Morgunblaðið - 04.06.1991, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 04.06.1991, Qupperneq 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1991 KORFUKNATTLEIKUR AXEL NIKULÁSSON Einn fyrlr alla og allir fynr einn Gíslasyni, en síðustu ár hefur hann helgað sig unglingastarfinu í Keflavík," sagði Axel Nikulásson, sem hélt til Bandaríkjanna 1983, þar sem hann stundaði nám í Penn- sylvaníu. Axel lék þar með háskóla- liði í fjögur ár, en vegna meiðsla í baki gat hann lítið leikið fjórða árið. „Ég fékk góða reynslu af að leika í Bandaríkjunum. Aður en ég fór þangað skoraði ég aldrei undir tutt- ugu stigum í leik. Þá hugsaði mað- ur lítið um vamarhlutverk, gaf knöttinn aldrei til samheija í sókn fyrr én ég var búinn að skora mín tuttugu stig. Þegar ég lék í Banda- ríkjunum var það mitt hlutverk að leika í vöm og í sóknarleiknum fékk ég það hlutverk að blokkera fyrir skyttumar. Auðvitað var þetta áfall fyrir mig, en ég vandist nýju hlut- verki fljótlega," sagði Axel. „Besta sending sem Kefiavík hefur fengið" Axel sagði að koma bandaríska þjálfarans Lee Nober til Keflavíkur 1988 hafi verið geysileg lyftistöng fyrir körfuknattleikinn í Keflavík. „Koma hans er tvímælalaust besta sending sem Keflavík hefur fengið. Nober gjörbreytti öllum hugsunar- hætti leikmanna. Nober kom til dyranna eins og hann var klæddur. Allt líf hans snerist um körfuknatt- leik og hann talaði ekki um annað en körfuknattleik. Nober var eins og knattspyrnuþjálfarinn Joe Hool- ey, sem þjálfaði Keflavíkurliðið í knattspymu með góðum árangri á SigmundurÓ. Steinarsson skrifar ÍÞRÓTTIR eru óútreiknanlegar og skiptast í marga flokka. Ein- staklingar skjótast upp á stjörnuhimininn sem spretthlauparar eða kastarar. Þar eru á ferð íþróttamenn sem standa og falla með eigin gjörðum. Flokkaíþróttamenn verða að hugsa á annan hátt og sem betur fer fyrir flokkaíþróttina skjótast leikmenn fram í sviðsljósið, sem hugsa fyrst og fremst um liðsheildina. Menn sem hafa það hugfast að einn maður getur ekki unnið leik upp á eigin spýtur. íslenskur körfuknattleikur er svo ríkur að eiga þannig fþróttamann. Það er Keflvíkingurinn Axel Nikulásson, sem hefur leikið með KR. Hans móttó er; einn fyrir alla og allir fyrir einn. Axel Nikulásson er tvímæla- laust í hópi fremstu íþrótta- manna íslands. Hans aðalsmerki er að hugsa ekki eingöngu um sjálf- an sig á leikvelli og fyrir utan hann, heldur hvað getur hann gert fyrir fé- laga sína, svo að þeir verði betri íþróttamenn. Þessi einstaki hæfileiki Axels gerði Keflvíkinga að íslandsmeisturum 1989 og KR-inga ári síðar. Ekki nóg með það, Axel hefur leikið lykil- hlutverk í hinu sigursæla landsliði íslands, sem Torfi Magnússon hefur stjórnað. Það var frábært að sjá hvemig hann hvatti félaga sína áfram og stappaði stálinu í þá á Smáþjóðaleikunum í Andorra. Þar var þessi mikli keppnis- og félags- maður í essinu sínu. Inni á vellinum smitaði hann út frá sér með keppn- ishörku og fórnfysi og þegar hann sat á varamannabekknum hélt hann hvatningu áfram. Þeir sem hafa séð Axel leika hafa fljótlega áttað sig á að þar er foringi á ferð. Léku á skautasvelli Hvers vegna varð körfuknattleik- ur