Morgunblaðið - 13.01.1991, Blaðsíða 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13j JANUAR 1991
NUDD
hjá nemum
Afsláttarverð
Tímapantanir í símum 676612 og 686612
Nuddskóli Rafns Geirdals,
Smiðshöfða 10, 112 Reykjavík.
Boeing:
Mannleg mistök helsta
éstæda flugslysa
NÆRRI75% allra meiriháttar
flugslysa á siðustu tíu árum má
rekja til mistaka flugstjórans.
Er þetta niðurstaða rannsókna,
sem Boeing-verksmiðjurnar
bandarísku gengust fyrir, en þær
tóku til 850 flugslysa. Segir þar
ennfremur, að mikið áhyggjuefni
sé hve flugmenn bregðist oft
seint við viðvðrunum um, að þeir
fljúgioflágt.
Tilgangur rannsóknanna var að
hvetja flugfélög til að vera
betur á verði og herða öryggiskröf-
urnar en margir hafa þó orðið til
að gagnrýna, að flugvélaframleið-
andi skuli standa fyrir athugunum
af þessu tagi. Talsmaður Boeing
viðurkennir líka, að vissulega hafí
fyrirtækið viljað bæta sína eigin
ímynd með rannsókninni en leggur
áherslu á, að hún hafi í alla staði
verið hlutlæg og komi því öllum að
notum.
Rannsóknarnefndin segir, að á
síðasta ári hafi orðið fimm flugslys
vegna þess, að flugstjórarnir brugð-
ust ekki við þegar viðvörunarkerfið
boðaði yfirvofandi brotlendingu.
Þetta viðvörunarkerfi, sem kostar
hálfa aðra milljón kr., er í öllum
bandarískum og breskum flugvél-
um og raunar miklu fleiri en al-
gengt er, að það vanti í farþegaþot-
um frá Þriðja heims-ríkjum.
Arlega farast um 570 manns í
flugslysum og því augljóst, að flug-
vélin er miklu öruggari farkostur
en til dæmis bíllinn. Samt er það
svo, að „flugfarþegar leiða ekki
hugann að því, að eitthvað geti
borið út af“. Earl Weener, yfirmað-
ur öryggisdeildar Boeing, segir líka,
að verði ekki gripið í taumana megi
búast við, að meiriháttar flugslys-
um ijölgi um fimm árlega á næstu
15 árum.
Það er í flugtaki og fyrsta klifr-
inu, sem mest reynir á flugvélina
sjálfa og annan búnað, og við þess-
ar aðstæður verða nærri 29% slys-
anna. Mesta álagið á flugmennina
er aftur á móti við lendingu og þá
verða 40% slysanna.
„í venjulegu flugi er hættan
mest,.um 70%, í aðeins sex mínút-
ur,“ sagði Weener.
Þessar rannsóknir hafa staðíð í
tvö ár og eiga að nýtast við hönnun
Boeing-777-þotunnar en hún á að
leysa af hólmi Lockheed TriStars-
vélarnar. Upphaflega átti raunar
ekki að kynna niðurstöðurnar opin-
berlega en það var ákveðið þegar
í ljós kom, að þær voru um margt
aðrar en ætlað var.
Boeing leggur einnig áherslu á,
að flugmenn verði betur þjálfaðir
og nefnir jafn sjálfsögð atriði eins
og það, að ávallt sé gengið úr
skugga um, að hjólin séu komin
niður áður en lent er. „Hörð lend-
ing“ er nefnilega þriðja helsta
slysaástæðan á flugvöllum. Þá er
lagt til, að flugmenn séu þjálfaðir
í að taka skjóta ákvörðun um hvort
hætt skuli við flugtak í miðjum
klíðum. Er í þessu sambandi nefnt
dæmi um, að flugmaður hafí reynt
að hemla eftir að vélin var komin
á loft. Að síðustu er stungið upp
á, að í flugstjórnarklefanum verði
prentari, sem prenti út „flugsög-
una“ hveiju sinni auk þess, sem hún
er skráð í „svarta kassanum".
-PATRICK DONOVAN
SKÓÚTSALA
®OGO Skðverslun Þðrðar,
Laugavegi 41, Kirkjustræti 8,
simi 13570 ; sími 14181
ENGlABÖRNiN
Bankastræti 10 Hefst á mánudag
marimekko
ÚTSALAN
HEFST Á MORGUN
K A T N A 1) t K • G J A ¥ A V Ö R l R
Laugavegi 13