Morgunblaðið - 20.04.1991, Qupperneq 12
12 C
MORGUiMBLAÐIÐ LAUGARÐAGUR 20. APRÍL 1991
DÝR YRKJA EKKI
Hrarinn Eldjárn ræöir nyja Ijóðabók og sitthvað llelra
Morgunblaðið/Einar Falur
Endurminningar sóttu að mér lengi eins og
ufsalýsi sem
bam er að ropa fram eftir degi. Svo fór að
skyggja og
nýráðið einkennisdýr vitundarinnar, hin há-
fleyga mold-
varpa, kom til mín og sagði: Mig sundlar í
kjöllurum,
gref mig niður á hanabjálka og þrái hið
fijálsa fall.
Með þessu ljóði, í stemmning-
unni, sem er um hina háfleygu
moldvörpu, nýráðið einkennisdýr
vitundarinnar, hefst ný ljóðabók
Þórarins Eldjárns; bók sem dreg-
ur nafn sitt af þeirri dularfullu
skepnu. Sjö ár eru liðin síðan
Þórarinn gaf síðast út ljóðakver,
en á undanförnum árum hefur
hann einkum fengist við prósa og
smásagnaskrif. Hin háfleyga
moldvarpa geymir á fimmta tug
ljóða; nokkur í prósaformi, önnur
fjalla um bernsku, ógnir, ástir og
skáld. En hver er þessi skepna
sem bókin dregur nafn sitt af.
etta er einhverskonar táknrænt
Ijóðdýr eða ljóðrænt tákndýr,"
segir Þórarinn. „I ljóðinu segir
að það sé einkennisdýr vitund-
arinnar. Kannski finnur maður fyrir
þessari skepnu víðar í bókinni ýmist
fyrir ofan sig eða neðan, allt eftir
innstillingum og atvikum."
Er þetta fyrsta ljóð einhverskonar
forspjall eða inngangur: nú koma
ýmsar endurminningar fyrir í bók-
inni.
„Það má kannski segja að líkingin
með ufsalýsið sé í þeim dúr sem
passar vel við þetta dýr; hversdags-
leg líking tekin úr venjulegu lífi,
fyrirbæri sem allirþekkja færtyfir
í allt annað samhengi, ef til vill upp
á við, eins og þegar moldvarpa tekur
flugið."
Þú talar um líkingar úr venjulegu
lífi og í ljóðunum ber nokkuð á ein-
staklingnum sem er staddur í sínu
vanalega umhverfi, einn með sjálfum
sér, en skynjar þar einhveija ógn í
hversdagslegum hlutum, og eins er
sem hann fái ekki að vera í friði,
'múgmenningin þrengir að. Þetta
sést til dæmis í ljóðinu Storesarnir
eru að hverfa. Vill Ijóðskáldið frek-
ari einangrun?
Storesamir eru að hverfa
það sést inn á gafl þegar dregið er frá
Þú biður um annað líf
dæsir því gamla
það líður þér af vömm
og liðast út um gluggann
eins og bakarí
sé að störfum í frosti
Reynsla þín var úrelt
áður en þú fékkst hana
fréttir berast eins og póstkort
sem segir ég var hér
frá einhvejum sem löngu er kominn
Einmana tvímana þrímana
grær kenndin
fjölmana margmana
„Það má vera að einhver tilfinning
um einangrun, æskilega og óæski-
lega, birtist í ljóðunum, en þegar ég
set þau saman geng ég ekki mjög
meðvitaður til verks. Eg vil nú samt
ekki ganga svo langt að segja að
ég viti ekkert hvað ég er að gera,
en mín ljóð þurfa einhveija blöndu
■ af stjórn og stjómleysi. Mikið af
þessu eru stemmningar og myndir,
ég held það sé frekar mikið róið á
mið myndsmíðinnar í þessari bók,
mér sýnist það svona eftir á að
hyggja.“
Yrkingar ekki stórkostlegt
lifibrauð
Grípur þú í ljóðið samhliða prósa-
skrifum?
wmmamam
Þórarinn Eldjórn
„Já, ég hef alltaf gert það. Alltaf
verður eitthvað til. Þetta er önnur
deild. Vinnubrögðin við að skrifa Ijóð
og prósa eru afskaplega ólík. Prósinn
er meira líkamlegt erfiði og bygging-
arvandi. Það getur verið mjög gott
að skipta á milli þessara forma,
maður kemur þá ferskari aftur að
hinu.“
Nú er sjálfsagt ákaflega
ópraktískt að gefa út ljóðabækur,
og hvað þá fyrir mann sem hefur
atvinnu sína af skrifum.
„Eru ekki allar listgreinar óprakt-
ískar? Ef þú talar um lifibrauð, þá
er gjörsamlega útilokað að lifa af
því að gefa út ljóðabækur. Og það
gildir ekki bara um ísland, heldur
víðast hvar í heiminum, myndi ég
halda. En það eru svosem ekkert
ný tíðindi, og ég held að menn leiti
ekki í yrkingar af því að þeir haldi
að þetta sé stórkostlegt lifibrauð.
