Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1991 - HEIMSÓSÓMI, BLAUTIR SOKKAR, OG ANNAÐ SMÁLEGT UMHVERFIS SKÁLDSKAP GEIRLAUGS MAGNÚSSONAR BJART- S ÝNIS- MAÐUR Morgunblaðið/Einar Falur EÐA BJARTSYNISSKALD RAFMAGNSVEITAN varar menn við slitn- um háspennulinum eftir fannfergfi dimmra vetramátta, en Geirlaugur Magnússon ljóðskáld bendir á það í nýrri ljóðabók, að menn geti hengt sig í slitnum raflínum innan um heilaboðin. Og svo er líka fnykur rotnandi orða í bókinni. Þá er hann ekkert að fegra þann fræga mjöð sem færir skáld- unum innblásturinn; skáldamjöður Geir- . laugs er göróttur og klígjukenndur. Og hugsunin: Hún er öll ein netadræsa. Þetta skáld sem sumir væna um heimsósóma- kveðskap, en blandar myrkrið samt svo hæfilega út með kímni, býr á Sauðárkróki og kennir þar unglingum erlendar tungur, sem og íslensku. að er góður vinnufriður úti á landi,“ segir Geirlaugur, „og af öllum sveitarþorpum á íslandi er Reykja- vík það leiðinlegasta. En það er gott að koma til Reykjavík ur öðru hverju, fara í bíó og bókabúðir; þó bókabúð- um fari hrakandi - varla er hægt að fá er- lendar Ijóðabækur sem akkur er í.“ Unir ljóðskáldið Geirlaugur sér þá vel á Króknum? „Ég held að höfundar hafi úr nógu að moða hvar sem er. Hinsvegar tekur það alit- af dálítinn tíma að fara að vinna úr staðhátt- um, mér finnst fyrst núna, eftir níu ár á Sauðárkróki, að ég sé að verða skagfirskt skáld. En ég er vart orðinn Bólu-Hjálmar. Svo er mismunandi hvað staðir verka sterkt á mann. Suma staði ber maður með sér, eins og snigillinn. Annars eru allir íslendingar að verða Reyk- víkingar. Fólk úti á landi er farið að miða sig út frá Reykjavík, og skil landsbyggðar og borgar hverfa með næstu kynslóð." Talað hefur verið um skáldaklíku- sem tengist Sauðárkróki, og þá sérstaklega neð- anjarðarforlaginu Norðan$$xNiður. „Það er eingöngu tilviljun. Enginn okkar á rætur á staðnum, þeir bræður Gyrðir og Sigurlaugur eru til dæmis frá þessu krumm- askuði fyrir austan, sem hvorki má víst tala illa um í sögu eða ljóði. Ég rakst bara þang- að fyrir tilviljun eina - sá kennslu auglýsta í Morgunblaðinu. Forlagið varð síðan til í kringum nokkra menn og svo vel vildi til að einn þeirra er góður handverksmaður.“ Þú ert kennari, lifir vart af því að yrkja ljóð, frekar en aðrir sem fást við þá iðju. „Nei, og finnst það mjög heppilegt. Það er spuming hvort að hrein atvinnumennska sé ekki fjötrandi. En hvergi, sem ég þekki til, geta menn lifað af því að yrkja. Ekki einu sinni hjá stærri þjóðum ... að vísu hefur ljóðið verið ákaflega vinsælt í Austur-Evr- ópu, en nú er klámið tekið við!“ Þessi bók, Sannstæður, er sú níunda sem þú sendir frá þér. „Já, þetta er offramleiðsla. Er það? „Já, ef maður lítur nú á meistarana, til dæmis Jónas Hallgrímsson, þá kom hann engri bók út.“ Þú ætlar ekki að skrifa skáldsögu, eins og svo mörg ljóðskáldin hafa gert upp á síðk- astið? „Nei, ég held ekki. Jú, jú, ég hef gert ein- hvetjar prósaæfingar, en sé ekki að ég hafi neitt á þau mið að sækja. Ég hef aldrei skammast mín fyrir að vera ekki alvöru rit- höfundur,“ segir Geirlaugur og glottir. „Þar að auki held ég ekki, eins og staðið er að skáldsagnaútgáfu; barið í bumbur fram á Þorlák og gleymdar á annan dag jóla, að það sé eftirsóknarvert hlutskipti. Ég læt mér yfirléitt nægja að skrifa ljóð fyrir pappírinn, og svo eru ljóðskáld í þeirri öfundsverðu aðstöðu að vera alltaf að skrifa fyrir einn mann, allavega einn lesanda í einu.“ Ættum við ekki að tala aðeins um nýju bókina? „Jú, hún heitir Sannstæður, og það er nafn fyrsta hlutans sem eru tveggja ára gömul skammdegisljóð að stofni til. Þau eru hugsuð sem viðkomustaðir, dauð augnablik - svo maður noti gamla klisju. Ef þau eru skoðuð held ég að sjáist í þeim mikið skamm- degi. En það glittir í ljós í myrkrinu. inni í glerbrotinu milli skurðpunkta hefur augnablikið sest að neitar harðneitar að skera sig útúr kveðst pólitískur flóttamaður frá tímanum geðlyíjum stundarinna: næturheimsókn minnisins krefst hverfulla réttinda og bliks Hinir hlutarnir tveir eru líka árstíðabundn- ir. Þannig er vorkeimur