Morgunblaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.04.1991, Blaðsíða 8
roor Jifl'U .08 HUOOa'JtGIM GiaAJHMUOHOIÍ- 6S Iþrmr jltaiigtttiHaMfr Stjaman rauf meist araeinveldi Fram Garðabæjarliðið batt endi á sjö ára sigurgöngu Framstúlknanna NÝIR ÍSLANDSMEISTARAR voru krýndir íhandknattleik kvenna á sunnudag, þegar Stjarnan batt enda á 7 ára samfellda sigur- göngu Fram og tryggði sér íslandsmeistaratitilinn í spennandi úrslitaleik milli þessara tveggja liða. Stjarnan hefur undanfarin ár verið meðal efstu liða, en oft mátt sætta sig við annað sætið á eftir Fram. Gott dæmi um það er viðureign liðanna í bikarúr- slitaleiknum fyrir mánuði síðan þar sem Stjarnan mátti þoia stórtap. Það er hins vegar Ijóst að liðið er vel að íslandsmeistara- titilinum komið, það er ekki lengur ungt og efnilegt lið úr Garðabæ, heldur komið í hóp þeirra bestu og gott betur. Morgunblaðið/KGA Herdís Sigurbergsdóttir hefur leikið vörn Framliðsins grátt og sendir knöttinn síðan í mark. Herdís er dóttir Sigurbergs Sigsteinssonar, sem varð margfaldur íslandsmeistari með Fram á árum áður. Morgunbidðið/KGA Erla Rafnsdóttir og Fjóla Þórisdóttir hlaupa með nýja ísiandsmeistara- bikarinn. Erla hefur áður orðið íslandsmeistari - þá sem leikmaður með Fram. Stjaman hóf leikinn með mikilli baráttu sem Framliðið virtist eiga erfítt með að fínna svar við. Varnarleikur Stjörnunnar var mjög sterkur og liðið gerði mikið af mörk- um úr hraðaupp- hlaupum eftir að hafa unnið boltann í vörninni. Sóknarleikur Fram var að sama skapi ráðleysislegur á köfl- um og frekar einhæfur. Guðríður Guðjónsdóttir hélt liðinu á mestan Hanna Katrin Friðriksen skriíar fvrri part .—».u...u. Hún gerði fímm fyrstu mörk liðsins og aðeins ein önnur Framstúlka komst á blað í fyrri hálfleik, Ósk Víðisdóttir sem gerði 6. markið rétt fyrir leikhlé. Sóknarleikur Stjömunnar var mun fjölbreyttari, þó svo að liðið gerði flest mörk sín eftir hraðaupp- hlaup. Staðan í leikhléi var 6:10 fyrir Stjömuna, sem hafði töglin og haldirnar í fyrri hálfleik. Fram- liðið mætti öllu frískara til leiks eftir hlé og hleypti spennu í leikinn með því að gera þrjú fyrstu mörkin á stuttum tíma. Þá komust Stjörn- ustúlkur aftur inn í leikinn með tveimur mörkum. Eftir það náði Fram oft að minnka muninn niður í eitt mark, en þrátt fyrir mörg upplögð tækifæri lét jöfnunarmark- ið standa á sér. Um miðjan hálfleik- inn þurfti Guðríður að fara af leikvelli vegna meiðsla, en hún hafði þá gert bróðurpartinn af mörkum Fram. Leikurinn var áfram í járn- um, en í hvert skipti sem Fram náði að minnka muninn í eítt mark var sem Stjörnuliðið tvíefldist. Framstúlkur voru um tíma tveimur fleiri, en allt kom fyrir ekki. Þegar tæpar þtjár mínútur voru eftir var Erlu Rafnsdóttur vísað af leikvelli í stöðunni 12:13. Fram fékk dauðafæri til þess að jafna leikinn, en Fjóla Þórisdóttir í marki Stjöm- unnar varði glæsilega af línu. Sókn Fram hélt áfram, en Margrét The- ódórsdóttir komst inn í sendingu og jók forskot Stjörn unnar rúmri mínútu fyrir leikslok. Tvö síðustu mörk liðsins komu einnig eftir hraðaupphlaup og sætur sigur Garðabæjarliðsins í höfn. Guðríður Guðjónsdóttir var allt í öllu hjá Fram þar til hún fór af leikvelli. Sigrún var sterk á línunni, en aðrar náðu sér ekki á strik í sóknarleiknum. Vörnin var heldur ekki eins og hún getur best orðið og gi-einilegt að taugaspenna sem fylgir úrslitaleikjum sem þessum fór verr með Fram en Stjörnuna. Kol- brún var ágæt í markinu. Stjörnuliðið sýndi sterka liðsheild leiknum og allar áttu góðan leik. Margrét Theódórsdóttir átti þó einna