Morgunblaðið - 08.06.1991, Side 3

Morgunblaðið - 08.06.1991, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JUNI 1991 B 3 \RFJARÐAR r Soniu Renard á Listahátíðinni í Hafnarfirði. Morgunblaðið/Einar Falur AKE LAGERBORG er aldursfor- seti þessa hóps. Hann er Svíi og hefur unnið í anda Fluxus-hreyfing- arinnar gegnum árin. í verkum hans má finna skyldleika við Súm-hreyf- inguna hér á íslandi enda léku alþjóð- legir straumar um Evrópu á þeim árum. Lagerborg er vel þekktur í Svíþjóð og á verk víða í Skandinavíu. JURG ALTHERR er Svisslend- ingur og af mörgum talinn einn fremsti myndhöggvari Evrópu í dag. Hann vinnur að sögn í ánda minimal- ismans og verk hans eru einföld, unnin í tré og járn, en stór og þung. Verk hans er að finna víða í borgum Sviss og einnig víðar um Evrópu. VOLKER SCHÖNWART er yngstur þeiira sem taka þátt í Listahátíðinni. Hann er Þjóðverji, rúmlega þrítugur að aldri. Hann vakti fyrst verulega athygli í Þýska- landi fyrir grafíkverk sín en hefur á síðustu árum skapað sér gott orð á sviði höggmyndalistarinnar. íslendingarnir fimm eru allir í hópi okkar þekktustu myndlistar- manna. Það kann þó að vekja nokkra forvitni að meðal þeirra eru tveir sem ekki hafa sýnt stóra skúlptúra áður. KRISTJÁN GUÐMUNDSSON er einn af okkar best metnu mynd- höggvurum og hefur skapað sér gott orð bæði hér heima og erlendis. BRYNHILDUR ÞORGEIRS- DÓTTIR er einn af athyglisverðari myndlistarmönnum okkar af yngri kynslóðinni. Þetta verður í fyrsta skipti sem hún sýnir skúlptúr í fullri stærð ef svo má segja og því forvitni- legt að sjá hvernig úr vinnst. MAGNÚS KJARTANSSON er einn af okkar þekktustu myndlistar- mönnum. Hann hefur einkum verið orðaður við málverkið en hefur þó unnið að skúlptúrum jöfnum höndum þó lítið hafí borið á því. Verk hans á Listahátíð Hafnarfjarðar er fyrsta tækifæri Magnúsar til að takast á við stóran útiskúlptúr. STEINUNN ÞÓRARINSDÓTT- IR hefur getið sér gott orð fyrir skúlptúra sína og verk hennar má sjá við ýmsar opinberar byggingar í Reykjavík og víðar. Verk hennar eru fígúratív samanber minnismerki er hún gerði fyrir bæjarfélögin í Sand- gerði og Grundarfirði. Steinunn hef- ur einkum unnið í leir og gler en er nú að færa sig yfir í járnið og skúlpt- úr hennar í Hafnarfírði er einmitt afrakstur kynna hennar við járnið. Alþjóðlega vinnustofan í Straumi var opnuð með viðhöfn þann 1. júní sl. Hún er opin almenningi til 15. þ.m. og getur fólk komið og fylgst með listamönnunum að störfum, rabbað við þá og fengið sér kaffibolla í fallegu umhverfi í Hafnarfjarðarhrauni. íöggvararnir jórtán Iþjóðlega viðurkenningu og þekkt- stur er hann fyrir stóra útiskúlptúra na úr bronsi sem standa víða við pinberar byggingar í borgum Japan. SEBASTIAN er óumdeilanlega ekktasta nafnið í þessum hópi. 'ann er frá Mexíkó og er einn af ekktustu myndlistarmönnum eimsins í dag og verk hans er að nna í öllum helstu listasöfnum og öggmyndagörðum heimsins. Þekkt- stur er Sebastian fyrir geómetríska kúlptúra sína en einkenni þeirra eru íargar kassalaga einingar sem hann iðar saman. Verkið sem hann legg- r til Listahátíðar Ilafnarfjarðar er inmitt í þeim dúr. Sebastian hefur ferli sínum unnið ti! ótal alþjóð- legra verðlauna og eftir hann standa um fjörutíu skúlptúrar víðsvegar um heim, einkum í Bandaríkjunum og Mexíkó. Það er fengur að komu Se- bastians hingað til lands og þá