Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 4
J 4 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANUAR 1991 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANUAR 1991 B 5 KMERKI Jhá Spurningar og svör um verkefni rithöfunda I HAUSTHEFTI Skírnis 1990 birtast í svokölluðum Skírnismálum Spurningar til rithöfunda eftir Pál Skúlason. Kannski er um misminni að ræða, en mig rámar í að Páll hafi einhvers staðar talað yfir rithöf- undum og hugsanlega spurt þá sömu spurninga. Það skiptir ekki máli. Aftur á móti færist það í vöxt í Skírni og öðrum tímaritum um menn- ingarmál að ræður og fyrirlestrar séu meðal efnis. Annað sem verður æ meira áberandi er að sömu höfundarnir skrifi aðalgreinar helstu tímaritanna. Eg verð að játa að mér er ekki alltaf ljóst hvaða rit ég er með milli handanna. Nú eru til dæmis Ijóðskáld Tímarits Máls og menningar líka orðin „Skáld Skírnis" samanber Ingibjörgu Haraldsdótt- ur að þessu sinni og áður m.a. Þorstein frá Hamri og Gyrði Elíasson. Þau skáld sem skrifa greinar í fyrrnefnt Skírnishefti eru öll kunnir pennar úr Tímariti Máls og menningar, Vilborg Dagbjartsdóttir, Guð- bergur Bergsson og Sigurður A. Magnússon. Ritstjórar SWrnis, þeir Vil- hjálmur Ámason og Ást- ráður Eysteinsson, kalla spurningar Páls Skúla- sonar „ögrandi". Ég 'vil ekki kveða svo sterkt að orði, en engu að síður er ástæðulaust að láta þeirra með öllu ógetið. Það er margt skarplega athugað hjá Páli Skúlasyni, umijöllun hans heyrir í mörgum tilvikum undir al- menna þjóðfélagsádeilu eða heims- ósóma. Gagnrýni hans á það fyrir- brigði sem lýsir sér í „kaldhæðni eða kæruleysi um lífsskoðanir" er vel grunduð. Þá er stutt í tómhyggj- una eins og Páll bendir á, „skiptir- ekki-máli-stefnuna“. Þegar Páll snýr sér beint til rit- höfunda í hugvekju sinni er það ekki síst í því skyni að vara við þeirri meinsemd sem „sjálfsupp- hafningin" er í hans augum. Að hans mati er eitthvað 'bogið við heimsmynd nútímans, en rithöfund- ar hafa verk að vinna með því að skilgreina erfiðleikana. Það tæki sem rithöfundarnir ráða yfir að dómi Páls og sem þarf til að takast á við vandann er frásögn- in. Því getur rithöfundurinn „beitt til góðs eða ills, til að falsa og Ijúga eða til að leiða hið sanna og rétta í ljós“. Það er ekki laust við marxískan tón í ræðu Páls þegar hann talar um okkur sem „þolendur sögunn- ar“. Afar harður dómur, en ekki án sannleikskorns, lýsir sér í eftir- farandi: „Skyldu þjóðimar í Austur-Evrópu gera sér grein fyrir því að frelsið sem þær geta sótt til þjóða í Vestur-Evrópu er frelsi til að láta sér leiðast í verslunarhöllum, þar sem fólk skiptist á öllu og ekk- ert skiptir máli annað en viðskipt- in?“ Maður freistast til að taka undir með Páli Skúlasyni að svona geti þetta verið í Vestur-Evrópu, en aðeins þegar verst gegnir. Hvað um skáldskap og listir til dæmis, það að fá að njóta þess sem hugurinn kýs og andinn býður og segja það sem manni býr í brjósti. Er það ekki nokkurs virði? Það er heillandi fyrir rithöfunda að trúa því með Páli Skúlasyni að saga mannkynsins sé rétt að hefj- ast og til að ljúka upp fyrir okkur veröldinni sem framundan er þurfi rithöfunda sem kunna að bijóta niður steinrunnar