Þá hafa þeir eitthvað misskilið það
hvernig hlutirnir ganga fyrir sig.“
Er væntanleg prósabók einhvern-
tíma á næstunni?
„Eg hef ekkert tilbúið núna, en á
undanförnum árum hef égtalsvert
fengist við smásagnagerð. Segja má
að ég sé alltaf með smásögur í gangi
auk ljóðanna. Ég reikna með að á
næsta ári verði égtilbúinn með ein-
hver söfn þesskyns, en það verður
ekki á þessu ári. Ég er hinsvegar
með nokkrar Ijóðabækur í rörunum
og þær munu skila sér fljótlega fyrst
ég er búinn að skrúfa frá.“
í verkum þínum hefur oft borið
nokkuð á allskyns leikjum með orðin
og tungumálið. Þrátt fyrir vissar
breytingar í þessari ljóðabók má enn
sjá þessu bregða fyrir.
„Ég hef alltaf haft gaman af því
að ástunda orðaleiki, eins og sést
sjálfsagt á verkunum. Þó held ég
nú að ég hafi gert minna af því á
undanförnum árum en kannski var
í upphafi. Ég hef gaman af tungu-
málinu og að leika mér með það -
athuga möguleika þess.“
Þetta má til dæmis sjá í heiti ljóðs-
ins Tillaga um handhægt ferðasett
handa póetískum flóttamönnum.
Skynjar þú sjálfan þig að einhverju
leyti sem slíkan póetískan flótta-
mann?
„Jú jú. Þetta má skilja á ýmsan
hátt. Pólitískur flóttamaður er á
flótta undan einhverri ákveðinni
pólitík, en póetískur flóttamaður er
sennilega ekki að flýja póesíuna,
heldur notar hann hana sem tæki
til að flýja eitthvert. Það gétur vel
komið fyrir að það sé lífsflótti að
flýja í eða með póesíu, en það getur
einnig verið flótti til lífsins. Eða eins
og Árni Pálsson prófessor sagði um
brennivínið: Margur hefur nú bjarg-
að sér á flótta. í þessu tiltekna Ijóði
er talað um póetískt flug og það er
sett inn í ákveðið samhengi og
ákveðið líkingasvið. í lokin er síðan
teflt gegnt því vissu nytjaviðhorfi.“
Hræddur við stefnuskrár
Er það svo með listir á íslandi,
einblína menn gjarnan á einhvers-
konar nytjagildi?
„Ætli það gangi ekki í bylgjum.
Stundum er uppi sú krafa að öll list
sé einskonar nytjalist og stundum
er barist gegn því - af þeim sem
koma fram sem tískuhönnuðir bók-
mennta og lista. Ég held að öll góð
list sé nytjalist en hinsvegar er það
oft þannig að ef menn leggja upp
með þá hugsun að þeir ætli fyrst
og fremst að skapa nytjalist þá verð-
ur oft ekki úr því neitt sérstaklega
góð list.“
Má lesa ljóðið Hunang og blóð sem
einhverskonar ljóðræna stefnuskrá?
Til eru skáld
sem vakna andfúl að morpi
fá sér harðsoðið egg með blaðinu
hunang í teið
en frussa svo í vaskinn:
Oj blóðbragð
Önnur vakna
í tungumálið
teygja sig blíðgrimm
í elsku sína og vekja
henni blóð:
Mmm hunang
„Ég veit ekki hvort beint er hægt
að tala um stefnuskrá, það er eitt-
hvað svo viðamikið orð og ég er
hálfhræddur við það. Hvað eru stefn-
uskrár yfirleitt? Éru það ekki plögg
sem hanga inni í skáp og eru tekin
fram á stórhátíðum og burstuð. Síð-
an er gengið í einhvetjum allt öðrum
fötum dags daglega. Jú, auðvitað
fjallar þetta ljóð að einhveiju leyti
um skáldskapinn; hunang og blóð
eru efnisþættirnir í skáldamiðinum.
Og svo má segja að ljóðið lýsi mis-
munandi afstöðu hinna ýmsu
skálda.“
Og umræðan heldur áfram í
næsta ljóði; skotið er á skáldin „fyrr-
verðandi“:
A börum gráta fyrrverðandi skáld
öll Ijóðin sín
sem komust ekki í orð
Ég fyrir mitt leyti vil hinsvegar
beina samúð minni
að öllum orðunum
sem komust ekki í ljóð
„Kannski er ljótt að vera að þessu,
en ég held að allir sem skrifa og
hafa gert það að atvinnu sinni þekki
þessa manngerð. Ég hef áður fjallað
ítarlega um slíkan mann í smásögu
sem heitir Maðurinn er það sem
hann væri.“
Þú ert með nokkra stutta ljóð-
prósa. Eru þeir samspil þessara
tveggja þátta sem þú fæst við, ljóðs-
ins og smásögunnar?
