Alþýðublaðið - 03.11.1920, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ___________J
Lesið!
A nýju saumastofunni á Hverfisgötu 34, getið þér fengið vönduð Og
góð blá, brún og svört föt, saumuð á mjög skömmum tíma. —
Sömuleiðis tekið á móti efnum utan úr bænum, fljót og góð aígreiðsla.
V önduð vinna. Sanng jarnt verö.
Kristinn Jónsson, klæðskeri.
þeim mönnum hjáiplegur, sem fyr-
ir verkinu standa.
En það er óvíst að árangurinn
af þessu verði langvinnur, því
eins og kunnugt er eru rotturnar
fljótar að tímgast og flytja sig
langar leiðir búferlum. Það er því
mjög sennilegt, að eitrun þurfí að
fara fram með stuttu millibili um
alllangt skeið, til þess að fullkom-
ið gagn verði að. I sambandi við
þetta er vert að benda á það, að
rottur eru hér víða f nágrenninu,
t. d. í Hafnarfirði og á bæjum
hér nærlendis. Hagnaður er eng-
inn að þessum ófögnuði, heldur
gerir hann ómetanlegt tjón, ekki
sfður á sveitabæjum en annars-
staðar. Rotturnar grafa sundur torf-
veggi og skemma hús manna svo
mjög, að það eitt ætti að vera
nóg til þess, að menn hér i ná-
grenninu noti tækifærið og fái að-
stoð þess manns, er fyrir útrým-
ingunni stendur hér, til þess að
eitra fyrir kvikindi þessi, sem auk
annars bera mjög oft sóttkveikjur
i matvæli, og þaðan komast þær
á menn.
Hafnfirðingar ættu líka að taka
Sig til og hefja herferð gegn rott-
unum, því ekki muuu pær gera
minni skaða þar en annarsstaðar.
Þessum athugasemdum mfnum
vil eg beina til hlutaðeigandi
manna, og vænti þess, að þeir at-
hugi þær. Ráðhollur.
Ui dagifln 09 yeginn.
Kveikja ber á hjólreiða- og
bifreiðaljóskerum eigi síðar en kl.
41/5 í kvöld.
fiíóin. Nýja bíó sýnir: ,StúIk-
Una frá Monte Carlo". Gamla bió
sýnir: »Löngun til betri vegar*'.
Iieíðrétting. í kvæðinu »Vet-
Uí*, sem birtist í 245. tbl., stend-
Ur i I. hendingu 4. erindis: jafn-
»ðs hugaðs, en átti að vera: jafn-
aðs hugar.
-Þjófnaóur. Þrátt fyrir það, þó
úfengimir 12 hafi verið yfirheyrð
lr og settir undir lögreglueftirlit,
eru ekki allir þjófar upprættir, því
h^iður, Piltur hefir stolið um 1500
kr. frá föður sinum. Segist hann
hafa beðið mann að geyma pen-
ingana, en hann hafi kastað þeim
i Tjörnina. Lögreglan var í gær
að leita að kassanum i Tjörninni
og hleypti úr henni vatninu. Sagt
er, að fleiri þjófnaðir hafi verið
framdir þessu líkir nýlega.
Samskotin. Til viðbótar áður
auglýstu skal hér birt það sem
bæzt hefir við til hins fátæka landa
okkar i Færeyjum:
Isfirðingur 10* kr., S S. S. 10®
kr„ G. J. 5* kr, N. N. 10* kr„
S. A. 10* kr„ N. 5* kr„ Pétur
Hjaltested 50* kr„ N. N. 2* kr„
Sa. P. 10* kr„ M. G. J. 10* kr„
Tom VI 10 kr.
Ingólfur Arnarson kom af
veiðum i gær og fór til Englands
samdægurs með aflann.
Hannslát. 1. þ. m. lést á hæli
i Danmörku Þóra Jónsdóttir, kona
Runólfs Stefánssnnar útgerðar-
manns i Litlaholti.
Falltrúaráðsfanðnr í kvöld,
kl. 9.
Horgnnblaðið hefir nú farið i
kjölíar Tímans og kemur hálft út
annanhvorn dag. Verðið er hið
sama og áður.
Fyrirspurn,
Verða einkasimar bæjarins not-
aðirfþágu „Sjálfstjórnar* við þess-
ar kosningar, eins og þeir voru
notaðir við borgarstjórakosninguna
í vor? Th.
Alþbl. getur því miður ekki
svarað spurningunni; en kannske
það viti um það eftir kosningarnar.
Þeir sem eiga ógreidd gjöld tll
félagsins, fallinn i gjalddaga 1.
október, eru vinsamlegast bednir
að greiða þau sem fyrst. —
Gjöldum er veitt móttaka 4
afgr. Alþbl. alla virka daga ©g
hjá gjaldkera félagsins Sigurði Þor-
kelss. Hildibrandshúsi eftir 7 síðd.
Nýjar danskar
Kartöflur,
afar góðar, á 21 kr. pokinn,
fæst í verzlun
BjðrgYins 0. Jónssonar,
Bergstaðastræti 19. — Sími 853.
Pó rafstööin sé ekki
fengin enn þá og yður ef til vill
finnist ekkert liggi á að láta
leggja rafleiðslur um hús
yðar, þá má búast við kapphlaupi
um innlagningar um það bil sem
straumur kemur til bæjarins, —
einmitt af því hve margir bíða
til sfðasta dags. — Til þess að
lenda ekki i þvi kapphlaupi, þá
er hyggilegt að panta innlagningu
í hús yðar strax í dag.
Vönduð vinna. — Sanngjarnt verð.
H.f. Rafmf. Hití & LJös,
Vonarstræti 8. — Sími 830.
Alþbl. kostar I kr. á mánuðf.
Ritstjóri og ábyrgðarmaðnr:
Ólafar Friðrikuon
PrentsmiOjan Gutenberg "