Morgunblaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1991 B 3 KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ „Strákamir sofn- uðu á verðinum eitt andartak“ „Eg er á margan hátt ánægður með leikinn. Strákarnir spiluðu góða knattspyrnu, en sofnuðu á verðinum eitt andartak og var refsað fyrir það,“ sagði Bo Jo- hanson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, eftir að lið hans hafði tapað, 0:1, gegn b-liði Englands á laugardaginn. „Ég var sérstaklega ánægður með strákana sem leika á Islandi, en það eru margir mánuðir síðan þeir léku síðast á grasi. Leikurinn lofar góðu fyrir fram- haldið." j*r Islenska liðið byrjaði leikinn betur en það enska og strax á fyrstu mínútunum átti Antony Karl Greg- ory tvö þokkaleg færi. íslendingar létu knöttinn ganga vel á milli sín og oft var gaman að sjá hvernig knötturinn rúllaði manna á milli án þess að Englendingar næðu að komast inn í sendingar. Sóknarleik- urinn var nokkuð beittur og gripu leikmenn enska liðsins oft til þess ráðs að bijóta á íslensku miðju- og sóknarleikmönnunum. Eftir mörg brot sköpuðu leikmenn íslands sér ágæt tækifæri og átti Atli Eðvalds- son, fyrirliði, eitt sinn skot rétt framhjá enska markinu, eftir auka- spyrnu Sigurðar Grétarssonar. Englendingar komu meira inn í leikinn er líða tók á hálfleikinn, án þess að skapa sér nein hættuleg tækifæri. Olafur Gottskálksson, markvörður, bjargaði einu sinni mjög vel skoti frá Lee Chapman, eftir að Chapman hafði fengið knöttinn grunsamlega langt fyrir innan íslensku vörnina. íslendingar sofnuðu á verðinum í byijun síðari hálfleiksins. David White fékk knöttinn á hægri kantin- um og sendi knöttinn fyrir mark íslands. Nigel Clough var á réttum stað og sendi knöttinn í netið, 1:0. Ólafur Gottskálsson hafði hendur á knettinum, að náði þó ekki að af- stýra marki. Þrátt fyrir þetta mót- læti gáfust leikmenn íslands ekki upp, heldur héldu áfram að reyna að spila góða knattspyrnu. Hins vegar dróg fljótlega af mönnum og breyttu varamenn liðsins litlu þar um. Hvorugu liðinu tókst að skapa sér nein umtalsverð færi þar sem eftir lifði leiksins og fögnuðu heima- menn sigri. ísland lék góða knattspyma - sagði McMenemy, þjálfari enska liðsins Anthony Karl Gregory: „Það kom mér á óvart hve vel við náðum að spila í fyrri hálfleik og skapa okkur færi. Sjálfur hefði ég átt að gera betur í að minnsta kosti öðru færinu sem ég fékk í byijun leiksins, en var of mikið að leita að Arnóri í stað þess að fara alla leið sjálfur. Sigurður Grétarsson: „Fyrri hálfleikurinn var mjög góður og með smá heppni hefðum við getað skora tvö til þijú mörk. Ég varð að taka ofan fyrir Clough fyrir að skora úr slíku færi og það er ekki hver sem er sem getur skor- að með slíkum tilþrifum. Úrslitin voru ekki sanngjörn en þetta sýnir að við erum á réttri leið. Grétar Einarsson: „Þetta er mjög skemmtilegur hópur og mér hefur verið vel tekið. Það er auðvitað gaman að vera fyrsti Víðis-maðurinn sem spilar með landsliðinu og þetta ætti að vera ungum knattspyrnumönnum í Garðinum hvatning. Þetta sýnir að menn geta náð langt þó að þeir búi í litlu sjávarplássi. Guðni Bergsson: