Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐH) IÞROTTIR ÞREÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990
KNATTSPYRNA / 45. ARSÞING KNATTSPYRNUSAMBANDS ISLANDS
Nei:53—já:52
Mesta spennan á þinginu var
þegar tillaga um breytingar
á bikarkeppni KSÍ var borin upp.
Meiri hluti milliþinganefndar lagði
til að lið úr 1. deild kæmu inn í
keppnina í 32 liða úrslit, en ekki
16 liða eins og verið hefur. Mikil
umræða var um fyrirhugaða breyt-
ingu á ráðstefnu um mótafyrir-
komulag á laugardag, þar sem kost-
ir og gallar breytingarinnar voru
ræddir oer sýndist sitt hveijum.
Áður en til atkvæðagreiðslu kom
var sterklega varað við að sam-
þykkja breytt fyrirkomulag og vom
helstu rökin ijárhagslegs eðlis —
þegar litið væri til langs tíma myndi
hreyfmgin tapa á breyttu fyrir-
komulagi.
Þegar atkvæði höfðu verið talin
kom í ljós að aðeins munaði einu
atkvæði; 53 voru á móti breyting--
unni en 52 með.
25 þúsund í sekt
Töluverðar breytingar voru samþykktar á starfsreglum aganefnd-
ar. Nefndin getur nú gefið aðilum kost á munnlegum eða skrifleg-
um málflutningi, ef mál eru alvarlegs eðlis, en nú fjallar hún ekki
aðeins um brot leikmanna, félaga og forystumanna heldur einnig áhorf-
enda.
Ef þjálfara eða forystumanni er vísað frá leikvelli skal aganefnd
sekta viðkomandi félag og skal lágmarkssekt vera 25.000 krónur, en
allar sektampphæðir hjá KSÍ breytast í samræmi við breytingar á
aðgöngumiðaverði í 1. deild.
Ef áhorfendur áhorfendur gerast sekir um vítaverða eða hættulega
framkomu gagnvart leikmönnum, dómara eða línuvörðum, getur aga-
nefnd sektað viðkomandi félagogerþá lágmarkssektin 25.000 krónur.
Morgunblaðið/Júlíus
Lúðvík S. Georgsson með reglugerðina um stöðu félaga og leikmanna,
leikmannasamning og félagaskipti, sem var samþykkt samhljóða á þinginu.
Tímamótaþing
45. ÁRSÞÍNG Knattspyrnusamband íslands, sem var haldið á
Hótel Loftleiðum um helgina, verður vafalaust minnst sem tíma-
mótaþings vegna tillögu um leikmannasamninga, sem var ein-
róma samþykkt. Með þessari breytingu var að flestra mati stig-
ið stórt skref f ram á við, sem á að tryggja hag samningsbund-
inna leikmanna og veitir félögum, sem gera samninga við leik-
menn, aukinn starfsfrið. Að auki voru samþykktar mikiar breyt-
ingar á mótafyrirkomulagi yngri flokka, starfsreglum aganefndar
og samþykkt að bjóða upp á keppni fyrir lið utan deilda.
Stefán Guðmundur
Glæsileg
kosning
Kosið var um fjóra menn í aðal-
stjórn og gáfu allir fráfarandi
stjórnarmenn kost á sér og einnig
Stefán Gunnlaugsson, sem hætti
sem formaður knattspyrnudeildar
KA fyrir skömmu eftir 15 ára
stjómarstarf, þar af 10 ár sem
formaður. Stefán sópaði til sín at-
kvæðunum og hlaut glæsilega kosn-
ingu.
Sömu sögu er að segja af Guð-
mundi Haraldssyni, milliríkjadóm-
ara, sem er nú hættur að dæma
eftir þriggja áratuga farsælt starf.
Hann gaf kost á sér í varastjórn
ásamt þeim þremur, sem fyrir voru
og í kosningunni fékk Guðmundur
næst flest atkvæði í kjörinu.
