Morgunblaðið - 09.05.1991, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 09.05.1991, Qupperneq 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULIF FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1991 Verðbréf A norrænum verðbréfamörkuðum Nýir viðskiptahættir hafa rutt sér til rúms í hinum rótgrónu kauphöllum Norðurlandanna á síðari árum eftir Kristin Briem KAUPHALLIR Norðurlandanna eru meginvettvangur í þessum ríkjum fyrir viðskipti með hlutabréf, skuldabréf, framvirka samn- inga, svonefndar vilnanir (options) og önnur verðbréf. Hér er um að ræða Köbenhavns Fondsbörs, Oslo Börs, Stockholms Fondbörs og Helsingfors Fondbörs. Þessar stofnanir eiga meira en aldarlanga sögu því þar voru lengi stunduð viðskipti með hrávörur áður en verðbréfaviðskipti hófust. Blaðamaður Morgunblaðsins heimsótti nýlega kauphallirnar í Danmörku, Svíþjóð og Noregi til að kynna sér starfssemina og samvinnu þe'irra en einnig fengust nokkrar upplýsingar um stöðu mála í Finnlandi. Verðbréfamarkaðir Norðurland- anna eru gríðarlega stórir á íslensk- an mælikvarða og má tii marks um það nefna að viðskipti á einum degi á sænska hlutabréfamarkaðnum, sem er stærstur norrænu markað- anna, eru stundum ekki lángt frá því að samsvara veltu síðasta árs á þeim íslenska. Hún nam um 5,7 milljörðum króna en veltan á sænska markaðnum nam um 94 milljörðum sænskra króna (924 mrd. ísl. kr.) og hafði dregist saman úr 113 milljörðum (1.111 mrd.ísl. kr.) frá árinu áður. Samdráttur í veltu og lækkandi verð á hlutabréf- um einkenndi raunar norræna markaðinn á síðasta ári eins og alþjóðlega verðbréfamarkaði m.a. vegna óvissuástandsins fyrir botni Persaflóa en einnig versnandi efna- hagsástands í þessum löndum. Mest varð verðfallið í Finnlandi þar sem HEX hlutabréfavísitalan lækkaði um 35%á síðasta ári og veltan dróst saman um rúman helmning frá ár- inu 1989. Aðeins í Tokýó varð meira verðfah á hlutabréfamörkuð- um heimsins. í Danmörku féll hluta- bréfavísitalan um 13,3% og í Nor- egi varð verðfallið 13,5% en Svíar urðu harðar úti þar sem hlutabréfa- verð féll um 30% á árinu. Hér á Islandi hækkaði HMARK vísitalan sem kunnugt er um 78% á síðasta ári. Meginhluti verðbréfaviðskipt- anna í hveiju landi á sér stað fyrir milligöngu kauphallanna. Þrátt fyr- ir þessi umsvif er ekki mikill skark- ali fylgjandi viðskiptunum eins og tíðkast í stærstu kauphöllum heims í Bandaríkjunum, Bretlandi og Jap- an. Ný og fullkomin viðskiptakerfi hafa nýverið leyst af hólmi eldri kerfi í kauphöllunum þannig verð- bréfamiðlarar í þremur landanna sinna nú viðskiptunum á sinni skrif- stofu gegnum tölvuskjái í stað þess að mæta til leiks í kauphöllinni. í Osló eru miðlaramir með skrifstof- ur hjá Osló Börs og eiga viðskiptin sér stað hljóðlega í stórum sal í kauphöllinni. Verðbréfaþing íslands vísir að kauphöll hér á landi Verðbréfaþing íslands er sá formlegi vettvangur hér á landi sem líkja má við kauphallir Norðurland- anna en þingið er hins vegar langt frá því að hafa náð sambærilegri stöðu hér og kauphallirnar. I því sambandi má nefna að hlutabréfa- viðskipti hér á landi fara sem kunn- ugt er fram fyrir milligöngu verð- bréfafyrirtækjanna en lítil sem eng- in viðskipti með hlutabréf hafa enn átt sér stað á verðbréfaþinginu. Enda þótt meginviðskiptin á Norð- urlöndunum eigi sér stað gegnum kauphallirnar er þar vitaskuld einn- ig að finna sambærilegt fyrirkomu- lag og ríkir hér á landi þ.e. svo- nefndan OTC markað (Over The Counter) þar sem verðbréf eru seld yfir búðarborðið hjá verðbréfafyrir- tækjum líkt og hjá venjulegum kaupmönnum. Norrænu kauphallirnar hafa með sér samstarf m.a. um reglulega upplýsingagjöf en til þessa hafa íslendingar látið nægja að sækja reglulega fundi. Fjárfestar í þessum löndum hafa því litlar eða engar upplýsingar um íslenska verðbréfa- markaðinn. Á sama hátt hafa ís- lendingar í litlum mæli borið sig