Morgunblaðið - 20.04.1991, Síða 11
C 11
MORGÚNBLAÖIÐ LAUGARDÁGUR 20. APRÍL 1991
Morgunblaðið/Sverrir
LITIL FLUGA VARÐ
AÐ STÓRUM FISKI
I Vogaskóla hafa tíu krakkar átt annríkt upp á síðkastið, þar sem
þau hafa verið að æfa leikrit, sem þau nefna „Það gerðu þetta all-
ir,“ undir stjórn Ingunnar Egilsdóttur. Hópinn skipa Elsa Maria,
írena, Andrea, Hjalti, Hjalti Þór, Kristrún, Hildur, Adda, Sveinlaug
og Benedikt og eru úr 7.9. og 10. bekk. Krakkarnir hafa sjálfir
samið leikritið, sem fjallar um unglinga og vímuefni og þá aðallega
hættuna sem unglingum stafar af vímuefnaneyslu. En hvers vegna
petta þema?
þetts
■■ið vildum gera eitthvað sem
M hefur tilgang. Það eru fyrst
■ og fremst okkar viðhorf sem
koma fram í leikritinu og við hug-
suðum okkur þetta sem forvarnar-
verk.
Vímefnaneysla er mikið vanda-
mál í okkar árgöngum. Krakkarnir
byrja neysluna 13 til 14 ára og
okkur finnst óhugnanlegt að sjá
hvernig sum þeirra fara.“
— Hvernig krakkar eru það
helst?
„Það er eins og það fari ekki
eftir neinni formúlu. Þetta eru bæði
krakkar sem eru kúl og krakkar
sem eru rólegir og allt þar á milli.
Aðalpersónurnar í leikritinu okk-
ar eru tvær systur, 13 og 14 ára,
og verkið fylgir þeim í þrjú ár. Þær
búa við fremur lélegar heimilisað-
stæður og félagslegar aðstæður al-
mennt. Þær lenda í vímuefnum —
ekki afþví þær ætli sér það, fremur
en aðrir. En þær lenda á kafi í
þessu, án þess að gera sér grein
fyrir því og þegar þær vilja hætta
eru þær fastar. Það er mjög al-
gengt með krakka sem lenda í
vímuefnaneyslu, að þeir hafa engan
til að reiða sig á, en þessar systur
hafa hvor aðra og það verður þeim
til happs.“
— Er Iéikfélag í Vogaskóla?
„Nei, þessi hópur er framhald
af námskeiði sem var haldið hér á
vegum íþrótta- og tómstundaráðs
Reykjavíkur. Það hefur alltaf verið
sami kjarninn á þessum námskeið-
um, þannig að það má kannski segja
að þetta sé leikfélag skólans,“ segja
þau og hlæja.
„Verkið varð til á námskeiðinu
sem var haldið í vetur'og var spuna-
verkefni. Það má segja að þetta
hafi verið lítil fluga sem varð að
stórum fiski,“ segir einn meðlimur-
inn og allir skellihlæja og finnst
þetta frábærlega heimspekileg at-
hugasemd.
- Finnst ykkur nógu mikið gert,
til að vekja athygli unglinga á hæt-
tunni sem þeim stafar af vímuefna-
neyslu?
„Ne-hei! Alls ekki. Það þarf að
auka umræðuna til muna og sýna
Litið inn á
i
Vogaskðla
okkur hvernig getur farið. Sú
fræðsla sem er í gangi er engan
veginn nægjanleg. Það kemur öðru-
hveiju einhver frá lögreglunni eða
Rauða krossinum, stendur yfir okk-
ur og þylur upp tölur og staðreynd-
ir. Það er bara svo leiðinlegt form,
að enginn nennir að hlusta. Það
væri gott ef fólk sem þekkir vímu-
efnaneyslu af eigin raun kæmi og
segði frá reynslu sinni, auk þess
sem gott væri að fá að sjá myndir.
