Morgunblaðið - 18.05.1991, Side 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1991
Viðtal: Hávar Sigurjónsson
í sköpun sinni getur listamaður-
inn ekki hlýtt öðru en sinni eigin
sannfæringu, ef hann á að vera
heiðarlegur í list sinni. Kvaðir um
að list hans eigi að bera eitthvað
sem kallað er séríslensk einkenni
bera vott um kotungsskap og
minnimáttarkennd þjóðar, sem
ekki hefur enn fundið sér sess í
heimsmenningunni, - þjóðar sem
lokuð er af innan rammgerðra
veggja fílabeinsturnsins.“
annig kemst Hjálmar H.
Ragnarsson tónskáld að
orði í grein sinni er hann
nefnir Fílabeinsturninn ís-
land. Hjálmar hefur á und-
anfömum misserum látið talsvert til
sín taka í félagsmálum listamanna;
sem formaður Tónskáldafélags Is-
lands og varaforseti Bandalags ís-
lenskra listamanna. Staða íslenskra
listamanna og hlutverk þeirra í sam-
félaginu em Hjálmari hugfólgin og
hann er hvassyrtur þegar þessi mál
ber á góma í samtali okkar. Hjálmar
hefur einnig sinnt brautryðjenda-
starfi í rannsóknum sínum á tón-
smíðum Jóns Leifs og má leiða að
því líkum að meistaraprófsritgerð
hans árið 1980 um Jón Leifs hafi
hrundið af stað þeirri bylgju áhuga
sem nú ríkir um tónlist Jóns, bæði
hér heima og erlendis. Hjálmar er
sposkur þegar hann segist fagna því
að nú séu fleiri en hann einn til við-
tals þegar leita skal upplýsinga um
feril Jóns, tónsmíðar og gildi þeirra
fyrir samtíð okkar.
Hjálmar er tónskáld og mikilvirkt
að auki. Eftir hann liggur fjöldi tón-
smíða; kórverk, hljómsveitarverk,
kammerverk, einleiksverk, trúarleg
tónlist og veraldleg ef taka má svo
hátíðlega til orða, en einnig hefur
Hjálmar samið mikið af tónlist fyrir
leikhús, nú síðast fyrir opnunarsýn-
ingu Þjóðleikhússins á Pétri Gaut.
Lætur nærri að Hjálmar hafi samið
tónlist við eina til þrjár leiksýningar
á ári síðastliðinn áratug og er næsta
víst að svo náin snerting við aðrar
listgreinar í gegnum leikhúsið hefur
opnað honum sýn á stöðu íslenskra
listamanna í víðara samhengi en ella.
„Það er nauðsynlegt að í svona
litlu samfélagi sem okkar sé alltaf
í gangi umræða um listina. Islenskir
listamenn standa utan við þá um-
ræðu sem á sér stað á hveijum tíma
í Evrópu og við þurfum því sjálf að
halda uppi gagnrýninni umræðu og
vera stöðugt tilbúin að kollvarpa
viðteknum venjum og viðteknum
hugsunarhætti um listina og hlut-
verk hennar," segir Hjálmar. Samtal
okkar snýst í byrjun um hlutverk
listamannsins í íslensku samfélagi
og kveikjan er grein Hjálmars í
Yrkju, afmælisriti til heiðurs Vigdísi
Finnbogadóttur forseta er út kom
fyrir réttu ári. Hjálmar segir grein-
ina vera eins konar stefnuyfirlýsingu
sína - manifestó - og sé það hollt
hveijum listamanni að setjast niður
og skilgreina hlutverk sitt og heims-
sýn. Sjá sjálfan sig í samhengi.
Fílabeínsturninn ísland
„Það er skylda okkar á hveijum
tíma að höggva að viðteknum skoð-
unum og draga í efa réttmæti ríkj-
andi hugsunarháttar," heldur Hjálm-
ar áfram. „Það er fáránlegur hugs-
unarháttur að halda því fram að list-
in sé einungis til listarinnar vegna
og að straumamir í þjóðfélaginu séu
henni óviðkomandi. Ef listamaðurinn
getur ráðist á einhveijar takmarkan-
ir með listsköpun sinni þá hefur
hann áhrif á hugsun þeirra sem njóta
hennar; í tónverki er til dæmis hægt
að hafa endaskipti á hefðbundnum
strúktúr og þannig hugsanlega
kveikja þá hugmynd í kolli áheyran-
dans að slíkar breytingar sé einnig
hægt að gera í stærra samhengi.
