Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR Í2. JANÚAR 1991 B 7 kóna“. Olafur Jóhann sækir efnisatriðin í átta síðna kafla hjá Jóni Trausta. Upp úr þeim efniviði semur hann tvo fyrstu kafla bókar sinnar sem eru tvöfalt meira lesmál en fyrirmyndin. I Litbrigðum jarðarinnar er fátt sem minnir á Jón Trausta annað en at- burðarásin. Að öðru leyti er sagan kynborið afkvæmi höfundarins. Með þriðja kaflanum í Litbrigðum jarðar- innar tekur frásögnin að fjarlægjast Holt og Skál. Samt er meginstefið sameiginiegt báðum sögunum að sagt er frá draumum beggja um ást og hamingju sem urðu til á ólíkum forsendum. Vigfús og Guðrún felldu hugi saman og áttu sér stefnumót þar til ættfólk hennar komst að sam- drætti þeirra og stöðvaði hann og lét hana heitbindast Sigurði í Holti. Þá hrundu ailar skýjaborgir Vigfúsar. Söguhetja Ólafs Jóhanns er hins vegar altekin af draumum sín- um um Sigrúnu Maríu og tælimái hennar og glamuryrði gáfu þeim byr undir vængi. Hann lagði allt kapp á að dylja hvað honum bjó í bijósti. Hann orti til hennar kvæði og tíndi blóm handa henni. Hugsun hans snerist eingöngu um Sigrúnu Maríu. Hann varð lystarlaus og annars hug- ar. Systir hans gaf honum í skyn að hún vissi um leyndarmálið svo að hann varð að kaupa hana til að þegja. Hann bar kvíðboga fyrir því að hann kynni að afhjúpa það með því að tala upp úr svefni. Draumaveröld piltsins hrundi til grunna þegar hann fór á Grána gamla ásamt systur sinni á tombólu ungmennafélagsins sumarið eftir með kvæði í vasanum ásamt blómum. Leið þeirra lá fram hjá tjöldum vega- vinnumannanna. Pilturinn beið þess fullur eftirvæntingar að hitta Sigr- únu Maríu, sem tók kveðju hans sein- lega. Hún hafði gleymt síðustu sam- fundum þeirra. Sigrún María hafði allan hugann við vegavinnumennina hvort þeir kæmu eða ekki. Pilturinn áræddi ekki að dansa við hana, en þegar hann gat loksins hvíslað að henni að koma með sér út í skóg sagðist hún vera hrædd við köngulærnar, enda höfðu vegavinnumennirnir birst syngjandi og þá var allt tapað. Það var bílstjóri þeirra sem Sigrún María féll fyrir og fór með út í skóg. • • Orlög Guðrúnar á Skál urðu með öðrum hætti. Þegar Sig- urður, sem hún var látin trúlofast, gaf henni bleikan gæðing, Holts- Bleik, tók hún gleði sína, en hún varð skammvinn. Bleikur fældist með hana og fór með hana í ofsahræðslu á staðinn þar sem þau Vigfús höfðu átt sér stefnumót fáeinum vikum áður. Þar stökk Guðrún af baki, og varð aldrei heil eftir þá för. Hún þverneitaði að fara framar á bak á Bleik, skilaði Sigurði honum aftur og sleit trúlofuninni. Ógnir Skaftár- elda dundu yfir. Skálarfólkið flúði heimkynni sín og lenti á hrakningi. Holts-Bleikur vildi ekki yfirgefa átt- hagana. Þar beið hann dauða síns. Hann gat hvorki hreyft legg né lið. Vigfús fann hann á fornum slóðum og lét fella hann. Sjúkleiki Guðrúnar ágerðist og það breytti engu að Skálarfólk tók Vig- fús í sátt. Hún fann að hún átti að deyja. Vigfús fékk að annast hana í veikindum hennar og tók sér ferð á hendur til Reykjavíkur um haustið að sækja handa henni lyf í von um bata. Þegar hann kom úr þeirri för var Guðrún önduð. Hann lifði alla ævi í skugga minninganna og bjarma þeiri;a. Draumurinn um hamingjuna hvarf söguhetju Ólafs Jóhanns' á miðjum sólmánuði _Iíkt og Vigfúsi hjá Jóni Trausta. 1 báðum tilfellum hafði „sorgin tekið sér bólfestu í stað henn- ar, breytt sjóndeildarhringnum og snúið sumarlitum jarðarinnar í föl- græna mósku“. Sú varð og raunin þegar Skaftáreldar dundu yfir. „Da- garnir hættu að anga og læddust hljóðlega fram hjá honum, en kvöld- in vörpuðu þungum skuggum á hjart- að og létu engil tregans rifja upp allar þær minningar, sem vþktu beiskju og sviða.