eftir upplýsingum um markaðinn þar ytra enda hefur íslenski verð- bréfamarkaðurinn lengst af verið einangaður. Kauphallirnar tengdar upplýsinganeti Upplýsinganet norrænu kaup- halianna sem ber yfirskriftina Nordquote, er beinlínukerfi fyrir alþjóðlega fjárfesta og fjármálafyr- irtæki þar sem unnt er að fylgjast með þróun mála á þessum mörkuð- um. Eru þessar upplýsingar sendar til viðtakenda um gervihnött. Megintilgangur þessarar norrænu samvinnu er að auka virkni og sam- keppnishæfni markaðanna á alþjóð- legum vettvangi en samanlagt er norræni verðbréfamarkaðurinn sá fjórði stærsti í Evrópu bæði hvað varðar skuldabréf og hlutabréf. Samvinna markaðanna er talin geta kveikt áhuga fyrir norrænum verð- bréfum erlendis og þannig laðað að fjármagn frá öðrum ríkjum Evr- ópu og raunar víðar að úr heimin- um. Og enn stærri skref kunna að vera framundan í þessu efni. Á vettvangi hins norræna samstarfs Norðurlandanna er nú einnig rætt um að setja á laggirnar sameigin- lega skráningu á norrænum hluta- bréfum. I viðtali við sænska blaðið Veckans affarer nýiega segir Erik Jarve, forstjóri Osló Börs að Norð- urlöndin ættu hiklaust að setja upp eins konar Nordens Börs. Um yrði að ræða fjórða stærsta hlutabréfa- markað í Evrópu með um 300 millj- arða sænskra króna (tæplega 3 þús milljarða ísl. kr.) veltu árlega. Hann bendir á að hin síðustu ár hafi tals- verð viðskipti með hlutabréf nor- rænna fyrirtækja flust frá löndun- um og með sameiginlegri skráningu megi sporna við þeirri þróun. Það er hins vegar fróðlegt að líta nánar á stöðu mála hjá kauphöllum og verðbréfamarkaði hvers lands fyrir sig og verður fyrst vikið að Osló í þessum efnum. Hér er þó engan veginn um tæmandi umfjöll- un að ræða heldur verður einungis reynt að draga fram nokkur ein- kenni á hveijum markaði fyrir sig. Skattafríðindi vegna hlutabréfakaupa afnumin Hjá Osló Börs hafa átt sér stað viðskipti með verðbréf í yfir 100 ár og var svipað fyrirkomulag á viðskiptunum allt til ársins 1988 þegar nýtt viðskiptakerfi var tekið í notkun. Markaðsvirði hlutabréfa sem skráð eru á markaðnum nam alls um 154,3 milljörðum norskra króna (1.390 mrd. ísl kr.) um síðustu áramót en auk þess eru þar skráð skuldabréf og önnur verðbréf að andvirði 282,5 milljarðar norskra króna (2.545 mrd. ísl.kr.). Velta með skráð hlutabréf nam 83,7 millj- örðum á síðasta ári (756 mrd. ísl.kr.). Um áramótin voru 30 verð- bréfamiðlarar aðilar að kauphöll- inni. Hlutabréf 112 norskra og 9 erlendra fyrirtækja voru skráð þar auk 1000 skuldabréfa og ýmissa annarra verðbréfa. Skattafn'ðindi hafa verið í gildi þar í landi fyrir einstaklinga sem fjárfesta í hluta- bréfasjóðum. T.d. ef keypt er fyrir 4 þúsund norskar krónur fást end- urgreiddar 1 þúsund krónur frá skattinum þó með því skilyrði að viðkomandi eigi bréfin í 3 ár. Hins' vegar hefur nú verið ákveðið að afnema þessi fríðindi frá og með næstu áramótum. Talið er að ein- staklingar muni draga úr fjárfest- ingum sínum í hlutabréfasjóðum þegar þessi hvati verður ekki lengur fyrir hendi. Þetta mun þýða að minna áhættufjármagn verður til ráðstöfunar í atvinnulífinu. Þau fyrirtæki sem hljóta skrán- ingu í kauphöllinni í Osló þurfa að uppfylla margvísleg skilyrði. Fyrir- tæki geta valið um tvenns konar skráningu þ.e. Börs 1 og Börs 2. Strangari kröfur eru gerðar til fyr- irtækja á fyrranefnda markaðnum sem er aðalmarkaðurinn. Hlutafé þarf að vera að lágmarki 10 milljón- ir norskra króna (90 millj. ísl. kr.) og gerð er krafa um að a.m.k. 33% hluthafanna séu ekki úr röðum stjórnenda eða stjórnarmanna fyrir- tækisins svo dæmi séu tekin. Þeir mega heldur ekki vera stjórnendur móðurfyrirtækis eða annarra dótt- urfyrirtækja þess. Erlend fyrirtæki geta hlotið skráningu hjá kauphöll- inni ef þau uppfylla sambærileg skilyrði og gerð er krafa um hjá norsku fyrirtækjunum. Eitt meginhlutverk kauphallar- innar, eins og raunar