Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1991
JB 3
er bókstaflega frá orði til orðs, og
hinsvegar þar sem farið er ftjálsleg-
ar að og reynt að fanga blæ text-
ans og andrúmsloft.
„Já, og ég held að engin þýðing
geti blessast án þess að hvort
tveggja sé tekið með í reikninginn.
Það er aldrei hægt að flytja texta
algjörlega orðrétt milli tveggja
tungumála, en mér finnst líka að
það megi ekk,i bregðast trúnaði við
höfundinn; það verður að reyna að
koma hugsunum hans óbrengluðum
til skila. En það verður að koma
þeim yfir á íslensku, ekki á eitt-
hvert þýðingamál. Það er aðalvand-
inn.
Vissulega eru til allskonar fræði-
kenningar um þýðingar, en ég hef
í sjálfu sér ekkert lagt mig eftir
þeim. Ég fer mest eftir minni eigin
tilfinningu fyrir textanum. Auðvit-
að er alltaf umdeilanlegt hvernig á
að þýða. Til dæmis er oft búið að
þýða Dostojevskí á ensku, og þær
þýðingar eru stundum bornar sam-
an. Skoðuð er nákvæmnin, hversu
skáldleg þýðingin er, og svo má
áfram telja. Þessi samanburður.
getur oft verið fijór og skemmtiieg-
ur - það er svo misjafnt hvernig
fólk klórar sig fram úr þessu.“
Dostojevskí er
ákaflega erfiður
Hefur þú eitthvað stuðst við eða
skoðað erlendar þýðingar?
„Já, pínulítið núna þegar ég var
að þýða fyrri hluta Karamazov-
bræðranna. Ég var með tvær ensk-
ar þýðingar og eina danska - kíkti
aðeins í eina þýska líka - bara
ánægjunnar vegna, til að bera sam-
an mismunandi leiðir sem fólk fer
við þetta. Dostojevskí er ákaflega
erfiður, textinn er jafn flogaveikur
og hann var sjálfur, allt er svo yfir-
þyrmandi. Það er alltaf smekksat-
riði hvað maður er trúr slíkum anda,
og það getur verið erfitt vegna þess
að íslenskan ræður ekki alveg við
þetta; það verður hlægilegt á
íslensku þegar. allar hlaupa um
æpandi og froðufellandi. Ég þurfti
að finna því einhver takmörk, svo
textinn yrði læsilegur á íslensku.“
Þú ert ljóðskáld, hjálpar það þér
í glímunni við orð annarra?
„Alveg örugglega. Og ég er ekki
frá því, ef maður lítur yfir þýðenda-
skarann, að þeir séu bestir sem
sjálfir eru að fást við skáldskap."
En verður ljóðagerðin ekkert út-
undan þegar þú ert á kafi við að
þýða?
„Nei, nei. Það er alltaf hægt að
setja saman ljóð. Ég er nú að gefa
út ljóðasafn í vor; bækurnar mínar
þijár eru allar uppseldar, svo þær
verða endurútgefnar, með nokkrum
viðbótum.“
En hvemig er það þegar þú ert
að þýða þessar stóru bækur, ert
þú aldrei við að gefast upp; nennir
þessu ekki lengur?
„Nei, alls ekki. Nú er ég á kafi
í seinna bindinu og það er enn
stærra en hið fyrra. Sjálfstraustið
eykst líka alltaf með árunum; ég
var tvö ár með Glæp og refsingu,
en nú er ég bara eitt ár með hveija
bók! Það er mjög gott hvað stór
hópur er tilbúinn að kaupa þessar
bækur, og virðist lesa þær.“
Margir rússneskir höfundar
eru of beiskir
Þýðingum fagurbókmennta hef-
ur farið mjög fjölgandi síðustu árin.
„Já, og það er Þýðingasjóðnum
að þakka. Með tilkomu hans fengu
útgefendur svo mikinn stuðning og
hvatningu til að gefa út þýðingar.
Það má hún Guðrún Helgadóttir
eiga!-Og lesendumir hafa einnig
verið tilbúnir til að taka við þeim.
Nýjar þýðingar eru hluti af
samtímabókmenntum okkar,
Dostojevskí kemur ákaflega seint
út á íslensku, ef miðað er við önnur
tungumál, en hann er ennþá lifandi
hluti af heimsbókmenntunum og
kemur sem slíkur inn í okkar
samtíma."
Þessir frægu meistarar rússn-
eskrar sagnalistar voru flestir uppi
við lok síðustu aldar og Búlgakov
á fyrri hluta þessarar. Hvernig er
staðan í sovéskum bókmenntum í
dag? Komu jafn mikil gæðaverk upp
úr skúffunum þegar þíðan kom, og
búist var við?
„Ég veit ekki hvort ég sé í nógu
góðri aðstöðu til að leggja mat á
það sem er að gerast. í fyrra þýddi
ég að vísu Börn Arbats, eftir Ryb-
akov, dæmigerða glasnostsögu, og
það er margt ágætt í þeirri bók.