sjálfsmyndir fólks, framleiða nýjar myndir sem- „gera okkur kleift að verða raun- verulegir skapendur eða gerendur sögunnar". I brýningu Páls til rithöfunda efast hann um að þeir takist á við það verkefni sem hann ætlar þeim, en það felst m.a. í mótun nýs sjálfs- skilnings og skilnings á mótsagna- kenndum aðstæðum samtímans. Ástæða er til að samsinna Páli í því að tímabært sé að rithöfundar „temji sér gagnrýnni afstöðu til bókmenntahefðar okkar“, láti ekki nægja að vera sporgöngumenn Laxness og Þórbergs. Niðurlagsorð Páls eru of löng til að birta þau í heild (þótt réttmætt væri), en í þeim er m.a. lögð áhersla á að hver þjóð þarfnist rithöfunda „sem tak- ast af fullum heilindum á við það verkefni að endurvinna reynslu okk- ar af sjálfum okkur og heiminum Riddarinn hugumprúði, Don Quijote, í augum franska málar- ans Daumiers. „Með hálfum sannleika berst ég gegn algerri Iygi“, orti Steinn Steinarr. og reyna að móta þann skilning á veröldinni sem nýtist okkur til að byggja þennan heim og takast á við ofbeldi hans“. Hér er aftur bergmál frá marxist- um og ekki síst þegar áréttað er að rithöfundar eigi að bera sann- leikanum vitni eins og þeir hafi sannleika á takteinum og þurfi ekki annað en sækja hann í lagerinn. Mér líst betur á orðalagið að „sökkva sér djúpt ofan í reginmyrk- ur mannlegrar reynslu og reyna að skýra hana og skerpa“. Ég er viss um að slíka viðleitni, að vísu stund- um máttlitla, finnur Páll Skúlason í verkum þeirra rithöfunda sem skrifa af hvað mestri alvöru. Við spurningum sínum til rithöf- unda finnur hann þess vegna svör með því að lesa þau verk sem ein- kennast af hvað mestum metnaði, draga af mestum sannfæringar- krafti fram ófullkomleik mannsins, skort hans á raunverulegu frelsi, en ekki yfirborðsþægindum. Samfélag - og samfélagsgagn- rýni í bókmenntum hefur oft verið háð einkarétti marxista, en eftir ófarir marxismans er ástæða til að hyggja að því hvort ekki megi nálg- ast þjóðfélagið með öðrum hætti en viðteknum. Heimspekingar/siðfræðingar geta átt samleið með rithöfundum og það á Páll Skúlason oft, en heim- speki og skáldskapur fara stundum illa saman eins og hjá Jean-Paul Sartre sem Páll minnist með sér- stakri hlýju. Sartre var tilgangs- maður í ritverkum sínum, upp á móti ríkjandi skoðunum og óánægð- ur með baráttuaðferðir franskra kommúnista, en gat aldrei slitið sig alveg frá marxistum þrátt fyrir virðingarverðar tilraunir til þess. Páll telur starf rithöfundarins að nokkru sambærilegt við hlutverk foreldris annars vegar og kennara hins vegar. Orðalagið skyldur gagnvart lesendum vekur tor- tryggni og leiðir hugann að forræð- is- eða forsjárhyggju sem Páll hefur á öðrum vettvangi tekið afstöðu gegn. Ég vil ekki gera heimspekingnum Páli Skúlasyni upp skoðanir (þótt eflaust verði ekki komist hjá því í athugun leikmanns), aðeins drepa á fátt eitt sem spurningar hans kölluðu á hjá undirrituðum viðtak- anda. Jóhann Hjálmarsson GUÐBJORN GUÐBJORNSSON TENORSONGVARI: VONAST TIL AÐ VERA MEÐ TÓNIEIKA HÉR • • OÐRU HVERJU MANUDAGSKVOLDIÐ 21. jan- úar koma Guðbjörn Guðbjörns- son tenórsöngvari og Jónas Ingi- mundarson píanóleikari fram á Ijóðatónlcikum í Gerðubergi í Reykjavík. Þar flylja þeir