Þetta krefst auðvitað þess að áheyr-
andinn sé tilbúinn að fara í vegferð
með listamanninum án þess að ljóst
sé í upphafi hvert sú vegferð leiðir.
Fílabeinstuminn ísland er gerður
úr múmm minnimáttarkenndar. Á
þeim þremur öldum í sögu okkar sem
eymdin og einangrunin vom sem
mest, einkenndist ’lífið í landinu
fremur öðm af líkamlegri og and-
legri vesöld og fáfræðin og þröng-
sýnin tóku völdin. Eins og svo oft
vill verða fylgdi fáfræðinni aukinn
hroki á meðal þjóðarinnar og tor-
tryggni í garð alls þess sem útlent
var. Gmnriurinn að Fílabeinstumin-
um íslandi var lagður. Og ennþá
eimir eftir af minnimáttarkenndinni
og tortryggninni gagnvart öðmm
þjóðum. I mínum huga er skilgrein-
ing á íslenskri list afskaplega ein-
föld. Það er sú list sem sköpuð er
hér á íslandi, punktur basta. Þetta
hljómar kannski einsog sjálfgefið en
krafan um séríslensk einkenni er
sterk. í tónlistinni er klifað á þjóð-
lagaarfinum og þau samtímat-
ónskáld sem víkja frá honum eru
oft sögð endurspegla útlenda tísku-
strauma og stefnur.
Þjóðin er í þessum fílabeinstumi
og listamönnunum ber skylda til að
ijúfa múra hans. Við leggjum ofurá-
herslu á að sigra í samkeppni við
aðrar þjóðir um nauðaómerkilega
hluti; Júróvisjón, aflraunir og lík-
amsfegurð, en þegar stefnt er til
stærri átaka í samskiptum okkar við
aðrar þjóðir á sviði menningar og
lista þá skella dymar aftur - engir
peningar til og lítið gert úr erindi
okkar við stærri menningarþjóðir.
Þá heyrast einnig háværar raddir
um vemdun tungunnar og annarra
séreinkenna íslenskrar menningar.
Það er vissulega mikilvægt að
vernda íslenska tungu og vanda
málfar sitt en mikilvægast er þó að
við höfum eitthvað að segja sem
skiptir máli á þessu tungumáli. Það
höfum við auðvitað ekki ef hér ríkir
ládeyða og sinnuleysi í mannlegum
samskiptum." Hjálmar gengur enn
lengra og nefnir höft og bönn sem
gilda um innflutning fólks frá er-
lendum menningarsvæðum sem
dæmi um hugsunarhátt hjáleigu-
mennskunnar.
Viljum vera stikkfrí
„Við þurfum að skapa hér samfé-
iag þar sem tekist er á um nýjar
og framandi hugmyndir og þar sem
þegnarnir fá greiða útrás fyrir þann
núning sem skapast þegar fólk af
ólíkum gerðum og með ólíka hugar-
heima rekst á í daglegu amstri sínu.
Eins og er þá erum við Islendingar
ekki aðeins einangraðir menningar-
lega heldur líka sem kynstofn. Við
búum við allskyns lög og reglugerð-
ir sem hefta samskipti okkar við
útlendinga og samskipti þeirra við
okkur. Skýrasta dæmið um höft af
þessum toga eru þau lög, sem tálma
útlendingum frá fjarlægum menn-
ingarsvæðum að setjast að hér á
landi og taka þátt í uppbyggingu
íslensks samfélags. Þarna býr að
baki sú hugsun að það sé óæskilegt
fyrir hina göfugu íslensku þjóð að
verða fyrir of miklum áhrifum frá
fólki sem hefur aðra lífssýn og önn-
ur viðhorf en við íslendingar og eru
af öðrum litarhætti en þeim sem við
höfum.
