Morgunblaðið - 09.03.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.03.1991, Blaðsíða 1
MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 9. MARZ 1991 BLAÐ U Dalur hinna blindu Dalur hinna blindu, nefnist nýtt leik- verk sem leikhópurinn Þíbilja frumsýn- ir í Lindarbæ sunnudaginn 17. mars. Verkið er byggt á smásögu eftir H.G. Wells, „The Country of the Blind“, Land blindingjanna, en kveikja sög- unnar er suður-amerísk þjóðsaga. Sagan segir frá því er Evrópubúar námu land í Suður-Ameríku. Hópur fólks í Ecuadorflýr harðræði spænsks harðstjóra, og heldur upp ífjöllin. Þar sest það að í djúpum og fögrum dal; einskonar paradís á jörðu. Jarðskjálft- ar ríða yfir og loka dalnum og dularfull- ur sjúkdómur gerir það að verkum að börnin fæðast blind og hinirfullorðnu missa smám saman sjónina. Áður ná þeir þó að kenna börnunum að at- hafna sig. Með tímanum breytast líf- sviðhorfin og vitneskjan um sjónina glatast í dalnum, tungumálið breytist; allt sem tengist sjóninni dettur út, svo sem myrkur birta og litir. Lífið gengur áfram í sátt og samlyndi, fjögurhundr- uð ár líða og þá lét Wells nútímamann koma í dalinn, og þar mætast ólíkar lífsskoðanir. Leikararísýningu Þíbilju eru tíu, og leikstjóri er ÞórTúliníus. Þegar hópurinn kom saman í nóvem- ber til að undirbúa sýninguna, var drjúgum tíma eytt í að ganga um bæinn með bundið fyrir augu, til að öðlast skilning á aðstæðum íbúa dals- ins, og einnig var leitað aðstoðar hjá blindum. Leikhópurinn Þíbylja sýnir leikgerð byggða á smásögu eftir H.G. Wells

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.