söng- lög eftir Beethoven, Respighi, Schubert og Strauss og nokkur íslensk lög. Guðbjörn hefur verið búsettur erlendis síðustu árin við nám og störf og hefur ekki sung- ið hér á landi síðan í desember 1988. Eg hef eiginlega verið svo upptekinn í starfinu í Þýskalandi að ég hef ekki getað tekið tíma til að koma hingað og halda tón leika. Það er þó á döfinni því ég stefni að því að halda tónleika úti á landi næsta sumar. Mér finnst það eftirsóknarvert þó ekki væri nema til þess að leyfa fólki að heyra hvað ég, sem hef verið á námslán- um í nokkur ár, hef verið að læra! segir Guðbjörn í spjalli við blaða- mann Mbl. Píanóleikarinn á stóran þátt Guðbjörn leggur á það áherslu að þessir tónleikar séu ekki aðeins söngur hans heldur eigi píanóleik- arinn, Jónas Ingimundarson, sinn stóra þátt í þeim: - Jónas er vinsæll meðleikari af okkur söngvurum og það er ekki að ástæðulausu. Hann er sérlega músíkalskur og vandaður píanó- leikari og það er hrein unun að vinna með honum. Hyggst þú í framtíðinni leggja jöfnun höndum stund á ljóðasöng og óperusöng? - Ég býst nú við að óperusöngur verði lifibrauðið - það eru fáir ten- órar ef nokkrir sem lifa af Ijóða- söng og það gildir bæði hérlendis og erlendis. Þetta er tvennt ólíkt en það er gaman að geta tekist á við hvort tveggja. I óperu er söngvarinn undir stjórn og handleiðslu leikstjóra og- hljómsveitarstjóra og hann er líka undir smásjá annarra samstarfs- manna sinna ef svo má segja, þann- ig að maður er aldrei einn í óper- unni. í ljóðasöng er söngvarinn hins vegar aðeins í samstarfi við meðleikarann og þar þurfa menn að standa sjálfstæðari og meira einir á báti í túlkun og flutningi. Á þessum tónleikum býður þú upp á sönglög eftir Beethoven, Respighi, Schubert og Strauss auk laga eftir íslensk tónskáld - hef- urðu ekki átt við ljóðaflokka? - Ég hef einmitt stundum verið spurður af hveiju ég syngi ekki ljóðaflokka. Mér finnst ég einfald- lega ekki tilbúinn til þess. Að mínu mati þarf söngvari að hafa náð ákveðnum þroska áður en hann leggur í heilu ljóðaflokkana. Til að flytja og túlka einstök lög eða ljóð þarf söngvarinn að segja litla sögn, hann er að koma til skila stemmn- ingu og áhrifum Ijóðs og lags og það getur verið breytilegt frá einu ijóði til annars. Þegar fluttur er ljóðaflokkur þarf þessi stemmning að vera hin sama frá upphafi til enda ljóðaflokksins og það þarf mikla reynslu til að geta gert það sómasamlega. Hverfum frá þessari umræðu og að ferli Guðbjörns. Hann stundaði söngnám hjá Sigurði Dementz og Guðbjörn Guðbjörnsson lauk burtfararprófi hérlendis, dvaldi síðan í Berlín í tvö ár og sótti einkatíma hjá Hanne-Lore Kuhse og var síðan á námssamn- ingi við óperu í Sviss. Þar sóttu 460 söngvarar utn vist. Fjórtán komust í úrval og af þeim voru þrír valdir og var Guðbjörn meðal þeirra. Hann starfar nú við óperuna í Kiel og verður þar út næsta ár. - Ég er að byija ijúna að kanna hvort ég get flutt mig til. Það er góð reynsla að syngja í óperunni í Kiel, þar fæ ég mörg hlutverk og verð sjálfsagt kominn með 15 til 20 hlutverk í safnið eftir næsta ár. Með það í vegarnesti tel ég mig geta sótt um sem fyrsti lýriski ten- ór hjá annarri óperu. Þarf að setja undir einn