bestan leik, bæði í vörn og sókn. Margrét og Erla Rafnsdóttir stjórnuðu hraðaupphlaupum Stjörn- unnar með góðum árangri og Fjóla Þórisdóttir varði vel á mikilvægum kafla undir lok leiksins. Hvað sögðu þær? Guðríður Guðjónsdóttir, fyrirliði Fram Ég hefði að sjálfsögðu viljað enda ferilinn með sigri. Mér fannst þetta vera spegilmynd af bikarúr- slitaleiknum, í dag vorum það við sem áttum erfitt með að ná upp baráttu. Vendipunkturinn fannst mér vera í stöðunni 11:12 þegar við fengum þijár sóknir, einni til tveimur fleiri, til þess að jafna, en það mistókst. Ef við hefðum jafnað hefði pressan á Stjömuna aukist og leikurinn hefði þróast öðruvísi, en þama vom rúmar tíu mínútur eftir. Herdís Sigurbergsdóttir, Stjömunni Við sýndum og sönnuðum með þessum leik að við eigum íslands- meistaratitilinn fyllilega skiiið. Vamarleikurinn var frábær hjá okkur og gerði útslagið. Það var kominn tími til þess að annað lið en Fram hampaði bikamum, nú ætlum við að taka við. Mér fannst þetta góður leikur, en baráttan hjá Fram var minni en ég átti von á. Við réðum ferðinni allan tímann. Eria Rafnsdóttir, Stjömunni Loks uppskámm við það sem sáð hefur verið til í kvennahand- boltanum í Garðabæ undanfarin ár. Það hefur verið lögð mikil vinna í hann og við eigum mikið af ung- um og efnilegum stúlkum. Stjarn- an og Fram eru mjög jöfn lið og í leikjum liðanna í vetur hafa úr- slit alltaf ráðist á síðustu mínútum, og þá í raun og vem á heppni. I þessum leik gerði sterk vöm okkar gæfumuninn. Við vomm hungrað- ar í sigur. Margar í liðinu hafa vanist því að Fram vinni alltaf og eru hreinlega búnar að sætta sig við að vera númer tvö. Skellurinn í bikarúrslitunum gerði okkur gott, því hann var ekki hægt að afsaka með meistaraheppni Fram. Sigrún Blomsterberg, Fram Þetta er svo sem viðunandi ár- angur í vetur, við eram Reykjavík- ur: og bikarmeistarar og í 2. sæti í íslandsmótinu. Samt er maður engan veginn sáttur við þessa nið- urstöðu þar sem við emm ekki vanar að tapa. Það var meiri taugaóstyrkur nú heldur en fyrir bikarúrslitaleikinn við Stjömuna. Þá unnum við stóran sigur og eft- ir það höfum við verið spurðar úr öllum áttum hvort að við myndum ekki vinna með tíu mörkum í dag. Það skapaði taugaspennu. Mótið hefur líka spilast þannig að bæði lið hafa lengi beðið eftir þessum degi. Hjá Fram átti enginn góðan dag. Við áttum lengi góða mögu- leika á að jafna. Ef það hefði tek- ist hefði það sett mikla pressu á Stjömuna og breytt gangi leiksins. Margrét Theódórsdóttir, Stjömunni Við bmtum upp allar hefði fyrir þennan leik. Við emm vanar að hittast fyrir leiki og fá okkur te saman, en því var sleppt í dag. Við getum þakkað þennan sigur fyrst og fremst baráttu og góðum vamarleik. Með sterki vöm og hraðaupphlaupum náðum við að stjóma hraðanum í leiknum. Ég átti hins vegar von á Framliðinu sterkara. Við fengum aðeins á okkur 12 mörk og Fram er um 70% af leiktímanum í sókn. Það er góður árangur. Það fór um mann á tímabili í síðari hálfleik þegar þær drógu á okkur. Það er ekki á hverjum degi sem lið hafa 5 marka forskot á Fram og það skapaði taugaspennu hjá okkur. Við vomm hins vegar búnar að ræða þetta í hléi og stóðumst pressuna. Kolbrún Jóhannsdóttir, Fram Þetta var spennandi leikur, en hjá okkur gekk fátt upp. Hlutirnir vom ekki gerðir af nógu miklum krafti og ákveðni. Vömin var t.d. ekki eins og hún á að sér að vera, það vantaði baráttuna. HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KVENNA GETRAUNIR: 121 221 112 1 1 X LOTTO: 1 2 11 25 29 / 32

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.