fyrir valinu hjá Axel? „Það má segja að Ólafur Jónsson, fyrrum skólastjóri í gamla bamaskólanum í Keflavík, hafi beint mér á þá braut. Við félagarnir í skólanum vorum miklir prakkarar og vomm alltaf á ferðinni með ýmis prakkara- strik. Ólafur kallaði okkur þá á sinn fund og spurði hvort að það væri ekki skynsamlegra að nota kraftana í eitthvað annað en prakkarastrik. Það varð úr að við fórum að æfa og leika körfuknattleik af fullum krafti undir stjórn Ólafs. Áhuginn var svo mikill að skautasvellið á skólalóðinni var frekað notað sem körfuboltavöllur en skautasvell. Við lékum körfuknattleik með vettlinga í brunagaddi,“ sagði Axelysem byij- aði að leika með meistaraflokki IBK sautján ára. „Áhuginn fyrir körfu- knattleik var mikill í Keflavík, en við vomm lengi í skugganum af Njarðvíkurliðinu, sem stóð sig frá- bærlega. Við vomm ekki langt frá því að tryggja okkur sæti í úrvals- deildinni 1980 og 1981. Við vomm þá með mjög ungt lið. Sjö leikmenn sem vora 17 ára léku með liðinu 1980. Það var svo 1982 sem við tryggðum okkur sigur í 1. deildar- keppninni með fullu húsi stiga. Árið eftir lékum við til úrslita um íslandsmeistaratitlinn gegn Val og máttum þola tap með aðeins einu stigi. Uppgangurinn var mikill í Keflavík og hann er það enn. Það er sama þótt Keflvíkingar missi tvo til þijá leikmenn árlega - það koma aðrir leikmenn í þeirra stað. Frá- bært unglingastarf Sigurðar Val- geirssonar og Stefán Arnarsonar hefur svo sannarlega skilað árangri. Stefán byijaði að æfa og leika körfuknattleik með mér og Jóni Kr. árum áður. Nober koiri með mörg ný leik- kerfi, sem nýttust vel þeim leik- mönnum sem léku með liðinu. Ef vel á að ganga verða leikmenn að halda tryggð við þjálfarann og standa með honum í því sem hann er að gera. Leikur okkar byggðist upp á hraða og að opna leið fyrir skytturnar Jón Kr. Gíslason og Guðjón Skúlason. Þetta gekk vel, en það kom bakslag þegar við töp- uðum fyrir Njarðvíkingum í bikar- keppninni. Þá bmgðust skytturnar, en skuldinni var skellt á Nober - þrátt fyrir að það væri ekki hann sem sá um að skjóta. í sömu vikunni svaf Magnús Guðfinnsson yfir sig og mætti ekki á æfingu. Það var önnur æfingin á stuttum tíma sem hann sleppti. Nober setti Magnús í tveggja leikja bann, sem varð til þess að Magnús sagðist vera hættur. Nober stóð við sitt, enda sagði hann að einn maður gæti aldrei orðið mikilvægari en lið- ið, sem er rétt. Það var byijað að hitna í kolum og leikmenn boðuðu til fundar til að ræða málin. Það kom mér á óvart að heyra að andinn var orðinn þannig að menn vildu reka þjálfa- rann. Ég og Jón Kr. ræddum lengi saman, en ég hafði lýst fullum stuðningi við Nober. Það voru stór mistök í þessu máli, að við Jón Kr. skyldum ekki lemja í borðið og segja hingað og ekki lengra. Stjórnin varpaði ábyrgðinni á leikmennina, en eftir atkvæðagreiðslu leikmanna var ákveðið að Iáta Nober fara. Ég var á móti uppsögninni, en samt var ég ekki meiri maður en það að ég skrifaði uppsagnarbréfið fyrir stjórnina. Eftir fundinn fór ég heim og mér leið ekki vel. Ég var ekki sáttur við niðurstöðuna. Jón Kr. var ráðinn þjálfari og ég var ákveðinn að standa með honum, enda