hatt Þú ert þá ekki á leiðinni heim? Morgunblaðið/Einar Falur - Ég sé að minnsta kosti ekki atvinnumöguleika hér á næstunni svo ég geri ráð fyrir að starfa hér- lendis næstu árin. Vonandi hef ég þó tækifæri til að vera með tón- leika hér öðru hveiju. Hér væri hins vegar hægt að skapa nokkrum söngvui-um fast starf ef ríkið fast- réði þá eins og gert er með leik- ara. Og auðvitað ætti þetta allt að vera undir einum hálti, leikhús, ópera, sinfónía og ballett, með eina yfirstjórn og fastráðinn hóp lista- manna eins og þarf í hverri grein. - Það. er nefnilega það. Eflaust væri hægt að ræða vel og lengi um þessi mál en það verður að bíða betra tækifæris. Geta má þess í lokin að tónleikar Guðbjörn og Jón- asar verða endurteknir í safnaðar- heimilinu á Akranesi þriðjudags- kvöldið 22. janúar. jt ÞORUNN SIGURÐARDÓTTIR: HVAÐ ER BARNAMENNING? Er það nú eitthvert sérstakt fyrirbæri, kann einhver að spyija? Jú, barnamenning er einfaldlega sá hluti menn- ingar þjóðarinnar sem snýr að börnum. Ekki bara menning í þröngum skilningi, þ.e. listsköpun, heldur allt sem menntar. Menning er jú að vera mennskur, svo hugtak- ið er býsna víðtækt. Þórunn Sigurðardóttir I upphafi sl. árs skipaði mennta- málaráðherra nefnd til að standa að átaki til eflingar bamamenningar og í bréfi, sem ritað var til lista- og menningarstofnana, skólastjóra o.fl segir að markmiðið með verkefnum þess sé: — „að efla og auðga hugmynda- flug, sköpunarorku og fagurþroska barna. — að auðga reynsluheim barna, vekja at- hygli barna á um- hverfinu og næmi þeirra fyrir því. — að þroska og þjálfa hug og hendur barna til að tjáeigin hugmynd- •fr, þekkingu og reynslu með fjöl- breyttum viðfangs- efnum. — að veita börn- um sjálfstraust gagnvart eigin verkum og aðstoða þau við að koma framogtjásigá 'eðlilegan hátt og stuðla þannig að jákvæðri og raun- sannri sjálfsmynd. — að auka sam- þættingu í námi barna og auka þátt list- og verkgreina. Þáerþað jafn- framt tilgangurinn að kynna börnum sem flesta þætti listastarfs, þar sem listir í fyllsta og víðtækasta skilningi eru og eiga að vera óaðskiljanlegur þáttur í lífi manna. Þannig ber að stuðla að menningarlegu jafnrétti allra innan leikskólans oggrunnskólans og hvetja og styðja nemendur til að nýta frítíma sinn bæði við skapandi störf ogtil að njóta lista. Við Ieng- ingu skóladags opnast nýir mögu- leikar á að auka þátt sköpunarstarfs innan skólanna og kynningu á list- um.“ Á hinum Norðurlöndunum og raunar í flestum Evrópulöndum og Bandaríkjunum hefur listsköpun fyr- ir börn, um böm og af bömum ver- ið sinnt skipulega um langt árabil. Umræðan hefur verið kröftug og árangursrík, fylgt straumum í stjórnmálaumræðu, menningarum- ræðu og umræðu um stöðu barnsins í fjölskyldunni og samfélaginu. Róm- antísk mynd af borgaralegri barn- æsku, eins og hún kemur fram í bók Ellen Key frá síðustu aldamótum („Old barnsins") hefur vikið fyrir nýrri og skarpari sýn, sem vísar fram til næstu aldar. Frá hugmyndafræði Rousseau, sem vildi að bömin lærðu að skapa úti í náttúrunni, hafa menn þróað aðferðir til uppeldis barna, sem byggja á þeirri staðhæfingu, að ef við kæfum sköpunarþörf barna, þá kæfum við þroska þeirra og um leið þess