Lúðvík S. Georgsson var for-
maður milliþinganefndar, sem
undirbjó tillöguna um leikmanna-
samningana, aðalmál þingsins. Eins
BBHI og fram kom í blað-
Steinþór inu á laugardag var
Guöbjartsson framsaga hans ein-
skrifar staklega greinargóð
og treystu menn sér
ekki til að gera miklar breytingar,
en þökkuðu formanni nefndarinnar
fyrir sérstaklega góða undirbún-
ingsvinnu. Engu að síður var um-
ræða þó nokkur, en alls fóru um
þijár klukkustundir á þinginu í
málið.
„Ánægður
„Þetta hefur verið mikil vinna
og mig dreymdi aldrei um að málið
færi einróma í gegn. Mótttökur
þingfulltrúa á föstudag gáfu hins
vegar til kynna hvert stefndi og
ekki er annað hægt en að vera
ánægður með niðurstöðurnar,"
sagði Lúðvík.
Nefnd, sem fékk málið til með-
ferðar á þinginu, gerði minni háttar
breytingar á tillögu milliþinga-
nefndar og reglugerðin með áorðn-
um breytingum var síðan samþykkt
samhljóða.
Ekki skilyrði
Engu félagi er gert að gera leik-
mannasamninga og leikmönnum er
einnig í sjálfsvald sett, hvort þeir
geri samning. Enn er enginn samn-
ingsbundinn og aðeins venjulegt
félagsskiptagjald gildir fyrir leik-
mann, sem skiptir í félag í neðri
deild, sem ger-
ir ekki leikmannasamninga.
Lúðvík sagði að kominn hefði
verið tími til að fá reglugerð um
umrætt efni, því félög hefðu þegar
verið farin að gera samninga við
leikmenn og jafnvel misnotað rétt
sinn. „Nú hefur þetta verið sam-
ræmt og þá sitja allir við sama
borð. Ef félag ákveður að gera
samning við leikmenn fær það
starfsfrið, meðan samningar eru í
gildi, og það hlýtur að veita því
ákveðið öryggi. Samningur tryggir
leikmanni ákveðna tryggingu og
aðstöðu, en samt er mikilvægt að
aðilar hugsi sig vel um áður en
samningar eru gerðir. Það liggur
ekkert á og mikilvægt er fyrir alla,
sérstaklega félög í neðri deildum,
að gera sér grein fyrir hvaða hags-
munir vinnast og hvað tapast,"
sagði Lúðvík.
Lengra tímabil
Miklar breytingar voru gerðar á
keppnisfyrirkomulagi í yngri flokk-
unum, en hluti þeirra kemur ekki
til framkvæmda fyrr en 1992.
Tímabilið verður lengt og þriggja
stiga reglan verður tekin upp nema
í 5. flokki b. í 2. flokki verður liðum
skipt í riðla eftir getu og í 3. flokki
verður úrslitakeppninni breytt.
ÍÞR&mR
FOLK
H ELIAS Hergeirsson, gjalkeri
KSÍ, skilaði 21 milljón í hagnað og
þingfulltrúar sýndu í verki, að þeir
kunnu vel að meta störf gjaídkerans
— hann fékk 150 atkvæði af 152
í stjórnarkjörinu.
■ ÞÓR Símon Ragnarsson, ritari
og fyrrverandi gjaldkeri, fékk einn-
ig glæsta kosningu — 146 at-
kvæði. Stefán Gunnlaugsson fékk
118 atkvæði og Sveinn Sveinsson,
meðstjómandi, fékk 113 atkvæði,
en Ragnar Marinósson fékk 77
atkvæði og náði ekki kjöri.
■ SNORRI Finnlaugsson fékk
134 atkvæði í kosningu í vara-
stjórn^ Guðmundur Haraldsson
119, Ásgeir Ármannsson 111, en
Ingi Jónsson 51 atkvæði og náði
ekki kosningu.
■ LANDSHL UTAFULLTR Ú-
AR voru endurkjömir án mótfram-
boða; Kristján Jónasson, Vestur-
landi, Rafn Hjaltalín, Norðurlandi,
Guðmundur Bjarnason, Austur-
landi, og Jóhann Ólafsson, Suður-
landi.