vorum við búnir að vera vinir síðan við vorum Tvö félög komu til greina. KR o Valur, þar sem með liðunum lék bakverðir sem ég átti auðvelt me að leika með. Þegar Tómas Holto ákvað að fara til Ungveijalands fc Valur út úr myndinni. Ég valdi K vegna þess að með liðinu léku Pá Kolbeinsson og Guðni Guðnasoi tveir mjög góðir leikmenn. Það koi mörgum á óvart að ég skyldi velj KR, þar sem landsliðsþjálfarini Laszló Nemeth, þjálfaði KR-liði< en ég var ekki inni í myndinni hj honum í landsliðinu. Með KR-liðin lék Sovétmaðurinn Kovtoúm og þ voru KR-ingar að fara í Evrópi keppni. Þetta var spennandi og v< þess virði að breyta til. Mér lei strax vel í herbúðum KR og vi vorum með geysilega öflugt lið, sei vann 21 leik í röð í úrvalsdeildinn Við lékum gegn Keflavík í úrslité leik um meistaratitilinn og unnui örugglega. Keflavíkurliðið lék þ enn kerfin hans Nober. Það var Ijú: að leggja Keflvíkinga að velli o verða meistari tvö ár í röð með sil hvoru liðinu. Þegar ég lék í Keflaví hrópuðu áhorfendur; „Axel er svil ari, Axel er svikari." Ég lét þett ekkert á mig fá, en pabbi gekk í úr húsinu. Hann varð fyrir aðkas eins og ég.“ Guðni Guðnason, félági Axel hj smástrákar. Þetta mál lagðist þungt á mig. Ég hugsaði hvort ég ætti að halda áfram vegna þijósku, eða leiðrétta mig. Það varð því úr að ég ákvað að skrifa stjóminni bréf og tilkynna að ég væri hættur. Frétt þess efnis birtist í Morgunblaðinu, þar sem ég sagði frá stuðningi mínum við Nober sem þjálfara og félaga. Fréttin varð til þess að reiði braust út í Keflavík og ég var sagð- ur hafa svikið Keflavíkurliðið. Ég og Jón Kr. töluðum mikið saman eftir þetta og eftir stuttan tíma ákvað ég að koma aftur á móts við liðið; en gegn ákveðnum skilyrðum. Ég óskaði eftir því að Jón Kr. kæmi upg ákveðnum aga. Ég sá ekki eftir því að koma til baka. Við urðum íslandsmeistarar með öllum leikkerfunum sem Nober hafði kennt okkur, en þær leikað- ferðir voru einnig notaðar í landslið- inu. Við Jón Kr. stóðum uppi sem íslandsmeistarar eftir tíu ára bar- áttu, en það var alltaf draumur okkar að verða meistarar með Keflavík. „Axel er geysilega sterkur fé- lagsmaður, sem fórnar sér algjör- lega fyrir liðsheildina. Hann er mjög hvetjandi og smitar út frá sér með dugnaði sínum. Við höfum leikið saman síðan við vorum ellefu ára. Að undanförnu höfum við þó aðeins leikið saman með landsliðinu. Það er alltaf gott að hafa Axel við hlið- ina á sér,“ sagði Jón Kr. Gíslason, fyrirliði landsliðsins og þjálfari ÍBK. TilliðsviðKR Axel gekk til liðs við KR-inga eftir að hafa orðið meistari með Keflavík. Aðalástæðan fyrir að hann skipti um félag var að hann var fluttur til Reykjavíkur og Axel sagði að hann hafi ekki enn verið búinn að jafna sig eftir Nober-mái- ið. „Þegar ljóst var að Jón Kr. færi til Danmerkur og gerðist leikmaður með SISU, ákvað ég að breyta til. Morgunblaðið/Einar Falur Með sigurbros á vör. Axel Nikulásson hefur fagnað íslandsmeistaratitli með ÍBK og KR. Síðast fagnaði hann sigri á Smá- þjóðaleikunum í Andorra. Svipur keppnismannsins. Einbeitingin sk hann var þar við háskólanám og lék körfukna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.