Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 16
oöer íKiaörao .as huoaqutmmn ö[«ajhhuohom 88 HtatginiMofrlft VIÐSKIFTIAIVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990 Morgunblaðið/Ami Sæberg HONNUN — Hilmar Sigurðsson, Finnur Jh. Malmquist, Anna Svava Sverrisdóttir og Halla Helgadótt- ir eru aðstandendur Grafít hf. Þau telja að minni stofur þar sem áhersla er lögð á grafíska hönnun og hugmyndavinnu eigi góða framtíð fyrir sér. Auglýsingagerð Eru lítil auglýsingafyr- irtækiþað sem koma skal? Rætt við fjóra stofnendur hönnunarstofunnar Grafít hf. FYRIR skömmu tók til starfa í Reykjavík nýtt fyrirtæki á sviði grafískrar hönnunar og auglýsingargerðar. Fyrirtækið hlaut nafn- ið Grafít hf. og að því standa þrír af fyrrum starfsmönnum Is- lensku auglýsingarstofunnar hf. ásamt einum starfsmanni af aug- lýsingastofunni Góðu fólki. Grafít hf. er ekki hefðbundin auglýs- ingastofa þar sem fyrirtækið býður upp á litla sem enga markaðs- þjónustu heldur leggur áherslu grafíska hönnun og hugmynda- vinnu. Stofnun þessarar nýju stofu er athyglisverð í ljósi þess að þróunin undanfarið hefur verið i þveröfuga átt og stefnan frekar verið sú að sameina auglýsingastofur. Ef tekið er mið af undirtekt- unum er hins vegar ekki ólíklegt að Grafít verði fyrsta stofan af mörgum litlum sem einbeitir sér að hönnunarvinnu á meðan þær stærri snúa sér svo til alfarið að markaðsmálum. Morgunblaðið brá sér í heimsókn í vinnustofu Grafít við Vatnsstíg 4 og ræddi við Höllu Helgadóttur, Hilmar Sigurðsson, Onnu Svövu Sverrisdótt- ur og Finn Jh. Malmquist. ur bætti við að nú ynnu þau í beinu Það kom strax í ljós að ein aðalá- stæðan fyrir stofun Grafít hf. var óánægja fjórmenninganna með þá þróun sem hefur átt sér stað í þessu fagi undanfarið. „Það er orðið svolítið langt í teiknarann sem vinnur verkið. Á auglýsinga- stofunum er ákveðið fólk sem sér um þjónustu við viðskiptavininn og tengsl hans við teiknarana, svo- kallaðir tenglar sem oftast eru markaðsfræðingar. Mörg fyrirtæki eru með sína eigin markaðsfræð- inga og vilja því gjarnan fara styttri leið og kaupa eingöngu teikniþjónustuna," sagði Halla. „Á þeim stöðum þar sem við unnum áður vorum við öll komin í umsjón- arhönnunarstöður þannnig að við vorum að færast frá sköpunarvinn- unni og því sem við gerum best. Við erum óánægð með vægi hönn- unar- og hugmyndavinnu inni á auglýsingastofum. Peningamálin eru óneitanlega mjög mikilvæg, en okkur fínnst þau bitna um of á faglegu hliðinni. Við höfum áhuga á að reyna. að gera betri hluti en við höfum fengið að gera, nota færri milliliði og vinna á okkar forsendum," sagði Hilmar og Finn- sambandi við viðskiptavinina og það væri í þeirra augum vænlegast til árangurs. Það kom skýrt fram að fjór- menningunum fannst mjög mikil- vægt að teiknararnir væru í sem nánustu sambandi við viðskipta- vinina og hlutirnir væru unnir í beinni samvinnu þessara tveggja aðila. „Hér er enginn annar sem vinnur með viðskiptavininum og kemur síðan til okkar og segir okkur að teikna eitthvað ákveðið. Það er alltaf erfitt að koma svona til skila í gegnum þriðja aðila þann- ig að með þeim vinnubrögðum verður útkoman verður sjaldnast rétt í fyrstu tilraun. Tengillinn ræðir þá aftur við viðskiptavininn og þá koma fram einhver atriði sem teiknarinn hefði þurft að vita frá byijun. Það er stórt atriði í þessu fagi að kunna að spyija við- skiptavininn véttu spurninganna til þess að fá rétt atriði fram,“ sögðu þau. Ekki dæmigerð auglýsingastofa Grafít hf. er ekki dæmigerð auglýsingastofa því að þar er ekki boðið uppá markaðsþjónustu líkt og á stærri stofunum. Fjórmenn- ingamir lögðu þó áherslu á að þau myndu ekki'vísa þeim viðskiptavin- um frá sem færu fram á slíka þjón- ustu heldur myndu þau i samvinnu leysa það mál. „Við höfum unnið í samvinnu við fyrirtæki á sviði ráðgjafar og markaðssetningar og þau fagna því að fá inn fyrirtæki á borð við okkur. Að sjálfsögðu eru margir viðskiptavinir sem við gætum ekki tekið að okkur að fullu einfaldlega vegna þess að þeir eru of stórir. Hins