Morgunblaðið - 10.11.1990, Blaðsíða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1990
FYRIRLESTUR A VEGUM
STOFNUNAR SIGURÐAR NORDALS:
Slúður — orðræða
hinna valdalausu
Helga Kress segir frá fyrirlestri sínum sem
húnkallar „Var þar komin Þórhalla málga"
páii
Pampic-
hler
Pálsson
Morgunblaðið/Einar Falur
HAFNARBORG:
Tríó Reykjavíkur
frumflytur verk
eftir Pól P. Pálsson
TEXTI: SÚSANNA SVAVARSDOTTIR
STOFNUN Sigurðar Nordals mun í vetur
standa fyrir röð fyrirlestra um bók-
menntir. Þegar hafa fjórir fyrirlestrar
verið ákveðnir í vetur og svo skemmti-
lega vill til að flestir þeirra eru byggðir
á þemum úr fornsögum okkar — þeirri
óþrjótandi námu.
Fyrsti fyrirlesturinn verður haldinn
næstkomandi miðvikudag, 14. nóvember,
klukkan 17.15, í stofu 101 í Odda, hugvís-
indahúsi Háskóla Islands. Þar flytur
Helga Kress, dósent í almennri bók-
menntafræði, erindi sem nefnist „... var
þar komin Þórhalla málga“. og er um
slúður sem uppsprettu frásagnar í Eddu-
kvæðum og Islendingasögum. Helga hef-
ur skrifað fjölmargt um kvennabók-
menntir og vinnur nú að feminískum
rannsóknum á íslenskum fornbókmennt-
um og kvennabókmenntasögu.
Slúður er nú kannski ekki það sem við
viljum blanda okkur í, þótt fæstir komist
hjá því og því þótti mér þetta forvitnilegt
efni, dálítið öðruvísi, og bað Helgu að
segja mér á hverju hún byggði fyrirlest-
urinn og hvernig hún skilgreindi „slúður"
með tilliti til hans.
Slúður er tal u'm aðra sem eru fjarver-
andi,“ svaraði Helga. „Það er munn-
f legt form sagna, tilheyrir munnlegri
sagnahefð. Það er óheft orðræða sem breyt-
ist frá einni sögu til annarrar, „flæðir" á
máli táknfræðinnar og merking þess færist
sífellt til. Það er sjaldnast hægt að finna
upptök þess og erfítt að reka til baka eða
leiðrétta. Það er margrætt og eins og skáld-
legt mál er það á mörkum viðurkenndrar
orðræðu. Slúður lætur oft í Ijós annað gild-
ismat en ríkjandi menning. Þannig ber það
í sér gagnrýni á samfélagið með sína ein-
ræðu og endanlegu merkingu — og ógnar
því.“
Er mikið slúðrað í íslendingasögunum?
„Slúður er ein af meginuppsprettum frá-
sagnar íslendingasagna. Það má jafnvel
ganga svo langt sem að segja að íslendinga-
sögur séu umformað slúður. Það er ekki
aðeins að slúður hrindi atburðarás af stað,
og sé virkt afl í framvindu sagnanna, held-
ur má einnig finna það í formgerð frásagn-
arinnar sjálfrar. Einnig er sífellt verið að
vísa í slúður sem heimildar fyrir atburðum.
Setningar eins og „þat var allra manna
mál“, „það hafa menn fyrir satt“ og „svo
er þetta í orðróm fært“, vísa beint í slúður.
Samfélag sagnanna logar í slúðri sem frá-
sögnin vinnur úr.
Eitt megineinkenni á slúðri er að það
varðar orðstír manna,_ sæmdina og það á
það sameiginlegt með íslendingasögum sem
eru sí og æ að fjalla um sæmdina. Sæmdin
fel.st svo aftur í karlmennskunni.
Slúðrið í íslendingasögum beinist framar
öðru að því að rífa niður orð og athafnir
karlhetjanna, karlmennskuna sjálfa og
draga hana — og þar með karlveldið — í
efa. Slúður tengist því mjög kynferði og
konum. Það er orðræða hinna valdalausu
og er, þar með, á vissan hátt kvenleg orð-
ræða. Konur eiga oft upptök að slúðri og
þær bera það á milli, til að mynda þangað
sem síst skyldi,,það er til karlanna, oft með
hrikalegum afleiðingum. „Oft hlýst-illt af
kvennahjali," segir Auður í Gísla sögu í
frægri slúðursenu sem fer fram í dyngju
og markar upphaf atburða í Gísla sögu.