Afleiðingin er sú að við sitjum
uppi með feysknar hugmyndir um
sjálf okkur í samfélagi þjóðanna og
við virðumst gjörsneydd þeim krafti
og hugmyndaauðgi sem okkur er
nauðsynlegt að hafa ef okkur á að
takast að hleypa lífi í nýsköpun á
sviði efnahags- og menningarmála.
Þá höfum við ekki tekið á okkur
neina ábyrgð í þeim miklu þjóðflutn-
ingum sem átt hafa sér stað í heimin-
um - við erum hrædd við að lenda
í óleysanlegum vandamálum og vilj-
um helst vera stikkfrí og horfa á
vandamálin erlendis utanfrá."
- Eru listamenn þá orðnir hug-
sjónalausir?
Hjálmar H.
Ragnarssoit tón-
skáld talar um
fflabeinsturninn
ísland, Jón leif s
og ábyrgð lista-
manna gagnvart
samtímanum
„Ja, þeir virðast sætta sig við ríkj-
andi ástand og hafa margir hveijir
snúið sér að naflaskoðun í staðinn.
Hver og einn vinnur að sínu og sinni
veraldlegu velgengni án þess að
gagnrýna eða sýna mótþróa."
- Er ekki gagnrýni svo illa séð í
dag?
„Jú, það má enginn sýna af sér
reiði án þess að það sé túlkað sem
gremja eða persónuleg vonbrigði.
Það eiga allir að vera glaðir og sátt-
ir. Þeir sem voru fremstir í flokki
af 68-kynslóðinni hafa flestir snúið
sér að hugrækt, stjörnuspeki og
hollu mataræði. Síðasti áratugur
hefur einkennst af því að horfa inná-
við. Valdhafarnir hafa líka tekið
hugsjónirnar af þessu fólki með því
að gera þær í orði kveðnu að sínum.
Umhverfismál og friðarmál eru
fremst á tungu stjórnmálamanna
núorðið."
- Er ekki hægt að kalla það ár-
angur 68-kynslóðarinnar, að hug-
sjónir hennar séu komnar inn í stefn-
uræður stjórnmálamannanna?
„Nei, þetta hefur einfaldlega gert
alla baráttu máttlausa og ýtir undir
ábyrgðarleysi fólksins. Við búum í
sérfræðingaþjóðfélagi þar sem alls-
kyns nefndum og stofnunum hefur
verið falin öll ákvarðanataka. Nefnd-
ir og stofnanir bera alla ábyrgð. Það
er meira að segja búið að einangra
dauðann og loka hann inni á stofnun-
um eins og hann komi okkur ekki
lengur við.“
Listsköpun er hápólitísk
„Listin getur aldrei þrifist sjálfrar
sín vegna,“ segir Hjálmar. „List-
sköpun er í eðli sínu pólitísk á þann
hátt að hún getur breytt hugsun og
atferli fólks. Ég er ekki að tala um
pólitík í þröngri merkingu þess orðs
heldur um póiitík sem hreyfíafl hlu-
tanna. Það afl sem kveikir nýjar
hugmyndir, nýja hugsun og sem
opnar fólki nýja sýn á sjálft sig og
samfélag sitt. Hér á landi einskorð-
ast pólitísk umræða því miður yfir-
leitt við efnahagsmál og við þau
vandamál sem koma upp frá degi
til dags. Umræðan þarf að vera
miklu víðtækari ef við ætlum að
greina þá krafta sem hafa áhrif á
líf okkar. Hver ætli til dæmis hafi
haft meiri áhrif á sjálfsímynd okkar
íslendinga á þessari öld en Halldór
Laxness? - Eða þá breytt á róttæk-
ari hátt sýn okkar á umhverfi okkar
en Kjarval? Svari hver fyrir sig.“
- En eru ekki slík áhrif lista-
mannanna alltaf tilviljunarkennd?
Vitum við nokkurn tíma fyrirfram
hver muni hafa áhrif með verkum
sínum?
„Nei, þetta er ekki háð tilviljunum
því að listamaðurinn veit innst inni
hvað hann vill með verkum sínum
þó svo að hann komi því ekki í orð.
