Morgunblaðið - 04.06.1991, Síða 1
1
t
HANDKNATTLEIKUR
Þorbergur Aðalsteinsson.
Þorbergur
þjálfar
Aftureldingu
Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari í
handknattleik, hefur verið ráðinn þjálfari 2.
deildar liðs Aftureldingar í Mosfellsbæ.
„Við viljum rífa liðið upp og Þorbergur er rétti
maðurinn til þess,“ sagði Jóhann Guðjónsson, form-
aður handknattleiksdeildar Aftureldingar, við
Morgunblaðið. „Þorbergur hefur gert góða hluti
og við höfum trú á honum,“ bætti hann við.
Þorbergur verður önnum kafínn vegna landsliðs-
ins, en Jóhann sagði að það kæmi ekki niður á
Aftureldingu. Ráðinn yrði aðstoðarþjálfari, en ekki
væri frágengið hver það yrði.
Siggeir Magnússon hefur skipt í Aftureldingu
úr Stjörnunni og Jón Andri Finnsson úr Fram. Þá
hefur verið rætt við Pál Ólafsson, yngri, í KR, en
ekkert ákveðið í því efni.
Geir Sveinsson
afturíVal?
Geir Sveinsson, landsliðsmaður í handknattleik,
sem hefur leikið með spænska liðinu Granoll-
ers undanfarin tvö ár, er laus allra máia þar og
leikur sennilega með Val næsta keppnistímabil.
„Eg hef ekki ákveðið mig endanlega, en Valur
er vissulega ofarlega í huganum."
Um helgina var ákveðið á Spáni að næsta keppn-
istímabil mega þrír erlendir leikmenn vera með
hveiju liði, en þó aðeins tveir spila hveiju sinni.
Þetta var gert fyrst og fremst með félögin í huga,
sem taka þátt í Evrópukeppni, en þar mega þrír
útlendingar leika með hveiju liði. Geir sagði að
Granollers hefði rætt þann möguleika að hann
yrði áfram sem þriðji erlendi leikmaður félagsins,
en hann ætti eftir að skoða það nánar. Ekki væri
spennandi að æfa stíft en fá svo kannski ekkert
að leika og ef sú staða kæmi upp bitnaði það fyrst
og fremst á sér sem landsiiðsmanni.
„Ég tek mér tveggja vikna frí og tek síðan
ákvörðun."
Geir Sveinsson.
■ Leikir helgarinnar / B5
Dómarar með hljóð-
nema vegna upptöku
Íþróttaþáttur með breyttu sniði hefur
göngu sína á Stöð 2 í kvöld og verður
framvegis á þriðjudögum klukkan 21.
Meðal nýjunga má nefna að áhorfendur
fá tækifæri til að sjá hlutverk dómara í
knattspymuleikjum frá öðru sjónarhorni
en áður hefur tíðkast. Stöð 2 fékk sam-
þykki dómaranefndar KSÍ og stjórnar
KSÍ fyrir því að dómari í einum leik í
1. deild væri með hljóðnema innan klæða
og fá áhorfendur þannig að heyra hvað
hann sagði og hvað var sagt við hann
meðan á leik stóð. Ef atriðið heppnast
vel stendur til að halda þessu áfram.
Heimir Karlsson, íþróttafréttamaður
Stöðvar 2, sagði við Morgunblaðið að
hugmyndin væri að sýna hið erfiða starf
dómarans. „Ætlunin er ekki að refsa
mönnum, hvorki dómurum né leikmönn-
um, heldur að sýna starf dómara frá
annarri hlið en almennt tíðkast. I hverju
tilviki fær viðkomandi dómari heimild til
að skoða efnið áður en það verður sent
út, þannig að þetta verður gert í fullri
samvinnu og samráði við dómara."
Breska sjónvarpsstöðin ITN hefur tek-
ið á starfí dómarans á ámóta hátt og
fyrir skömmu fengu íslenskir unglinga-
og héraðsdómarar að sjá slíkan þátt á
ráðstefnu, þar sem sýnt var frá leik Mill-
wall og Arsenal í Englandi.
Dómaraþátturinn verður fyrst sýndur
í næstu viku, en meðal efnis í kvöld má
nefna að Guðmundur Torfason, miðheiji
St. Mirren og fyrrum landsliðsmaður,
syngur tvö lög eftir sjálfan sig og Eyjólf-
ur Kristjánsson og Sigmundur Ernir
Rúnarsson keppa í spjótkasti. Heimir
sagði að Eyjólfur hefði hrifist svo að
söng Guðmundar að hann væri að hugsa
um að bjóða honum að syngja á næstu
plötu sinni!
TitiliMiMÍn UA#«-» rtATriwri Morgunblaðið/KGA
Titiivomin nofst meo storsign
íslandsmeistarar Breiðabliks hófu titilvörnina með stórsigri á KA, 4:0, á sandgrasvellinum í Kópavogi á sunnudag. Fyrsti leikur 1. deildar
kvenna í ár fór fram daginn áður á malarvelli KR, er heimaliðið sigraði KA 3:2. Á myndinni eru Arndís Ólafsdóttir, KA, sem gerði annað
mark liðsins gegn KR, og Magna Magnúsdóttir, UBK, en hún gerði einmitt eitt marka meistaranna í leiknum.
Hltt
JVtagmtlifaMfc
1991
ÞRIDJUDAGUR 4. JUNI
BLAÐ
KNATTSPYRNA / 1. DEILD KVENNA
VIÐTAL VIÐ KÖRFUKNATTLEIKSKAPPANIM AXEL NIKULÁSSOIM / B4