staða hluthafans breytist þannig ekki hvað verðmæti bréfa hans snertir. Hins vegar er sá arður, sem hluthafinn má taka við án þess að greiða af honum tekjuskatt bundinn við ákveð- ið hlutfall af nafnverði hlutabréf- anna, þannig að útgáfa jöfnunar- hlutabréfa eykur þann mögulega arð, sem hluthafi getur fengið skatt- fijálsan í hendur. Réttindi, sem fylgja hlutabréfaeign Eigandi almenns hlutabréfs nýtur ýmissa réttinda hjá félaginu, sem talin eru upp hér að neðan. a) Þátttaka á ákvörðunum. Eigandi hlutabréfs hefur rétt til að mæta á aðalfur.di og hluthafa- fundi í viðkomandi hlutafélagi, hefur þar fullt málfrelsi og tillögurétt og atkvæðisrétt í hlutfalli við hlutafjár- eign sína. Aðalfundir fyrirtækja hér á landi eru oftast haldnir á tímabil- inu mars til maí ár hvert. Á aðal- fundi er m.a. fjallað um reikninga fyrirtækisins fyrir næstliðið ár, hugsanlega gerðar lagabreytingar, og tekin er ákvörðun um greiðslu arðs til hluthafa og útgáfu jöfnunar- hlutabréfa. b) Réttur til arðs. Eigandi hlutabréfs á rétt á að fá greiddan út arð samkvæmt ákvörðun aðalfundar. Arður er ákveðinn sem ákveðið hlutfall af nafnverði bréfa. Hér á landi er nokkuð algengt að greiddur sé 10% arður af nafnverði, en lægra arðshlutfall þekkist einnig. Arður er yfirleitt sendur til hluthafa nokkrum vikum eftir aðalfund. c) Réttur til viðtöku jöfnunar- hlutabréfa. HLUTABRÉF FORMLEG STAÐA: Viöurkenning á eignaraðild að fyrirtæki FORMTEKNA: Samþykki aðalfundur að gefin skuli út jöfnunarhlutabréf á hver hluthafi rétt á að fá slík bréf í hlut- falli við hlutafjáreign sína. Flest ís- lensk hlutafélög senda jöfnunar- hlutabréfin til hluthafa nokkrum vik- um eftir aðalfund. Eins og áður sagði hefur viðtaka jöfnunarhluta- bréfa að öllu jöfnu ekki áhrif á heild- arverðmæti hlutabréfa í eigu sama aðila. d) Forkaupsréttur að nýju hluta- fé. Sé samþykkt að auka hlutafé fyr- irtækis með því að bjóða út nýtt hlut- afé eiga hluthafar forkaupsrétt á því hlutafé í réttu hlutfalli við hlutafjár- eign sína. Þeir geta hins vegar fallið frá forkaupsrétti, óski þeir ekki eftir því að eignast meira hlutafé í fyrir- tækinu. Hluthafar eru aldrei skuld- bundnir til að auka hlutafé sitt. e) Sérstök fríðindi. Ýmis fyrirtæki veita hluthöfum sínum ákveðin fríðindi, t.a.m. afslátt af vöru eða þjónustu. Fyrirtækjum er hins vegar í sjálfsvald sett hvort þau umbuna hluthöfum með þessum hætti eða ekki. f) Önnur réttindi. Hluthafar almenningshlutafélaga geta selt bréf sín hverjum sem er án nokkurra hindrana, veðsett þau, gefið þau o.s.frv. Öll þau íslensku fyrirtæki, sem skráð eru á hlutabréf- amarkaði, falla í þennan hóp. Sé hins vegar um lítið hlutafélag að ræða, sem er í eigu þröngs hóps manna eða fjölskyldu, er algengast að settar séu hömlur á meðferð hlutafjár, þannig að aðrir hluthafar hafi for- kaupsrétt að þeim hlutabréfum, sem hluthafi óskar eftir að selja. Hægt er að sjá í samþykktum félags, hvort slíkar hömlur eru lagðar á meðferð hlutabréfanna. SKULDABREF FORMLEG