En það er mjög erfitt að skilgreina
vald listamannanna í þessu efni og
mæla það. Þess vegna ekki síst held
ég að fjölmiðlar og aðrir þeir sem
móta almenningsálitið hafí tilhneig-
ingu til að einangra listsköpunina
frá öðrum þáttum mannlegs lífs og
gera um leið listamennina að eins
konar trúðum sem bera enga ábyrgð
á mótun þess samfélags sem þeir
búa í. Verst er þegar listamennimir
fara sjálfír að trúa bábiljum af þessu
tagi.“
- Snertir þetta ekki alþjóðlega
fjölmiðlun og hlut listamanna í þeim
potti?
„Já, og ekki bætir úr að oftar en
ekki er listsköpun metin eftir
skemmtigildi hennar og eftir því
hversu auðvelt er að framreiða hana.
Þetta er andstætt listsköpun - listin
höfðar til hins sértæka en ekki til
hins almenna í manninum. Árangur
listamanna er gjaman miðaður við
það hversu miklum fjölda eyma og
augna sköpun þeirra nær. En höfum
í huga að mikil opinber velgengni
getur orðið listamanninum íjötur um
fót og bundið hann á klafa. Meira
en flest annað. Þá reynir á skapgerð
listamannsins og hvort hann er mað-
ur til að stríða á móti straumnum.
Sköpun sem er háð markaðslögmál-
um er dæmd til að þjóna ríkjandi
smekk og viðhorfum."
Neðanjarðarlist
Hjálmar hugsar sig um og segir
svo hæglátlega. „Annars er ég hepp-
inn í raun og veru því tónsköpun
af því tagi sem ég stunda er eins
konar neðanjarðarlist. Það gefur
manni visst fijálsræði sem annars
væri ekki fyrir hendi. Tónsmiðir eru
ekki eins háðir fjármagni við frain-
kvæmd verka sinna eins og svo
margir aðrir listamenn, t.d. kvik-
myndagerðarmenn, svo ég tali nú
ekki um þann klafa sem fylgir því
að vera í skemmti- eða dægurbrans-
anum. Það er líka staðreynd að list-
sköpun nýtur núorðið mikils velvilja
hjá íslensku þjóðinni og hún sýnir
starfi listamanna yfirleitt mikinn
áhuga.“
— Er þetta ekki viss þversögn,
neðanjarðarlist sem nýtur mikils
velvilja og er sýndur mikill áhugi?
„Það er rétt því að samtímatónlist
á erfítt uppdráttar. En þegar henni
er komið milliliðalaust á framfæri
við áhorfendur þá er henni vel tekið.
Nýsköpunin gerir kröfur til áheyr-
enda sinna. Það hefur ávallt verið
þannig. Almenna skoðunin er hins
vegar sú að tónlist eigi að vera fal-
leg og meinlaus. Þetta á reyndar við
um alla list. Tónlist okkar samtíðar
getur verið ægifögur en ekki endi-
lega þægileg áheyrnar. Hinsvegar
hefur andstaða almennings við slíka
tónlist skapast af því að tónlistar-
menn hafa fallið í þá gryfju að ögra
áheyrendum og ganga fram af þeim
og látið svo sem fólk beri ekki skyn-
bragð á tónlistina ef því mislíkar.
Þetta er auðvitað hroki af hálfu lista-
mannanna.“
- Fílabeinsturn kannski?
„Frekar hræðsla. Ég reyni alltaf
að setja mig í spor áheyrandans á
einhveiju stigi tónsköpunarinnar.
Ég hugsa sem svo að ef ég geti
ekki notið verksins hvernig get ég
þá ætlast til þess að aðrir geti það.“
- Við erum að tala um að lista-
maðurinn geri kröfur til áheyrand-
ans ekki síður en áheyrandinn til
listamannsins.
„Já, og við eigum að ganga út frá
því að fólk sé vitiborið og engir fá-
bjánar vilji leggja eitthvað á sig.
