Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANUAR 1991 Arngunnur Ýr Gylfadóttir að skipta um umhverfi, verði það eitthvað róttækt; ég prófa þá eitt- hvað virkilega nýtt, fer langt austur eða suður. Listaheimurinn hér á Vesturlöndum er allur eins, sama peningavaldið sem ræður. Sem listamaður hefði ég eflaust ákaflega gott af því að upplifa verulega nýja menningu og annan hugsunarhátt í list - það er búið að mata mann alltof mikið og lengi á ákveðnum kúltúr.“ - Nú er oft talað um að óteljandi straumar og stefnur séu í gangi í listaheimi Vesturlanda, það er kannski ekki rétt. „Nei, í þessum hluta heimsins er þetta allt mjög svipað. Finnst mér. Og sérstaklega það hvernig hlutirn- ir ganga fyrir sig.“ - Svo þú hefur ekki verið ánægð með Amsterdam? „Það var mjög gaman að hjóla þar! Og að mörgu leyti var ýmislegt skemmtilegt. Eftir á að hyggja held ég að maður þyrfti að vera lengri tíma til að gerast þátttakandi í hlut- unum. Þegar ég var að fara vár ég fyrst að bytja að finna fyrir púlsin- um, og tala málið. En það er gam- an vera í Mið-Evrópu og geta skroppið hingað og þangað; til Parísar, eða til Berlínar, eins og ég gerði þegar múrinn hrundi.“ Er maður ekki alltaf að leita? - Það má sjá og heyra að þú ert leitandi listamaður. „Er maður ekki alltaf að leita? Ég held ég geti ekki tekið því nema sem hóli að_ vera kölluð leitandi listamaður. Ég er ekki einn þeirra listamanna sem finná sér einhvern einn stíl eða eina aðferð. Fyrir mér er þetta spurning um að halda áhuganum og læra'af því sem ég er að gera. Fyrst og fremst er ég að læra fyrir sjálfa mig, og reyni síðan að koma því skikkanlega á framfæri við annað fólk. Og per- sónulega er ég hrifnust af þeim listamönnum sem geta sífellt komið manni á óvart með sinni næstu sýningu. Þessi viðleitni til að þroska sig áfram, uppgvöta nýjungar og breyt- ingar í stíl, eru ekki hagkvæmar fyrir galleríin, mér er vel kunnugt um það. Ef listsalar eru ánægðir með eitthvað, vilja þeir að maður haldi áfram á þeirri braut. En ég held ég eigi alltaf erfitt með að beygja mig undir það. Það verður að vera viss uppreisn í manni, er það ekki?“ segir Arngunnur Ýr stríðnisleg á svipinn. - Á sýningunni þinni 1989 í Nýhöfn, voru myndirnar nokkuð ólíkar þessum. „Já, við fyrstu sýn kann að virð- ast sem ég sé að gera eitthvað al- veg nýtt, en í raun eru tengslin við það sem ég gerði áður mjög sterk. Þessi verk hafa þróast út frá hug- leiðingum um síðustu sýningu. Þeg- ar hún var komin upp gerði ég mér grein fyrir því hvað sterkt samband var milli myndanna, og ákvað að vinna markvisst að þessari sýningu; skapa mörg verk sem mynda ákveðna heild. Þessar myndir geta vissulega líka staðið stakar, hver fyrir sig, en ég vann þær með heild- arsamhengið í huga.