Við getum verið þokkalega án- ægðir með árangurinn. Andstæð- ingar okkar eru allir í toppformi en flestir okkar eru að spila fyrsta alvöruleik sinn í langan tíma. Ég vona bara að við förum að breyta þessum naumu töpum í sigra því við höfum alla burði til þess. Amór Guðjohnsen: Þetta var erfiður leikur því völlur- inn var frekar þurr og harður. Við höfðum í fullu tré við þá í fyrri hálfleik en svo keyrðu þeir upp hraðan í þeim síðari og þá fór æf- Íslenska liðið stóð sig vel sem liðsheild í leiknum og erfítt að hrósa einum leikmanni öðrum fremur. Þó verður að geta góðrar framistöðu Ólafs Þórðarsonar á miðjunni. Yfir- ferð hans var gífurleg og dreif hann félaga sína áfram í baráttunni. Sig- urður Grétarsson var einnig frískur á vinstri vængnum. Atli Eðvaldsson stóð sig vel í að halda markahæsta manni ensku 1. deildarinnar, Lee Chapman, niðri, þannig að Chap- man sást varla. Ólafur Gottskálks- son var öryggið uppmálað í markinu og var ekki að sjá að þetta væri hans fyrsti leikur með a-landsliði íslands. En annars stóðu allir leik- mennirnir sig vonum framar og lof- ar leikurinn góðu fyrir landsleik gegn Wales í Cardiff annað kvöld. Enska liðið var ekki mjög sann- færandi í leiknum. Þó sýndi Steve Hodge að hann á fullt erindi í a- landslið Englands. Einnig átti bar- áttujaxlinn David Batty nokkuð góðan leik. Gary Mabbutt frá Tott- anham var kallaður í leikinn á síðustu stundu og batt hann vörnina vel saman. Hann getur þó varla talist til framtíðarmanna í enska landsliðinu. Morgunblaðið/Andrés Pétursson Þorvaldur Orlygsson gengur af velli í Watford á laugardag, ásamt Steve Hodge, félaga sínum í Nottingham Forest. í baksýn má sjá markvörðinn Nigel Spink, frá Aston Villa. ■ ELTON John var meðal áhorf- enda á landsleiknum, en eins og flestir vita er hann fyrrum aðaleig- andi Watford, en leikurinn fór fram á heimavelli félagsins. Eitthvað leiddist honum þófið í síðari hálfleik og lét sig hverfa úr heiðursstúkunni um miðjan hálfleikinn. M GUNNAR Gíslason og Ólafur Þórðarson höfðu varla tíma til að fara í sturtu eftir leikinn, þar sem þeir áttu að leika með félögum sínum á sunnudaginn. Farið var með þá út á flugvöll strax eftir leik- inn og fóru þeir með fyrstu flugvél frá London - Gunnar til Svíþjóð- ar og Ólafur til Noregs. ingaleysi okkar að segja til sín, en með smá heppni hefðum við átt að ná jafntefli. Atli Eðvaldsson: Liðsheildiin stóð sig vel í þessum leik og það er mjög mikilvægt fyrir okkur uppá komandi leiki að gera. Við lentum í sjálfu sér ekki í telj- andi vandræðum með sóknarmenn- ina þeirra og má segja að þeir hafi nýtt eina færi sitt í leiknum. Ólafur Gottskálksson: Auðvitað var maður pínulítið taugastrekktur fyrir leikinn en um leið og dómarinn flautaði hann á varð þetta eins og hver annar leik- ur. Það má segja að A-landsliðið sé rökrétt framhald af öllum yngri landsliðunum og þar fékk ég góða reynslu. Ég fann mig vel í þessum leik enda reyndi ekki mikið á mig. Þorvaldur Örlygsson: Það var gaman að koma í hópinn aftur, þó svo að úrslitin væru svekkjandi. Það kom mér töluvert á óvart hve afslappaðir við vorum og hve boltinn fékk