“ Söguhetju Ólafs Jóhanns kom jafnvel til hugar að stytta sér aldur. Þannig leið suma- rið, en brátt viku hugsanir hans uin að svipta sig lífi fyrir þeirri ákvörðun „að hefna sín á Sigrúnu Maríu með því að fara burt úr þessari ömurlegu sveit, fara til Reykjavíkur og freista gæfunnar". Hann hvikaði hvergi frá ákvörðun sinni. „Jörðin steig smám saman út úr hinni fölgrænu mósku, ... það mátti aftur finna ljúfa angan berast yfir teiginn.“ Hann varð djarf- ur og einbeittur á svip og dagdraum- ar hans snerust um að verða skáld. „Og hann hafði ekkert hugsað um Sigi'únu Maríu í gær eða fyrradag! ... Var hann svona óstaðfastur í sorg- inni?“ í næstu andrá einsetti hann sér að „vígja líf sitt trega og harmi". Skömmu síðar var hann aftur farinn að blístra og skunda um framandi stræti í liuganum. Lokaþáttur Litbrigða jarðarinnar gerist daginn áður en söguhetj an hverfur á braut úr sveifinni til Reykjavíkur. Það er komið haust og hann er á ferð ríðandi á gamla Grána og hugsaði um hvernig sumarið hafði liðið þegar hann var að kveðja og yfirgefa. „Götuslóðinn nálgaðist fá- eina svarta flekki á jörðinni, þar sem vegamennirnir höfðu tjaldað í sumai' og skilið eftir krúsir og rusl, tómar flöskur, glerbrot og skóræfla. Það var einhver á ferli skammt frá vaðinu á ánni, — einhver, sem kom utan af lyngheiðunum í ljósri blússu og tei- nóttu pilsi, hélt á dálitlum pinkli í annarri hendinni og veifaði glað- lega.“ Það var Sigrún María klædd eins og á samkomu ungmennafélags- ins um sumarið. „Hann fann, hvern- ig jödd hennar smeygði sér inn í bijóstið, hleypti öllu í uppnám og vakti bæði glit og bergmál í hjart- anu. Hann var skyndilega orðinn áþekkur bandingja, sem hefur aðeins slitið fjötrana til hálfs.“ Svo áttaði hann sig. „Hann starði höggdofa á hana og kom ekki upp nokkru orði. ... Var þetta Sigrún María? Gat það átt sér stað, að þessi ófríða, holduga og klunnalega stúlka hefði látið jörðr ina snúast frá hausti til vors og hjúp- ast grænni, munarblíðri hulu, eins og um óttuskeið snemma á sólmán- uði? Gat það átt sér stað, að hann hefði legið andvakí). nótt eftir nótt, grátið og harmað, pjáðst og örvænt út af þessu feita, búlduleita og svip- grunna andliti, sem minnti á nýmjólk og ost? Hann hallaði sér upp að hest- inum og vissi ekki hveiju hann átti að trúa. Það var eins og hann væri að ranka við sér eftir sjónhverfing- ar.“ Sigrún María riíjaði upp fund þeirra á sama stað haustið áð ur, en hann tók lítið undir. „Þú sveikst um að dansa við mig á tom- bólunni í sumar, sagði hún. Eg var búin að lofa að dansá við þig um kvöldið, en þegar eg fór að gá að þér, þá fann eg þig hvergi. Fórstu kannski að gá að mér í skóginum? spurði hann.“ Sigrún María spurði á móti af hveiju hann væri svona vondur og þegar hann mótmælti því staðhæfði hún að svo væri og bætti því við að hún vissi ekki til að hún hefði gert honum neitt. „Eg ekki heldur, sagði hann og leit ósjálfrátt á blettina, þar sem tjöld vegamannanna höfðu stað- ið.“ Hann gat ekki að sér gert að brosa þegar hann hugsaði um það sem gerst hafði í hugarheimi hans þetta sumar. Sigrún María ókyrrðist. Samtal þeirra gekk stirðlega. Piltur- inn bauð henni hestinn til að fara yfir ána og Sigrún María spui'ði hvort honum þætti ekki betra að vera fyr- ir aftan svo að hann gæti haldið utan um hana, ef hana svimaði í straumnum. Hann sagðist bíða á bakkanum og bað hana að stugga við klárnum þegar hún væri komin yfir. „Ha? sagði hún undrandi og skildi ekki, hvað hann átti við. Eigum við ekki að tvímenna? Rödd hennar var skyndilega orðin svo einlæg og hlý, að hún minnti hann aftur á vorblæ, sem þýtur yfir engi. Hann kenndi til í bijóstinu, eins og andstæð öfl væru að togast á um hjartáð, en síðan sleit hann upp puntstrá pg leit snöggvast á blettinn, þar sem tjöld vegamannanna höfðu staðið í sumar.