samfélags sem þau eiga að taka við af okkur. Óhætt er að fullyrða að áhersla á sköpunarstarf innan skólanna fer hvarvetna mjög vaxandi. Sköpunar- starfíð birtist í almennu viðhorfi í allri kennslu og í kennslu og kynn- ingu á listgreinum. Sem dæmi má nefna að Bretar hafa um árabil rek- ið svokölluð „Drama Center“ eða leiklistarmiðstöðvar, sem sjá öllum bömum á skólaaldri fyrir kennslu í leikrænni tjáningu, Frakkar senda listamenn skipulega í alla skóla og í Bandaríkjunum hafa merkar til- raunir með listsköpun við uppeldi svokallaðra „vandræðaunglinga" vakið heimsathygli. Þekktastur þar vestra er hópur frá New York, sem nefnir sig „Tim Rollins and The kids of survival". Tim Rollins þessi er myndlistarmað- ur sem hefur um árabil unnið með hóp af unglingum í fátækrahverfi í New York, sem áttu við margskonar náms- og hegðunarerfiðleika að etja. í gegnum bókmenntir og myndlist hefur hann í listasmiðju „endur- menntað" þessa unglinga og árang- urinn hlotið heimsathygli. Þekktust er myndröðin „America“ sem hópur- inn byggir á bók Kafka um innflytj- anda í Bandaríkjunum. Þessar myndir hafa verið nefndar ágeng og sönn söguskoðun, — alvarlegt samtal þessara barna við samtíma sinn. Hegðunarvandamál þeirra eru horfin, en eftir stendur sterkur og glaður hópur ungmenna sem býður framtíðinni birginn. Þetta eru aðeins örfádæmi. Hin flóknu, tæknivæddu samfé- lög, þar sem landamæri og menning- arleg sérkenni verða æ óljósari, bjóða sjaldan upp á þá ró og einbeit- ingu sem handverksmaðurinn, sem Ein af myndum Tim Rollins og KOS — unnin á húsvegg í Bronx í New York. ÍORWW SKAf/l vtm/N varla er lengur til, finnur við verk sitt. Aukinni sérhæfíngu fylgir iðu- lega tilgangsleysi og doði og ein- staklingnum finnst hann vera óvirk- ur þiggjandi. Gegn þessari þróun verður að spyrna. Við verðum að gefa börnunum næði og afdrep til að skapa í öllu því friðleysi sem fylg- ir firringu nútímans. Frið til að skapa í friði. Börn hafa ekki fjárráð og ekki kosningarétt og eru því algerlega háð vilja hinna fullorðnu hvað þetta varðar. Þau eru ekki þrýstihópur af því tagi sem við þekkjum í barátt- unni um kökuna einu. Þess vegna hafa líka flestar svonefndar menn- ingarþjóðir tekið á þessum málum með skipulegum hætti. Fylgir það raunar ýmsum framtíðarspám, sem benda til þess að listir eigi eftir að skipa vaxandi sess í baráttunni um aukinn frítíma almennings. Sums staðar eru sérstakar íjárveitingar til barnamenningar, sem síðan er út- deilt til ýmissa verkefna, annars staðar er opinberum menningar- stofnunum ogjafnvel skólum skylt að veija hluta af opinberum framlög- um til þessara mála. Enn annars staðar eru starfræktar barnamenn- ingarviðstöðvar sem hafa það hlut- verk að standa að, greiða fyrir og dreifa listviðburðum til barna og aðstoða ijölskyldur og uppeldisstofn- anir við hvers kyns sköpunarstörf barna. Þegar talað er um list fyrir börn ert.d. augljóst að aðgöngumiðar að tónleikum og leiksýningum verða að vera lægri þegar flutt er fyrir börn en fullorðna, en ef vel á að vera þarf að leggja nákvæmlega jafn mikla alúð og metnað í verkefnin. Markaðssamfélagið á bara eina reikningsaðferð og hún reiknar bara eins konar arð, — skammtímagróða. Króna