“ Er samt að mála - Maður sér að ákveðin þemu skila sér áfram; purpuralituriiin, fölnandi blóm og viss rotnunar- keimur. Svo ert þú líka farin að mála uppskurði og líkamsvefi. „Ég vildi taka líkamann fyrir, sem tákn um hluti sem við skiljum ekki fullkomlega og erum oft hrædd við. Þannig nýti ég mér einnig rönt- genmyndir. Fölnandi blómin, líkam- inn o g ávextimir eru ekki varanleg- ir hlutir, allt hefur þetta ákveðinn endi; við þurfum að horfast í augu við það en gerum kannski ekki. Eg tefli líka saman lífrænum og ólíf- rænum þáttum, og það er ekki svo greinilegur munur þar á milli. Þessi verk eru unnin í þremur löndum, Hollandi, Islandi og Banda- ríkjunum. Hugmyndin fæddist í Amsterdam, og það hefur verið mjög spennandi að vinna hana áfram, hún hefur breyst mikið og þróast. Það eru myndir úti um allt sem ég vann í þessu samhengi en kem aldrei til með að nota - ég gæti örugglega haldið heila sýningu þeim.“ - Má ekki segja að þú_ vinnir í ákaflega fijálsri tækni? I mynd- verkunum er hreint malerí, stund- um með þrívíðum eigindum; blóm- um og plasti til dæmis, og svo eru hér einhverjir dularfullir kassar. „Mig langar til að vinna með fleiri efni en olíuna eina; vil gera veggmyndir - eitthvað í ætt við veggskúlptúra eða lágmyndir. Þó ég vinni með öðrum efnum en jieim sem þykja hefðbundin, þá er ég samt að mála. Mála með lakki, með hári, og næstum hveiju sem er. Þetta er allt svo skylt og þjónar sínum tilgangi. Þegar ég byija á mynd hef ég ákveðna hugmynd í huga, og hugsa alltaf um það hvaða efni muni koma henni best til skila. Það hentar ekki alltaf að mála með þessari hefðbundnu olíu á þennan hefðbundna striga. Og svo tengist þetta'fyrirbæri „olía á striga“ svo fyrirfram gefnum gildum og hug- myndum sem geta verið hamlandi." Um að gera að halda ekkert aftur af sér - Þú hefur ekki miklað það neitt fyrir þér að sýna í svona stóru húsi, eins og Kjarvalsstaðir eru? „Nei, nei. Þessi verk kölluðu á langan sal. Maður verður að halda sér gangandi og það er um að gera að vera ekkert að halda aftur af 6ér, fyrst maður er á annað borð að skapa myndverk og kallar sig myndlistarmann. En það hefur verið heilmikið mál að koma öllum verkunum hingað á staðinn, þau voru víða niðurkomin. Að það tókst verð ég að þakka mörgum góðhjörtuðum aðilum sem hafa rétt mér hjálparhönd. Draum- urinn er að eignast fljótandi geymslu, svo hægt sé að sigla með verkin til og frá landinu eins og ekkert sé! Þetta verður alltaf erfið- ara og erfiðara eftir því sem sýning- arnar eru stærri.“ - Þú ert ekkert að flytja heim á næstunni, til að losna við þessi vandræði? „Ég er alltaf spurð að þessu þeg- ar ég kem, en ég stefni nú að því að koma hér öðru' hveiju og vera um tíma. Mér finnst mjög gott að ferðast, fá ijarlægð á hlutina. Það er bara í mínu eðli. Og auðvitað á landið mjög mikið í manni og hefur mikil áhrif á það sem ég er að gera. Margir segja að það sé mikið af Islandi í myndunum mínum, ég heyri það oft frá fólki erlendis sem hefur séð verk eftir íslenska lista- menn. Kannski hefur það eitthvað með innri kraft að gera, eitthvað sem tengist náttúrunni. En ég er með fína vinnustofu núna, úti í skógi þar sem rennur lítill lækur og fuglarnir syngja." - Þannig að á næstu sýningu (ná búast við huggulegum og frið- sælum skógarstemmningum. „Nei, ætli þetta umhverfi ali ekki frekar af sér eitthvað þvert á móti. Það væri líkara mér!