Morgunblaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1991 KÖRFUKNATTLEIKUR / NORÐURLANDAMOT UNGLINGA KRogÍRféllu Reykjavíkurfélögin KR og ÍR féllu í 2. deild í handknattleik. Þegar þessi gamalkunnu félög eru fallin eru aðeins þtjú félög frá Reykjavík eftir í 1. deiid, sem er skipuð tólf félögum. Það eru Valur, Víkingur og Fram. Félög frá Reykjavík hafa orðið illa úti á undanförnum árum. Eitt félag, sem lék í 1. deildarkeppninni fyrir nokkrum árum, er ekki lengur með meistaraflokk. Það er Þróttur. Tvö önnur félög eru með lið í öðrum deildum. Ármann í 2. deild og Fylk- ir í 3. deild, en bæði hafa þau ieikið í 1. deild. Tvö Kópavogsféiög tryggðu sér rétt til að leika í 1. deildarkeppn- inni næsta keppnistímabil. Það eru HK og Breiðablik. Tvö félög frá Hafnarfirði leika einnig í deildinni; FH og Haukar. Eitt féiag kemur frá Akureyri (KA), eitt frá Seltjarn- arnesi (Grótta), eitt frá Garðabæ (Stjarnan), eitt frá Vestmannaeyj- um og eitt frá Selfossi. ■ Úrslit / B6 ■ Staðan / B6 Jón Arnar Ingvarsson var stigahæsti maður mótsins, og var, einn íslendinga, valinn í úrvalslið mótsins. íslendingar IMorðurlanda- meistarar ÍSLENSKA piltalandsliðið varð Norðurlandameistari í körfuknatt- leik ífyrsta skipti á sunnudag. Þá lauk Norðurlandamóti ungl- inga sem fram fór íStykkishóimi um helgina. Óhætt er að segja að glæsilega hafi verið staðið að mótinu og stemmningin á áhorf- endapöllunum var gífurleg. En hápunkturinn var þó leikur ís- lands og Finnlands þar sem islenska liðið tryggði sér sigur í framlengdum leik eftir að Marel Guðlaugsson hafði jafnað leik- inn með þriggja stiga körfu á síðustu sekúndu leiksins, 79:79. Maria Guðnadóttir skrifarfrá Stykkishólmi Islendingar byrjuðu mótið mjög vel með góðum sigri á Svíum, 84:67 og var það fyrsti sigur okkar á Svíum í körfubolta. Strákarnir voru mjög frískir og áttu allir góðan leik. Annar leikurinn var gegn Norðmönnum sem voru með besta mann mótsins, Sven Helge Dyrkol- botn, í broddi fylkingar. Það er skemmtilegt frá því að segja að ísland vann örugglega, 98:86. Ekkert gekk upp á móti Dönum en í þeim leik gerðist það að stærsti leikmaður mótsins, Daninn Brian Zimling (2,12 m) braut körfuspjald- ið í upphitun er hann tróð með til- þrifum. íslendingar virkuðu þreyttir í þessum ieik enda annar leikur þeirra á laugardaginn. Danir sigruð 63:73. Það blés því ekki byrlega fyrir okkar mönnum, en Svíar tóku sig til og unnu Dani með 13 stig mun þannig að ljóst var að íslendingar urðu að vinna Finna í síðasta leik sínum til að tryggja sér Norður- landameistaratitilinn. Leikurinn byijaði ekki vel. ís- lensku strákamir hittu illa og lítið skor í fyrri hálfleik, 29:37, fyrir Finna. íslendingar mættu baráttu- glaðir til síðari hálfleiks og vel studdir af troðfullu húsi áhorfenda söxuðu þeir jafnt og þétt á forskot Finna. Þegar 20 sek. voru eftir var staðan 77:76 fyrir Finna og Jón Arnar gat komið íslendingum yfir með vítaskotum, en honum brást bogalistin og Finnar brunuðu upp og fengu vítaskot þegar 10 sek. voru eftir og áhorfendur orðnir brúnaþungir. Finninn hitti ekki en þeir náðu frákastinu og íslendingar brutu strax á Jyri Lehtonen, sem fékk vítaskot og eykur forskot Finna í 3 stig og aðeins 4 sek. eft- ir. Islendingar neituðu að gefast upp og Hjörtur Harðarson sendi knettinn fram kantinn á Marel Guðlaugsson sem skoraði eins og áður sagði og tryggði íslendingum framlengingu. I framlengingunni var aldrei spurning