Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990
i
Fyrirtæki
Mikilvægt skref til að
tryggja reksturinn
— segja Einar Jónatansson og Einar K. Guðfinnsson, framkvæmdastjórar hjá Einari Guðfinns-
syni í Bolungarvík, um skipulagsbreytingarnar á fyrirtækinu
SAMEINING — „Meginmarkmið með endurskipulagningunni er auðvitað að treysta rekstur fyrirtækj-
anna og efla þau til þess að takast á við verkefni framtíðarinnar. I fyrsta lagi er það gert með því að
einfalda uppbygginguna og þess vegna höfum við brugðið á það ráð að sameina þau fyrirtækf sem hafa staðið
í rekstri sjávarútvegsþátta okkar,“ segja þeir Einar K. Guðfinnsson og Einar Jónatansson framkævmdastjórar
hjá Einari Guðfinnssyni hf. í Bolungarvík.
eftir Gunnar Hallsson
Bolungarvík.
MIKLA athygli vakti þegar það
spurðist út að gagnger uppstokk-
un væri að eiga sér stað á
rekstri fyrirtækja Einars Guðf-
innssonar hf. í Bolungarvík. Fyr-
irtækið hefur verið eitt hið um-
svifamesta í sjávarútvegi á Is-
landi um langt árabil og burðar-
ásinn í atvinnulífi í Bolungarvík.
Samkvæmt yfirliti Frjálsrar
verslunar yfir stærstu fyrirtæki
í sjávarútvegi á íslandi, var fyrir-
tækið talið hið fjórða stærsta
árið 1989.
Fyrirtækjareksturinn er mjög
fjölþættur. Um er að ræða togara-
útgerð, rækjuverksmiðju og frysti-
hús, sem á síðasta ári var með
þriðja mesta framleiðsluverðmæti
húsa innan Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna. Þá starfræki fyrir-
tækið saltfiskverkun, rekur ioðnu-
verksmiðju ogá hlut í -loðnuskipi.
Ennfremur er á höndum fyrirtækis-
ins umsvifamikill verslunarrekstur
og umboðsstarfsemi.
En hvað veldur þessari endur-
skipulagningu? Og hvað felur hún
í sér? Þessar spurningar og fleiri
lagði Morgunblaðið fyrir þá Einar
Jónatansson og Einar K. Guðfinns-
son, framkvæmdastjóra hjá Einari
Guðfinnssyni hf.
— Nú er vitað að fyrirtækin í
Bolungarvík hafa átt í rekstrarerf-
iðleikum. Hver er skýringin?
„Eftir þá útreið sem íslensk sjáv-
arútvegsfyrirtæki hafa fengið á síð-
ustu árum kemur það varla á óvart
að um erfiðleika hafí verið að ræða
hjá okkur. Hins vegar hefur ýmis-
legt orðið til þess að aðstæður hafa
orðið okkur sérlega óhagstæðar.
Fyrir alllöngu var samið um
smíði hér innanlands á nýjum tog-
ara sem koma skyidi í stað tveggja
eldri skipa. Á smíðatíma skipsins
var lánareglum gjörbreytt hjá Fisk-
veiðasjóði. Skipið hlóð á sig fjár-
magnskostnaði líkt og önnur skip
sem voru afhent um svipað leyti.
Til þess að standa undir þessum
ófyrirsjáanlega kostnaði var rekstur
skipsins studdur árum saman af
öðrum þáttum fyrirtækjanna.
Það er sorglegt til þess að vita,
þegar litið er til baka, að langflest-
ir þeirra togara sem smíðaðir voru
innanlands um svipað leyti og á
árunum á eftir hafa verið seldir
nauðungarsölu og kröfur felldar
niður jafnvel upp á hundruð milljóna
á núvirði. Ekki var um neitt slíkt
að ræða í okkar tilviki.