mikið að rúlla. Það var gaman að fá að kljást við félaga mína Hodge og Clough en eins og staðan er í dag er ekki víst að ég verði mikið lengur hjá félag- inu. Lawrie McMenemy, þjðlfari b-liðs Englands: Ég kom til íslands með Sout- hampton fyrir nokkrum árum og vissi þvi að íslenskir leikmenn eiu ódrepandi baráttuhestar. Þetta íslenska lið kom mér hinsvegar á óvart með því að spila góða og skemmtilega knattspyrnu. Að mínu mati var Ólafur Þórðarson besti maður liðsins og Arnór Guðjohnsen átti góðan leik. England B - Island 1:0 Vicarage Road Stadium í Watford, vináttuleikur í knattspymu, laugardagur 27. april 1991. Mark Englands B: Nigel Clough 46. Áhorfendur: 3.760. Dómari: Keit Burge frá Wales. ísland: Ólafur Gottskálksson, Gunnar Gíslason (Ólafur Kristjánsson 80 mín.), Atli Eðvaldsson, Sævar Jónsson, Guðni Bergsson, Ólafur Þórðarson, Þorvaldur Örlygsson, Sigurður Grétarsson, Rúnar Kristinsson (Grétar Einarsson 77.), Arnór Guðjo- hnsen, Antony Karl Gregory (Hlynur Stefánsson 75.). England B: Nigel Spink, Aston Villa, Roger Jos- eph, Wimbledon, Tony Dorigo, Chelsea, Gary Mabb- utt, Tottenham, Gary Pallister, Man. Utd. (Keith Curle, Sheff. Utd. 45.), Warren Barton, Wimble- don, (Paul Stewart, Tottenham 45.), David Betty, Leeds, Steve Hodge, Nott. For., Lee Chapman, Leeds (Brian Deane, Sheff. Utd. 69.), Nigel Clo- ugh, Nott. For., David White, Man. City. ■ MJÖG lítill áhugi var fýrir leik^ B-liðs Englands og íslands í Englandi. Dagblöð sögðu lítið sem ekkert frá leiknum áður en hann fór fram og BBC-sjónvarpsstöðin greindi ekki einu sinni frá úrslitum hans í íþróttaþætti á laugar- dagskvöldið. Hins vegar voru þar tíun- duð hin ýmsu úrslit í þættinum - jafnvel úrslit utandeildar- leikja. ■ BLÖÐ í Englandi sögðu aftur á móti Morgunblaðið/Andrés Bo Johanson ásamt Lawrie McMen- emy og Graham Taylor, þjálfara enska a-liðsins. ágætlega frá leiknum í sunnudags- útgáfum sínum, en ensku blaða- mennirnir voru þar lítið hrifnir af frammistöðu sinna manna. ■ EKKI minntust þau mikið á frammistöðu leikmanna islenska liðsins, en Sunday Telegraph sagði að Atli hafi verið góður. The Times sagði að Antony Karl hafi verið frískur. Flest blöðin voru sammála um að Islendingar hafi verið óheppnir að ná ekki a.m.k. jafntefli. ■ KEITH Burge frá Wales, dæmdi leikinn, sem var auðdæmd- ur. Gula spjaldið fékk að hvíla óhreyft í vasa hans. ■ 3.760 áhorfendur _sáu leikinn. Þar af voru nokkrir íslendingar, sem létu vel í sér heyra, en það dugði ekki til að breyta úrslitum leiksins; ■ ÞRIR leikmenn léku sinn fyrsta landsleik. Ólafur Gott- skálksson, Hlynur Stefánsson og Grétar Einarsson. ■ ANDRI Marteinsson úr FH, kemur inn í landsliðshópinn sem heldur til Möltu. Hann tekur sæti Haraldar Ingólfssonar frá Akra- nesi, sem er í prófum og kemst ekki. LETTSAPA jyiwhendumar Lactacyd léttsápan styrkir náttúrulegar varnir húðarinnar. Hún hentar vel til daglegrar umhirðu og er sérstaklega __ góð fyrir þurrar og sprungnar vinnuhendur ■ Lactacyd léttsápan hefur lágt pH-gildi (3,5) eins og húðin sjálf og styrkir því eðlilegar varnir hennar ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.