“ Viðtal: Einar Falur Ingólfsson Þetta er sambland af hugsjón og einhverju öðru - segir Ingibjörg Haraldsdóttir þýóandi MARGIR hafa staðhæft, í ræðu og riti, að Karamazovbræðurnir eftir Fjodor Dostojevskí sé besta skáldsaga sem skrifuð hafi verið. Vitaskuld er ekki hægt að beita algildum mælikvarða á gæði listaverka, en víst er að sagan þykir eitt af stórvirkjum heimsbókmenntanna. Fyrra bindi Karamazovbræðranna kom út á íslensku nú fyrir jólin, í þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur, sem vinnur nú að þýðingu seinni hluta sögunnar og hefur áður gert sitt til að kynna mörg gæðaverk bókmenntanna fyrir íslendingum; má þar nefna þýðingar hennar á tveimur meginritum Dostójevskís, Glæp og refsingu og Fávitanum, og einnig Meistaranum og Margarítu eftir Búlgakov. Ekki má bregðast trún- aði við höfundinn „Eins og ég vinn er það ársverk að þýða eina svona bók,“ segir Ingi- björg þegar hún er spurð út í þýð- ingastarf sitt, „annað sem maður fæst við verður aukavinna. En þetta er skemmtiiegt starf, svo það er erfiðisins virði, þó ekki skilji nú ai- veg allir hvað geti verið spennandi við það að sitja alein niðri í kjallara við tölvu og slást við einhvern löngu dauðan karl! Það eru gæði textans sem maður vinnur með sem gera starfið svona mikils virði.“ Er þýðandastarfið hugsjóna- mennska? „Þetta er ekki neinskonar fjár- gróðastarfsemi, eða rétt leið til að verða ríkur; én þetta er sambland af hugsjónum og einhverju öðru. Það er ekki óverðug hugsjón að koma heimsþókmenntúm yfir á íslensku, mér finnst það verðugur málstaður. Og það er ánægjulegt." Þú ert að vinna með stórvirki bókmenntanna. Ert þú ekkert hrædd við þessar bækur, þær eru ekkert heilagar fyrir þér? „Ég er sjálfsagt bara svona fífldjörf! Ég ætti kannski að vera uppfull af einhverri lamandi lotn- ingu, en hef nú getað hrist það af mér. Fyrst og fremst finnst mér þetta vera lifandi texti, en ekki neitt guðspjall," segir Ingibjörg og hlær. Oft er talað um tvær stefnur við þýðingar; annarsvegar þar sem þýtt Tónleikar Kammermúsíkklúbbsins ú sunnudagskvöld: 7 I kammertónlist starfa allir á jafn- réttisgrundvelli í Bústaðakirkju í Reykjavík annað kvöld klukkan 20.30 eiga að hefj- ast tónleikar á vegum Kammermúsíkklúbbsins. Verða þar flutt verk eftir Debussy, Jónas Tómasson og Mozart. Flytjendur eru tónlistar- menn sem koma úr ýmsum áttum, eru starfandi með Sinfóníuhljóm- sveitinni, kenna á hljóðfæri sín hérlendis eða starfa erlendis. Þeir eru: Martial Nardeau flautuleikari, Elísabet Waage hörpuleikari, Ingvar Jónasson víóluleikari, Einar Sveinbjörnsson fiðluleikari og Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari. Útilokað reyndist að ná þeim öllum saman í spjall með stuttum fyrirvara þar sem menn voru bundnir á æfingum, tónleikum eða við kennslu en Elísabet Waage og Ingvar Jónasson áttu lausa stund í vikunni. Kammermúsíkklúbburinn hef- ur síðustu árin lagt aukna áherslu á að fá nýrri verk til flutnings á tónleikum sínum og því er valið eitt nútímaverk að þessu sinni og á næstu tónleikum verða leik in verk eftir Brahms og Messia- en. Ingvar er spurður hvernig þessi efnisskrá hafi verið vaiin: - Ég var fyrir alllöngu spurður hvort ég gæti spilað á tónleikum fyrir Kammermúsíkklúbbinn og þótti mér vænt um það því mjög mjög langt er síðan ég hef komið fram á tónleikum hans. Það var fljótlega afráðið að spila þpssa só- nötu eftir Debussy því þótt hún sé nokkuð þekkt er það ekki svo oft

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.