ekki síður verksins sem hann gefur til Höggmyndagarðsins og er það vafa- laust nokkurra tuga milljóna króna virði. ROWENA MORALES er einnig mexikönsk. Hún hlaut fyrst alþjóð- lega viðurkenningu fyrir hönnun og gerð skartgripa en sneri sér síðan að málverkinu og starfaði í anda Femínistahreyfingarinnar. Hún hef- ur á seinni árum vakið athygli fyrir skúlptúra sína og er verk hennar að finna í listasöfnum víða um heim. Mozart-tónleikar í Hafnarborg Listahátíð Hafnarfjarðar hefst á háu nótunum Einsöngvarar ásamt sljórnanda. Frá vinstri: Ragnar Davíðsson, Guðný Árnadóttir, Helgi Bragason, Sigríður Gröndal og Þorgeir J. Andrésson. Fyrstu tónleikar Listahátíðar Hafnarfjarðar verða annað kvöld í Hafnarborg. Það er kór Hafnar- fjarðarkirkju ásamt 16 manna hljómsveit og sex einsöngvurum sem syngur verk eftir W.A. Moz- art undir stjórn Helga Bragason- ar. Helgi sagði í stuttu spjalli að efnisskráin væri skipuð verkum Mozarts vegna þess að nú á árinu 1991 eru liðin 200 ár frá dauða tónskáldsins. Væri minning Moz- arts þannig heiðruð víða um heim á þessu ári. Tónleikarnir hefjast með kon- sertmótettunni Exultate Jubilate K.165. Helgi sagði að verkið væri frá árinu 1772. „Það er í fjórum þáttum, sá fyrsti er hraður kafli í konsertstíl með stuttum hljómsveit- arkafla og tveimur meginhugmynd- um. Annar kafli er stutt tónles. Sá þriðji, andante, er hæg aría. Síðasti þátturinn, Alleluia, er. glaðlegur með stuttum innkomum hljómsveit- arinnar," sagði Helgi. Einsöngvari er Sigríður Gröndal. „Þessu næst flytjum við fjórar mótettur, Ave Verum Corpus, Sancta María, Laudate Dominum og Alma Dei Creatoris. Einsöngvar- ar í tveimur síðasttöldu mótettunum eru Hanna María Ólafsdóttir, María Kristín Gylfadóttir, Sigríður E. Snorradóttir, Sigríður Gröndal, Guðný Árnadóttir og Þorgeir J. Andrésson. Tónleikunum lýkur með Messu í C-dúr K.317, einsöngvarar eru Sigríður Gröndal, Guðný Árnadótt- ir, Þorgeir J. Andrésson og Ragnar Davíðsson. „Þetta verk gengur jafn- an undir nafninu Krýningarmessan og er samið árið 1779 í tilefni af minningarhátíð um Maríulíkneski í pílagrímakirkjunni í Maria Plain í nágrenni Salzborgar. Messan ber einkenni hátíðarmessu fyrir það að auk strengja og orgels notar Moz- art blásturshljóðfæri og pákur. Samkvæmt boði erkibiskupsins Hieronymusar Colleredo sem Moz- art var í þjónustu hjá, máttu mess- urnar ekki taka meira en hálfa klukkustund í flutningi. Fúgur voru bannaðar. Vegna þessarar skipunar verður að skara textann í Gloria og Credo. í þessari messu notar Mozart sér út fystu æsar þröngan ramma sem honum var settur," sagði Helgi. „Þetta er langstærsta verkefnið sem kórinn hefur ráðist í fram að þessu,“ sagði Helgi en hann hefur starfað sem kórstjóri og organisti við Hafnarfjarðarkirkju frá 1985. Áður hefur kórinn haldið ferna söngtónleika og flutt tvær messur eftir Haydn, kantötu eftir J.S. Bach og dagskrá tileinkaða Friðriki Bjarnasyni tónskáldi. „Kórstarfið hefur byggst upp hægt og sígandi á þessum árum og nú eru félagarnir orðnir 30 tals- ins en voru aðeins fimm þegar ég byrjaði við kirkjuna. Kórfélagamir eru því flestir ungt fólk sem vill gjarnan takast á við krefjandi verk- efni og þetta er það sem heldur kórnum saman. Sálmasöngurinn nægir ekki til að halda áhuganum vakandi,“ sagði Helgi Bragason kórstjóri. hs

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.