Sviptir 100 milljóna kr.
loðnukvóta
Árið 1983 strandaði ms. Hafrún,
sem var loðnubátur í okkar eigu. Á
þeim tíma hafði loðnukvótum þegar
verið úthlutað um nokkurra ára
skeið, reyndar á grundvelli sömu
laga og reglugerða sem enn er
byggt á við úthlutun loðnukvóta. Á
þessum tíma var bannað að láta
smíða skip eða flytja inn jafnvel
þótt sambærilegt skip hyrfi úr
rekstri og ekki þekktist að flytja
kvóta yfir á önnur skip sem þykir
eðlilegt og sjálfsagt í dag. Þrátt
fyrir mikla baráttu hefur okkur
ekki enn tekist að endurheimta
þann kvóta, sem af okkur var tek-
inn. Það sjá allir hvílíkt reiðarslag
þetta var fyrir okkur. Loðnukvóti
sambærilegur við kvóta Hafrúnar
er sjálfsagt verðlagður á nálægt
100 milljónir króna í dag. Þá stóð
skipið undir aðalhráefnisöflun
loðnuverksmiðjunnar.
Segja má, að sjávarútvegsþáttur-
inn í rekstri okkar skiptist í tvennt,
þ.e. bolfiskveiðar og vinnslu og
loðnuveiðar og vinnslu. Þegar sum-
ar og haustveiðar hófust á loðnu
var hún aðallega veidd út af Vest-
fjörðum og Norðurlandi. Verksmiðj-
an var því vel staðsett. Loðnuvinnsl-
an varð þess vegna stór þáttur í
starfsemi fyrirtækisins. Þessi au-
knu umsvif skiluðu sér með ýmsum
hætti inn í bæjarfélagið, jafnt til
þjónustuaðila sem sveitarfélagsins.
Á þessu sést að haustveiðarnar eru
okkur Bolvíkingum, mikilvægari en
öðrum.
Síðustu þijú haustin hafa verið
okkur afar óhagstæð. Árið 1988
hófust haustveiðarnar seint. í fyrra
var nánast ekki um neina haust-
veiði að ræða og allir vita að þrátt
fyrir að komið sé undir mánaðamót-
in október/nóvember er loðnuveiði
rétt að hefjast. Þetta hefur orðið
okkar rekstri afskaplega óhag-
kvæmt, eins og allir hljóta að sjá.
Gífurleg kvótaskerðing
Árið 1984 keyptum við nýtt skip,
Sólrúnu ÍS 1. Þegar við sömdum
um kaupin á skipinu var ekkert til
sem heitir kvóti á bolfiski. Á meðan
á smíði skipsins stóð var hins vegar
kvótafyrirkomulagið ' innleitt. Til
þess að bregðast við þessu brugðum
við á það ráð að breyta skipinu á
smíðatímanum og útbúa það sér-
staklega til rækjuveiða og vinnslu
um borð. Þá mátti stunda rækju-
veiðar óhindrað. Bolfiskkvóta skips-
ins veiddum við hins vegar með
öðrum skipum okkar. Þannig má
segja að við höfum strax í upphafi
kvótafyrirkomulagsins reynt að
auka hagræðinguna, með því að
sameina aflaheimildir, nokkuð sem
menn hvetja mjög til um þessar
mundir og það með réttu.
Þegar þetta er haft í huga er
þeim mun undarlegra að hugsa til
þess að lögum um fiskveiðistjómun
var breytt á tímabilinu. Okkur var
í rauninni stillt upp við vegg og
gert að velja á milli þess að fá
óskert aflamagn í bolfiski, en
60-70% skerðingu í rækju, eða full-
an rækjukvóta en 60-70% skerðingu
í bolfiskkvóta. Þar með var heildar-
tekjuöflun fyrirtækisins skert gríð-
arlega. Þá hrjáðu miklar bilanir
rekstur skipsins og ollu okkur
miklu tjóni. Allt þetta hefur vita-
skuld gert það að verkum að fyrir-
tæki okkar hefur orðið illa úti.
