Morgunblaðið - 13.06.1991, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FlMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991
Ullariðnaður
Arblik kaupir starfsemi
Hildu í Bandaríkjunum
Bjartsýnir á að geta aukið söluna
ÁRBLIK lif. sem framleiðir ullarvörur undir vörumerkinu Iceware
og bómullarpeysur undir vörumerkinu Coral keypti í mars sl. alla
slarfsemi Hildu hf. í Bandaríkjunum. Kaupverðið fékkst ekki uppgef-
ið. Verslanirnar sem keyptar voru eru staðsettar vítt og breitt um
Bandaríkin, m.a. í Kaliforníu, Ohio, Washington og Kansas City.
Ágúst Þór Eiríksson framkvæmdastjóri Árbliks hf. sagði að nú þeg-
ar væru verslanirnar farnar að selja bómullarpeysur fyrirtækisins
og í haust verði byrjað að selja Iceware ullarvörurnar.
Árblik hf., sem verið hefur starf-
andi síðan 1980, keypti heildverslun
og -sjö verslanir í Bandaríkjunum.
„Við undirrituðum kaupsamning við
þrotabú Hildu í mars sl. Þessar
verslanir eru allar í fullum rekstri
og er starfslið að mestu óbreytt.
Um 20 manns starfa í verslununum,
allt bandarískt fóik,“ sagði Ágúst
Þór. Hjá Árbliki hér á landi starfa
7 manns á skrifstofu og um 60-70
við framleiðsluna.
í verslununum er ekki eingöngu
seldur íslenskur varningur, einnig
vörur sem keyptar eru í Banda-
ríkjunum. „Verslununum erþó fyrst
og fremst ætlað að selja íslenskar
iðnaðarvörur," sagði Ágúst Þór. Þar
sem ullarvörurnar eru haustvara
sagði hann að það kæmi ekki í ljós
fyrr en færi að líða á haustið hvern-
ig Iceware vörurnar komi til með
að standa sig.
Undanfarin ár hefur ullariðnað-
urinn' átt á brattan að sækja en
Ágúst Þór sagðist bjartsýnn á að
hægt væri að auka söluna. „Við
erum með annan stíl, nýtískulegri
vöru sem höfða á til yngra fólks.
Okkar fatnaður er ekki þessi hefð-
bundni íslenski ullarfatnaður, þetta
eru meiri tískuvörur."
Þegar Ágúst Þór var spurður að
því hvaða áhrif það hefði á starf-
semina ef Álafoss yrði ekki starf-
andi áfram sagði hann að búið
væri að gera ráðstafanir á þann veg
að það ætti ekki að hafa veruleg
áhrif á reksturinn. „Að sjálfsögðu
er það æskilegt ef hægt er að halda
uppi bandframleiðslu hér á landi svo
framarlega sem við erum sam-
keppnishæfir í verði. En ef það
gengur ekki þá erum við búnir að
gera aðrar ráðstafanir sem tryggja
áframhaldandi rekstur," sagði Ag-
úst Þór.
LEIÐJOGIJAPANSKRAR
STJORNUNARLIMRÆÐU
KENICHI OHMAE Á ÍSLANDI
NÁMSTEFNA Á HÓTEL HOLIDAY INN
FÖSTUDAGINN 28.JÚNÍ, 1991. FRÁ 9 TIL 15
Veröld án vamarmúra í viðskiptum krefur ríkisstjómir, fyrirtæki og stofnanir um ný
og vandaðri vinnubrögð í stefnumótun og framkvæmd aðgerðaáætlana. Svör þeirra
við slíkri kröfu geta ráðið úrslitum um stöðu fyrirtækja og jafnvel þjóða. ísland er
þar alls engin undantekning.
Koma Kenichi Ohmae til íslands, veitir einstakt tækifæri til þess að kynnast
viðhorfum og tillögum leiðtoga japanskrar stjórnunarumræðu, sem Financial Times
hefur leyft sér að titla „Japan's only management guru".