„í bókinni eru ein fjögur prósa-
ljóð, en ég hef aldrei getað skil-
greint muninn á ljóði og prósaljóði
betur en með því að segja að í prósa-
ljóði sé það setjarinn en ekki skáldið
sem ræður hvar skipt er á milli lína.
Oft er munurinn ekki annar. En
auðvitað er þetta form sem nálgast
oft smásöguna. Fyrir nokkrum árum
gaf ég út smásagnasafn sem heitir
Margsaga. Þar eru tvær sögur sem
eru það stuttar að ef þær stæðu í
ljóðabók teldust þær ljóð. Því má
segja að prósaljóðin séu einskonar
jaðartilfelli og það þarf ekki að vera
langt á milli þessara forrna."
Getur verið að mynd- og ljóðræni
þátturinn eigi betur við þig en bygg-
ing lengri sagna?
„Kannski má segja það, að
minnsta kosti hentar það mér betur
þessa stundina. Það er líka þannig
að allskonar hugmyndir að vinna úr
safnast saman hjá manni, og ég hef
að undanförnu valið þá leið að láta
hveija og eina ganga sína leið, frek-
ar en að steypa saman í stærra verk.
Þetta getur síðan breyst, enda er
það alsiða að ljóðskáld og smásagna-
höfundar skrifa einnig stærri verk
og steypa gjarnan inn í þau ýmsu
sem annars hefði orðið Ijóð og smá-
sögur.
Annars er erfitt að fjalla um til-
urð verkanna, því eins og ég sagði
áðan og hef oft sagt áður þá er ég
ekki það meðvitaður að ég þurfi allt-
af að vera að skilgreina fyrir sjálfum
mér hvað ég er að gera.“
Sköpunargleðin ein af frum-
þörfunum
Við ræðum áfram um smásagna-
höfunda sem hafa einnigskrifað
stærri verk, og fléttað saman við
þau ljóðrænum eigindum, og talið
berst að Heinesen. Hann var meist-
ari smásagnanna, ogÞórarinn bend-
ir einnig á að hann hafi notað eins-
konar „Ijóðrænt ég“ í sögum sínum
og þar að auki brugðið upp æsku-
myndum: „því sem alltaf er verið
að skamma íslenska höfunda fyrir.“
Er einhver ástæða til að skamma
menn fyrir það?
„Nei, það er engin ástæða til að
skamma menn fyrir eitt eða neitt
sem þeir gera vel. Hvort sem það
eru æskumyndir eða sósíalrealískar
skáldsögur um einstæða móður í
Breiðholtinu. Ef það er vel gert er
ÞAÐ aðalatriðið, en ekki söguefnið
sem slíkt.“
Ég varð vitni að því á íslandsvik-
unni í Tampere síðastliðið haust
hvað þér kom það skemmtilega á
óvart þegar ungur finnskur íslensku-
maður, Panu-Petteri Höglund vitn-
aði í samræðum, til að skýra mál
sitt, í persónu sem þú hafðir búið til
í smásögu fyrir margt löngu. Finnst
þér á slíkum stundum að einhver
tilgangur sé með þessu öllu og þú
hafir náð einhveiju fram?
„Ég vona að mér þætti það líka
án þess, en auðvitað kitlar það stolt-
ið þegar maður rekur sig á konkret
dæmi um að einhver persóna, hugs-
un eða ljóðlína sem maður hefur
bangað saman sé farin að lifa sjálf-
stæðu lífi, einhversstaðar víðsfjarri
manni sjálfum. Það er svipuð tilfinn-
ing og að upplifa það að börnin
manns eru farin að geta eitthvað
sem maður sjálfur hefur ekki inn-
prentað þeim eða stýrt, kannski eitt-
hvað sem maður getur alls ekki gert
sjálfur.“
En til hvers ertu að skrifa; er það
til að komá tilfinningum á blað eða
fyrir einhvern einn lesanda? Hvað
er höfundur að gera með að sitja
heima hjá sér allt árið og skrifa ljóð
og sögur?
„Menn velja því nú ýmis nöfn, og
sjálfsagt er það ýmislegt sem maður
heldur að maðursé að ætla sér á
hverri stundu. Mér finnst nú ein-
hvernveginn vafningaminnst að
segja að ég sé gagntekinn af þeirri
hugsun að koma hlutnum saman.
Svipað eins og maður sé að smíða,
gera við bíl, eða fá eitthvað til að
virka. Skapa eitthvað. Sköpunar-
gleðin er bára ein af frumþörfum
mannsins og einn af þeim hlutum
sem greina okkur frá dýrunum -
Þau yrkja ekki, nema náttúrlega hún
Padda, tíkin hans Stefáns heitins
Jónssonar."
Viðtal: Einar Falur Ingólfsson