Morgunblaðið - 20.04.1991, Síða 3

Morgunblaðið - 20.04.1991, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRIL'1991 11-19.00 og þriðjudaga til föstu- daga, klukkan 15.-19.00. Þar er útl- ánsdeild, auk þess sem þar er sögu- stund fyrir böm einu sinni í viku. Bústaðasafn og bókabílar hafa sínar bækistöðvar í Bústaðakirkju og er opið mánudaga til fimmtu- daga, klukkan 9-21, föstudaga, klukkan 9-19 og laugardaga, ktukk- an 13-16. Þar er útlánsdeild og bæki- stöð bókabíla. Sögustund fyrir börn er þar einu sinni í viku. Bústaðaúti- búið er lokað á laugardögum frá 1. maí til 1. september. Sólheimasafnið tilheyrir reyndar ekki Reykjavíkurborg lengur, en það er til húsa í Sólheimum 27 og er opið mánudaga til fimmtudaga, klukkan 9-21, föstudaga, klukkan 9-19 og laugardaga, klukkan 13-16, nema frá 1. maí til 1. september, þá er lokað á laugardögum. í Sól- heimasafninu er útlánsdeild, auk þess sem þar er sögustund fyrir böm einu sinni í viku. Þar að auki býður safnið upp á heimsendingarþjónustu við fatlaða og aldraða. Borgarbókasafnið í Gerðubergi er opið mánudaga til fímmtudaga, klukkan 9- 21, föstudaga, klukkan 9-19 og laugardaga, klukkan 13-16. Þar er útlánsdeild og tónlistardeild, auk þess sem boðið er upp á sögu- stund fyrir börn einu sinni í viku. Eins og önnur bókasöfn borgarinnar, er safnið í Gerðubergi lokað á laugar- dögum, frá 1. maí til 1. september. Sögustundimar eru mjög mark- visst unnar og má nefna sem dæmi að núna í apríl em lesnar bækur sem fjalla æum listsköpun af ýmsu tagi, vegna Listahátíðar æskunnar. Dag- skrá sögustunda í Bústaðabókasafni hefur því verið með eftirfarandi hætti: Þann 3. apríl var lesin sagan Fuglinn sem ekki vildi syngja, úr „Berin á lynginu" og „Kuggur, Mosi og mæðgurnar," eftir Sigrúnu Eld- járn. Þann 10. apríl var þýtt efni; „í sjónvarpinu," eftir Kunnas, „Hljómsveitin fljúgandi," eftir Löf- gren og „Stína snjalla og Snati, I,“ eftir Hayton. Þann 17. apríl var les- in bók Herdísar Egilsdóttur um Pappírs-Pésa og sagt var frá fólki og ræningjum í Kardemommubæ, eftir Egner. Þann 24. apríl, meðan á listahátíðinni stendur, verður lesin sagan „Bétveir bétveir," eftir Sigr- únu Eldjárn„,Tumi bregður á leik,“ eftir Wolde. Þá verður sýnt mynd- band sem ber heitið „Jurtin,“ og leik- in verður snælda með „Pétri og úlfin- um,“ eftir Prokofjev. Auk þess kem- ur Sigrún Eldjárn í heimsókn, mánu- daginn 22. apríl, klukkan 10.00, kemur Sigrún Eldjárn og les úr verk- um sínum. ssv Borgarbókasafn Reykjavikur hefur ýmislegt upp á að bjóða, fyrir yngstu börnin, meðan á Listahátíð æskunnar stendur. Mánudaginn 22. apríl, klukkan 10.30, kemur Sigrún Eldjárn i heimsókn í Bústaðabóka- safn, les upp úr verkum sínum og ræðir við krakkana. Klukkan 11.00 verður dagskrá um blindraletur í Sólheimabókasafninu og klukkan 14.00 verður Sigrún Eldjárn í Grandasafni. í bókasafninu í Gerðubergi verður svo brúðuleikhúsið „Dúkkukerran", með sýningu, klukkan 14.00. Þriðjudaginn 23. apríl klukkan 14.00 verður dagskrá um blindraletur í bókasafninu í