Morgunblaðið - 04.12.1990, Side 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
w
i*
1990
KNATTSPYRNA
ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER
BLAD
-B
Viðar og Amljótur
hætta hjá Fram
Viðar Þorkelsson og Arnljótur Davíðs-
son hafa ákveðið að leika ekki með
íslandsmeistaraliði Fram næsta keppn-
istímabil. Viðar hyggst leggja skóna á
hilluna eftir áratug í vörn liðsins, en Arn-
ljótur ætlar að róa á önnur mið.
Viðar er viðskiptafræðingur að mennt
og stefnir á að fara í framhaldsnám er-
lendis næsta sumar. „Það bendir allt til
þess að ég fari í nám til Bandan'kjanna
um miðjan ágúst. Auk þess er nóg að
gera í vinnunni og æ erfiðara að gefa sér
tíma í fótboltann. Ég held áfram að æfa
með strákunum á meðan ég er á landinu,
en ætli kveðjuleikurinn hafí ekki verið á
Nou Camp — það er ágætis endir,“ sagði
Viðar. Hann er 27 ára og þriðji leikja-
hæsti maður liðsins, lék alla leikina í
sumar og á 142 leiki að baki í 1. deild,
en landsleikimir eru 27.
Arnljótur er ákveðinn í að skipta um
félag, en hefur ekki tekið ákvörðun um
hvert hann fer. „Það eina sem er öruggt
er að ég skipti,“ sagði Arnljótur. Hann
sagði ennfremur að ýmislegt kæmi til
greina, en ekkert lægi á að taka ákvörðun.
HANDKNATTLEIKUR / DOMARAR
Rögnvald Erlingsson.
Stefán Arnaldsson.
Rögnvald og Stefán
stóðu sig vel í Seoul
RÖGNVALD Erlingsson og Stefán
Arnaldsson, dómarar í handknatt-
leik, stóðu sig vel sem dómarar í
Heimsmeistarakeppni kvenna, sem
lýkur í Seoul í Suður-Kóreu í dag.
Félagarnir dæmdu fjóra leiki og
fengu góða dóma hjá dómaranefnd
Alþjóða handknattleikssambands-
ins.
Þetta hefur gengið vonum framar,“
sagði Rögnvald í samtali við Morgun-
blaðið. „Flestir fengu fjóra leiki í keppn-
inni, en það eru ákveðin dómarapör, sem
virðast „eiga“ úrslitaleikina og því emm
við ekki óánægðir — þvert á móti — emm
á bekk með Norðmönnum, Svíum og
Hollendingum."
Einn helsti leikurinn í milliriðli var við-
ureign Þýskalands B (A-Þýskak) og Rúm-
eníu og mörgum á óvart voru Rögnvald
og Stefán settir á þann leik, en þeir hafa
ekki áður dæmt á Heimsmeistaramóti.
„Dómaranefndin sagði við okkur að hún
hefði átt í erfiðleikum með að fá sam-
þykki fyrir þeirri ákvörðun, en hún hefði
trú á okkur og við yrðum að standa und-
ir nafni. Erik Elias, formaður dómara-
nefndarinnar, kom til okkar eftir leikinn
og sagðist vera ánægður með frammi-
stöðuna," sagði Rögnvald.
Mikil harka var í leiknum, 13 brottv-
ísanir litu dagsins ljós, en liðin gerðu jafn-
tefli, 15:15. Auk þess dæmu þeir leik
Noregs og Búlgaríu, sem var sýndur beint
í Noregi eins og allir leikir norska liðs-
ins, viðureign Frakklands og Póllands og
loks leik Suður-Kóreu og Póllands.
Veski stoliö
Dómararnir koma heim á fimmtudag
eftir 16 daga dvöl ytra. Þeir létu vel að
öllum aðbúnaði, en sögðu að þetta væri
dýrt áhugamál. Stefán varð fyrir því ól-
áni að veski hans var stolið meðan þeir
voru að dæma og fannst það ekki. í vesk
inu voru 135 dollarar, visa-kort og íslensk
skilríki en ekki vegabréfið. Handknatt-
leikssamband Suður-Kóreu bætti Stefáni
peningaskaðann.