“ Fortölur Sigrúnar Maríu högguðu ekki ásetningi hans. „Hún stökk af baki, þegar hún var komin upp á bakkann hinumegin, rak hestinn út í strauminn og danglaði í hann með pinklinum sínum. Þú færð aldrei að vita, hvað eg ætlaði að segja þér! kallaði hún að skilnaði, en gekk því næst hröðum skrefum upp frá árbakkanum, leit ekki um öxl og hvarf bak við lyng- rauðan ásinn.“ +■ Isögulok skynjaði pilturinn hvað gerst hafði. „Hann var ungur. Hann var ftjáls. Hann var leystui' úr álögum." Þessi setning kemur dálítið óvænt, en benda má á að setn- inguna er að finna lítið breytta hjá Romain Rolland. Um þetta leyti hafði Ólafur Jóhann lesið Jóhann Kristófer eftir hann og skrifað ritdóm um þýð- ingu á upphafi verksins sem'birtist í Tímariti Máls og menningar sama árið og Litbrigði jarðarinnar komu út. Sá hluti sem út var kominn var einmitt þroskasaga ungs manns sem „vinnur fyrstu sigrana á listabraut- inni, eignast fyrsta vininn, verður fyrst ástfanginn og bergir í fyrsta skipti á kaleik sorgarinnar" svo að vitnað sé til orða Ólafs Jóhanns í ritdóminum. Jóhann Kristófer, IV. hluti, hefst á þessum ot'ðum: „Ftjáls! ... Hann var fijáls, laus við sjálfan sig og aðra, Astríðufjötrarnir, sent hann hafði verið hnepptur í árlangt, höfðu skyndilega brostið." Hér var atburðarásin í Litbrigðum jarðarinn- ar sett fram í tveimur línum. Litbrigði jarðarinnar er þroska- saga unglings og segir frá fyrstu ást hans sem á sér ekki annað heim- kynni né veruleika en hugarheim hans. Hún lýsir því hvernig sár reynsla þroskar hann og skapar ný lífsgildi- og markmið. Ólafur Jóhann segir þessa sögu af næmum skilningi á tilfinningalífi unglingsáranna. Meiri hluti hennar gerist í hugar- heimi piltsins og lýsir því hvernig utanaðkomandi atburðir kveikja nýj- ar tilfinningar, jafnt ást og hatur, þrár og vonbrigði. Söguhetjan og Sigrún María eru einu mótuðu per- sónur sögunnar og hvort öðru and- stæð. Samfundir þeirra á tombólunni minna óljóst á lýsingu Einars Kvar- ans í Vonum þegar Ólafur hitti Helgu vestur í Winnipeg og hún vildi ekk- ert við hann tala. En fyrst og síðast er sagan verk Ólafs Jóhanns. Fágun frásagnarinnar og listfengar lýsingar á sorg og gleði unglingsáranna minna á Turgenjev og einnig nátt- úrulýsingar hans. í Holt og Skál er mannlíf þrungið dramatískum atburðum í forgrunni, en hrikalegar náttúruhamfarir bak- svið þess. Að því leyti er Jón Trausti skáld hins ytra, en jafnframt er per- sónusköpun hans oft með ágætum og mörg smáatriði gerð af mikilli íþrótt svo sem varnaðarorð Ólafs gamla þegar Vigfús kaupir af honum hnífinnj og áhrif þeirra orða síðar í sögunni.. Holts-Bleikur hefir miklu hlutverki að gegna. Höfundur notar hann jafnt sem „symbol" og stað- reynd. Að þessu leyti getur varla ólíkari^ verk en þessar tvær sög ur. Jón Trausti er þar skáld hins ytra, Ólafur Jóhann hins innra. Frásögn hans er borin uppi af hljóðlátum inni- leik en aðalsmerki Jóns Trausta er frásagnargleðin. Enginn hefir skýrt jafn vel einkenni skáldskapar Jóns Trausta og Bjarni Benediktsson frá Hofteigi þegar hann segir: „Bækur hans eru þrungnar lífi, máttugu ís- lensku lí.fi, sístreymu, fullu stórat- burða, ógnar, fagnaðar, dramatísku og draumhyggju." Síðar í sömu grein segir Bjarni að í sögum sínum kveiki Jón Trausti „mannlíf þrungið mætti og afli, blásið miklum stormum, magnað stórum örlögum sem ganga sína leið“. Lengi vel beindist athygli hinna lærðu gagnrýnenda að því einu hvað hann væri mistækur í máli og stíl. Til að breyta viðhoi'fum þeirra þurfti ekki minna en viðurkenningar- orð frá Halldóri Laxness og .vist er að Ólafur Jóhann tók undir þau, Ólafur Jóhann hafði það til að bera í ríkum mæli sem Jón Trausta skorti, en hann vantaði einnig sumt af því sem er höfuðprýði skáldsagna Jóns Trausta. í þær sótti Ólafur Jó-' hann eldinn í afl sinn og skóp dvet'g- asmíð. Höfundur er fyrrverandi