Morgunblaðið - 04.06.1991, Síða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1991
TENNIS / STIGAMOT
ÓLAFUR Sveinsson úr TFK og
Guðný Eiríksdóttir, Þrótti, voru
sigurvegarar á fyrsta stigamóti
sumarsins í tennis sem haldið
var á sandgrasvöllum Þróttar
um helgina.
ÆT
Iúrslitaleiknum í karlaflokki
mætti Ólafur Stefáni Pálssyni
Víkingi og sigraði Ólafur 2:1 í
spennandi viðureign. Stefán vann
gggmBB fyrsta leikinn 6:1
Frosti eftir að Ólafur hafði
Eiösson náð forystunni eftir
skrifar fyrstu lotu. Ólafur
hafði nokkra yfir-
burði í tveimur síðustu leikjunum,
hann sigraði 6:2 og 6:1.
Hinn fertugi Christian Staub
hafnaði í 3-4 sæti ásamt Óðni
Ægissyni TFK. íslandsmeistarinn
sl. tvö ár, Einar Sigurgeirsson féll
óvart út í átta manna úrslitum,
Hann hætti keppni vegna meiðsla'
er hann var undir 2:0, í öðrum leik
gegn Óðni en þann fyrri vann Óðinn
7:5. Saman unnu þeir félagar
tvíliðaleik er þeir báru sigurorð af
Ólafi Sveinssyni og Eiríki Ónundar-
syni Þrótti 6:3 og 7:6.
Guðný með þrenn gullverðlaun
Guðný Eiríksdóttir úr Þrótti var
mjög sigursæl á mótinu en hún
hreppti þrenn gullverðlaun, fyrir
einliða-, tvíliða- og tvenndarleik.
Guðný mætti Hrafnhildi Hannes-
dóttir Fjölni í úrslitum einliðaleiks-
ins. Hrafnhildur náði snemma und-
irtökunum og eftir sex lotur hafði
hún 4:2 forystu. Guðný sneri þá
leiknum sér í hag og sigraði 6:4
og 6:2.1 tvíliðaleiknum sigruðu þær
Guðný og Steinunn Björnsdóttir
þær Guðfinnu Steindórsdóttir og
Samiek Vala Issa 4:6, 6:4 og 6:2.
I tvenndarleiknum lék Guðný
með Eiríki Önundarsyni gegn Ás-
dísi Ólafssyni og Einari Óskarssyni
TFK og unnu þau fyrrnefndu 6:3
og 6:1.
Rúmlega sextíu keppendur tóku
þátt í mótinu. Leikmönnum eru
gefin stig eftir árangri á mótinu
og hefur það áhrif á niðurröðun
keppenda á íslandsmótinu.
Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson
Ólafur Sveinsson úr TFK og Guðný Eiríks-
dóttir, Þrótti, voru sigurvegarar á fyrsta stiga-
móti sumarsins í einliðaleik í tennis. Á myndinni
fyrir ofan er Ólafur í úrslitaleiknum gegn Ste-
fáni Pálssyni. Guðný, á myndinni til hliðar, er
einbeitt á svip í úrslitaleiknum gegn Hrafnhildi
Hannesdóttur.
Guðný
sigursæl
Ólafur Sveinsson sigraði í einliðaleik karla
Morgunblaöið / Frosti
Áslaug Óskarsdóttir og Leonardo
Snelleman eru hér ásamt Hrafnhildi
Hannesdóttir sem tekur þátt í þremur
alþjóðlegum tennismótum í sumar.
Bestir í alþjóðlegum sportfatnaði
SÆVAR KARL &. SYNIR
Kringlunni, sími 689988
PRESSU
SÖLUBARNA
Stofnfundur
Stofnfundur Tennisfélags
Kópavogs verður haldinn
nk. þriðjudagskvöld við Kópa-
vogsskóla.
Einar Sigurgeirsson og Ólaf-
ur Sveinsson, landsiiðsmenn í
tennis spila sýningarleik _sem
hefst kl. 20. Þeir Einar og Ólaf-
ur verða þjálfarar félagsins í
sumar.
Þeir sem hafa áhuga á að
læra tennis í sumar geta hringt
í síma 45389 á milli 19-21 á
kvöldin og fá nánari upplýsing-
ar.
Tennisíþróttin áfram-
tíðina fyrir sér á íslandi
ALÞJÓÐA Tennissambandið stóð fyrir tennisnámskeiði hér á
landi \ síðustu viku. Hollendingurinn Leonardo Snelleman, sem
er einn fremsti unglingaþjálfarinn í Svíþjóð kom hingaðtil lands
og leiðbeindi tennisþjálfurum, leikfimikennurum og iðkendum
umtennis.
Snelleman hefur starfað í Svíþjóð
sl. þrjú ár og hann hefur meðal
annars kennt í „Davies-cup skólan-
um,“ en það er skóli fyrir bestu ungl-
ingana hveiju sinni.
Frosti Aðalstarf hans er
Eiðsson hins vegar þjálfun
skrifar hjá KFUM Borás,
sem er þekkt fyrir
mikið unglingastarf enda eru margir
af bestu tennisleikurum Svíþjóðar í
unglingaflokki innan raða félagsins.
Snelleman lét vel af dvölinni hér
á landi og sagði að geta unglinganna
hefði komið sér á óvart. „Ég held
að tennisíþróttin eigi mikla framtíð
fyrir sér hér á landi. íþróttin hefur
vaxið mjög mikið á alla síðustu árum
með tilkomu betri aðstöðu en til þess
að íþróttin öðlist almennar vinsældir
og Islendingar öðlist afreksfólk þá
þarf að vera hægt að stunda íþrótt-
ina allt árið. Fleiri félög þurfa að
koma til og nauðsynlegt er að kynna
íþróttina vel í grunnskólum og helst
þyrfti að koma af stað skólamóti í
tennis.