um hvort liðið myndi sigra. Nökkvi Jónsson fór þá á kostum, átti öll fráköst og skoraði 8 af 10 stigum íslendinga í framlenginunni. íslendingar börðust gífurlega vel, sérstakiega í seinni hálfleik og um tíma tók Jón Arnar Ingvarsson leikinn í sínar hendur og skoraði hveija körfuna á fætur annarri, alls 34 stig, en hann var stiga- hæsti leikmaður mótsins með 103 stig. Eftir mótið var Jón Arnar valinn í úrvalslið mótsins. íslenska stúlknalandsliðið var í neðsta sæti í Norðurlandamóti stúlkna sem fram fór samhliða piltamótinu. Þær töpuðu öllum leikjum sínum og höfnuðu í neðsta sæti. Linda Stef- ánsdóttir var best í íslenska liðinu og var valin í úrvalslið mótsins. ■ Úrslit / B6 Meisturunum bodið á sterkt mót í Svíþjóð Unglingalandsliði ís- lands í körfuknattleik hefur verið boðið að taka þátt í sterku móti í Svíþjóð í sumar. Þjálfari sænska landsliðsins kom að máli við Jón og bauð honum að koma með Norðurlandameistar- ana á mót sem Husquarna verksmiðjurnar standa fyr- ir. „Þetta er mjög sterkt mót en við höfum ekki tekið ákvörðun enn. Málið á eftir að fara fyrir stjórnina en þetta er mjög spennandi boð,“ sagði Jón Sigurðsson. Auk Islands myndu taka þátt í mótinu fjögur bestu félagslið Svíþjóðar og ungl- ingalandslið frá Tékkósló- vakíu, Danmörku og Eist- landi og Litháen. Kristján Arason Kristján lék vel Kristján Arason sýndi gamla takta þegar Teka vann Caja Madrid, 21:19, í Madrid í úrslitakeppninni á Spáni. Kristján skoraði sjö mörk. Sigurður Sveinsson skoraði fjögur mörk þegar Atletico ■■■m Madrid vann Arrate, 19:17. Forráðamenn FráAtla félagsins hafa hug á að halda Sigurði Hilmarssýni áfram hjá félaginu, en hann hefur skorað áSpáni yfjr 120 mörk fyrir Atletico. Barcelona vann öruggan sigur á Mep- amsa, 30:23. Jugóslavarnir Portner, 10 mörk, og Vujovic, átta mörk, léku aðalhlutverkið eins og áður hjá Barcelona. Barcelona er efst með 22 stig. Bidasoa hefur 21, Teka 20, Atletico Madrid 17, Valencia 13, Granollers 10, Caja Madrid 9, Mepamsa 8, Alicante 7, Arrate 3. Alfreð Gíslason er í fimmta sæti yfir markahæstu menn á Spáni - hefur skorað 194 mörk fyrir Bidasoa. Júgóslavinn Puzovic hjá Caja Madrid er markahæstur með 223 mörk. Jón Sigurðsson. „Gaman að skila svona hóp til Toria“ Fyrir mótið sagði ég að allt gæti gerst. Liðið hefur náð góðum árangri og það hefur verið mikil uppbygging. En þó mátti ekki miklu muna og í síðasta leiknum var spurning um fyrsta eða fjórða sætið,“ sagði Jón Sigurðsson, þjálfari íslenska unglingalandsliðsins.. „Þetta var ævintýralegt í lokin og ég er mest hissa að það skuli ekkert hafa komið fram á skjálftamæi- um á Vesturlandi!“ Jón sagði árangurinn væri sérstaklega góður miðað við það að einn besta mann liðsins, Óskar Kristjánsson sem leikur í Bandaríkjunum, hefði vantað. „Það kom ekki að sök 0g allt liðið spilaði einstaklega vel. Byrjunin gegn Svíum var líklega besti kafli sem ég hef séð hjá íslensku liði og úrslitaieikurinn var frábær. Liðið sýndi að þessi árgangur, 1972, er ótrúlega góður og það er gaman að skila svona hóp til Torfa. Ég tel Lvímælalaust að nokkrir úr lið- inu verði í iandsiiðinu á næstu árum.“ Jón sagði að geta íslenska liðsins hefði komið þjálfurum hinna liðanna á óvart. „Þeir voru mest undrandi á því hve mikla tækni strákamir hafa og við nýttum okkur það vei. En það bar öllum saman um það að við áttum skilið að sigra,“ sagði Jón. HANDKNATTLEIKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.