er króna, skuld er skuld. Þannig er sífellt byijað á öfugum enda, hugsað úr vitlausri átt. Allar menningarstofnanir, skólar jafnt sem listastofnanir eiga í vök að veijast gagnvart þessari fátæk- legu hugmyndafræði. Króna er króna en króna sem lögð er fram í von um skjóta ávöxtun er látin af hendi með allt öðru hugarfari en krónan sem á að borga menninguna. Og þess vegna eru líka skuldir lista- stofnána svo miklu alvarlegri en skuldir „arðsemisfyrirtækjanna“. Það er t.d. lítið býsnast yfir þeim hundruðum milljóna sem fiskeldið skuidar eftir örfá ár, en meira yfir þeim 25 milljónum sem íslenska óperan safnaði í skuldir eftir 11 ára starf. Oghangirþó mikil hamingja og margar gleðistundir mikils íjölda áheyrenda áþessum skuldakrónum óperunnar. Ég sé enga ástæðu til að íjölyrða hér um mikilvægi undir- stöðuatvinnugreinanna og nauðsyn á aðhaldi í ríkisútgjöldum. Það eru - nógu margir til þess. En líklega hafa fáir meiri skilning á nauðsyn sparsemi og aðhalds en einmitt þeir sem hafa unnið að menningarmálum og málefnum barna, enda fara menn ekki út í slík störf með ágóðavonina í veganesti. Samkvæmt þessari hugmynda- fræði sem hér er rakin á barnamenn- ing í raun engan rétt á sér. í skammtímaútreikningi hlýtur hún alltaf að koma út í tapi. En líklega er þó fátt sem skapar varanlegri verðmæti til framtíðar en einmitt aukin sköpun og aukin listneysla barna. Nýtt og breytt verðmætamat þjóðarinnarer sú dýrmæta fjárfest- ing sem við þurfum að beijast fyrir, — og uppskeran verura fíjóir, hugs- andi einstaklingar, sem þora að feta óþekktar slóðir og kunna að njóta raunverulegra verðmæta. Ekkert er eins dýrt og neysluæðið sem er að tæma auðlindir veraldar og eyða náttúrunni. Brenglað verðmætamat er þjóðinni miklu dýrara en bæði fiskeldið og óperan til samans. Hug- tökin að skapa og njóta þurfa að koma í stað hugtakanna að kaupa og eiga. Vegna þess að þörfin til að skapa gefur lífsfyllingu en þörfin til að eignast aðeins tómleika. Þá verður sparsemin eðlileg gagnvart þeim verðmætum sem mölur og ryð fá grandað, en örlætið ríkir gagn- vart hinum raunverulegu verðmæt- um. Hugtakið barnamenning og um- ræðan um stöðu hennar eru á byij- unarstigi hér á landi, unnið hefur verið tilviljanakennt að þessum mál- efnum til þessa. Vissulega hefur víða verið unnið mjög merkilegt starf, oftast af einskærum áhuga og fórn- fýsi einstaklinga innan skólanna, leikskólanna, í lista- og menningar- stofnunum og af ýmsu áhugafólki um allt land. En spurningin er hvort ekki sé löngu tímabært að setja styrkari og samfelldari stoðir undir þessa starfsemi. Auðvitað á barna- menning að skarast sem mest og víðast við menningu hinna fullorðnu og sem betur fer gerir hún það. En andlega næringu barna þarf að skoða og skilgreina rétt eins og líkamlega næringu, eigi einstakling- urinn ekki að líða fyrir næringar- skort síðar meir. Þess vegna er óhjá- kvæmilegt að taka skipulega á þess- um málum og kannski kemur þá einhvern tímann að því að hugtakið barnamenning verður óþarft og menning barna jafn sjálfsögð og rétthá og menning hinna fullorðnu. Við sem höfum unnið að átaki til eflingar barnamenningar á undan- förnu ári höfum haft í veganesti m.a. könnun sem