STAÐA: Viðurkenning á skuld FORM TEKNA: Vextir FORM VERÐBÓTA: Veröbætur GJALDDAGI: Ákveðinn gjalddagi ENDURGREIDSLA: Endurgreitt á gjalddaga Skyldur bundnar hlutabréfaeign Fáar skyldur eru bundnar hluta- fjáreign í almenningshlutafélagi. Hluthafi er þó skuldbundinn til að tilkynna fyrirtækinu um aðsetur sitt og aðsetursskipti, eða um ný hluta- bréf, sem hann hefur keypt, þannig að tilkynningar frá fyrirtækinu, arð- greiðslur og jöfnunarhlutabréf, be- rist örugglega til hans. Vanræki hann þetta er fyrirtækið ekki ábyrgt fyrir þeim skaða, sem af þessu hlýst. Verðbréfafyrirtæki sjá þó um að tilkynna til hlutafélags upplýsing- ar um kaupanda og seljanda þeirra hlutabréfa, sem þau annast sölu á. — Aðrar skyldur en hér greinir hefur hluthafi ekki. Hann er t.a.m. ekki skuldbundinn til að mæta á hluthafa- fundi eða aðalfundi og hann er ekki skuldbundinn til að kaupa ný hluta- bréf í félaginu þó þau séu boðin út. Af framansögðu er Ijóst að staða hluthafa er mjög ólík stöðu þess, sem á skuldabréf frá ákveðnu fyrirtæki. Hluthafi nýtur meiri réttinda hjá fyrirtækinu, hann getur tekið þátt í ákvörðunum fyrirtækisins, hann tek- ur meiri áhættu en eigandi skulda- bréfs, en hann nýtur í staðinn hærri ávöxtunar en ella, a.m.k. til lengri tíma litið. Sjálfsagt er fyrir hluthafa að þekkja vel réttindi sín og skyld- ur, þannig að þeir geti tekið virkan þátt í hlutabréfamarkaðinum. í næstu grein verður fjallað um mismunandi markaði hlutabréfa, hlutverk hvers þátttakanda á mark- aðinum og hvernig þessir þættir snúa að einstökum kaupendum hluta- bréfa. Höfundur er deildarstjóri fyrir- tækjasviðs Landsbréfa. MEÐ HYBREX FÆRÐU GOTT SIMKERFI OG ÞJÓNUSTU SEM HÆGT ER AÐ TREYSTA. HYBREX AX er eitt fullkomnasta tölvustýrða sím- kerfið á markaðnum í dag. Auðvelt er að koma því fyrir og það er einfalt í notkun. HYBREX er mjög sveigjanlegt í stærðum. DÆMI: (AX 8)1- 4bæjarlínur-Alltað8símtæki (AX32) 1-32baejar1ínur—Allt að 192símtæki Möguleikarnir eru ótæmandi. HELSTU KOSTIR HYBREX •Islenskur texti á skjám tækjanna. •Beint innval. \etö»I • Hægt er að fá útprentaða mjög nákvæma sundurliðun þ.e. tími, lengd, hver og hvert var hringt osfr. •Sjálfvirk símsvörun. •Hægt er að láta kerfið eða tæki hringja á fyrirfram- ákveðnum tíma. •Hjálparsími ef skiptiborðið annar ekki álagstímum. •Sjálfvirk endurhringing innánhúss sem bíður þar til númer losnar. •Mjög auðvelt er að nota Hybrex fyrir símafundi. • Hægt er að tengja T elefaxtæki við Hybrex án þess að það skerði kerfið. •Hægt er að loka fyrir hringingar í tæki ef menn vilja frið. •Innbyggt kallkerfi er í Hybrex. Heimilistæki hf Tæknideild, Sætúni 8 SÍMI 69 15 00 ■,ó SOMHÓiýiWt • Langlínulæsing á hverjum og einum síma. OKKAR STOLT ERU ÁNÆGÐIR VIÐSKIPTAVINIR H Borgarleikhúsið Morgunblaðið, augl. Gatnamálastjóri Samband Islenskra Reykjavíkur sveitarfólaga Gúmmívinnustofan Securitas (slenska óperan Sjóvá-Almennar Landsbréf hf. ofl. ofl. ofl. \Sím,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.