Morgunblaðið - 13.06.1991, Side 14

Morgunblaðið - 13.06.1991, Side 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ,,FIMMTUDAGIJR 13,. JÚNÍ 1991 Tölvur Spennandi verkefni fram- undan í Austur-Evrópu Rætt við dr. Gylfa Árnason nýráðinn yfirmann hjá Hewlett Packard í Böblingen í Suður-Þýskalandi DR. GYLFI Árnason vélaverkfræðingur, sem um eins og hálfs árs skeið hefur starfað hjá bandaríska fyrirtækinu Hewlett Packard i Böblingen í Suður-Þýskalandi, fékk nýlega stöðuhækkun hjá fyrir- tækinu og stýrir nú svokallaðri stoðdeild við tölvusölu. Um fjögur þúsund manns starfa hjá fyrirtækinu sem er staðsett um 20 km suður af Stuttgart og er miðstöð alþjóða markaðsmála HP í Evrópu. Gylfi Ámason lauk grófi í véla- verkfræði frá Háskóla íslands árið 1974 og hélt þá til Bandaríkjanna í nám. Lauk hann mastersgráðu frá Washington State University árið 1980 og doktorsgráðu frá sama skóla tveimur árum síðar. Að nám- inu loknu starfaði hann í um tvö ár við kennslu við University of Idaho en hélt þá heim. Gegndi Gylfi stöðu dósents í vélaverkfræði við Háskóla íslands í nær tvö ár, uns hann réð sig til Hewlett Packard á íslandi 1986. Þar starfaði hann sem sölustjóri allt fram til ársins 1989 er hann færði sig um set og hóf störf hjá tölvufyrirtækinu banda- ríska í S-Þýskalandi. Gylfi býr ásamt eiginkonu sinni, Sigrúnu Olafsdóttur uppeldisfræð- ingi, og börnum þeirra, Hildi sjö ára og Ólafi fjögurra ára, í bænum Ehningen sem liggur skammt fyrir sunnan Stuttgart. Aðspurður um tildrög þess að hann hélt til Þýska- lands segir Gylfi að það sé ákveðin stefna innan Hewlett Packard að færa starfsmenn til á milli landa, enda sé það fyrirtækinu í hag að starfsfólk miðli þannig þekkingu sinni. MiIIiliður milli verksmiðja HP og söluaðila fyrirtækisins „Ég var áhugasamur um að reyna fyrir mér hjá HP erlendis, enda áleit ég að með því myndi ég öðlast dýrmæta reynslu," segir Gylfi, sem hóf störf hjá HP í Böbl- ingen sem „Business Development Manager". En í hveiju var það starf fólgið? „Starf mitt hefur fram að þessu falist í því að vera milliliður milli verksmiðja HP annars vegar og söluaðila fyrirtækisins í hinum ýmsu löndum hins vegar. Söluvaran sem ég hef haft umsjón með eru fjölnotendatölvur og umráðasvæðið Suður-Evrópa, þ.e. Spánn, Portú- gal, Sviss, Austurríki, Austur-Evr- ópulöndin, Mið-Austurlöndin og Afríka. Mitt verkefni var að hafa bein samskipti við sölustjóra HP í þessum löndum og vera þeim innan handar. Sérstök áhersla var lögð á aðstoð þegar um stærri samninga var að ræða, þ.e. samninga upp á 50 til 150 milljónir íslenskra króna. Þegar viðskiptin eru orðin svo umsvifa- mikil er ólíklegt að söluaðilarnir ráði einir við allt sem slíkum stór- viðskiptum fylgir og þá kom það í minn hlut að veita tilhlýðilega að- stoð.“ Að sögn Gylfa hefur mikill hluti starfsins falist í því að sækja söluað- ila HP heim og því hafa ferðir hans til hinna ýmsu landa verið býsna tíðar. I mars sl. hlaut Gylfi sem áður sagði stöðuhækkun innan HP og var gerður að „EMR Sales Cent- er Manager". „Ég hef nú verið ráðinn yfirmað- ur fjögurra starfsmanna sem gegna sama starfi og ég hafði gegnt hing- að til. Umráðasvæði mitt er hið sama og áður en auk þess bætist Norður-Evrópa við, þ.e. Holland, Belgía og Norðurlöndin. Auk fjöl- notendatölva ber ég nú einnig ábyrgð á vinnustöðvum." Hægt að fara eigin leiðir Gylfi ber mikið lof á stjómskipun Hewlett Packard og segir að þar sé mönnum gefinn kostur á að fara sínar eigin óhefðbundnu leiðir. „Starfsmönnum eru vissulega sett ákveðin markmið um árangur í starfi, en að öðru leyti eru þeim gefnar frjálsar hendur með það hvernig slíkum markmiðum er náð. Umhverfið á vinnustaðnum er mjög þægilegt og til dæmis fyrirfinnast þar ekki lokaðar skrifstofur, heldur sitja allir í orðsins fyllstu merkingu við sama borð, yfirmenn sem undir- menn.