gerð var hér á Iandi um forgangsverkefni í skóla- starfi. Þar kemur greinilega fram að aukið vægi list- og verkgreina á mikinn hljómgrunn meðal þeirra sem eiga hlut að skólamálum hér á landi. Við höfum m.a. komið á fót sam- vinnu við Bandalag ísl. listamanna í þeirri von að fá þannig fram upplýs- ingar um það hvað helst er í vegin- um. Er það skortur á aðstöðu, kenn- urum, íjármagni, eða vantar einfald- lega hvatningu og vilja? Smátt og smátt eru línurnar að skýrast, hvert þarf að beina takmörkuðu fjár- magni. Með námskeiðum fyrir leiðbein- endur í listasmiðjum hefur sá hópur stækkað hópur sem hefur þor og þekkingu til að standa fyrir þesskon- ar starfsemi. Árangurinn er ótví- ræður. I undirbúningi er starfsemi listasmiðja í öllum grunnskólum á Suðurlandi í tengslum við M-hátíð á komandi sumri. Meðal annarra verkefna sem nefndin hefur staðið fyrir var ljöl- mennt málþing sl. haust um listþörf og sköpunarþörf barna, gefíinn var út upplýsingabæklingur um menn- ingarviðburði ætlaða börnum og dreift í allar uppeldisstofnanir. Jafn- framt er nú hafíð samstarf við hlið- stæðar nefndir á Norðurlöndunum og í framhaldi af því undirbúningur að stofnun barnamenningarmið- stöðvar sem við teljum æskilegustu framtíðarlausnina hvað varðar skipulag og yfirsýn. Fjöldamargir aðilar og stofnanir hafa nýtt tímamót í starfi sínu til að styrkja sköpun barna. Má þar nefna Alþýðusamband íslands, sem í tilefni 75 ára afmælis í vetur ætlar að gefa út ljóðabók barna, Leiklistar- skóli íslands hefur gefíð Bandalagi íslenskra leikfélaga 40 kennslutíma í afmælisgjöf og verður þeim varið til að þjálfa áhugaleikara af lands- byggðinni í umsjón listasmiðja. Þá má ekki gleyma Ríkisútvarpinu, sem ætlar í tilefni 60 ára afmælisins að efna til verðlaunasamkeppni um efni fyrir börn til flutnings í útvarpi. Opinberar listastofnanir, eins og t.d. Þjóðleikhúsið, hafa tekið þátt í þessu starfi, en í vetur var farið með far- andsýninguna „Næturgalann" í grunnskólana og hefur það framtak mælst mjög vel fyrir. Hér eru aðeins örfá dæmi nefnd. Jafnframt hefur það verið starf okkar í þessari nefnd að vinna að framtíðaráformum um aukna kennslu í öllum listgreinum innan grunnskólans eins og kemur glögg- lega fram í framkvæmdaáætlun menntamálaráðuneytisins, „Til nýrr- ar aldar“, sem kynnt var á dögunum. Þessum vetri mun síðan ljúka með uppskeruhátíð átaksins, Listahátíð barna í 20.-28. apríl í vor. Markmið- ið er að annað hvert ár verði haldin slík Listahátíð barna, að þessu sinni i samvinnu við Reykjavíkurborg, en í framtíðinni einnig með þátttöku landsbyggðarinnar. Sú Listahátíð sem við þekkjum og hefur verið starfrækt frá 1970 og oftast einkum ætluð fullorðnum, fær nú litla systur á móti sér. Hafinn er víðtækur undir- búningur þessarar listaviku barn- anna í samvinnu við fjölmarga aðila og þar verður listsköpun barnanna sýnd sú virðing og athygli sem hún á sannarlega skilið. Og þannig stuðl- um við jjð því að börnin fái tæki- færi til að skapa heiminn, skapa okkur öllum framtíð inn í nýja öld. Höfundur er leikstjóri og leikritahöfundur, og forma ður nefndará vegum menntamálaráðuneytisins um barnamenningu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.