Við eigum að gera þá kröfu til áheyr-
andans að hann bijóti af sér viðjar
vanans og láti sig flæða með. Ef
ekki þá kemst hann aldrei í neitt
ferðalag um víddir listsköpunarinn-
ar. Sá sem vill njóta listarinnar verð-
ur einnig að virkja skáldið í sjálfum
sér. Margir hafa nánast gefíst upp
við að gera þessar kröfur til áheyran-
dans. Þetta fínnst mér sérstaklega
áberandi í leikhúsunum. En hvers
vegna? Lífíð sjálft gerir kröfur til
fólks og þegar áföll ber að er ekki
sýnd nein miskunn."
Túlkunarþörf
- Getur þessi hræðsla áhorfand-
ans - áheyrandans - stafað af van-
máttarkennd? Hefur ekki sérfræð-
ingadekrið skilað sér inn í listimar
á þann hátt að allt er matreitt ofan
í hinn almenna áhorfanda, túlkað
og útskýrt áður en sest er til borðs?
Það er alþekkt að áhorfendum - eða
áheyrendum - er meinilla við að
hlýða á listflutning sem þeir hafa
engar upplýsingar fengið um fyrir-
fram.
„Auðvitað ætti hver og einn að
geta sagt til um það sjálfur hvað
honum líkar og hvað ekki svo fram-
arlega sem hann er ekki blindaður
af kreddum eða fordómum. En þetta
er alveg rétt og í tónlistinni eru
margir um hituna þegar á að út-
skýra innihald tónverka fyrir áheyr-
endum. Kannski setjum við listsköp-
un á slíkan stall að móttakandinn
þarf millilið. Þetta er slæmt því það
getur rænt áhorfandann upplifun-
inni af því sem er hinn raunverulegi
galdur verksins. I stað þess að upp-
lifa töfra þess eyðir áheyrandinn
orku sinni í leit að staðfestingum á
skoðunum sérfræðingsins. Þetta er
líka hræðsla við að gera sig að fífli.
Kannski þarft þú að láta segja þér
að verkið sé list áður en þú þorir
að lifa töfra þess. Hugsaðu þér
hneisuna sem hlýst af því að njóta
verks sem sjálfskipuðum sérfræð:
ingum þykir ekki vera listrænt. í
þessu máli er hætt við að fílabeins-
tuminn sé ekki langt undan og að
við gleymum því að listsköpun er
aðeins einn þáttur okkar margbrotnu
tilvistar - þáttur sem við verðum
að sjá í samhengi við aðra mannlega
starfsemi."
Hjálmar hefur sjálfur staðið í þeim
spomm að greina og skýra verk
annarra, sérstaklega verk Jóns
Leifs, og viðurkennir fúslega að við
slikar aðstæður sé hann einsog milli
steins og sleggju. „Ég held þó að
það sé alltaf kostur að hafa reynslu
af listsköpun sjálfur. Ég hef haldið
því fram að listamennimir ættu að
sinna fræðimennsku meðfram list-
sköpun sinni af þessum sökum. List
felur alltaf í sér einhvern galdur,
eitthvað sem ekki er hægt að út-
skýra og þessi takmörk verður sá
er um fjallar að viðurkenna. Sumir
falla oft í þá gryfju að telja sig geta
útskýrt allt. Ef listaverk er útskýran-
legt til innsta kjarna þá er það dautt.
Listsköpun hlýtur alltaf að vera haf-
in yfír endanlegar útskýringar, því
rökrænar skýringar byggja á því
sem við vitum nú þegar en galdra-
smíð listaverksins er alltaf handan
þess skilnings sem við búum yfír.
Fræðimanninum er hætt við að
viðurkenna ekki vanmátt sinn í þessu
efni og stýra frekar framhjá því í
skýringum sínum sem hann þekkir
ekki. Eða hafna því alfarið. Eg hef
sjálfur mikla ánægju af þvi að kryfja
tónverk í sínar smæstu einingar og
skoða byggingu þess og formhugs-
unina sem býr að baki. Þannig get
ég t.d. tekið sönglag eftir Schubert
og velt fyrir mér hverri einstakri
nótu og hveijum hljómi. En ég hef
samt enga skýringu á því hvers