Morgunblaðið - 05.02.1991, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.02.1991, Qupperneq 1
N N A 1991 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR BLAÐ HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Sigurður Sveins- son til í slaginn! SIGURÐUR Sveinsson, sem leikur með Atlético Madríd á Spáni, er tilbúinn að leika með landsliðinu í handknattleik á ný, íslendingar mæta Ungverjum í Laugardalshöll 11. og 12. febrúar og verður Sigurður með svo framarlega sem hann fær grænt Ijós frá spænska félaginu. Kristján Arason, sem hef ur ekki náð sér eftir uppskurð s.l. sumar, á erfitt með að leika dag eftir dag og verður þvf að öllum líkindum ekki með í þessum leikjum. SigTirður sagði við Morgun- blaðið í gærkvöldi að hann væri tilbúinn að leika með lands- liðinu nú. „Ég er til í slaginn gegn Ung- verjum, en verð að sjá til með framhaldið,“ • sagði Sigurður. Hann sagði að eins og staðan væri nú væru 50% líkur á að hann léki í Höllinni á mánudag og þriðjudag i næstu viku, því félag- ið hefði ekki sagt nei. Hins vegar væru erfíðir leikir framundan í deild og Evrópukeppni; gegn Kristjáni Arasyni og samherjum í Teka á Iaugardag, gegn Ale- cante á miðvikudag í næstu viku og síðan Evrópuleikur gegn Moskva annan laugardag. Sigurður hefur átt hvern stór- leikinn á fætur öðrum með At- lético Madríd í vetur og hefur að margra áliti sennilega aldrei verið betri. Hann hefur ekki enn gert upp við sig hvort hann leikur áfram með spænska liðinu næsta tímabil eða kemur heim og því segist hann ekki geta sagt til um framhaldið með landsiiðinu. Hann lék síðast landsleik í Noregi s.l. vor og var þá fyrirliði. BADMINTON / ISLANDSMOTIÐ Árni ÞórHallgrímsson: „Stærsti sigur- inn á ferlinum” ÁRNI Þór Hallgrímsson kom, sá og sigraði á þessu íslands- móti. Hann sigraði Brodda Kristjánsson í úrslitaleik í ein- liðaleik karla nokkuð sannfær- andi og hnekkti þar með ein- veldi Brodda í einliðaleiknum, en Broddi hafði unnið titilinn níu sinnum. ÆT Ami Þór er 22 ára og bytjaði að æfa badminton á Akranesi þegar hann var átta ára. Hann flutti síðan til Reykjavíkur fyrir sex árum og hefur æft hjá TBR síðan. „Þetta er stærsti sigurinn á ferlin- um. Urslitaleikurinn var ekki svo erfiður, fyrri lotan var auðveld en eftir að Broddi komst í 10:3 í síðari lotunni var erfitt að vinna það upp .en það hafðist," sagði Árni Þór. Ilann sagðist hafa unnið Brodda tvisvar í einliðaleik í vetur, en Broddi hefði þrisvar unnið. „Nú hef ég jafnað og það var skemmtilegt að gera það á íslandsmótinu. Nú er stefnan tekin á að vinna sér sæti á Ólympíuleikunum í Barce- lona 1992.“ Árni Þór segist æfa 12-15 tíma í viku. Hann hefur starfað 'hjá TBR sem unglingaþjálfari í vetur. „Ég hef aldrei getað æft eins mikið og í vetur og alveg sloppið við meiðsli og ég held að það hafi skilað sér í þessum góða árangri," sagði Árni Þór. Mótið / B4-b5 Morgunblaðið/Bjarni Árni Þór Hallgrimsson var maður íslandsmótsins Einar í KA Einar Einarsson, miðvallarleikmaður úr Víkingi, hefur ákveð- ið að ganga til liðs við 1. deildarlið KA á Akur- eyri fyrir komandi keppnistímabil. Einar, sem er 25 ára, lék 15 af 18 leikjum Víkinga í 1. deildinni sl. sumar en hann á alls að baki 50 leiki í 1. deild með félaginu og hefur gert þijú mörk. Þá lék Einar um tíma með 2. deildar- liði Selfoss. Einar Einarsson Stefán til Leifturs Stefán Aðalsteinsson, sem lék einnig _ með Víkingi, hefur ákveðið að leika með Leiftri Ólafs- firði í 3. deildinni næsta sumar. Þjálfari liðsins er reyndar Aðalsteinn, bróðir Stefáns. Þýskaland: Eyjólfur í byrjun- arliði Stuttgart Christoph Daum, þjálfari VfB Stuttgart, segist búinn að finna út hvaða ellefu leikmenn koma best út saman og skipi byijunarlið félagsins þegar deildarkeppnin hefst á ný í Þýskalandi 23. þessa mánaðar. Eyjólfur Sverrisson er meðal þessara ellefu og verður í fremstu víglínu ásamt Fritz Walter. Þeir náðu mjög vel saman á æfmgamótinu í Brasilíu fyrir helgi. Stuttgart vann fyrri leik sinn 2:1 en tapaði þeim síðari 0:2. Þrátt fyrir það hældi þjálfarinn framherj- unum, sagðl að þeir hefðu unnið vel saman. Dómarar: Eyjólfur dæmir í Danmörku Eyjólfur Ólafsson hefur verið skipaður dómari í leik Danmerkur og San Marínó í undan- keppni Ólympíuleikanna og Evrópukeppni U-21 árs. Leikurinn fer fram í Danmörku 17. apríl nk. Dómararnefnd KSÍ hefur skipað Óla P. Ólsen og Ara Þórðarson sem línuverði með Eyjólfi. Guðmundur þjálfar landsdómara Guðmundur Ólafsson, íþróttakennari og fyrrum þjálfari Völsungs, hefur verið ráðinn þjálfari landsdómara. Hann kemur til með að stjórna æf- ingum þeirra tvisvar í viku er þeir undirbúa sig fyrir sumarið. KORFUBOLTI KR heima gegn UBK í bikarnum rnr Islandsmeistarar KR drógust gegn Breiðabliki í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í körfu- knattleik, en Kópavogsliðið er það eina úr 1. deild sem eftir er í keppninni. Dregið var í beinni útsend- ingu í íþróttaþætti Sjónvarpsins á laugardag. Leikur liðanna fer fram í Laugardalshöll mið- vikudaginn 13. febrúar kl. 20.00 en hinir leikirnir þrír verða allir deginum áður, þriðjudag 12. febrú- ar. Valur og ÍBK mætast þá að Hlíðarenda kl. 20.00 og Grindavík og Njarðvík á sama tíma í Grindavík. Þór og ÍR eigast við á Akureyri og hefst leikur liðanna kl. 19.30. FRANC BOOKER: VILDISJÁ HEIMINIM / B2 i>.>>y ,xic mo»

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.