Morgunblaðið - 13.01.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.01.1991, Blaðsíða 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1991 Formaður herráðsins ávarpar fulltrúa- þingið. ■Frami Colins Luthers Powells hers- höfóingja er ævintýri líkastur. Hann fæddist í Harlem, ólst upp í Bronx og braust til æðstu metoróa í bandaríska hernum. . wmmmmm ■Sem æósti yfirmaóur bandaríkja- hers ber hinn þeldökki formaóur herráósins nú ábyrgð á hernaðarað- gerðum bandamanna við Persaflóa. eftir Hákon Sveinsson HANN er kallaður „Svarti Eisenhower" og hefur vakið mikla athygli í bandarísku þjóðlífi, einkum á vettvangi stjórn- og hermála, fyrir ákveðni, hreinskilni og mikla leiðtogahæfileika. Frami hans innan hersins hefur verið ævintýri líkastur og þykir hann lýsandi dæmi um „ameríska drauminn". Meó fádæma staðfestu og þrákelkni tókst honum að vinna sig upp úr einu mesta fátækrahverfi New York-borgar til æðstu metorða í bandaríska hernum. Nú hvílir á hans herðum það vandasama hlutverk að leiða heri bandamanna gegn Irökum í væntanlegum stríðsátökum við Persaflóa. olin Luther Powell er sonur innflytj- enda frá Jamaika. Faðir hans, Lut- her, var verkstjóri í fataverksmiðju og móðir hans, Maud Ariel, var saumakona. Hann fæddist í Harlem 5. apríl 1937, en ólst upp í suður- hluta Bronx í New York þar sem hann gekk í skóla. Strax í bernsku kynntist hann þeirri hörðu lífsbar- áttu sem því fylgir að vera fátækur svertingi í amerískri stórborg. í barnaskóla var hann settur í bekk fyrir „hægfara“ nemendur og í menntaskóla var C algengust ein- kunna. Skjótur frami Þrátt fyrir ýmsa örðugleika í uppvexti og brösótta skólagöngu framan af duldist fáum sem til þekktu, að þessi þeldökki piltur hafði ýmsa kosti til að bera og smám saman varð honum sjálfum ljóst að með seiglu og dugnaði mætti snúa ýmsum hlutum til betri vegar. Hann tók því að leggja meiri rækt við námið og settist um síðir á háskólabekk. Jafnframt hneigðist hugur Powells til hermennsku og á meðan á háskólagöngu hans stóð hófst hernaðarþjálfunin. í þeim efn- um gerðist hann mjög metnaðar- fullur og bókstafurinn A fór að sjást æ oftar á einkunnaspjöldunum. Eft- ir útskrift, árið 1958, átti herinn hug hans allan og hækkaði hann ört í tign. Á skömmum tíma var hann sæmdur 11 orðum og meðan hann þjónaði í Víetnam fékk hann „Brons-stjörnuna“ fyrir hugrekki 'Snögg viðbrögð og hraða uppbyggingu hernaðarstyrks Bandaríkjanna í Saudi Arabíu má ineðal annars rely'a til þeirrar hugmyndafræði Powells, að „sókn sé besta vörnin". og „Purpura-hjartað", sem veitt er hveijum þeim er særist í orrustu. Árið 1986 var Powell sæmdur hershöfðingjatign og settur yfír 5. her Bandaríkjanna í Vestur-Þýska- landi. Dvöl hans þar varð ekki löng því tæpu ári síðar var hann beðinn að taka við embætti í þjóðarörygg- isráðinu (National Security Council) sem var í lamasessi eftir Iran- kontra hneykslið. Það var forsetinn sjálfur, Ronald Reagan, sem þurfti persónulega að biðja Powell að þiggja stöðuna, en hann var tregur til að fórna frama sínum innan hers- ins. Hann sótti því um og fékk leyfi til að halda tign sinni jafnframt því að sitja í ráðinu, en hann vonaðist til að frami hans í hernum myndi leiða til sætis í bandaríska herráð- inu (Joint Chiefs of Staff). Sem sérstakur þjóðaröryggisráð- gjafi Reagans sannaði hann hæfni sína sem sáttasemjari með því að sætta andstæðar fylkingar varnar- málaráðuneytisins annars vegar og innanríkisráðuneytisins hins vegar. Powell, þá orðinn yfirmaður þjóðar- öryggisráðsins, reyndist forsetan- um ómetanleg hjálp í viðskiptum hans við þingið varðandi stuðning við kontra-skæruliðann í Nicaragua og er almennt talið að Powell hafi bjargað andliti forsetans í því máli. Kom Reagan og Powell mjög vel saman enda var bakgrunnur þeirra ekki ósvipaður og báðir höfðu brot- ist til mannvirðinga af eigin ramm- leik. Til æðstu metorða Það var svo í ágúst 1989 að Powell féllst á að takasæti Williams J. Crowe jr. flotaforingja sem for- maður bandaríska herráðsins, þar sem allar ákvarðanir hemaðarlegs eðlis eru teknar. Vakti þetta gífur- lega athygli þar sem að með þessu hafði George Bush tekið Powell fram yfir fjölda manna sem að margra mati þóttu hæfari og reynd- ari til starfsins. Voru nefndar ýms- ar ástæður fyrir þessu og héldu ill- ar tungur því meðal annars fram að með þessu væri Bush að hefna sín á öldungadeild þingsins fyrir að hafna blökkumanninum William Lucas í stöðu yfirmanns mannrétt- indanefndar dómsmálaráðuneytis- ins. Slíkar sögusagnir eru þó tæplega á rökum reistar. Alménnt er talið að reynslan sem Powell öðlaðist í þjóðaröryggisráðinu hafi vegið þyngst á metunum. Hann þykir hafa mjög góðan skilning á því *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.