Karlhetjurnar slúðra hins vegar ekki,
heldur bitnar slúðrið á þeim. Þeir reyna
þess vegna, með misjöfnum árangri, að
þagga niður í slúðri og konum. Slíka niður-
þöggun má sjá á mörgum stöðum í íslensk-
um fornbókmenntum og má taka Hávamál
sem dæmi, þar sem beinlínis er varað við
orðum kvenna.
Það er athyglisvert að þegar slúðrað er
um konur er það um vergirni þeirra, en í
slúðri um karla er talað um ergi þeirra, það
er hómósexúalítet, og þeim eignaðir kven-
legir eiginleikar. Slúður tengist því mjög
níði sem er beinlínis bönnuð og refsiverð
orðræða.
Samband kvenna og hins kvenlega í
slúðri er mjög margþætt. Sem dæmi má
taka Hallgerði í Njálu. Það er ekki aðeins
að hún eigi upptök að slúðri og beri á
milli, heldur er hún sjálf búin til úr slúðri.
Einnig tengist slúður oft hlátri, sem er
óheft tjáning, og drykkju. Ef menn eru
drukknir þá gæta þeir ekki tungu sinnar
og slúðra. Þetta verður þeim oft að falli.
Um þetta er Lokasenna gott dæmi, en kvæð-
ið er borið uppi af slúðri um goðin, vergirni
kvennanna og ergi karlanna, enda Loki
hvort tveggja í senn, karl og kona. Fyrir
slúðrið er hann útlægur ger úr samfélagi
goða.
Slúðurstig sagna, ef svo má að orði kom-
ast, er mjög mismunandi. Það er mjög mik-
ið um slúður bæði í Laxdælu og Njálu.
Hallgerður á uþptök að Njálsbrennu með
slúðrinu sem hún kemur af stað um tað-
skegglinga og karl hinn skegglausa. Öll
saga Guðrúnar og Kjartans fleytir sér áfram
á slúðri. Það er ekki bara Þórhalla málga
á ferð, heldur fylgir slúður þeim frá
upphafi til enda. I báðum þessum sögum
skipa konur og hið kvenlega mjög háan
sess, þótt á mismunandi hátt sé. Það er því
spurning hvort sjá megi samband milli slúð-
urstigs og þess hve áhrifa kvenna og sjónar-
miða þeirra gæti í sögunum."
TEXTI: SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR
TRÍÓ Reykjavíkur verður með tónleika
í Hafnarborg, menningar- og listastofn-
un Hafnarfjarðar', á morgun, sunnudag-
inn 11. nóvember, og hefjast þeir klukk-
an 20.00. Þetta eru aðrir tónleikarnir í
tónleikaröð sem Hafnarborg og Tríó
Reykjavíkur standa fyrir í sameiningu.
A tónlcikunum verður frumflutt nýtt
verk eftir Pál Pampichler Pálsson, sem
hefur verið samið sérstaklega fyrir tríó-
ið. Sem kunnugt er er Tríó Reykjavíkur
skipað þeim Halldóri Haraldssyni, píanó-
leikara, Guðnýju Guðmundsdóttur, fiðlu-
leikara, og Gunnari Kvaran, sellóleikara,
og auk þess að frumflytja verk Páls,
flytja þau tríó í H-dúr, eftir Jóhannes
Brahms ogtríó eftir Maurice Ravel.
Þessi tvö tríó ættu að vera tónlistarunn-
enduin vel kunnug, en þar sem ekki er
kostur á að hlýða á nýtt íslenskt verk á
hverjum degi, var Páll beðinn að segja
aðeins frá sínu tríói — og Guðný frá
tónlcikunum.
X
g kalla þetta verk Sumartónlist,"
sagði Páll. „Það var samið í miklum
liita úti á svölum í húsi foreldra
minna í Graz í Aust urríki. Það var gríðar-
leg ur hiti þar í sumar, svo mikill að ég
fór alltaf inn í stofu til að kæla mig. Ég
skrifaði þetta verk í sumar — varð að gera
það. Það var nefnilega svo, að ég var búinn
að vera að semja verk fyrir Sinfóníuhljóm-
sveit Islands — og var orðinn þreyttur á
að vinna svona lengi við sínfónísk verk.