í þriðja hlutanum. Alltaf nokkur órói í vorinu. Miðhlutinn er síðvetrarljóð, krap og blautir sokkar!" Ljóðin eru ekki útblásin af orðum, þaú eru ekki mælsk. „Er það ekki? Nei, þau eru ekki orðmörg. Einsog hinn ágæti vinur og meistari Sigfús Daðason segir, eru orð dýr og geta sprung- ið. Fyrir mér erjjóðagerðin ekki síst útstrik- unin: að strika út það óþarfa. Galdur orð- anna er að þau hafa ekki fasta merkingu; orðið hefur líf, og líf er hreyfing." Á einum stað í skammdegisljóðunum segir að það sé „villugjamt í bjartsýnisþokunni". „Það er vegna þess að ég er bjartsýnismað- ur og bjartsýnisskáld. í dimmunni eru mis- munandi blæbrigði, og að öðrum kosti yrði engin mynd. Uppgerðarbjartsýnin er ansi mikil þoka.“ En eru ljóðin þá svartsýn eða bölsýn? „Ég þekki ekki slík hugtök! Nei nei, í sjálfu sér ekki. Og ekki er þetta heimsósómi - ekki að ráði. En þegar búið er að gera mann að bölsýnismanni í krítík, getur verið ansi erfitt að losna við þann stimpili" Þú minntist á annan tón; blauta sokka og síðvetrarblæ, á öðrum hlutanum. „Já, fyrst bókinni er skipt í þrennt hlýtur að vera spurning um að breyta um tón. Ánn- ars er skiptingin til einskis. Þetta er eins og tónverk; maður byrjar ólíka hluta þess ekki I sama dúr, reynir að breyta til. I þessum kafla er óróinn meiri, meiri hreyfíng. 0g líf - einnig í dúfnadritinu og myglunni, eins og sést í ljóðinu Upp og ofan: 7 af einskærri illkvittni einblínir fiskiflugan á sjálfa sólina neitar að játa nálægðina skemmstu leið til forgengileikans daufgerðar bronshetjur á útkrotuðum grænskellóttum stallfákum jarðtengsl við dúfnadritið Það örlar viða á káldhæðni. „Jú, það er einhver rómantísk írónía. Og gott ef það verður ekki of rómantískt á köfl- um.“ Þú hefur strax fengið fjarlægð á bókina. „Það gerist nokkurnveginn af sjálfu sér. Útgefinni bók verður ekki breytt, og í raun á skáld ekki lengur ljóð þegar það er komið út á prenti. Það er þá eign lesandans." En er það með þig eins og mörg skáld, sem opna gamlar bækur sínar, roðna og skammast sín, og stinga þeim aftur djúpt inn í hilluna? „Nei, nei. Ég verð að gerá játningu: Eftir allnokkum tíma getur bara verið uppbyggi- legt að skoða gömlu verkin sín. Þetta er eins og með berserkina, þegar rann af þeim móð- urinn hér forðum. Maður verður að gangast við sínu verki, en hinsvegar getur vel verið að forsendurnar gleymist. Og sem betur fer standa hvorki heimurinn eða veröldin í stað. Það er svo annað mál hvort tíminn vill tengja sig við mig, einsog Jónas kvað.“ Einhvers staðar sá ég í ritdómi að þú værir tyrfið skáld. Er það rétt? „Nú get ég ekki svarað. Ekki vísvitandi - og þó. Eg reyni ekkert að yrkja of ljóst. En er heldur ekki að búa til krossgátur, á kross- gátum hef ég hina mestu fyrirlitningu. Kannski er þar gömlum pólskukennara mín- um um að kenna, en hún reyndi að troða þeim inná mig, hér í eina tíð. Lesandi ljóðs verður að bjóða sér inn í þennan heim, menn verða að uppgötva það hjá sjálfum sér hvort þeir vilji heimsækja ljóðið. Góð ljóð eru tveggja manna tal; lesandans og höfundar. Og oft fær maður skemmtilegar túlkanir á eigin ljóðum, sem bæta ýmsu við það sem ég taldi vera þar fyrir.“ Má kannski fínna einhveija sáttfýsi ein- staklingsins í lokahlutanum, eða er það böl- sýni; til dæmis í lokaljóðinu?: sýknaður allri ábyrgð á hægagangi tímans bakveiki sólarinnar ófeiti stjamanna viðurkennt algleymi ófullveðja glamur taugfugla tunglvina „Ég veit nú ekki hvort sjá megi einhveija sérstaka sáttfýsi, hún hefur aldrei reynst mönnum auðveld. Það að vera lifandi er að vera ósáttur. Heimsósóminn laumast síðan sjálfsagt einhvers staðar að.“ Hefur þú ekki verið kallaður heimsósóma- skáld? „Ég veit það nú ekki, en orðið heimsósómi var áður fyrr notað til að vitna um betri tíma. Ég veit ekki hvort ég hafi nokkra framtíðar- sýn, eða sé mjög glaður yfír liðinni tíð. En stundum er eins og menn telji að ekkert sé bjartsýni nema húrrahróp á 17. júni; hróp sem mér hafa alltaf þótt hljóma hálf falskt í kalsanum á Arnarhólstúninu." Viðtal: Einar Falur Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.