Morgunblaðið - 28.12.1990, Blaðsíða 3
■' -i,
KÍIWERSKA STÚLKAIM
WMM Ástin spyr ekki um kynþátt eða
155 hörundslit, líkt og rakið var eft-
“ irminnilega í söngleik Leonards
Bernsteins, West Side Story. Síðan
hann var gerður hefur margt breyst,
en ástin er söm við sig og Stöð 2 frum-
sýnir í kvöld kvikmyndina Kínverska
stúlkan, China Girl, sem rekur ástar-
samband ítalsks pílts og kínverskrar
stúlku. Myndin gerist í New York, en
þar er Canal-stræti óopinber landa-
mæri milli kínverska hverfisins og þess
ítalska og samskipti í lágmarki. Þetta
ógnarjafnvægi fer úr skorðum þegar
ítalskur piltur og kínversk stúlka feila
hugi saman og skerst í odda milli kyn-
þáttanna. Pilturinn og stúlkan eru
ákveðin í að ekkert fái skilið þau að,
en rennur ekki grun hveijar afleiðingar
þessarar staðfestu verða. Með aðalhlut-
verk fara James Russo, Richard Paneb-
ianco Sari Chang og Russel Wong.
Maltin gefur ★ ★ ’A.
Paul McCartney
HEIMSREISA
McCARTIMEYS
■■■■ Breski bítillinn Paul McCartney hefur verið iðnastur
OQ 00 Bítlanna við tónlistina síðan Bítlarnir liðu undir lok. Hann
~~ hefur sent frá sér fjölda breiðskífna og verið iðinn við tón-
leikahald víða um heim. Á síðasta ári sendi hann frá sér breiðskífu
og þessu ári eyddi hann meira eða minna á gríðarmikilli tónleika-
ferð um heim allan. Á þeirri ferð lék hann lög af síðustu plötu sinni,
en einnig mikið af klassískum bítlalögum, sem sum hver höfðu aldr-
ei verið leikin á tónleikum áður. Tónleikaferðinni lauk í heimaborg
Pauls, Liverpool, og Stöð 2 sýnir í kvöld upptöku frá lokatónleikun-
um. Tónleikunum verður einnig útvarpað á Bylgjunni fyrir þá sem
vilja stereóhljóm.
AMLÓÐI
- riddarinn hugumpnúði
■■■■■ Þýskar, austurískar og nokkrar Austur-Evrópskar sjón-
M10 varpsstöðvar hafa á undangengnum árum ekki dregið af
— sér við framleiðslu ævintýramynda sém nokkrar hveijar
hafa þegar ratað á skjái landsmanna. Myndir þessar eiga það sameig-
inlegt að sækja efnivið sinn í nægtabrunn ævintýra, einkum úr safni
Grimms-bræðra.
Sjónvarpið sýnir í dag eina ævjntýramynd úr þessum flokki, hug-
ljúft ævintýri skoskt að uppruna. Nefnist það Amlóði, riddarinn hug-
umprúði og segir frá prinsessunni Blómarós sem þykir undurfögur
en kaldlynd. Föður hennar til sárrar hrellingar ann~bún engu á
jarðríki fremur en eðalsteinum, og þá sér í lagi þeim gimsteinum
sem hún sækir í dal nokkurn. Herra þessa dals er enginn annar en
Beberich sem er konungur í Neðribyggðum. Beberich grípur hina
fögru blómarós glóðvolga í dalnum góða og eru nú góð ráð dýr.
s <
I kvöld syng-
1Q 05 ur Einsöngv-
““ arakórinn
íslensk þjóðlög með
undirleik hljóðfæraleik-
ara í Sinfóníuhljómsveit
Íslands á Rás 1. Einnig
syngur Söngflokkurinn
Islandica nokkur lög og
Sinfóníuhljómsveit ís-
lands leikur Forleikinn
að „Nýársnóttinni" eftir
Árna Björnsson. Páll
P. Pálsson stjórnar.
SVIPMYIMDIR
■■■■■ Það er orðið fastur liður í dagskrá gamlársdags að starfsmenn fréttastofu taki
OA 20 saman yfirlit hins helsta er borið hefur til tíðinda á árinu sem er að líða. Árið
““ 1990 hefur verið venju fremur viðburðaríkt, einkum þó hvað erlenda atburði
áhrærir, og ætti því ekki að verða hörgull á efniviðum í frétlaannála ársins.
Hinn innlendi hefst kl. 20.20 og verður Gunnar Kvaran fréttamaður umsjónarmaður
hans. í kjölfarið fylgir hinn erlendi í umsjá Árna Snævarr og hefst hann kl. 21.10. Hefð-
um samkvæmt verða annálarnir síðan endursýndir á nýársdag að loknu ávai-pi Forseta
íslands kl. 13.30.
Disneyférðin
■■■■ Á síðasta ári mátti líta í Stundinni
1 r 40 okkar valda þætti úr ævintýraferð
-LO tveggja krakka, þeirra Reynis og
Völu, til Flórida í Bandaríkjunum en þangað
fóru þau í boði Flugleiða. Þar suður frá er að
finna einhvern best búna skemmtigarð í heimi
hér, Disney World, og var ferð þeirra Reynis
og Völu heitið á undralendur þessa vandaða
ævintýraheims. Svo háttaði nefnilega til, að
mikki karlinn Mús átti sextugsafmæli á síðasta
ári og því bar ríka nauðsyn til að íslenskir
krakkar færðu músinni síungu afmælisgjöf. í
för með þeim Reyni og Völu var sjálfur kapp-
inn, hann Lilli úr Stundinni okkar, að ógleymd-
umfulltrúum barnaefnis Sjónvarpsins, þeim
Helgu Steffensen og Sigríði Rögnu Sigurðar-
dóttur.
í Disney World var farið vítt og breitt um
garðinn, í fylgd tæknimanna Sjónvarps, og
undur hans fest á filmu sem nú hefur verið
feld saman í eina heildstæða ferðafrásögn.
Einnig var víðar borið niður, í nágrenni
skemmtigarðsins, enda margt að skoða í
Flórida. Myndatöku annaðist Páll Reynisson
en umsjá hafði Helga Steffensen.
STOÐ 2I
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990
Gamlárskvöld
SJONVARPIÐI