Morgunblaðið - 20.04.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.04.1991, Blaðsíða 9
¦ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1991 C 9 Listahátíð æskunnar Jónas Sen íslenska operan: JONAS SEN ÁEPTA TÓNLEIKUM Síðustu EPTA-tónteikar vetrar- ins verða haldnir í íslensku óperunni, mánudaginn 22. april. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og það er píanóleikarinn Jónas Sen, sem leikur Sex f ant- asíur, opus 116, eftir Brahms, Kreisleriahna eftir Schumann, Fjögur smáverk eftir Janacek, eitt stutt verk eftir Scriabin, auk 7. sónötu hans. Jónas hóf nám í píanóleik, níu ára að aldri, hjá Kolbrúnu Óskarsdóttur. Innritaðist tveimur árum seinna í Tónlistar- skólann í Reykjavík og lauk ein- leikaraprófi þaðan 17 ára. Jónas var þá yngsti nemandinn í sögu skólans, til að ljúka því prófi. Ari seinna íauk hann stúdentsprófi - og hvað svo? „Þá fór ég til Parísar," svarar Jónas: „Ég fékk fjögurra ára námsstyrk frá franska ríkinu og var í eingöngu í einkatímum, allan þann tíma. Síðan kom ég heim 1986 og kenndi við Tónlistarskól- ann í Reykjavík og við Kennarahá- skólann - en fór síðastliðið haust til London - til frekara náms." Jónas stundar mastersnám í tónlist frá City University í London á komandi hausti. Lokaritgerð hans fjallar um atvinnusjúkdóma tónlistarmanna, auk þess sem hann er með ýmis forvitnileg verk- efni. Þegar hann er spurður um þau, brosir hann og segir: „Já, núna er ég að vinna verkefni um músík í tíbeskum búddisma. Þetta er verkefni þar sem ég skrifa trúar- lega söngva niður í vestrænum nótum. Þetta er hálftíma verk og það má eiginlega segja að ég sé að editera heila seremóníu, því Tíbet'ar syngja allar sínar seremón- íur - en skrifa sönginn ekki niður." En lokaverkefnið þitt um atvinn- usjúkdóma. Hvaða sjúkdómar eru það helst sem hrjá tónlistarmenn? „Tónlistarmenn eru á vissan hátt íþróttamenn ogþað sem ég er að f ást við er hliðstætt verkefni um íþróttalækningar. Hér er um ails kyns meiðsl að ræða og það sem kallað er sinaskeiðarbólga hér - en nær þó ekki alveg að lýsa kvillanum, því hann er afmark- aðri. En við getum sagt að þetta séu sjúkdómar sem tengjastþví að spila og hjá flestum hljóðfæra- leikurum eru atvinnusjúkdómar bundnir við hendurnar - sérstak- lega úlnliðinn. Það hefur ekki ver- ið gerð nein úttekt á þessum sjúk- dómum áður - og EPTA í London hefur sýnt áhuga á því að gefa ritgerðina út." I haust kemur einnig út hljóm- diskur með Jónasi. Diskurinn er gefinn út í London og á honum má heyra verk eftir Liszt, Scriabin og Brahms. Hann verður fulltrúi íslands á alþjóðlegri EPTA-ráð- stefnu í London í júlí og næsta vetur verður hann einleikari á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands - svo það er nóg að gera. En hvað tekur við að námi loknu i haust? „Égkemheim," segirJónas- ákveðið: „Ég get svarið það, ég hata London. En hér finnst mér ofsalega gott að vera - og gaman. Allir vinir mínir eru hérna, næt- urlífið er skemmtilegt; já hér líður mér vel. Heyrðu góði - þú er talinn efnilegasti píanóleikarinn sem við eigum. Ekki flækjast tæki- færin fyrir þér hér? „ Veistu, ég er mjög metnaðar- gjarn - en ég set engin skilyrði á það sem ég ætla að ná. Ég er mjög ánægður með ástandið eins og það er. Ég er með skipulagða konserta fram eftir næsta vetri; ekkert of mikið - þannig að ég get hvílt mig á milli. Metnaður minn felst ekki í því að fá ein- hvern status og vera á þeytingi út um allt - heldur í því að fá tíma til að æf a mig og bæta; verða betri píanóleikari. Þannig að ég kem heim, fer líklega að kenna aftur í Kennaraháskólanum og æfa mig." Hversvegna valdirðu píanóið? „Þú getur bara sagt að ég hafi verið píanóleikari í fyrra lífi og þetta sé bara gamall vani... ... og ég hugsa að ég verði aftur píanóleikari í næsta lífi." Ballettskíli Eddu Scheving: DANSANDI DÚKKUR ÓHÆTT er að segja að þúsundir barna stundi listnám af einhverju tagi á íslandi. Allan veturinn sækja þau samviskusamlega tíma í dansi, tónlist, leiklist og myndlist og nú þegar vorið er komið, gefur að líta afrakstur þeirra á ýmsum stöðum. Ballett hefur átt sívaxandi vinsældum að fagna hjá litlum stúlkum - en nú er vetr- arnámskeiðum að ljúka hjá ballettskólunum og eins og á hverju vori, er stór nemendasýning hjá Ballettskóla Eddu Scheving i Háskólabíói í dag, klukk- an 13.30. Þar fljúga fiðrildi, læðast mýs og kettir, litlir hvolpar og síðbúnir páskaungar. Dansa dúkkur og aust- urlenskar meyjar og í lokin er dansverk sem nefnist „I höllinni", fullt af prinsessum." Þegar blaðamaður Morgunblaðsins hafði samband við Eddu, sagði hún að sýningarnar yrðu tvær; sú seinni strax á eftir þeirri fyrri, vegna þess að á síðast- liðnum misserum hefðu margir þurft frá að hverfa: „Krakkarnir vilja allir fá foreldra, ömmur, afa, frænkur og frændur og vini á sýninguna. Það er því töluverður fjöldi sem fylgir hverju þeirra, þegar að sýningu kemur," sagði Edda. Að gefnu tilefni sagðist Edda vilja koma því á framfæri að inngangseyris væri krafist að sýning- unni. „Sýningin er auglýst í bæklingi sem Listahá- tíð æskunnar hefur gefið út, en í rauninni er hún ekki á vegum hátíðarinnar, heldur er þetta okkar árlega vorsýning og það er tilviljun að hana skuli bera upp á sama dag og hátíðin er opnuð."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.