skjalavfírdur í Þjóðskjalasafni. Morgunblaðið/Einar Falur Guðni Þ. Guðmundsson organisti Bústaðakirkju við nýja órgelið. Nýjq orgelið i Bústaóakirkju: Gefur mun meiri möguleika í öllum tónlistarflutningi Á FYRSTA sunnudegi í sl. aðventu var vígt nýtt pípuorgel í Bústaðakirkju í Reykjavík en sá dagur er jafnframt afmælisdag- ur kirkjunnar. Orgelið var smíðað lijá Frobeniusi orgelsmið í Lyngby í Danmörku og kostaði 26 milljónir króna - með virðis- aukaskatti. Stendur einmitt yfir núna sérstök fjáröflun til að greiða niður skuldir vegna orgelsmíðinnar. Jafnframt er þetta ár kallað sérstakt orgelár og verður efnt til margs konar tón- leika í kirkjunni á árinu í tilefni kaupanna. Guðni Þ. Guðmunds- son organisti kirkjunnar er einn þeirra sem gladdist mjög við þennan áfanga í starfi kirkjunnar. Það er allt annað líf fyrir organista að spila á hljóðfæri sem þetta og það finna í raun allir sem koma hér við sögu í tónlistarflutningi, presturinn og þeir sem koma til guðsþjónustu eða annarra at- hafna að nýja hljóðfærið gefur allt aðra möguleika í tónlistar- flutningi við öll tækifæri, segir Guðni um leið og hann sýnir blaðamanni hljóðfærið. Skoðaði 15 orgel Guðni stundaði sjálfur nám í Danmörku og starfaði þar einnig sem organisti. Það var því kannski sjálfsagt að leita einkum þar eftir nýju hljóðfæri. - Já, ég kynntist orgelum frá orgelsmiðju Frobeniusar á náms- árunum og æfði mig mikið á þessi hljóðfæri. Fyrirþremur árum þegar við fórum fyrst að þreifa fyrir okkur með tilboð var fyrst og fremst leitað til danskra orgelsmiða. Það varð síðan ofan á að semja við Frobenius. Þegar Frobenius hafði orðið fyrir valinu hófst samstarf Guðna og órgelsmiðanna við að velja raddir og ákveða í öllum atriðum hvernig endanlegur frá- gangur orgelsins skyldi vera. - Eg kvaddi fleiri organista mér til ráðuneytis og tókum við okkur góðan tíma í ýmsar vanga- veltur. Síðan dvaldi ég um skeið í Danmörku og skoðaði og æfði mig á 15 Frobenius-orgel í ýms- um kirkjum. Það var mjög gagn- legt því þá gat ég smám saman gert mér grein fyrir því hvaða raddval myndi henta hér og ég gat varast galla sem mér fannst ég sjá í útfærslum sumra orgel- anna. Gengið var frá samningum sumarið 1987 og á liðnu hausti hófst uppsetningin og síðar still- ingin eða „intónasjónin" eins og hún er kölluð á máli fagmanna. Allt það verk er umfangsmikið og unnu alls fimm manns við það frá orgelsmiðjunni. Hljóðfærið vegur 10 tonn og var burðarþol söngloftsins mælt sérstaklega aftur til að ganga úr skugga um að það héldi þótt vitað hefði ver- ið frá upphafi að það myndi bera þennan þunga og 150 söngmenn að auki! En hvað er það helsta sem er frábrugðið gamla orgel- inu eða nýtt? Raddvalið fjölbreytt - Það er í fyrsta lagi stærra, með þremur hljómborðum auk fótspils og hefur 31 rödd en gamla orgelið var 11 radda með tveimur hljómborðum. Með svona mörgum röddum gefast miklu fleiri möguleikar, til dæm- is í mjúku eða dempuðu raddv- ali sem þarf þegar leikið er með öðrum hljóðfærum eins og óbói og söngvarar hafa strax fundið hversu miklu betur orgelið getur stutt við þá í söngnum. Síðan eru miklu fleiri möguleikar á samsetningu raddanna, bæði í hverju hljómborði fyrir sig og að kúpla borðunum saman. Þá má nefna að við létum setja í það klukkuspil sem ég notaði til dæmis á jólunum og þannig mætti lengi telja. Sem fyrr segir stendur nú yfir svokallað orgelár og verður nýja orgelið notað með ýmsum hætti á næstu vikum og mánuðum til fjölbreytts tónleikahalds. Þannig verða í vetur leikin verk eftir Cesar Franck og munu 12 organ istar taka þátt í flutningi þeirra og Ragnar Björnsson og Mar- teinn H. Friðriksson verða með einleikstónleika. Fyrstu tónleik- arnir verða haldnir nú í lok jan- úar. jt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.