Stjómunarfélagið hefur óskað eftir því við Ohmae að hann fjalli um þau tækifæri og
hættur sem bíði breyttrar veraldar án varnarmúra og sérstaklega hvað slík mynd þýði
fyrir smáþjóðir eins og ísland. Hann mun jafnframt leggja fram vísi að aðgerðaáætlun,
sem Stjórnunarfélagið vonast til að verði mikilvægt framlag til íslenskrar efnahags- og
stjórnmálaumræðu.
Dagskrá:
kl. 9 til 12 Fyrirlestur Kenichi Ohmae.
kl.12 til 13 Hádegisverður (innifalinn í þátttökugjaldi)
kl.13 til 15 Fyrirspurnir og pallborðsumræður
Þátttökugjald: kr.18.800. Félagsverö: kr. 15.800
Takmarkaöur þátttakendaf jöldi • Skráning 0 62 10 66
▲.
Stjórnunarfélag íslands
Ánanaustum 15 • 101 Reykjavík • S 62 1066
Fjöldi %
1. TOYOTA 720 18,5
2. MITSUBISHI 710 18,2
3. SUBARU 494 12,7
4. AE-LADA 295 7,6
5. NISSAN 282 7,2
6. DAIHATSU 194 5,0
7. HONDA 148 3,8
8. SKODA 125 3,2
9. RENAULT 119 3,1
10. MAZDA 113 2,9
Aðrir 691 17,8
2.546
1990
Bifreiða-
innflutningur
jan.- maí
1990 og
1991
|— FÓLKSBÍLAR,
nýir og notaðir
HOP- VORU- og
SENDIBÍLAR,
nýir og notaðir
917
670
1990 1991
HEILDARINNFLUTNINGUR bíla fyrstu fimm mánuði þessa árs er
mun meiri en á sama tíma í fyrra. í ár hafa verið fluttir inn 5.060 bílar
samanborið við 3.216 bíla fyrstu fimm mánuðina í fyrra. Mestu munar um
mikla aukningu í innflutningi fólksbíla. í ár hafa verið fluttir inn 3.936 nýir
fólksbílar sem er um 61 % aukning frá fyrra ári. í þessum tölum eru taldir nýir
hópferðabílar, en á árinu hafa verið fluttir inn 45 slíkir bílar. í innflutningi nýrra
fólksbíla er Toyota með mesta majkaðshlutdeiid eða 18,5% og 720 innflutta
bíla. Mitsubishi flutti inn 710 nýja fólksbíla á þessum tíma og hefur 18,2%
markaðshlutdeild. Næstir koma Subaru með 12,7%, Lada með 7,6% og
Nissan með 7,2% af markaðnum. Á fyrstu fimm mánuðum ársins voru fluttir
inn 817 sendibílar og voru 662 þeirra nýir. Toyota var þar með 26,4%
markaðshlutdeild og 163 innflutta bíla. Mitsubishi var með 13,1 % og
Volkswagen með 10% af markaðnum. Á sama tíma í fyrra voru fluttir inn alls
313 sendibílar. Innflutningur vörubíla hefur hins vegar minnkaö til muna frá
síðasta ári. í ár er heildarfjöldinn 148 samanborið við 358 á sama tíma í
fyrra. Nýir vorubílar voru nú 89 og þar af er Volvo með 18 bíla eða 20%
markaðshlutdeild. Man og Mercedes Bens eru með 14,6% og Crysler með
12,4% af markaðnum. ____
Þekkingarútflutningur
Líkur á meirihluta-
eign Virkis Orkintí
Geo-Neubrandenburg
Hagkvæmnisathuganir að hefjast í Kenýa og
Tékkóslóvakíu
VIRKIR-Orkint á nú í samningaviðræðum við þýska ríkisfyrirtækið
Treuhandanstalt um 60% kaup í fyrirtækinu Geothermie Neubrand-
enburg sem er staðsett í austurhluta Þýskalands. Það skýrist á
næstu vikum hvernig þeim samningaviðræðum lýkur. Að sögn Sva-
vars Jónatanssonar stjórnarformanns Virkis-Orkint vinnur Geot-
hermie Neubrandenburg að verkefnum sem eru fjármögnuð af stjórn-
völdum í Bonn og stjórnvöldum einstakra sambandslanda á þessu
svæði. Þá hefur Virkir-Orkint gert samning við fyrirtæki í Kenýa
og verksamning í Tékkóslóvakíu. Á næstunni hefjast hagkvæmnisat-
huganir á þessum stöðum.