“ Til marks um óvenjulega fijáls- legt andrúmsloft á vinnustað segir Gylfi að þar sé ekki til siðs að starfsmenn fyrirtækisins þéri hver annan og einnig séu menn ávallt nefndir með fornöfnum. „Slíkt Morgunblaðið/Bergljót Friðriksdóttir STJÓRNANDINN — Dr. Gylfi Árnason hefur verið ráðinn yfirmaður fjögurra starfsmanna sem gegna sama starfi og hann gegndi áður. „Umráðasvæði mitt er hið sama og áður, en auk þess bætast Holland, Belgía og Norðurlöndin við. Auk fjölnotendatölva ber ég nú einnig ábyrgð á vinnustöðvum," segir hann. gengur þvert á allar hefðir hér í landi en sem kunnugt er beita Þjóð- veijar þérun iðulega fyrir sig og notast sjaldnast við annað en eftir- nöfn“. Aðspurður segir Gylfi það vera ómetanlega reynslu að eiga þess kost að starfa á erlendri gi-undu og fylgjast með þróun viðskiptalífs í Evrópu. „Ég hef öðlast dýrmæta reynslu sem á óyggjandi eftir að nýtast mér vel, þegar ég sný aftur til Islands. Hvenær það verður er alls óvíst. Þó er öruggt að við fjöl- skyldan snúum þangað aftur, því þar eigum við heima." Inntur eftir því hvað sé efst á baugi hjá HP segir Gylfi að mjög spennandi hlutir séu að gerast í Austur-Evrópu þar sem nýir mark- aðir séu nú að opnast. „Ég mun á næstunni halda til Moskvu í við- skiptaerindum. Lít ég með tals- verðri tilhlökkun til þeirrar ferðar, enda má segja að öll Áustur-Evrópa sé sem óplægður akur og því eru mjög áhugaverð verkefni framund- an.“ BF Flutningamál Norræn tollgæsla rædd íReykjavík FUNDI Norræna tollasamvinnu- ráðsins lauk á Hótel Sögu í gær, miðvikudag. Fundinn sátu 32 fulltrúar tollstjórna Norðurland- anna fimm, auk áheyrnarfulltrúa Færeyinga, norræna ráðherrar- áðsins og samtaka starfsmanna. Á fundinum voru rædd ýmis mál er varða m.a. breytingar í kjölfar samninga um Evrópska efna- hagssvæðið, framfarir í upplýs- ingamiðlun og fræðslumál. Tollstjórnir Norðurlandanna hafa frá árinu 1954 haft með sér sam- starf um þennan málaflokk. Fundir ráðsins eru haldnir á tveggja ára fresti og kom það í hlut íslendinga að vera gestgjafar að þessu sinni. Samstarf tollstjórnanna er m.a. fólgið í því að samræma reglur og einfalda samskipti. Þá fer fram á vettvangi ráðsins umræða um tæknilegar hliðar tollgæslu og fræðslustarf. Einnig aðstoða þjóð- irnar í sameiningu lönd þriðja heimsins við að fræða og þjálfa tollgæslumenn. Fundur tollasamvinnuráðsins hófst í Reykjavík á mánudag og stóð hann í þijá daga. Aðalfulltrúi af hálfu íslands var Sigurgeir A. Jónsson ríkistollstjóri. HUGBÚNAÐUR ívar Pétur Guðnason Um ritvinnslu og önnur tröll Fyrirtæki og einstaklingar kaupa einkatölvur fyrst og fremst til rit- vinnslu. Bókhald, áætlanagerð, og gagnavinnsla er einnig ofarlega á blaði, en þær eru fáar einkatölvurn- ar sem hafa ekki einhvern tíma á lífsleiðinni kynnst ritvinnslu. Langflest notum við ritvinnslu í einföld verkefni eins og að skrifa bréf, svara bréfum, og gera stutt verkefni, skýrslur og ritgerðir. Upp- ÆTLARÐU AD SELJA FYRIRTÆKID? VIÐ GETUM AÐSTOÐAÐ • Finnum góða kaupendur. ■ Vinnum upplýsingabók. • Verðmetum fyrirtæki. • Aðstoðum við samningaviðræður. • Göngum frá samningum. • Aðstoðum vió sameiningu fyrirtækja og félaga. ■ Stofnum hlutafélög firmask. og leyfisumsóknir. Timapantanir isima 680444. Símaviðtöl kl. 15-16. ALHLIÐAEIGNASALAN Skipholti 50b, 105 Reykjavik Sími 680444 BOSS OpnaGR-mótið ló.júní setning textans er sjaldan flókin, en samt notum við flókin og dýr forrit sem bjóða miklu fleiri mögu- leika en við þurfum nokkurn tíma á að halda. Við þurfum fæst að nota hluti eins og neðanmálsgrein- ar, reiknimöguleika og uppsetningu á stærðfræðiformúlum og dálkum. Flest komumst við af með rit- vinnsluforrit sem uppfyllir þær lág- markskröfur að hægt sé að sækja og geyma skt'ár, stilla dálka og inn- drátt, færa stafi, orð, og setningar, velja jöfnun á málsgreinar, leita að og skipta út texta, og koma fyrir