Gerðubergi. Miðvikudaginn, 24. apríl, klukkan 10.00, er sögustund i Bústaðabókasafni, einnig í Sólheimabókasafni og bóka- safninu í Gerðubergi — og klukkan 14.00 í Grandasafni. I sögustundun- um verður lesið efni sem tengist listum. Eftir lesturinn verður teikn- að, litað og málað. A bókasöfnunum verður jafnframt sýning á verkum barna, sem hafa verið unnin í sögustundum. rdís Þorvaldsdóttir er borgar- bókavörður ög aðspurð um þátttöku safnsins í Listahátíð æskunnar, sagði hún: „Reykjavíkur- borg er annar þeirra aðila sem standa að hátíðinni og þar komum við inn í dagskrána. Það sem við leggjum af mörkum eru í rauninni okkar venj- ulegu dagskrár, aðeins framlengd- færanlegt frá ári til árs. Meðan á Listahátíð æskunnar stendur, eru sögustundirnar yfirleitt frá klukkan tíu til ellefu á morgnana og svo ýmislegt aukreitis eftir hádegi. En það er ekki bara verið að lesa, heldur eru börnin alltaf að teikna eða búa til ýmsa hluti. Oft er það tengt efninu sem verið er að lesa, en stund- Rætt við Þðrdísi Þor- valdsdóttur borgarbókavðrð um er það eitthvað allt annað, jafn- vel veðrið. Svo þarf fólk ekki endi- lega að mæta í auglýstar sögustund- ir, því dagmæður og fóstrur geta hringt og pantað sögustund. Við er- um líka með skipulagðar kynningar- dagskrár á söfnunum fyrir böm úr grunnskólum, en það hefur komið í ljós að fullorðið fólk sækir ekkert síður í þær kynningar og hver sem er getur beðið um þær.“ Borgarbókasafnið teygir anga sína víða um borgina. Aðalsafnið er í Þingholtsstræti 29a, og er opið mánudaga til fímmtudaga, klukkan 9-21, föstudaga, klukkan 9-19, laug- ardaga klukkan 13-16. Frá 1. maí til 1. september er aðalsafnið lokað á laugardögum. í aðalsafninu eru útlánsdeild og lestrarsalur, auk þess sem þar er sögustund fyrir bömin einu sinni í viku. Lestrarsalurinn er lokaður í júní, júlí og ágúst. Grandaútibú er við Grandaveg 47 og er opið mánudaga, klukkan Morgunblaðið/KGA BJOÐUM UPP A SÖGUSTUNDIR, UPPLESTUR OG BRÚÐULEIKHÚS Börn ó dag- vistarheim- ilinu Valhöll við undirbún- ing Listahó- tíðarinnar. ar. u Fyrir hvaða aldurshóp em sögu- stundimar? „Þessar almennu sögustundir eru fyrst og fremst fyrir böm á aldrinum fjögurra til sjö ára. Það er lesið fyr- ir þau og föndrað með þeim, auk þess sem lesin er fyrir þau saga. Stærri krakkar, sem eru sjálfír fam- ir að lesa, koma bara sjálf. Tilgang- urinn er fyrst og fremst að lesa fyr- ir litlu krakkana sem geta bara skoð- að myndirnar. Síðan er spjallað við þau og reynt að skýra textann. Hver sögustund er rúmur klukkutími." Hvaða börn koma helst? „Það eru fyrst og fremst krakkar úr hverfunum, auk þess sem fóstrur og dagmæður koma með börn sem era í dagvistun. Þetta er mjög vin- sælt og á hveiju ári koma um 2.000 börn í sögustundir safnsins. í hvetju útibúi er einn bókasafnsvörður sem sér um sögustundimar og það er mjög mikil vinna við þær, því það þarf að leita að rétta efninu og oft þarf að þýða það. Við höfum fengið skuggamyndir erlendis frá, sem þarf að fara í gégnum og velja úr, auk bóka. Stundum bjóðum við