Morgunblaðið - 16.01.1991, Side 7
B 7 '
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR
Togarinn Runólfur SH 135. Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon
Afkoman hefur
aldrei verið betri
Rekstur Sæfangs í
Grundarfirði gekk vel
GRUNDARFIRÐI - AFKOMA
Sæfangs í Grundarfirði hef-
ur aldrei verið betri en á
nýliðnu ári og sama má
segja um togarann. Heildar-
afli ársins á Runólfi var 3.877 tonn á 210 dögum, en það er að
meðaltali 18,5 tonn á dag. Aflaverðmætið var tæpar 170.000.000,-
krónur. Aflinn er unninn í fiskverkuninni Sæfangi hf., sem er rekin
af sömu aðilum og togarinn. Góð afkoma togarans og fiskvinnslunn-
ar á árinu er öllum í Grundarfirði mikið ánægjuefni.
í suðvestan ofsaveðri fór fréttarit-
ari niður á bryggju að ræða við
áhöfn togarans Runólfs, sem var
nýkominn úr síðustu veiðiferð árs-
ins. Reyndar var það hálfgert glap-
ræði að fara þennan spöl fótgang-
andi, sjórinn gekk yfir bryggjuna
og sterkustu hviðurnar hefðu hæg-
lega getað feykt hveijum sem er á
haf út. í hafnarmynninu glitti í 100
tonna bát, sem gerði hveija tilraun-
ina eftir aðra til að leggjast að
bryggju.
Um borð í Runólfi voru menn að
vonum í góðu skapi, vel heppnaðri
veiðiferð var lokið og framundan
kærkomið jólafrí. Togarinn Runólf-.
ur var keyptur nýr til Grundaríjarð-
ar í byijun ársins 1975. I fyrstu
var aflinn unninn í Hraðfrystihúsi
Grundarfjarðar og Fiskverkun Sof-
faníasar Cecilssonar, en árið 1979
stofnuðu eigendur ásamt fleirum
fiskverkunina Sæfang hf. sem þeg-
ar í upphafi tók við u.þ.b. þriðjungi
aflans í vinnslu. Þá var starfs-
mannafjöldinn rúmlega 10 manns.
Smátt og smátt var fiskverkunin
stækkuð og árið 1981 gat Sæfang
unnið allan afla togarans.
Næstu níu árin gekk vinnslan
fyrir sig á hefðbundinn hátt, en í
byijun árs 1990 var sett upp flæði-
lína og olli það byltingu í vinnsl-
unni, að sögn Mósesar Geirmunds-
sonar verkstjóra. Flæðilínan sem
er að öllu leyti íslensk hönnun og
smíði, hefur reynst mjög vel. Starfs-
fólkið fær hærra kaup en áður var
og afköstin eru meiri.
í Sæfangi starfa nú 50-55
manns, að langmestu leyti heima-
fólk og vinnan er sam'felld allt árið.
Flestir starfsmennirnir hafa starfað
þarna lengi og taldi Móses afar
mikilvægt fyrir starfsemina að hafa
fastan og öruggan starfskraft á
flestum sviðum.
Guðmundur Smári Guðmundsson
framkvæmdastjóri Sæfangs upp-
lýsti að afkoman hefði aldrei verið
betri en í ár og sama mætti segja
um togarann. Heildarafli ársins á
togaranum Runólfi vár 3.877 tonn
á 210 dögum, en það er að meðal-
tali 18,5 tonn á dag. Aflaverðmæt-
ið var tæpar 170.000.000,- krónur.
I tengslum við útgerðina er rekið
netaverkstæði, sem sinnir veiðar-
færum flestra báta í Grundarfirði.
Við útgerðina starfa nú samtals 25
manns. Skipstjóri togarans er Run-
ólfur Guðmundsson, en fram-
kvæmdastjórinn heitir Svanur Guð-
mundsson.
Lásamirfrá Crosby
fástnú á einstöku tilboðsverði í
stærðum frá VS' til Vs".
Hver einstakur !ás er prófaður af framleiðanda við tvöfalt
vinnsiuþol. (sjá töfluna). Allar stærðir á lager.
Notfærðu þér tilboðsverðið og gerðu góð kaup.
Stærð Hámarks vinnsluþol Tilboðsverð án vsk. með vsk.
1/4" 6-7 mm 1860 kg. 481,- 599,-
3/8" 10 mm 3300 kg. 612,- 762,-
1/2" 12-13 mm 5900 kg. 681,- 848,-
5/8" 16 mm 9200 kg. 1001,- 1246,-
3/4" 18-20 mm 13300 kg. 1434,- 1785,-
7/8" 22 mm 18000 kg. 1910,- 2378,-
SENDUM UM ALLT LAND
* Grandagarði 2, Reykjavík, sími 28855
RADA UGL YSINGAR
ATVINNA
Sjómann vantar pláss
18 ára drengur óskar eftir plássi á sjó.
Er vanur.
Upplýsingar á kvöldin í síma 94-2039.
Vélstjóri óskast
2. vélstjóra vantar á mb Sunnuberg GK-199.
Upplýsingar í símum 92-68107 og 98-33521.
Sigluberg hf.,
Grindavík.
Vélstjóri
2. vélstjóra vantar á skuttogarann Gnúp GK
11 frá Grindavík.
Upplýsingar í síma 92-68168, Kjartan.
Stýrimaður
2. stýrimaður óskast á skuttogara frá Sauðár-
króki. Þarf að geta leyst af sem 1. stýrimaður.
Upplýsingar í síma 95-35761.
ÝMISIEGT
Plötufrystir GRAHM
Tilboð óskast í GRAHM-plötufrysti, 8 stöðva
ca 600 kg frystigeta á 2-272 tíma. Frystirinn
er nánast ónotaður.
Hér er unri að ræða sambyggt, sjálfstætt
tæki, algerlega sjálfvirkt stýrikerfi á pressu.
90 pönnueiningar fylgja.
Vinsamlegast hafið samband við Hólmgeir
eða Ragnar í síma 91-51505.
KVÓTI
Framtíðarrækjukvóti
Óskum eftir að kaupa framtíðarrækjukvóta.
Áhugasamir leggi inn tilboð merkt: „NK -
7900“ á auglýsingad. Mbl. fyrir 2. febrúar '91.
Kvóti 1/1-31/8
Óskum eftir að kaupa þorsk-, ufsa- og karfa-
kvóta til notkunar á tímabilinu 1/1-31 /8’91.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„L - 7806“.
Kvótasala
Til sölu kvóti frá 1/1 1991 til 31/8 1991.
Þorskur 92 tonn, karfi 65 tonn, ýsa 43 tonn
og ufsi 79 tonn.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
19. janúar merkt: „K - 8811“.
Framtíðarkvóti
Óskum eftir að kaupa framtíðarkvóta af öllum
tegundum.
Tilboðum skal skila á auglýsingadeild Mbl.
merkt: „A - 8630“ fyrir 1. febrúar ’91.
Rækjukvóti
40 tonn fæst í skiptum fyrir þorsk.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„ R - 8631“ fyrir 23. jan. nk.
Kvóti
Otur hf. óskar eftir árskvóta af ufsa.
Upplýsingar í síma 96-61497, heimasími
96-61416, Gunnlaugur.