Allar líkur eru á því að Virkir-
Orkint, sem er sameign verkfræði-
stofa í Reykjavík og orkustofnunar
erlendis, kaupi 60% hlut í fyrirtæk:
inu Geothermie Neubrandenburg. í
fyrirtækinu sem er staðsett í Neu-
brandenburg, um 150 þúsund
manna borg, eru 32 starfsmenn.
Samningaviðræður eru komnar vel
á veg og skýrist á næstu vikum
hvernig þeim lýkur.
Svavar segir að víða í austur-
hluta Þýskalands sé talsverður jarð-
hiti. „Aðalatriðið er að við erum að
kaupa okkur inn í fyrirtæki í Efna-
hagsbandalaginu. Við gerum ráð
fyrir að einstök ríki innan EB og
Evrópubankinn ijármagni góð verk-
efni í mið- og austur-Evrópu. Ekki
síst jarðhitaverkefni sem ekki valda
mengun. Verkefni eins og orkuver
og hitaveitur sem koma í staðinn
fyrir kola- og olíukynnta upphitun
sem veldur mengun."
Virkir-Orkint hefur nýlega geng-
ið frá samningum við Oserian Deve-
lopment Company sem er stórt
blómaræktarfyrirtæki í Kenýa. Á
næstu vikum fer maður á vegum
Virkir-Orkint til Kenýa þar sem
byrjað verður á hagkvæmnisathug-
unum. Fyrirtækið vill nýta jarðgufu
til dauðhreinsunar á jarðvegi og
fjármagnar sjálft framkvæmdina.
Gerður var verksamningur í
Tékkóslóvakíu í lok maí sl. um hag-
kvæmniathuganir á nýtingu jarð-
hita til húshitunar í tveimur bæjar-
félögum, Galanta og Podhajska í
Slóvakíu. Það fara 3-4 menn frá
Virkir-Orkint í lok júní til Tékkósló-
vakhr'til að vinna að þessu verkefni
sem á að ljúka í lok september í
haust.
Verkefnið í Ungveijalandi sem
Norræni fjárfestingarbankinn
(NIB) lánaða 7 milljónir dollara til
og Virkir-Orkint er aðili að er ekki
enn komið í gang. NIB gerði láns-
samning sl. haust við ungverska
þjóðbankann til að fjármagna hita-
veituframkvæmdir í 6 bæjarfélög-
um í Ungverjalandi. Framkvæmd-
irnar stranda á viðskiptabanka sem
er milliiiður milli þjóðbankans í
Búdapest sem er búinn að fá þessar
7 milljónir dollara og viðkomandi
sveitarfélaga. „Kerfið þarna fyrir
austan er með ólíkindum þungt. Það
er allt tilbúið til framkvæmda en
beðið er eftir peningunum sem eru
fastir í kerfinu,“ segir Svavar. „En
það standa vonir tii að þetta verði
leyst á næstu vikum eða mánuð-
um.“
Svavar segir að mikill markaður
sé einnig fyrir jarðhita í Rússlandi
og liggi nú þegar fyrir óskir um
að Virkir-Orkint sendi menn þang-
að. „Engar ákvarðanir hafa verið
teknar um slíkt enn. Það gætu orð-
ið erfiðleikar með fjármögnun á
framkvæmdum þar meðan ástandið
er eins og það er nú.“