rithöfund- um að koma og lesa upp úr bókum sínum og spjalla við börnin og á hveiju ári er brúðuleikhús á einhveij- um af þessum stöðum. Brúðuleikhú- sið og höfundarnir eru það eina sem er út fyrir það sem safnið gerir sjálft." Á hvaða tíma eru sögustundimar? „Þær eru venjulega á milli klukkan tvö og þijú á daginn, en það er þó BÖRN EIGA RÉTT í Nýja tónlistarskólanum hafa fjórir krakkar stundað strangar æfingar upp á síðkastið — þar sem þau munu flytja Tríósónötu eftir Corelli, á hátíðardagskránni í Borgarleikhúsinu í dag. Þetta eru þau Níels Rúnar Gíslason, 11 ára nemi í fiðluleik, Guðrún Jónsdóttir, 11 ára, sem einn- ig lærir á fiðlu, Sólveig Gísladóttir, 14 ára sellónemi og Pétur Snæ- björnsson, 14 ára nemi í píanólcik. Rrakkarnir eru mislangt komnir í námi; Níels er á 2. stigi, Guð- rún á 3. stigi, Sólveig á 4. stigi og Pétur á 5. stigi og öll ljúka þau þessum stigum í vor. Hópurinn hefur leikið saman áður, bæði í dúettum og tríóum og Pétur hefur verið undir- leikari hjá öllum strengjunum. En hvers vegna hafa þau valið sér þessi hljóðfæri? Níels: „Mamma valdi mitt — og ég er alveg ánægður með það. Ef ég ætti að velja sjálfur, mundi ég vilja læra á gítar. En ég mundi ekki vilja sleppa fiðlunni, heldur halda áfram að læra á hana líka.“ Guðrún: „Ég var í forskóla og kennarinn benti mér á fiðluna. í for- skólanum sungum við líka með „Litlu strengjasveitinni," á vortónleikum, svo ég kynntist fiðlunni aðeins þar og er mjög ánægð með hana.“ Sól- veig: „Ég var í forskóla úti í Þýska- landi og í lok skólaársins kom kenn- arinn rneð nokkur hljóðfæri til að sýna okkur. Mér fannst sellóið áhugaverðast og valdi það.“ Pétur: „Það hefur alltaf verið til píanó heima hjá mér. Bróðir minn lærði á það og mig langaði alltaf til að læra líka.“ Þegar þau era spurð, hversu lengi þau æfa sig á degi hveijum, segjast fiðlurnar alltaf reyna að æfa sig í hálfa klukkustund á dag, sellóið eitt- hvað aðeins lengur, en Pétur segir píanóið ganga dálítið fyrir öðru: „Ég æfi mig alltaf áður en ég fer að læra — og aftur þegar ég er búinn að læra.“ Auk þess að vera í eink- atíma tvisvar í viku, era krakkarnir í tímum í tónheyrn og ýmist í tón- fræði eða hljómfræði — og strengja- leikararnir æfa einnig með strengja- sveit skólans." En hvað finnst þeim um að halda sérstaka Listahátíð æskunnar? „Börn eiga rétt á henni.“ svarar Guðrún. Þau hin taka undir það: „Það er margt áhugavert á dagskrá á hátíðinni og það er mjög gaman að fá að taka þátt í hátíðardag- A ÞESSARI HATIÐ Níels, Guðrún, Sólveig og Pétur. M°nÞ>»N»WKGA Rætt við tjóra tönlist- arnema sem leika á hátíðardagskránnií Borgarleikhúsi skránni. Og maður reynir að komast yfir að sjá eins mikið og maður get- ur.“ Hinsvegar er tími fjórmenning- anna takmarkaður, því þau koma víða fram meðan á hátíðinni stend- ur, meðal annars með strengjasveit allra tónlistarskólanna í Reykjavík, á tónleikum í Bústaðakirkju, laugar- daginn, 27. apríl, og það er ljóst að mikill tími fer í æfíngar alla næstu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.