Hefðu rekstrarskilyrði sjávarút-
vegsins í heild verið eðlileg, hefði
staðan á hinn bóginn verið allt önn-
ur í dag.“
Meginmarkmið
endurskipulagningarinnar
— Víkjum nú að þeirri endur-
skipulagningu sem staðið hefur
yfir. í hverju felst hún?
„Meginmarkmiðið er auðvitað að
treysta rekstur fyrirtækjanna og
efla þau til þess að takast á við
verkefni framtíðarinnar. í fyrsta
lagi er það gert með því að einfalda
uppbygginguna og þess vegna höf-
um við brugðið á það ráð að sam-
eina þau fyrirtæki sem hafa staðið
í rekstri sjávarútvegsþátta okkar.
Þannig verður um að ræða samein-
ingu á Ishúsfélagi Bolungarvíkur
hf. sem hefur rekið frystihúsið og
rækjuverksmiðju, Baldri hf., sem
hefur rekið togarann Dagrúnu,
Völusteini hf. sem hefur rekið tog-
arann Heiðrúnu og til viðbótar
koma síðan loðnuverksmiðjan og
saltfiskverkunin sem hafa verið
hluti af Einari Guðfinnssyni hf.
í öðru lagi verður stofnað sérstakt
hlutafélag um verslunarreksturinn.
í þriðja lagi verða seldar eignir sem
við teljum að falli ekki nægilega
vel að rekstri fyrirtækisins eins og
hann er í dag. í fjórða lagi verða
fyrirtækin opnuð fyrir nýjum aðil-
um sem koma inn með nýtt hlutafé.
Tímamótaákvörðun
Af ýmsum ástæðum hefur rekst-
urinn verið í höndum nokkurra mis-
munandi hlutafélaga. Þegar Einar
Guðfinnsson á sínum tíma beitti sér
fyrir stofnun íshúsfélags Bolung-
arvíkur hf. komu fjölmargir ein-
staklingar til liðs. Hluthafar í íshús-
félagi Bolungarvíkur hf. fylla nú
um fimm tugi. Þegar skipakaup
voru ákveðin á hinum ýmsu tímum,
lágu mismunandi forsendur að baki
þannig að um mismunandi eigna-
raðild var að ræða. Þetta fyrirkom-
ulag hefur haft sína kosti, en einn-
ig sína galla. Með því að sameina
þennan fyrirtækjarekstur nú er ver-
ulega hægt að einfalda reksturinn
og draga úr kostnaði.
Þá felur ákvörðunin um samein-
ingu fyrirtækjanna allra í sér það
að tugir nýrra hluthafa verða nú
aðilar að öllu fyrirtækinu með bein-
um hætti. Eignaraðild verður því
dreifðari og fyrirtækið opnara.
Þetta er auðvitað tímamóta-
ákvörðun á margan hátt. Fyrirtæk-
ið hefur nánast verið í eigu einnar
fjölskyldu. Nú verður á þessu breyt-
ing. Við erum einfaldlega þeirrar
skoðunar að þessi þróun sé eðlileg
og sjálfsögð. Ákvörðunin var tekin
af eigendunum að vel yfirlögðu ráði
og allir voru vel meðvitaðir um
hvað hún þýddi.
Sjávarútvegurinn verður að
treysta innviði sína. Það verður
meðal annars- gert með því að inn
í hann komi nýtt áhættufé. Við
sjáum merki um þetta víða um þess-
ar mundir. Enda er það ekkert nema
eðlilegt. Sjávarútvegurinn hlýtur að
vera áhugaverður fyrir fjárfesta á
íslandi. Fyrirtæki í sjávarútvegi á
landsbyggðinni verða að fylgja þró-
uninni og njóta í ríkari mæli
áhættuijár í stað lánsíjár. Annars
er hætta á að atvinnulífið á lands-
byggðinni verði undir í samkeppni
við sterk fyrirtæki á höfuðborgar-
svæðinu sem hafa þegar brugðist
við þessum aðstæðum.“
„Eltum ekki ólar
við allt það rugl
— Jafnframt þessari uppstokkun
sem þið hafið nefnt hefur verið tal-
að um mikla fyrirgreiðslu opinberra
sjóða ykkur til handa.