■ EINhreylingv'drð gerð á vara-
mönnum landshlutafulltrúa, en allir
voru sjálfkjörnir. Smári Krisljáns-
son, Suðurlandi, kom í staðinn fyr-
ir Bárð Guðmundsson, en hinir eru
Þorgeir Jósefsson, Vesturlandi,
Ingólfur Freysson, Norðurlandi,
og Albert Eymundsson, Austur-
landi.
■ STEFÁN Haraldsson, KR,
Jónas Sigurðsson, ÍBV, og Þor-
geir Jósefsson, Akranesi, voru
kjörnir í nefnd, sem á að endur-
skoða og samræma reglur varðandi
merkingar og auglýsingar á bún-
ingum og búnaði knattspymuliða.
Nefndin á að skila áliti fyrir 1.
mars 1991.
■ t ÁRSSKÝRSLU KSÍ kemur
fram að rúmlega 83% iðkenda em
karia. 51,71% eru karlar yngri en
16 ára, 32,46% karlar eldri en 16
ára, 10,53% konur yngri en 16 ára
og 5,29% konur eldri en 16 ára.
■ AGANEFND fékk 1.759 mál
til meðferðar á starfsárinu eða 256
fleiri en í fyrra. Leikir á vegum
KSÍ voru 2.630, þannig að nærri
lætur að eitthvað hafi verið að í
tveimur af hveijum þremur leikjum
sumarsins. Lýst var yfir áhyggjum
vegna þessa.
■ HELGI Daníelsson, rannsókn-
arlögreglumaður, sagði að agaleysi
væri vaxandi í þjóðfélaginu, en for-
varnarstarfið væri greinilega mikið
í íþróttafélögunum og leggja bæri
enn meiri áherslu á aga og íþrótta-
legt uppeldi frekar en sigra í yngri
flokkunum.
Morgunblaðið/Júlíus
Stjórn KSÍ, varastjórn og landshlutafulltrúar næsta starfsár. Fremri röð frá vinstri: Sveinn Sveinsson, Elías Hergeirs-
son gjaldgeri, Eggert Magnússon formaður, Guðmundur Pétursson varaformaður, Þór Símon Ragnarsson ritari, og Sig-
mundur Stefánsson. Aftari röð frá vinstri: Stefán Snær Konráðsson framkvæmdastjóri, Guðmundur Haraldsson, Helgi
Þorvaldsson, Kristján Jónasson, Stefán Gunnlaugsson, Ásgeir Ármannsson, Guðmundur Bjarnason, Snorri Finnlaugsson
og Jóhann Olafsson. Jón Gunnlaugsson í aðalstjórn og Rafn Hjaltalín, landshlutafulltrúi, voru farnir, þegar myndin var
tekin.
IMæsta þing
™áHöfrT"
Albert Eymundsson, formaður
Sindra m.m. á Höfn í Horna-
firði, lagði fram ósk þess efnis að
' næsta ársþing yrði Haldið á Höfn,
en í lögum Knattspyrnusambands-
ins segir m.a. að „stefnt skal að
því að þing sé haldið þriðja hvert
ár utan Reykjavíkur."
KSÍ-þing var síðast haldið utan
Reykjavíkur á Selfossi, en áður í
Vestmannaeyjum, á Húsavík og
Akureyri, en aldrei á Austurlandi.
Albert sagði að tími væri til kom-
inn, viðkomandi aðilar á Höfn væru
tilbúnir að taka þingið að sér og
auk þess væri þetta gott innlegg í
byggðarstefnuna. Þingheimur tók
boðinu með dynjandi lófaklappi og
samþykkti þingstað fyrir sitt leyti,
en stjórnin tekur endanlega ákvörð-
un.
Eggert Magnússon, formaður
KSÍ, sagði að þetta yrði athugað á
Morgunblaðið/KGA
Eggert Magnússon, formaðurKSÍ
mjög jákvæðan hátt, en spurði Al-
bert hvað væri boðið upp á. Svarið
kom um hæi: „Sama og Reykjavík-
urborg hefur boðið upp á, þegar
þingið hefur verið haldið í
Reykjavík."