KNATTSPYRNA
Fimm umférðir
á sama leik-
degi í 1. deild
Ifrumdrögum niðurröðunar leikja á næsta
keppnistimabili er gert ráð fyrir að fyrsta um-
ferð í 1. og 2. deild fari fram laugardaginn 18.
maí. Drögin gera ráð fyrir að allir leikir í fimm
umferðum 1. deildar fari fram á sama leikdegi,
en annars fara leikir hverrar umferðar fram á
tveimur dögum. Félögin eiga eftir að gera athuga-
semdir við leikdaga og reynir mótanefnd að koma
til móts við óskir þeirra.
Í 2. deild er gert ráð fyrir sama fyrirkomulagi
og á síðasta keppnistímabili, en þá fóru allir leikir
í sömu umferð fram á sama tíma.
í 3. deild er ráðgert að heíja keppni laugardag-
inn 25. maí, en í fyrstu umferð leika ÍK-Þróttur
N., BÍ-Völsungur, Dalvík-Völsungur, Leiftur-
Magni og Reynir A.-Skallagrímur.
Síðasta umferð í 1. og 2. deild verður laugardag-
inn 14. september, en 3. deild lýkur viku fyrr.
Arsþing KSI / B2
HANDKNATTLEIKUR
„Égerekkií
nægilega
góðrí æfingu“
- segir Héðinn Gilsson, sem fer
á séræfingar hjá Bredemeier,
landsliðsþjálfara V-Þýskalands
mr
Eg fann það þegar ég kom heim til að leika
með landsliðinu - að ég er langt frá því að
vera í nægiiega góðri æfingu,“ sagði Héðinn Gils-
son, landsliðsmaður í handknattleik, en hann lék
■■■ með Dússeldorf gegn Hagen á
FráJóm sunnudag, eða sama dag og hann
H. Garðarssyni hélt frá Danmörku, þar sem hann
i V-Þýskalandi j£k með íslenska landsliðinu.
Héðinn skoraði þrjú mörk í sigur-
leik, 27:23. „Ég þarf að æfa meira til að komast
aftur í góða æfingu," sagði Héðinn, en hann mun
fara í séræfingar hjá Horst Bredemeier, landsliðs-
þjálfara V-Þýskalands, sem liefur tekið við stjórn-
inni hjá Dússeldorf á ný.
Það kom í ljós á dögunum þegar Héðinn lék
gegn Tékkum að hann hafði ekki yfir eins miklum
krafti að ráða og áður.
Bambir hættir
með landsliðið
Gústaf ráðinn í hans stað
Slavko Bambir, landsliðsþjálfari kvenna í hand
knattleik undanfarin þijú ár, hefur sagt starfí
sínu lausu í fuilu samráði við landsliðsnefnd kvenna
og stórn HSÍ. Gústaf Björnsson tekur við þjálfun
kvennalandsliðsins.
Gústaf var í nokkur ár þjálfari meistaraflokks
kvenna hjá Fram og náði góðum árangri með lið-
ið. Hann var þjálfari meistarafiokks Fram, en sagði
starfi sínu lausu fyrir skömmu.
Næsta verkefni kvennalandsliðsins er alþjóðlegt
mót, sem fram fer hér á landi dagana 18. til 20.
desember. Þátttökuþjóðir verða; Portúgal, Spánn,
unglingalandslið og A-landslið íslands.
KNATTSPYRNA
Helgi fótbrotinn
Helgi Bjarnason, knattspyrnumaður úr Víkingi
fótbrotnaði á æfingu með liði sínu í gær.
Helgi verður frá vegna meiðsla i minnst átta vikur.
Víkingar hafa fengið liðsstyrk. Gunnar Guð-
mundsson úr ÍK og Hólmsteinn Jónsson úr Fram
hafa ákveðið að leika með félaginu næsta sumar.
FIMLEIKAR: ÁRMENNINGAR UIMNU TVÖFALT í BIKARKEPPIMINNI / B4