Morgunblaðið - 09.03.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.03.1991, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARZ 1991 - segirJan Kl^vstad, forstöðumað- ur Norðurlandahússins í Þórshöfn NORÐURLANDAHÚSIÐ í Þórshöfn var opnað í maí 1983. Það er stofnun sambærileg við Norræna húsið í Reykjavík, en þó ólík í mörgu. Bókasafn er þar ekkert, en húsið uppfyllti ýmsar aðrar þarfir í Þórshöfn; í því er stór fjölnota salur þar sem víðtæk starf- semi fer fram: tónleikar með poppi og klassík, myndlistarsýning- ar, allskyns leiksýningar og áfram má telja. Uppákomum í menn- ingar- og listalífi hefur fjölgað ákaflega eftir að stofnunin tók til starfa, og ekki einungis í höfuðstaðnum, því hverskonar tónleik- ar og sýningar eru send út um byggðirnar á vegum hennar. Vel má heyra á Færeyingum að þeir eru ánægðir með starfsemi hússins; fyrst var fólk hrætt við að það væri of stórt, en sá kvíði virðist hafa verið ástæðulaus. Forstöðumaður Norðurlandahússins um þessar mundir er ungur og atorkusamur Norðmaður, Jan Klovstad. Þrátt fyrir að nú sé annað ár hans I starfi, hefur hann sett sig vel inn í færeyskt þjóð- og menningarlíf, og hefur ýmsar áætlanir á prjónunum hvað varðar að kynna Færeyjar erlendis og flytja norræna listamenn til Færeyja. Eftir að hafa fylgst með ólíkum og fjölbreytilegum uppákom- um í færeysku menningarlífi í nokkra dagá, leiksýningum, tón leikum, myndlistarsýningum og fengið smávægilega innsýn í daglegt líf Færeyinga, ræddi ég við Jan Klov- stad á feiju, sem sigldi frá Sandey til Þórshafnar árla morguns. Kvöldið áður höfðum við litið inn á nokkur heimili á Sandey, og athygli vakti að hvarvetna var mikið af myndum á veggjum; listilegum málverkum og grafíkmyndum var stillt upp við hlið fjöldaprentaðra veggmynda, og sagði Jan að það væri dæmigert fyrir Færeyinga, ekki væri til í þeim iistasnobb, heldur birtist í þessu ein- skær þörf fyrir að þafa fallegar myndir í kringum sig. í Færeyjum væri meira um list á einkaheimilum, en maður á að venjast annars staðar. „Myndlistarlíf er í blóma hér,“ segir Jan. „í júlí hvert ár höfum við samsýningu á færeyskri myndlist í Norðurlandahúsinu, þar eru sýndar um 200 myndir, eftir sextíu til sjö- tíu listamenn, og flestar seljast þær. Síðan veljum við á eina sýningu verk nokkurra kunnustu listamannanna, og sú sýning verður opnuð í byijun mars í ár. Það verður í annað sinn sem slíkt úrval verður sýnt hjá okk- ur. Listamennirnir verða líklega eitt- hvað á milli fimmtán og tuttugu talsins. Og góðum listamönnum fer mjög fjölgandi." — Hveijir eru þar fremstir? „Það er erfitt að nefna þá alla, en af elstu kynslóðinni eru það til dæmis Ingólvur av Reyni, William Heinesen, Elinborg Lutzern er mjög fín grafíklistakona, og svo e.ru Dalurhinna blindu Norðurlandahúsið í Færeyjum. nokkrii' fleiri. Af næstu kynslóð mætti svo nefna Trónd Pátursson, Zacharias Heinesen, Bárd Jákups- son, og nokkra enn yngri menn. Góðir listamenn eru margir, en sterkustu kynslóðirnar eru í mál- verkinu." — Eitt af markmiðum þínum er að kynna Færeyjar erlendis, í gegn- um listina, og einnig að kynna Fær- eyingum list í gegnum Norðurlanda- húsið? „Jú, það er eitt af markmiðunum. Norðurlandahúsið á í senn að vera opið hús, og þekkt fyrir gæði. Það fá ekki allir að sýna þar eða koma fram. Það verður alltaf að draga mörk einhvers staðar. En við erum þekkt fyrir að gæði, ekki snobb, og það tvennt er alls ekki það sama. Margt í færeyskri myndlist er ákaflega gott, en ég vildi gjarnan sjá aðeins fleiri listamenn. Fyrir minns smekk vantar enn fólk í myndirnar, en ég held það fari að breytast.