allra norrænu kauphallanna, er að dreifa upplýs- ingum um fyrirtæki og öðrum markaðsupplýsingum viðkomandi þeim bréfum sem skráð eru hverju sinni. Um leið og upplýsingar ber- ast frá fyrirtækjum er þeim dreift samtímis til verðbréfamiðlara, fréttastofa og annarra áskrifenda að markaðsupplýsingum. Strangar reglur gilda um upplýsingagjöf skráðra fyrirtækja. Þegar upplýs- ingum sem varða verð hlutabréfa er miðlað tii hluthafa eða annarra aðila ber fyrirtækinu að senda þær eigi síðar en samtímis til kauphall- arinnar. Brot gegn reglum þessum. varðar sektum. í Noregi voru sett ný lagaákvæði um verðbréfaviðskipti fyrir réttum tveimur árum erkvarða yfirtökur og samruna. Þau gera ráð fyrir að hveijum þeim sem verður eigandi að hlutabréfum í skráðu fyrirtæki sem fela í sér meira en 45% at- kvæðamagn sé skylt að gera tilboð í öll önnur hlutabréf í fyrirtækinu innan fjögurra vikna. Á hinn bóginn getur hluthafi selt bréf til að af- létta þessari kvöð. Reynt hefur verið að laða að er- lenda aðila til að fjárfesta á norsk- um hlutabréfamarkaði en fjárfest- ingar útlendinga eru hins vegar nokkrum takmörkunum háðar líkt og gerist hér á landi. Útlendingum er heimilt að eiga 33,33% af hluta- fé í bönkum, iðnaðarfyrirtækjum og tryggingarfélögum. Þá er eign- arhlutdeildin takmörkuð við 40% í skipafélögunum. Þess ber þó að geta að nokkur fyrirtæki hafa hlot- ið undanþágu frá þessum reglum til að eiga meira en hámarkið segir til um. Útlendingar áttu um 27% af heildarhlutafé í skráðum fyrir- tækjum um síðustu áramót en hafa verið að minnka sinn hlut að undan- förnu. Innan Oslo Börs er nú unnið að því að koma á sérstakri hluta- bréfaskráningu fyrir skipafélög en hvergi í heiminum eni jafnmörg skipafélög skráð á hlutabréfamark- aði. Stór markaður fyrir skuldabréf í Danmörku Danski verðbréfamarkaðurinn byggir einnig á gömlum merg eins og sá norski. Markaðsvirði skráðra hlutabréfa nam um 245 milljörðum danskra króna (2.249 mrd. ísl. kr.) í lok ársins og hafði dregist saman úr 265,8 milljörðum (2.439 mrd.) frá árinu áður. Veltan á árinu nam um 70,5 milljörðum (648 mrd. ísl. kr.). í árslok voru skráð 268 fyrir- tæki en þar af voru 11 erlend fyrir- tæki. Danski markaðurinn er hins vegar mun þekktari fyrir mikil við- skipti með skuldabréf en velta með skuldabréf nam á síðasta ári um 1.753,4 milljörðum danskra króna (16.092 mrd. ísl.kr.). Er danski markaðurinn með um 11% af heild- armarkaðnum innan Evrópubanda- lagsins. Það eru þrjú verðbréfafyrirtæki í eigu banka sem ráða ríkjum á danska verðbréfamarkaðnum þ.e. fyrirtæki Den Danske Bank, Uni- bank og Bikuben. Þau ráða um 70-75% af markaðnum en önnur 31 fyrirtæki skipta afgangnum með sér. Fyrir þremur árum voru um 49 verðbréfafyrirtæki að keppa um markaðinn en með jöfnun sam- keppnisskilyrða gagnvart bönkum og erlendum aðilum á markaðnum hefur orðið gjörbreyting þar á. Bankarnir ýmist keyptu eða settu á stofn eigin verðbréfafyrirtæki. Þá hefur nýverið farið sameiningar- alda um danska bankaheiminn og verðbréfafyrirtæki bankanna sam- einuðust. Danske Securities og Unibors ráða nú um tveimur þriðju af skuldabréfa- og hlutabréfamark- aðnum en helsti keppinauturinn Bibubenbörs telur sig hafa um 15% af jilutabréfamarkaðnum. í kauphöllinni í Kaupmannahöfn er nú unnið að stefnumótun í ljósi þeirrar auknu samkeppni sem fram- undan er í Evrópu. Eru þar m.a. uppi hugmyndir um að Kaup- KAUP- HÖLLIN — Kauphöllin í Osló er sú eina á Norð- urlöndum þar sem verðbréfamiðlar- amir þurfa að mæta á staðinn til að sinna_ viðskipt- unum. Á hinum Norðurlöndunum hafa ný viðskipta- kerfi verið tekin í notkun sem gera verðbréfafyrir- tækjunum kleift að sinna öllum sínum viðskiptum á sínum eigin skrifstofum. Inn- fellda myndin er tekið þegar salur- inn var tekinn í notkun en þar var áður garður fyrir miðju gömlu kaup- hallarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.