Morgunblaðið - 28.12.1990, Side 1
I
VIKUNA 29. DESEMBER
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990
4. JANUAR
BLAÐ
i
Aramóta-
skaupið
Hver drap
Sir Harry
Oakes?
Fyrri hluti framhaldsmyndar í
tveimur hlutum, Hver drap Sir
Harry Oakes? (Passion and
Paradise), er á dagskrá Stöðvar
2 á nýársdag. Myndin fjallar um
sannsögulega atburði. Sir Harry
Oakes var einn rikasti maður í
heimi og áhrifamikill á Bahameyj-
um. Hinn 8. júlí árið 1943 var
hann myrtur á hroðalegan hátt,
misþyrmt og síðan brendurtil
dauða. Grunur féll þegar á eigin-
mann dóttur hans, sem hafði gift
sig gegn vilja föðurs síns. En
eftir því sem rannsókn málsins
miðaði áfram féll grunur á fleiri.
Síðari hluti myndarinnar er á
dagskrá3. janúar.
Elektra
Jólaleikrit Útvarpsins, sem flutt
verður á Rás 1 á sunnudaginn,
er Elektra eftir Evripídes og er
þetta frumflutningur verksins hér
á landi. Þýðandi er Helgi Hálfdan-
arson og leikstjóri Sveinn Einars-
son.
Leikritið segir frá konungsbörn-
unum Elektru og Órestesi sem
hafa verið hrakin úr konungs-
garði eftir að Ægistos hefur myrt
föður þeirra, Agamemnon kon-
ung, með hjálp Klítemnestru
móður þeirra og sest sjálfur í
konungssæti. Eftir langan að-
skilnað hittast þau systkinin aftur
og sverja að hefna föðurs síns.
Leikendur eru Anna Kristin
Arngrímsdóttir, Kristján Franklín
Magnús, Helga Bachmann, Viðar
Eggertsson, Rúrik Haraldsson,
Stefán Jónsson, Þórunn Magnea
Magnúsdóttir, Ragnheiður Stein- _
þórsdóttir og Þorsteinn Gunn-
arsson.
Áramótaskaupið er orðið
jafnómissandi íslensku
þjóðinni og greiðslukortin
enda er það á sínum stað
á dagskrá Sjónvarpsins á
gamlárskvöld. Það er
Andrés Sigurvinsson leik-
stjóri sem leiðir harðsnú-
inn og óvæginn flokk í
krossferð útúrsnúninga,
afbakana og eggbeitts
háðs um atburði og per-
sónur nýliðins árs og eng-
um er hlíft. Á þriðja tug
leikara blandast inn í
Skaupið með einum eða
öðrum hætti en handrits-
höfundar eru þeir Gísli
Rúnar Jónsson og Rand-
ver Þorláksson.