Alþýðublaðið - 02.11.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.11.1920, Blaðsíða 1
ýðublaði 1920 Þriðjudaginn 2. nóvember. 252. tölubl. Hvern eigum við að kjósa? Eins og mönnum er kunnugt 'eiga kosningar fram að fara tsér $ bæaum 6. þessa mánaðar. Verða $ar kosair menn í niðurjöfnunar- fflefnd, og er sjálfsagt að kjósa 3ista alþýðflokksins, sem birtur var * blaðinu í gær, B listann, þar eð á honum eru einarðir og að öliu leyti vel hæfir menn, sem líklegt «r að gætu komið lagi á niður- jöfauaafstarfið, sem nú er í mestu handaskoium, svo sem kunnugt er, -og margir með sorglegri reynslu hafa mátt sanna. Ea jafníramt því, sem kosning 5 manna í niðurjöfnunarnefnd fer 'fram, á að kjósa einn mann i bæj- ^rstjórn. Nú er kunnugt að „Sjálýstjórn" %in illræmda kosningaklíka nokk- Urra auðmanna hér í bæ, sem 'Stofnuð hefir verið eingöngu til þess að vinna á móti verkalýðn- "^ta, hefir mann í boði. Maður i>essi er Georg Ólafsson, skrif- ^tofustjóri Kaupmannafélagsins. Sennilegt er að hann sé ekkert verri en aðrir, sem „Sjálfstjórnar''- auðvaldsklfkan hefir sent inn í ^æjarstjórn, og Hklegast þó ekki ^kárri heldur, því alt bendir á að %nn sé nákvæmlega sama tóbakið. En þó maðurinn, sem „Sjálf- ^jórnar"-klíkan hefði f boði, væri €rlenð simskeyti. |Khöfn, 1. nóv. Xonungsvalið í Grikklandi. Símað er frá París, að Páll f*°nungsefni hafi lýst yfir þvf, að ^ana tæki því aðeins við konung- ^nú* í Grikklandi, að það sýni 5Si að þjóðin óski hvorki eftir ^onstantín, föður hans, né Georg, l(lri bróður hans í konungssætið. ^iðskiftamiðstöð í Khofn. Símað er frá Washington, að eitthvað skárri en hin almenna tegund „Sjálfstjórnar"-húskarla, þá kæcni það út á eitt, því enginn alþýðuflokksmaður mnndi vilja líta við þeim manni, sem „Sjálfstjórn- ar"-klíkan byði fram. Það er því engum blöðum um það að fletta, að Georg Ólafsson kjósa alþýðuflokksmenn ekki. En þá er að athuga hinn manninn, sem í boði er. Það er Þórður Sveinsson læknir. Um hann er það fljótast að segja, að hann er utanflokkamað- ur, og er kosning hans studd af allra stétta mönnum, en þó mest af millistéttum bæjarins, mönnum sem ekki tilheyra auðmannaklík- unni, en þó ekki eru alþýðumenn. Þar eð nú engum dettur í hug að Þórður læknir verði taglhnýt ingur „Sjálfstjórnar"klíkunnar í bæjarstjórn, eru líkindi til þess, að margt fólk af verkalýðnum kjósi hann, heldur en óbeinlínis að gefa „Sjálfstjórnar" frambjóðand- SEum atkvæði sitt, með því að kjósa ekki, og kjósa því Þórð læknir fremur með glöðu geði, þar sem hann er þjóðkunnur at- orku- og gáfumaður, sem er við- brugðið fyrir hagsýni sína og bú- hyggju. fjármálaráðuneytið stingi upp á þvf, að komið verði á í Kaup- mannahöfn alþjóða viðskiftamið- stöð til þess að sjá um verzlun- ina við Rússland. 150 ára afmæli Thorvaldsens. Nefnd hefir verið skipuð til þess, að undirbúa hátíðahöld í tilefni af 150 ára afmæli Thorvaldsens, 19. nóvember. Norðmenn ganga í 3. alþjóða- bandalag verkamanna. Símað frá Kristianíu, að mið- stjórn jafnaðarmanna hafi með miklum meirihluta samþykt að ganga í 3. alþjóðasamband verka- manna, en þó með þeim fyrirvara, að sérstakar tilslakanir verði gerðar. Belgiskir jafnaðarmenn hafa felt tillögu um að ganga í sambandið. leira at sussnm. Lygafréttirnar af Rússum, sem búið er að bera til baka fyrir löngu í útlendum blöðum, eru nú fyrst að korna í áuðvaldsblöðun- um hér. Fluttu bæði Vísir og Moggi slíkar greinar á föstudag- inn. Var Vísisgreinin sömu teg- undar og greinar um útlendar frétt- ir eru vanar að vera í þvi blaði, sem sé þvaður fram og aftur, og eins er þessi grein sem segir fyrst að Lenin eða bolsivíkastjórnin sé rétt að falla, en endar á þvf, að „harðstjóranum verði hrundið fyr eða síðar, hvort sem nú er komið að því eða ekki" 1 Moggi flytur grein um „Her Lenins í upplausn", og-er sú fregn alveg í samræmi við það þegar blaðið flutti fregn um að 2000 fangar hefðu druknað á Nevafljóti, meira en mánuði eftir að fregnin var borin til baka í erlendu blaði. Fregn þessi sem Moggi flytur f gær, og upprunalega er komin frá fréttaritara „Dagens Nyheter" l Reval, er borin til baka þ. II. þ. mán. í dönskum og norskum blöð- um, meðal annnrs í norska „So- cial Demokraten", er flytur þenna dag svohljóðandi skeyti: Riga, 10. okt. Berið til baka allar fréttirnar um uppreist i hinum rauða flota- her og anoarsstaðar. Sömuleiðis fregnirnar um að sovjetstjórnin hafi boðið Vrangel frið. Gagnbylting- aruppreistarforingi þessi skal fá sömu endalokin og Koltschak og aðrir þjóðníðingar. Kritehevski.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.