vegar þarf að vera fjölbreytni í þessu fagi og við- skiptavinurinn verður að hafa eitt- hvað val,“ sagði Anna Svava. Þau sögðu ennfremur að góðar líkur væru á viðskiptum við stóru aug- lýsingastofurnar þar sem þar vant- aði oft vant fólk á álagstímum. Kannski verður þróunin sú með tímanum að þessar stærri stofur fari að snúa sér í ríkara mæli að markaðsmálum og leita svo til minni hönnunarstofa með teikni- vinnuna. Þau hjá Grafít töldu það ekki ólíklegt og bentu á að víða erlendis væru auglýsingastofur án teiknistofu og leituðu þær eftir þjónustu hönnunaraðila með ákveðna verkhluta. Aðstandendur Grafít hf. eru bjartsýnir á að þeim takist að halda kostnaði viðskiptavinarins niðri. „Boðleiðin verður náttúrulega styttri vegna færri milligönguliða. Eins verðum við fljótari að vinna verkið því við vitum nákvæmlega að hverju við erum að ganga og það er einmitt aðalkosturinn við svona litla stofu. Eins hlýtur það líka að skila sér að við erum öll með mikla og góða reynslu á þessu sviði,“ sagði Hilmar. Fólk Hættir sem fram- kvæmdastjóri Örtölvutækni ■ SIGURÐUR S. Pálsson hefur látið af störfum sem framkvæmda- stjóri Örtölvutækni — Tölvu- kaupa hf. Heimir Sigurðsson hef- ur tekið við starfi framkvæmda- stjóra þangað til annað verður ákveðið. Heimir gegnir jafnframt áfram starfi markaðs- og sölustjóra fyrirtækisins. Um 25 manns starfa hjá Örtölvutækni - Tölvukaupum og sérhæfir fyrirtækið sig í sölu, þjónustu og heildarlausnum á ein- menningstölvum og búnaði. Meðal annars hefur ÖTT-TK einkasölu- samning við Hewlett Packard á einmenningstölvum, teiknurum og prenturum. Skipulagsbreyt- ingarhjá Sjóvá- Almennum M BENEDIKT Jóhannesson, stærðfræðingur lætur af störfurti sem deildarstjóri tjónadeildar hjá Sjóvá-Almenn- um tryggingum hf. þann 1. nóv- ember n.k. og snýr til fyrri starfa sem fram- kvæmdastjóri ráðgjafarfyrir- tækisins Talna- könnunar. Hann mun þó áfram starfa að sérstökum verkefnum og gegna ýmsum trúnaðarstörfum fyrir fé- lagið. ■ GUÐMUNDUR Jóh. Jónsson tekur við starfi deildarstjóra tjónadeildar í stað Benedikts. Guð- mundur hefur BA próf í við- skiptafræði frá Seattle Uni- versity. Hann hóf störf hjá Sjó- vátryggingafé- laginu árið 1962 og varð starfs- mannastjóri fé- lagsins árið 1986. Við stofnun Sjóvá- Almennra árið 1989 var hann ráð- inn skipulags- og starfsmanna- stjóri. Meginhluti verkefna sem ver- ið hafa á starfssviði Guðmundar munu færast til Sigurjóns Péturs- sonar, aðstoðarframkvæmdastjóra. Nýr starfsmaður hjá Tæknivali ■ VALDIMAR Ó. Óskarsson, rafmagnstæknifræðingur hefur ný- lega hafið störf hjá tölvufyrir- tækinu Tækni- val hf. sem sér- fræðingur í skjalasendingum milli tölva. Valdimar út- skrifaðist 1987 frá Sönderborg Teknikum í Danmörku. Eftir það hóf hann störf hjá tæknideild Pósts og síma þar sem hann átti m.a. þátt í að undirbúa hina nýju gagna- hólfaþjónustu sem verður hleypt af stokkunum á næstunni. Hjá Tæknivali mun Valdimar annast ráðgjöf í sambandi við búnað frá Retix, en hann er ætlaður staðar- netsnotendum sem vilja notfæra sér væntanlega gagnahóifaþjónustu Pósts og sima. Benedikt Guðmundur Valdimar MARKAÐSÁÆTLANIR FRAMKVÆMD Samkeppni vex meS degi hver|um. Miklar sviptingar eru í fyrirtækjarekstri. Ný fyrirtæki skjóta upp kollinum, önnur lognast útaf. Hvaða öfl eru þarna aS verki? Þessi spurning brennur ó öllum í viðskiptalífinu. Markaðsskóli Islands hefur fengið írska markaðsróðgjafann John Mclnerney, sem er Senior Specialist við Irish Manogement Institute, til að halda hér nómskeið í markaðsóætlunum. Farið verður yfir stefnumótun og framkvæmd nútíma markaðsstjórnunar og þótttakendum kennt ó samspil hinna ýmsu markaðsþótta. Hagnýt tök hafa sérstakan forgang. Námskeiðið er ætlað framkvæmdastjórum, markaósstjórum, sölustjórum og öðrum sem gera eða nota markaðsáætlanir. Tími: 29., 30. og 31. október kl. 8:00 - 16:00 Skráning stendur yfir í síma 621066. Vinsamlegast athugið að þátttakendafjöldi er takmarkaóur. Stjómunarfelag islands ÁNANAUSTUM 15 - REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.