Morgunblaðið - 04.06.1991, Page 5

Morgunblaðið - 04.06.1991, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ IÞROI I IRpRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1991 B 5 > Morgunblaöið/Einar Falur :ín úr andliti Axels Nikuiássonar þegar hann mundur kylfuna í hornabolta. Axel lék hornabolta í Bandaríkjunum þegar ttleik. g u :ð n ir R ,11 b n a i, 5, á u á i- 2l ð ð n i. i- n á ft g tt k .a it ti á KR, sagði að það hafi verið ómetan- legt að fá að hann til liðs við KR. „Það eru forréttindi að hafa fengið að Ieika með þessum mikla keppnis- manni. Axei er geysilega sterkur varnarleikmaður, sem bakkar aðra leikmenn upp þegar þeir gera mis- tök í vörn. Þá er hann mjög hvetj- andi og lætur leikmenn heyra það þegar þeir slá slöku við. Hann hef- ur leikið geysilega stórt hlutverk hjá KR og landsliðinu. Stundum ber ekki mikið á honum, en þrátt fyrir það er hann alltaf að vinna þýðing- armikil hlutverk fyrir liðsheildina," sagði Guðni. Ákveðinn að hætta Axel hefur verið að bæta sig á hverju ári sem leikmaður og hefur hann leikið lykilhlutverk með KR og landsliðinu, þrátt fyrir að bak- meiðsli hafi hijáð hann. Torfi Magn- ússon, landsliðsþjálfari, sagði að enginn leikmaður ætti að hætta á toppnum. „Það yrði sárt að horfa á eftir Axel,“ en Axel svaraði Torfa með því að segja að það væri alltaf erfitt að liætta því það væri einfald- lega svo gaman að leika körfuknatt- leik. „Það eru alltaf gerðar meiri og meiri kröfur til leikmanna. Ég vil ekki verða útslitinn karl í íþrótt- inni, sem veit ekki sinn vitjun- artíma. Mér finnst minn tími vera kominn til að taka mér hvíld og nota frítíma minn í annað en æfa og leika körfuknattleik. Það mun svo koma í ljós hvort unnusta mín fær leið á mér heima og sparki mér á æfingar,“ segir Axel. „Það verður mjög erfitt að fylla það skarð sem Axei kemur til með að skilja eftir sig, ef hann hættir. Hann fær ekki að hætta. Það er ekkert vit í því að leyfa mönnum að setjast í helgan stein, þegar þeir eiga mikið eftir,“ segir Guðni Guðnason. Jón Kr. Gíslason segir að bakmeiðsli Axels hafi ýtt á að hann legði skóna á hilluna. „Ég hef þó ekki trú á að hann hætti.“ Axel segir að það sé eitt sem togar - það er að leika með lands- liðinu. „Andinn er mjög góður í landsliðinu og með iiðinu leika strákar sem vita hvað þarf að gera til að sigra og kunna til verka. Það er frábært að leika með landsliðinu, sem leikur körfuknattleik sem hent- ar íslendingum best - að leika pressuvörn út um allan völl,“ sagði Axel, en hann segir að körfuknatt- leikur á íslandi sé í stöðugri sókn. „Það hefur verið haldið mjög vel á spilunum. Forráðamenn og leik- menn hafa ekki byggt upp neinar skýjaborgir. Körfuknattleikur er geysilega skemmtileg íþrótt, þar sem ailtaf er eitthvað að gerast. Hraðinn og krafturinn er-mikill og íþróttin hentar einnig vel sem sjón- varpsíþrótt. Besta dæmið um aukn- ar vinsæidir körfuknattleiksins er að hann hefur slegið handknatt- leiknum við hvað áhorfendafjölda varðar tvö síðastliðin keppnistíma- bil. Ekki rétt að fjölga útlendingum Axel er alfarið á móti þeirri hug- mynd að fjölga útlendingum í úr- valsdeildinni. „Hugmyndir um að félög geti teflt fram tveimur útlend- ingum er út í hött. Keflvíkingar, sem eru með fimm landsliðsmenn, myndu aldrei sætta sig við að tveir landsliðsmenn myndu sitja á bekkn- um langtímum saman. Það yrði lé- leg fjárfesting hjá félögum að fá annan útlending til að láta hann sitja á bekknum. Efniviðurinn er mikill hér á landi. Það þarf frekar að hlúa að honum heldur en að fjölga útlendingum," sagði Axel Nikulásson. Það verður mikil eftirsjá í Axel, ef hann stendur við ákvörðun sína að hætta. Það kemur alltaf maður í manns stað, en það kemur enginn annar Axel Nikulásson í íslenskan körfuknattleik. KNATTSPYRNA / 1. DEILD KVENNA Breiðablik hóf titilvömina með stórsigri BOLTINN fór að rúlla í 1. deild kvenna íknattspyrnu um helg- ina þegar KA-stúlkur komu suður og léku tvo leiki. Fyrri leikurinn var á laugardag á malarvellinum á KR-svæðinu. Þar lék KA við heimamenn sem sigruðu 3:2 íjöfnum leik. Á sunnudag lék KA við íslands- meistara Breiðablik og mátti þola stórt tap, 4:0. Leikur KR og KA var jafn fram- an af. Um miðjan fyrri hálfleik- inn náði KR forystunni með sjálfs- marki KA. Arna