Það er ábyggilega að koma út mik-
ið af bókum í þeim dúr í dag; til-
raun til uppgjörs. En ég hef grun
um að margir höfundar séu of
beiskir og hatursfullir til að geta
skrifað góðar bækur, enn sem kom-
ið er. Rússar eiga samt nokkra
góða höfunda sem eru fyllilega boð-
legir hvar sem er og hafa haft mik-
il áhrif með sínum bókum - þótt
þeir hafi verið gefnir út allan
Brésnevtimann!"
Hvað er síðan næst á dag-
skránni. Djöflarnir, eða eitthvað
annað eftir Dostojevskí?
„Ég hugsa að ég hvífi mig á
honum í bili, mig langar svolítið til
að gera betur við Búlgakov. Ég hef
þýtt Meistarann og Margarítu eftir
hann, og söguna Örlagaeggin, og
finnst ég eiga eftir að gera meira,
en annars verður það bara að koma
í ljós.“
Viðtal: Einar Falur Ingólfsson
mucguiiuiituiu/ Eiinar raiur
Elísabet Waage, Ingvar Jónasson og Martial Nardeau á æfingu fyrir tónleikana á sunnudag. A þessum
tónleikum koma einnig fram þau Bryndís Halla Gylfadóttir og Éinar Sveinbjörnsson.
sem flutt eru verk með hörpu á
tónleikum sem þessum.
Verk fyrir hörpu eru ekki mjög
oft á dagskrá á tónleikum hérlendis
og er Elísabet Waage beðin að segja
nokkur orð um sónötuna:
- Sónata fyrir flautu, víólu og
hörpu eftir Debussy er eitt mikil-
vægasta verk sem skrifað hefur
verið fyrir þessa hljóðfæraskipan
og ég hygg að allir hörpuleikarar
kynnist því í námi sínu. Debussy
var einna fyrstur til að skrifa fyrir
þessi hljóðfæri en þau eiga .mjög
vel saman. Ekkert eitt hljóðfærið
yfirgnæfir hin og þó að segja megi
að hörpu og víólu liggi lágt rómur
er samt ekki hætta á að flautan
nái yfirhöndinni. Verkið er líka sér-
lega fallegt og hefur haft mikil
áhrif á þá sem hafa samið kammer-
tónlist. Tónskáldið lætur hljóðfærin
njóta sín til skiptis og blandar þeim
síðan fallega saman. Svo virðist sem
Debussy hafi ætlað að skrifa 6 só-
nötur fyrir ýmis konar hljóðfæra-
skipan þótt þær hafi aldrei orðið
fleiri en tvær.
Elísabet er einnig spurð um verk
fyrir hörpu eftir íslensk tónskáld:
- Þau eru nú ekki mörg til og
þess vegna er gaman að geta flutt
þetta verk eftir Jónas, sónötu í ein-
um þætti fyrir altflautu og hörpu
sem er frumflutt hér á landi. Hann
samdi það árið 1972 þegar hann
var við nám í Amsterdam og tilefn-
ið var það að hann og flautukenna-
ri hans höfðu báðir fengið sér alt-
flautu.
Með þeim Ingvari og Elísabetu
spilar Martial Nardeau flautuleikari
í sónötunni eftir Debussy og þau
eru spurð hvernig túlkun verksins
sé mótuð - hver ráði?
- í kammertónlist vinna allir
hljóðfæraleikararnir á jafnréttis-
grundvelli ef svo má segja, öll hljóð-
færin eru jafn rétthá. Þegar við
tökum verk til æfinga ræðum við
um það, spilum í gegnum það og
ákveðum í sameiningu hvernig á
að flytja verkið. í sambandi við
þetta tiltekna verk eftir Debussy
er einmitt mjög gott að hafa mann
eins og Martial sem er franskur og
nálgast verkið kannski með svolítið
öðrum hætti en aðrir myndu gera.
Og raunar-má segja að það sé allt-
af í kammertónlist, hver hljóðfæra-
leikari hefur sína persónulegu túlk-
un sem ræðst auðvitað ekki endi-
lega af þjóðerni eða uppruna.
Samvinna í flutningi kammertón-
listar verður líka að vera mjög ná-
in. Til dæmis eru mörg mismunandi
hraðasvið í sama kaflanum í verkinu
eftir Debussy og þar reynir mjög á
samstillingu allra hljóðfæraleikar-
anna.
Síðasta verkið á tónleikunum er
Divertimento fýrir fiðlu, víólu og
selló eftir Mozart. Þar koma til
skjalanna þau Bryndís Halla Gylfa-
dóttir og Einar Sveinbjörnsson en
Ingvar og Einar hafa starfað mikið
saman: - Það er verulega gaman
að fá aftur tækifæri til að spila
með Einari, segir Ingvar. - Sam-
starf okkar hófst eiginlega í Tónlist-
arskplanum fyrir mörgum áratug-
um, síðan vorum við báðir í Sin-
fóníuhljómsveitinni og nokkrum
árum eftir að hann fór til starfa í
Malmö hélt ég þangað líka. Þá lék-
um við mikið saman í ýmsum
kammergrúppum en síðan minnkaði
það eftir að ég flutti til Stokkhólms
og hóf að leika með Óperuhljóm-
sveitinni þar. Hann er hins vegar
kominn til starfa þar núna og við
getum vonandi endurnýjað þetta
gamla samstarf okkar þó að ég sé
fluttur hingað til lands.