Datt í hug að það gæti verið gaman að
glíma við þetta.
Einn daginn hitti ég Guðnýju og sagði
henni frá hugmyndinni. Hún sagði: „Bless-
aður vertu, þú gerir þetta," og það var
ekki nótá komin á blað, þegar farið var
að auglýsa verkið á efnisskrá Tríósins."
Hvers konar verk er þetta?
„Heitt.“
Og Guðný bætir við: „Enda hitnar okkur
við'að flytja það. Það er ekki auðvelt —
en ákaflega skemmtilegt. Og auðvitað er
alltaf gaman að fá að frumflytja verk —
sérstaklega vegna þess að við erum á leið
í tónleikaferð til Danmerkur og Finnlands
og verðum með það á efnisskránni þar.“
Er eitthvert eitt hljóðfæri leiðandi?
„Nei, nei,“ svarar Páll, „Öll hljóðfærin
eru jafnvíg. Þetta eru mjög góðir hljóðfæra-
leikarar, þannig að maður getur boðið þeim
upp á dálítið mikið. En það er auðvitað
alltaf glíma að finna leið til að gera hljóð-
færunum jafn hátt undir höfði.“
„Páll fer ekki þá Ieið sem flest nútímatón-
skáld fara,“ segirGuðný,„það er að segja
að skrifa allt annað fyrir hljóðfærið en það
er smíðað til að framkvæma; láta hljóðfæra-
leikarana gera eitthvað allt annað við hljóð-
færið en að spila á það. Það er ekki til í
verkum hans. Að því leyti er tríóið klass-
ískt uppbyggt og hljóðfærin fá að njóta sín
í verkinu. Hljóðfæraleikarar verða alltaf
þakklátir fyrir að fá svona verk upp í hend-
urnar.
Þau eru ekkert síður erfið, en það skilar
sér fyrir hljóðfæraleikara að leggja það
erfiði á sig.“
Hvernig er verkið byggt upp?
„Það er í þremur köflum," svarar Páll,
„fyrst hraður, síðan hægur og þá aftur
hraður — svona í grófum dráttum. Það eru
hröð móment inni í miðkaflanum og síðasti
kaflinn er mjög ákveðinn.
Fyrsti kaflinn hefst á píanóinngangi —
á sömu nótum og hann endar á, mjög
mystískum og inn í þennan píanóinngang
kemur strengjadúett sem nær hámarki í
lítilli kadensu. Annar kaflinn er söngur,
eiginlega lítið næturljóð sem ég kalla
„Grazioso," — með tilvísun til Graz. Þá
kemur hraður kafli, þar sem reynir mjög
á alla hljóðfæraleikarana. Sellóið kemur
fyrst með aðalstefið og fiðlan kemur inn
og spilar spegil af því. Þennan dúett trufl-
ar síðan píanóið í lok kaflans — svona eins
og það sé að stríða hinum en að síðustu
næst jafnvægi og kaflinn endar í friði.
Þriðji kaflinn er ákveðinn og hraður, með
stuttum nótum til að byrja með — síðan
koma laglínur fyrir hljóðfærin þijú og skipt-
ast á milli þeirra. Þessar laglínur eru líking-
ar við austurrísk þjóðlög og út úr öllu
þessu kaosi sprettur vals — verkið endar
hér á jörðinni, á báðum fótum með
lífsgleði en mikilli spennu."
Er verk Páls eitthvað skylt hinum tveim-
ur verkunum á tónleikunum?
„Nei, öll verkin eru mjög ólík. Brahms
er hárómantískur, Ravel . impressjónískt
tónskáld og verk Páls glænýtt íslenskt/
austurrískt verk.“
Tríó Reykjavíkur hélt fyrstu Hafnarborg-
artónleika sína í september. Næstu verða,
sem fyrr segir, á morgun, þeir þriðju í
mars og lokatónleikarnir í júní. En hvers
vegna Hafnarborg?
Vegna þess að þarna er alveg frábær
aðstaða. Við leituðum lengi að stað til að
vera með svona tónleikaröð á Stór-Reykja-
víkursvæðinu og Hafnarborg varð mjög
auðveldlega ofan á. Þetta er fallegur salur
og góður, aðstaða fyrir hljóðfæraleikara
er góð — einnig aðstaða fyrir gesti — og
flygillinn er einn sá albesti í landinu."