Steinsen, þjálfari KR, átti fyrirgjöf Hanna fyrir mark KA. Það- Katrín an átti Anna systir Fiiðnksen hennar skot að niarki af stuttu færi, boltinn fór í varnarmann og skaust þaðan í markið. Stuttu síðar komst KR í 2:0 þegar Guðrún Jóna Kristj- ánsdóttir skoraði glæsilegt skalla- mark eftir hornspyrnu Kristrúnar Heimisdóttur. Staðan í leikhléi var 2:0. Á fyrstu mínútu síðari hálfleiks minnkuðu KA-stúlkur muninn. Markið kom eftir hornspyrnu, þvaga myndaðist fyrir framan mark KR. Arndís Ólafsdóttir náði að pota boltanum í netið. Um miðjan síðari hálfleik jafnaði Hjördís Úlfarsdóttir leikinn fyrir KA. Eftir jöfnunarmarkið einkenndist, leikurinn af miðjuþófi og jafntefli lá í loftinu. Sigurmark KR, þegar aðeins fjórar mínútur voru til leiks- loka, kom því nokkuð á óvart. He- lena Ólafsdóttir fékk þá sendingu hægra megin við KA-markið. Hún hitti boltann vel úr léiegu færi og sendi hann í fjær hornið fram hjá Sigríði Páisdóttur, markverði KÁ, sem áður lék með KR. „Leikurinn var nokkuð kafla- skiptur. KR lék mun betur í fyrri hálfleik og átti nokkur góð mark- tækifæri sem ekki nýttust. KA komst betur inn í leikinn í síðari hálfleik, var þá mun meira með boltann, en náði kannski ekki að skapa sér jafnhættuleg færi og KR fékk í þeim fyrri. Þegar á heildina er litið hefði jafntefli verið sann- gjörn úrslit miðað við gang leiks- ins, enda var ekki mikið að gerast á vellinum þegar Helena gerði út • um leikinn," sagði Arna Steinsen, þjálfari KR, eftir leikinn. Þreytumerki hjá KA-stúlkum íslandsmeistarar Breiðabliks hófu titilvörnina af krafti með stór- sigri á KA á Kópavogsvelli á sunnu- dag. Blikarnir voru mun sterkari allan tímann og markið þeirra meg- in var aldrei í hættu. Hins vegar hefur það án efa spilað inn í að KA var þarna að leika sinn annan leik á jafnmörgum dögum og því þreyta í liðinu. Blikastúlkur lék hins vegar á als oddi og verða greinilega til alls líklega í sumar. Sigríður Tryggadóttir gerði fyrsta mark Blika með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu af 30 metra færi. Markið kom eftir tæp- lega 20 mínútna leik. Nokkrum mínútum síðar kom annað mark Breiðabliks þegar Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir skoraði eftir lag- legan undirbúning Magneu Magn- úsdóttur. Eftir markið dofnaði að- eins yfir leiknum og staðan var 2:0 í leikhléi. Síðari hálfleikur var aðeins fimm mínútna gamall þegar Blikastúlkur bættu þriðja markinu við. Þar var ' Magnea að verki með góðu einstakl- ingsframtaki þar sem hún stakk sér inn fyrir varnarmenn KA. Lára Ásbergsdóttir, nýkomin inn á sem varamaður, rak smiðshöggið á verkið með fallegu marki fimmtán mínútum fyrir leikslok. Blikastúlkur voru mun nær því að bæta við mörkum en KA-stúlkur að svara fyrir sig og Ásta B. Gunnlaugsdótt- ir átti góðan skalla í þverslá KA- marksins stuttu fyrir leikslok. „Þegar við heyrðum úrslitin í leik KR og KA í gær urðum við hrædd- ar, en spilið gekk vel hjá okkur í dag. Það virtist ekki koma að sök að þessu sinni að lykilmanneskjur vantaði í liðið hjá okkur. Við verðum með í toppbaráttunni, enda er stefn- an að sjálfsögðu að veija titilinn,“ sagði Ásta Gunnlaugsdóttir. ■ Úrslit / B6 KNATTSPYRNA / 2. DEILD Glæsilegt marfc SELFOSS vann Tindastól 2:1 í 2. deild á Sauðárkróki á laugar- dag. Þetta var dæmigerður vorleikur á grasi, þar sem heimamenn voru meira með boltann, en gestirnir nýttu fær- in. Selfyssingurinn Páll Guðmunds- son gerði gull af marki og breytti stöðunni í 2:0 skömmu fyrir hlé. Hann tók aukaspyrnu nálægt miðlínu og þrumu- Björn skot hans sleikti Björnsson þverslána og inn, skrífar gersamlega óverj- andi og fallegasta mark sumarsins. Skömmu áður ein- lék Sigurður Fannar Guðmundsson í gegnum sofandi vörn Tindastóls og skoraði af öryggi. Heimamenn sóttu stíft í seinni hálfleik undan vindi, en vörn gest- anna var þétt. Björn Björnsson minnkaði muninn úr vítaspyrnu, en Sigurður Fannar innsiglaði sigur Selfyssinga á síðustu mínútu eftir varnarmistök. Marinó Þorsteinsson dæmdi mjög Páll Guðmundsson. vel og ef leikir verða eins dæmdir í framtíðinni þurfa menn ekki að kvíða. Maður leiksins: Sigurður Fannar Guðmundsson, Selfossi. Bestir í alþjóðlegum sportfatnaði SÆVAR KARL &. SYNIR1 ^ Kringlunni, sími 689988

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.