í Svíþjóð eru um eitt þúsund tenn-
isfélög starfandi og flest þeirra hafa
yfír að ráða völlum innan- og utan-
húss. Unglingastarfíð hefur skilað
Svíum nokkrum af bestu tennis-
mönnum heims og Svíþjóð er núver-
andi heimsmeistari landsliða í karla-
flokki. Gífurlegur uppgangur hefur
verið í íþróttinni og miklu skiptir að
tennis er ekki lengur bundin við þá
sem betur eru settir. í Svíþjóð geta
allir stundað tennis en t.d. í Þýska-
landi þarf unglingur að eiga vel
stæða foreldra til þess að geta stund-
að íþróttina."
Hrafnhildi boðiðámót
Snelleman bauð Hrafnhildi Hann-
esdóttir til móts í Svíþjóð en Hrafn-
hildur sem er þrettán ára hefur tek-
ið miklum framförum og er meðal
bestu tennisleikara hér á landi í
kvennaflokki. „Ég held að Hrafnhild-
ur sé góð fyrirmynd fyrir aðra tennis-
leikara. Afreksfólk er nauðsynlegt í
öllum íþróttum til þess að hvetja
aðra iðkendur til að ná sama ár-
angri og ég held að færni hennar
eigi að geta orðið öðnim unglingum
hvatning, ekki aðeins í kvenna-
flokki,“.
Hrafnhildur er ekki alveg ókunnug
í Svíþjóð, hún bjó þar í íjögur ár
með foreldrum sínum og var í tennis-
félagi í Lundi eitt þeirra. Hún mun
taka þátt í tveimur sterkum alþjóð-
legum mótum í sumar. Hrafnhildur
leikur á Bofors mótinu í tvíliðaleik
með breskri stúlku og fer síðan til
Borás þar sem hún fær að spreyta
sig í einliðaleiknum á öðru móti sem
tennisfélagið KFUM Borás stendur
fyrir.
í þessum mánuði fer Hrafnhildur
til Brússel þar sem að hún er fulltrúi
íslands í kvennaflokki á Ólympíudög-
um æskunnar og það stefnir því í
viðburðaríkt sumar hjá henni.„Eg er
mjög spennt í að fara út að keppa
og það á örugglega eftir að verða
mjög skemmtilegt, þó að ég geri mér
engar sérstakar vonir um árangur.“
ÍMémR
FOLK
■ BRYAN Robson, fyrrum fyrir-
liði enska landsliðsins sem stýrði
Manchester United til sigur í Évr-
ópukeppni bikarhafa, hefur skrifað
undir tveggja ára samning við Un-
ited. Sögusagnir voru uppi um að
nú myndi Robson, sem er 34 ára,
hætta að leika og gerast þjálfari.
En hann er greinilega á öðru máli.
■ DA VID Pleat hefur verið boð-
ið að taka við framkvæmda-
stjórastöðunni hjá Luton. Pleat,
sem fór frá Luton 1986 til að taka
við Tottenham, var rekinn frá 2.
deildarliðinu Leicester í janúar.
Jim Ryan, framkvæmdastjóri Lu-
ton, var sagt upp störfum aðeins
tveimur dögum eftir að hann hafði
bjargað liðinu frá falli í 2. deild
með því að vinna síðasta leikinn í
deildarkeppninni.
■ HERTA Berlin, sem leikur í
þýsku Bundesligunni, rak í síðustu
viku þriðja þjálfarann á þessu
keppnistímabili. Peter Neururer
tók við liðinu í mars og stjórnaði
því 11 leiki og náði aðeins tveimur
stigum. Á laugardaginn tapaði liðið
fyrir Bayern Míinchen, 7:3 og þá
var mælirinn fullur og hann látinn
fara. Hinir þjálfararnir sem reknir
voru í vetur eru Werner Fuchs og
Pal Csernai.
I LÆKNIR ítalska liðsins Lazio
hefur skoðað skurðaðgerðina á
Paul Gascoigne á myndbandi og
er svo ánægður með framkvæmdina
að Lazio er tilbúið að greiða Tott-
enham um 420 millj. ÍSK sem fyrir-
framgreiðslu vegna væntanlegra
kaupa.
Seve Ballesteros sigraði í bresku
meistarakeppninni.
Annar sigur
Ballesteros
áviku
Spánveijinn Seve Ballesteros
sigraði í bresku meistara-
keppninni í golfí um helgina. Hann
fór á 13 höggum undir pari og kom
inn á 275 höggum eða þremur
höggum á undan næstu mönnum.
Þetta var þriðji sigur Spánveijans
í síðustu fjórum mótum og annar á
viku.
Ballesteros var með sjö högga
forystu fyrir síðasta keppnisdag og
því kom óöryggi á síðasta hring
ekki að sök. „Eg lék ágætlega á
síðasta degi, en púttin voru ekki
nógu góð,“ sagði Spánveijinn. „Það
eina sem skipti máli var að sigra,
það var takmarkið og ég náði því.“
Ballesteros er nú 5. á heimsaf-
rekalistanum og launahæstur evr-
ópskra kylfinga í ár með liðlega 20
milljónir ÍSK fyrir árangurinn á
mótum ársins.
■ Úrslit / B6