“ — Það virðist vanta fólk í verk sumra, en William Heinesen er fíg- úratívur listamaður. „Já, og Frimod Joensen, naívistinn fíni, hefur málað menn sem og ein- hveijir fleiri, svo kannski er þetta eitthvað að breytast. Náttúran og litirnir hafa verið aðalmyndefnið síð- ustu áratugina, og það kemur engum á óvart sem heimsækir Færeyjar og kynnist samspili hörku þeirra og lita. Ljósið hérna er alveg stórkostlegt." Náttúran áberandi í myndverkum — Svo færeysk list er bundin náttúrunni sterkum böndum? „Ákaflega sterkum. Og sterkari en list flestra annarra þjóða, að ég hygg. Þetta kann að hafa eitthvað með að gera hve ung listhefðin er hérna. Mykines kom fram um 1930 og var brautryðjandinn. í dag sækja flestir færeyskir listámenn menntun sína til Danmerkur, Tróndur Paturs- son lærði þó í Ósló og Hans Pauli Olsen í Englandi. Fleiri eru farnir að sækja til annarra landa og það er gott, því áhrifin verða fjölbreyti- legri. Þannig færast áhrif frá íslandi í vöxt, sem og norsk áhrif; þau Morgunblaðið/Einar Falur dönsku birtast hvort sem er. Það örvar færeyska listamenn, eins og alla aðra listamenn, að komast í kynni við öðruvísi menningar- strauma. í dag vantar okkur meiri hvatn- ingu í handverki, listiðnum, og í hönnun. Þá mætti bæta þekkingu á iitprentun. Skúlptúristar mættu einnig vera fleiri, en við höfum hér tvo eða þijá. Einungis einn grafík- listamaður, Elinborg Lutzern, er verulega góður, þeir mættu svo sannarlega vera fleiri, og hefð hvað varðar skartgripagerð en mjög ábótavant; finnst nánast ekki. Arkitektúr er hvorki kenndur hér eða á Islandi, en ég hef heyrt að Islendingar séu að íhuga að stofna arkitektaskóla. Það gæti komið sér vel fyrir Færeyinga, og stuðlað að nýjungum og þróað byggingarstíl þessara landa. Á þessum stöðum koma upp flölmörg sérstök hönnun- arvandamál, sem til dæmis eru vind- um og seltu að kenna, en veðrið er Leikgerðin er mjög sjálfstæð,“ segir leikstjórinn, Þór Túlí- níus. „Við vinnum upp úr smásögu, þar erékki mikið um samræður, svo við þurft um að búa þær til. Leikgerðina vann ég upp úr spunum með leikhópnum, og naut þar að- stoðar Hilmars Amar Hiimarssonar og Hafliða Arngrímssonar. Þetta var spennandi verkefni. Við vorum með söguna í höndunum, en þurftum að finna leið til að allir fengju hlutverk, og búa til einhvers- konar erkitýpur sem gæfu mynd af menningunni í heild. Þegar búið var að finna hlutverk fyrir alla og tengja þau framvindu sögunnar, þá gat ég búið til grind með atriðum, út frá henni var spunnið, og upp úr þeim spunum skrifaði ég verkið. Það er um mót tveggja heima. Tveir menn úr okkar menningar- heimi lenda í heimi friðsælla frum- byggja, : em eru biindir, og hafa alltaf verið það. Það fyrsta sem að- komumönnunum dettur í hug er máltækið: „I heimi hinna blindu er hinn eineygði konungur". Þar sem þeim finnst þeir hafa yfirburði vegna sjónarinnar, telja þeir sig geta drottnað yfir fólkinu, eða „hjálpað“ því. En það fer á annan hátt, því fólkið er sjálfu sér nægt og ham- ingjusamt, og óvíst hver hjálpar hverjum.“ - Er það meiri vinna fyrir leikhóp- inn sem slíkan, þegar byijað er að spinna inn í hlutverkin, en þegar komið er með tilbúiiþ-Tiandrit og byijað að æfa strax eftir því? „Já, þetta er allt annað fyrirbæri; að sumu leyti betra og verra að öðru leyti. Betra að því leyti að hóp- urinn er mjög vel inní stemmningu verksins. Þó fjarlægist hann það aftur meðan höfundur skrifar hinn eiginlega texta. Ég studdist við hug- myndir úr spunum, en ekki texta þeirra." Tjáningarþörfinni svalað - Átta leikaranna leika blinda. Fenguð þið aðstoð við að setja ýkk- ur inn í aðstæður blindra? „Við leituðum aðstoðar í Blindra- félagið, heimsóttum blindrastofnanir og áttum viðtöl við blint fólk; bæði fólk sem var fætt blint og aðra sem höfðu misst sjónina. Þrátt fyrir það er þetta sem við fáumst við nokkuð öðruvísi, heimur þar sem enginn hefur séð í ijórar aldir. Blindir í okkar samfélagi eru mjög mótaðir af hinum sjáanlega heimi og eru þjálfaðir í að haga sér eins og sjá- andi fólk og fyrir sjáandi fólk. Hvað gerist þegar fólk þarf ekki að ganga í apgun hvert á öðru? í sögunni gefur Wells sér að eftir fimmtán, sextán kynslóðir sé minn- ingin um sjónina horfin, og allt sem henni tengist; litir, sjónræn orð eru merkingarlaus, og sólin er ekki leng- ur þessi guli hnöttur heldur hiti. 'Fyrst fannst manni þetta heldur ótrúlegt, enda samdi Wells vísinda- skáldsögur. En eftir að hafa talað við fólk sem fæðst hefur blint, komst maður að því að það er alls ekki óraunverulegt. Það hefur bara fyrir satt að sólin sé til, að ský, stjörnur og regnboga megi sjá á himni, en það er mjög óáþreifanlegt fyrir því.“ Setja sig inn í aðstöðu blindra í upphafi æfingatímans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.