Morgunblaðið - 20.04.1991, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1991
1
C 9
Jónas Sen
íslenska óperan:
JONAS SEN
ÁEPTA
TÓNLEIKUM
Síðustu EPTA-tónleikar vetrar-
ins verða haldnir í íslensku
óperunni, mánudaginn 22. apríl.
Tónleikarnir hefjast klukkan
20.30 og það er píanóleikarinn
Jónas Sen, sem leikur Sex fant-
asíur, opus 116, eftir Brahms,
Kreislerianna eftir Schumann,
Fjögur smáverk eftir Janacek,
eitt stutt verk eftir Scriabin, auk
7. sónötu hans.
Jónas hóf nám í píanóleik, níu
ára að aldri, hjá Kolbrúnu
Óskarsdóttur. Innritaðist
tveimur árum seinna í Tóntistar-
skólann í Reykjavík og lauk ein-
leikaraprófi þaðan 17 ára. Jónas
var þá yngsti nemandinn í sögu
skólans, til að ljúka því prófi. Ari
seinna lauk hann stúdentsprófí -
og hvað svo?
„Þá fór ég til Parísar,“ svarar
Jónas: „Égfékk fjögurra ára
námsstyrk frá franska ríkinu og
var í eingöngu í einkatímum, allan
þann tíma. Síðan kom ég heim
1986 og kenndi við Tónlistarskól-
ann í Reykjavík og við Kennarahá-
skólann - en fór síðastliðið haust
til London - ti! frekara náms.“
Jónas stundar mastersnám í
tónlist frá City University í London
á komandi hausti. Lokaritgerð
hans Ijallar um atvinnusjúkdóma
tónlistarmanna, auk þess sem
hann er með ýmis forvitnileg verk-
efni. Þegar hann er spurður um
þau, brosir hann og segir: „Já,
núna er ég að vinna verkefni um
músík í tíbeskum búddisma. Þetta
er verkefni þai- sem ég skrifa trúar-
lega söngva niður í vestrænum
nótum. Þetta er hálftíma verk og
það má eiginlega segja að ég sé
að editera heila seremóníu, því
Tíbet'ar syngja allar sínar seremón-
íur - en skrifa sönginn ekki niður.“
En lokaverkefnið þitt um atvinn-
usjúkdóma. Hvaða sjúkdómar eru
það helst sem htjá tónlistarmenn?
„Tónlistarmenn eru á vissan
hátt íþróttamenn og það sem ég
er að fást við er hliðstætt verkefni
um íþróttalækningar. Hér er um
alls kyns meiðsl að ræða og það
sem kallað er sinaskeiðarbólga hér
- en nær þó ekki alveg að lýsa
kvillanum, því hann er afmark-
aðri. En við getum sagt að þetta
séu sjúkdómar sem tengjast því
að spila og hjá flestum hljóðfæra-
leikurum eru atvinnusjúkdómar
bundnir við hendurnar - sérstak-
lega úlnliðinn. Það hefur ekki ver-
ið gerð nein úttekt á þessum sjúk-
dómum áður - og EPTA í London
hefur sýnt áhuga á því að gefa
ritgerðina út.“
1 haust kemur einnig út hljóm-
diskur með Jónasi. Diskurinn er
gefinn út í London og á honum
má heyra verk eftir Liszt, Scriabin
pg Brahms. Hann verður fulltrúi
íslands á alþjóðlegri EPTA-ráð-
stefnu í London í júlí og næsta
vetur verður hann einleikari á tón-
leikum Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands - svo það er nóg að gera.
En hvað tekur við að námi loknu
í haust?
„Ég kem heim,“ segir Jónas-
ákveðið: „Ég get svarið það, ég
hata London. En hér finnst mér
ofsalega gott að vera - og gaman.
Allir vinir mínir eru hérna, næt-
urlífið er skemmtilegt; já hér líður
mér vel. Heyrðu góði - þú er
talinn efnilegasti píanóleikarinn
sem við eigum. Ekki flækjast tæki-
færin fyrir þér hér?
„ Veistu, ég er mjög metnaðar-
gjarn - en ég set engin skilyrði á
það sem ég ætla að ná. Ég er
mjög ánægður með ástandið eins
og það er. Ég er með skipulagða
konserta fram eftir næsta vetri;
ekkert of mikið - þannig að ég
get hvílt mig á milli. Metnaður
minn felst ekki í því að fá ein-
hvern status og vera á þeytingi
út um allt - heldur í því að fá tíma
til að æfa mig og bæta; verða
betri píanóleikari. Þannig að ég
kem heim, fer líklega að kenna
aftur í Kennaraháskólanum og æfa
mig.“
Hversvegna valdirðu píanóið?
„Þú getur bara sagt að ég hafi
verið píanóleikari í fyrra lífi og
þetta sé bara gamall vani...
... og ég hugsa að ég verði aftur
píanóleikari í næsta lífi.“
Morgunblaðið/Bjami
Frá nemendasýningu Ballettskóla
Eddu Scheving
Ballettskóli
Eddu Scheving:
Morgunblaðið/KGA
ÓHÆTT er að segja að þúsundir
barna stundi listnám af einhverju
tagi á Islandi. Allan veturinn sækja
þau samviskusamlega tíma í dansi,
tónlist, leiklist og myndlist og nú
þegar vorið er komið, gefur að líta
afrakstur þeirra á ýmsum stöðum.
Ballett hefur átt sívaxandi vinsældum að
fagna hjá litlum stúlkum - en nú er vetr-
arnámskeiðum að ljúka hjá ballettskólunum
og eins og á hveiju vori, er stór nemendasýning hjá
Ballettskóla Eddu Scheving í Háskólabíói í dag, klukk-
an 13.30. Þar fljúga fiðrildi, læðast mýs og kettir, litlir
hvolpar og síðbúnir páskaungar. Dansa dúkkur og aust:
urlenskar meyjar og í lokin er dansverk sem nefnist „í
höllinni“, fullt af prinsessum.“
Þegar blaðamaður Morgunblaðsins hafði samband
við Eddu, sagði hún að sýningarnar yrðu tvær; sú
seinni strax á eftir þeirri fyrri, vegna þess að á síðast-
liðnum misserum hefðu margir þurft frá að hverfa:
„Krakkarnir vilja allir fá foreldra, ömmur, afa,
frænkur og frændur og vini á sýninguna. Það er
því töluverður fjöldi sem fylgir hveiju þeirra, þegar
að sýningu kemur,“ sagði Edda.
Að gefnu tilefni sagðist Edda vilja koma því á
framfæri að inngangseyris væri krafist að sýning-
unni. „Sýningin er auglýst í bæklingi sem Listahá-
tíð æskunnar hefur gefið út, en í rauninni er hún
ekki á vegum hátíðarinnar, heldur er þetta okkar
árlega vorsýning og það er tilviljun að hana skuli
bera upp á sama dag og hátíðin er opnuð.“
DANSANDI
DÚKKUR
1