„Já, það hafa verið ýmsar tölur
á sveimi í þessu sambandi og við
höfum ekki elt ólar við allt það
endemis rugl sem þar hefur verið
sett fram. Það er staðreynd málsins
að Byggðastofnun ákvað að fella
niður 29 milljónir af skuldum fyrir-
tækisins. Þetta á sér þá skýringu,
að í upphafi var það ætlun okkar
að fá sérstaklega hlutafé inn í rekst-
ur loðnuverksmiðju okkar. Við leit-
uðum til nokkurra aðila, þar á með-
al Byggðastofnunar, í þessu sam-
bandi. Við bentum á að verksmiðja
okkar ætti sér mikla sérstöðu, þar
sem hún er hin eina á okkar svæði
sem getur brætt feit bein, það er
unnið úr úrgangi grálúðu og karfa.
Það er því mikið hagsmunamál
þessa atvinnusvæðis að rekstur
hennar geti verið áfram öruggur
og traustur.
Byggðastofnun hefur aldrei lagt
hlutafé í sjávarútvegsfyrirtæki, eins
og menn geta sannfærst um við
lestur ársskýrslu stofnunarinnar.
Fulltrúar stofnunarinnar óttuðust
fordæmisgildi þess að gera slíkt.
Um svipað leyti kom ósk frá hinum
nýju aðilum sem ætluðu að kaupa
Sigló — rækjuverksmiðjuna á Siglu-
firði um fyrirgreiðslu frá Byggða-
stofnun. í því tilviki var ákveðið að
fella niður skuld við stofnunina upp
á 25 milljónir króna. Þar með má
segja að tónninn hafi verið gefinn.
Ákvörðunin um niðurfellingu okkur
til handa var tekin í framhaldi af
þessu.“
Fjárhagsleg
endurskipulagning
— En nú er þetta ekki eina fyrir-
greiðslan sem þið hafið fengið úr
opinberum sjóðum. Fenguð þið ekki
stórt lán líka?
' „Jú, í lok síðasta árs þegar við
ákváðum að ganga til endurskipu-
lagningar fyrirtækja okkar, sóttum
við um lán hjá Atvinnutryggingar-
sjóði útflutningsgreina. Sá sjóður
hefur lánað velflestum íslenskum
sjávarútvegsfyrirtækjum til skuld-
breytinga og nema heildarlánveit-
ingar hans á síðustu tveimur árum
um átta milljörðum króna.
Við settum okkur í upphafi
ákveðin markmið og lögðum línurn-
ar um _ það hvernig þeim skyldi
mætt. í markmiðum okkar fólst í
raun og veru skuldalækkun upp á
um 600 milljónir króna. Þyngst
vegur vitaskuld sala þeirra eigna
sem við töldum að féllu ekki nægi-
lega vel að rekstri fyrirtækisins eins
og hann er í dag. Þar munar auðvit-
að mest um sölu Sólrúnar. Jafn-
framt er um verulega hlutaíjár-
aukningu að ræða. Að því koma
bæði núverandi og nýir hluthafar.
Atvinnutryggingarsjóður útflutn-
ingsgreina samþykkti síðan til okk-
ar lán að upphæð 200 milljónir
króna, þegar markmiðum okkar
yrði náð.
Að þessu unnum við sleitulaust
í sumar. Við höfum notið aðstoðar
margra góðra manna. Við réðum
sérstakan mann, Jon Atla Krist-
jánsson hagfræðing, til þess að
starfa með okkur. Það var okkur
ómetanlegt, enda ómögulegt að
vinna að slíkri endurskipulagningu
ásamt daglegum rekstri án slíkrar
utanaðkomandi hjálpar. Þá höfum
við notið velvildar og trausts við-
skiptabanka okkar, Landsbanka Is-
lands, sem meðal annars mun koma
inn í þetta dæmi með því að greiða
fyrir og lána til hlutafjáraukningar.
Þá hefur verið samið um að í tengsl-