Við höfum heldur aldrei fengið
neina fræðslu um það, hvernig við
getum hjálpað. Á meðan svo er,
reynir maður bara að passa sjálfan
sig.“
— Hver finnst ykkur vera til-
gangurinn með Listahátíð æskunn-
ar?
„Okkur finnst tilgangurinn vera
sá að leyfa okkur að tjá okkur um
það sem hvílir þyngst á okkur, koma
sjónarmiðum okkar á framfæri og
sýna hvað í okkur býr — og við
eigum það skilið."
ssv
BONDADÆTUR
í LAUGARNESSKÓLA
Mópurinn samanstendur af sjö
leikendum og einum sögu-
manni og eru allir krakkarnir
úr 7. bekk. Leikrit þeirra segir frá
þremur bóndadætrum sem verða ást-
fangnar af konungi, smiðnum hans
og skóara - og giftast þeim. Yngsta
systirin giftist konunginum, en fljót-
lega verða eldri systurnar öfundsjúk-
ar út í hana og þegar drottningin
elur konungi sínum þijú börn, fjar-
lægja systurnar þau og tjá konungin-
um að hún hafi alið hund, kött og
tijábút. Börnin heita Vilhjálmur, Sig-
urður og Helga. Þeim er komið í
burtu - en upp komat svik um síðir,
allt fer vel að lokum og systurnar
tvær fá makleg málagjöld. En hvers
vegna völdu krakkarnir þessa
sögu?
„Við fundum hana þegar við
vorum að fara í þjóðsögurnar í
vetur. Það var tiltölulega auðvelt
að vinna leikgerð upp úr henni,
vegna þess að hún er einföld og
það er mikið af beinum samtölum
í textanum. Þar að auki hafði hún
sérstöðu, því það er enginn drep-
inn í henni.“
Hver eru skilaboðin í sögunni?
„Skilaboðin eru þau að maður á
að vera ánægður með það sem mað-
ur hefur valið og ekki vera öfund-
sjúkur og alls ekki að ljúga — og
að sannleikurinn sigrar að lokum.“
Finnst ykkur sagan eiga eitthvert
erindi við okkur í dag?
„Já, okkur finnst fólk í dag vera
of fullt af þeim löstum sem fram
koma í verkinu."
Hafið þið öll leikið áður?
„Já, sum hafa verið á leiklist-
arnámskeiði og svo höfum við leik-
ið á árshátíðum og jólaskemmtun-
um í skólanum. Auk þess er sú hefð
hér í Laugarnesskóla að í fyrstu
frímínútum á hveijum föstudegi, hitt-
ist allur skólinn á sal. í hvert sinn
er einhver bekkur með atriði og
oft eru fluttir stuttir leikþættir. Bekk-
irnir ráða sjálfir hvað þeir gera —
í samráði við kennara. Við venj-
umst því þessvegna að koma fram
— gerum það frá sjö ára aldri.“
Hver finnst ykkur vera tilgangur-
inn með því að halda sérstaka lista-
hátíð fyrir börn og unglinga?
„Að leyfa ungu fólki að njóta sín
og sýna hvað í því býr, með því
að leyfa okkur krökkunum að koma
fram. Það eina sem vantar er diskó-
tek fyrir alla unglinga í Reykjavík í
lokin,“ segja þau og flissa.
„Nei, í alvöru, það ætti að halda
svona hátíð sem oftast. Það er of
lítið um það að við fáum að sýna
hvað í okkur býr og koma sjónar-
miðum okkar á framfæri.“
ssv
„Bóndadæturnar", nefnist leik-
þátturinn sem Laugarnesskóli
sýnir á Leiklistarhátíð æskunnar,
í Borgarleikhúsinu á morgun,
sunnudag. Verkið er unnið upp
úr samnefndri þjóðsögu úr Þjóð-
sagnasafni Jóns Árnasonar og
leikhópurinn samdi leikgerðina í
samvinnu við leiklistarkennara
sinn, Þórunni Pálsdóttur.
Morgunblaðið/Sverrir