blaðsíðutali. Hugsið ykkur hvað það væri þægilegt og gott að læra á svona ritvinnslufoiTÍt! Fjölhæf forrit Vinsælustu ritvinnsluforritin, WordPerfect og Microsoft Word, koma á 11 og 14 360K-disklingum. Þetta eru góð forrit sem gera allt mögulegt í ritvinnslu, og nokkuð að auki, en eru gríðarleg bákn. Margir sem nota þessi forrit þurfa á sérhæfðari og flóknari möguleik- um þeirra að halda, en fyrir venju- lega notendur bjóða þau allt of mikið. Of mikill tími fer til spillis við að átta sig á öllum möguleikun- um sem eru aldrei notaðir, og finna inn á milli það sem þarf að nota. Fyrirtæki eyða tíma og peningum í að þjálfa starfsfólk og kenna því að notfæra sér hina ýmsu leyndar- dóma forritsins: hluti sem gleymast jafnóðum, af því þeir eru aldrei notaðir. Samkeppni milli þessara forrita, og fleiri, er hörð og hefur í áraraðir verið þannig háttað að foiritið sem hefur lengsta listann yfir hvað það getur, hefur verið talið best. Þannig hafa þessi forrit hlaðið utan á sig þar til þau gera allt nema að skúra eldhúsgólfið. Þessi hugsunarháttur er sem bet- ur fer að breytast. Þeir sem vilja einfalda ritvinnslu sætta sig ekki lengur við að þurfa mjög aflmikla töivu og 3-5 megabæti af plassi á hörðum diski til þess eins að skrifa stutt bréf. Ég tel að bráðum fari notendur að mótmæla því að vera látnir borga fyrir hluti sem þeir nota ekki. Þá bregðast hugbúnaðar- hús vonandi við með því að bjóða hugbúnað í einingum, ekki ósvipað og sumir selja viðskiptahugbúnað núna. Þá er fyrst keyptur grunnur með lágmarksmöguleikunum sem ég nefndi fyrr, síðan er hægt að kaupa aukalega einingar með t.d. orðasafni, neðanmálsgreinum, reiknigetu, umbrotsmöguleikum o.fl. Þú setur þitt forrit saman eftir eigin þörfum og þarft ekki að sætta þig við það sem einhver markaðs- ráðgjafi í Bandaríkjunum hefur ákveðið að þú þurfir. Hugbúnaðarhús hafa reynt að selja einfaldari útgáfur af stærri forritum. Þessi grein átti að vera um eitt slíkt, ritvinnsluforritið Lett- erPerfect frá WordPerfect-fyrir- tækinu. LetterPerfect er þriðja til- raun fyrirtækisins til þess að selja ódýrari og einfaldari útgáfu af WordPerfect-forritinu, en sú fyrsta sem hefur burði til þess að heppn- ast. Umfjöllun um LetterPerfect verður að bíða þar til næst; ég er búinn að eyða allt of miklu plássi í að fjalla um hugðarefni mfn. Því ætla ég að halda áfram á sömu braut og nota afganginn af plássinu í að íjalla um annað hugðarefni mitt, sem erþýðingar á hugbúnaði. Þýða eða hvað? Fyrir fimm árum reið IBM á ís- landi á vaðið með forritaþýðingar á íslensku með pfs forritunum frá Software Publishing Corporation. IBM í Bandaríkjunum samdi um leyfi til að gefa forritin út undir sínu merki og nefndi þau Assist. Hér voru þau nefnd Stoð-forritin, s.s. Ritstoð, Teiknistoð, o.s.frv. Mér þótti lítið til þessara þýðinga koma og fannst þær óvandaðar. Stafsetn- ingarvillur voru í hjálpartextum, orðalag klúðurslegt, og einnig var ei'fitt að átta sig á merkingu sumra „íslensku" orðanna á skjánum. Hið sama má raunar segja um aðrar og nýrri forritaþýðingar sem ýmsir sérfræðingar, málfræðingar og tölvunarfræðingar, hafa séð um. Orðafar er e.t.v. eftir ströngustu málfræði- og beygingarreglum, en torskilið fyrir venjulegt fólk. Ef orðið er óskiljanlegt skiptir engu máli hvort það er á ensku eða íslensku og ef verið er að þýða á að gera það „gegnsætt", þ.e. að meðaljón sem sér orðið á skjánum skilji merkingu þess strax. Best er þó að hætta öllum forrita- þýðingum, af því gallarnir eru fleiri en kostirnir. Af ókostum forritaþýð- inga má í fyrsta lagi nefna einangr- un. Samfélag tölvunotenda er al- þjóðlegt, það er opið, og enska er tungumál þess. Ef við þýðum forrit erum við um leið búin að einangra okkur frá gríðarlegri upplýsinga- miðlun í blöðum, í tímaritum, og á tölvuþingum. í öðru lagi hækkar þýðing verð hugbúnaðai'. (Ef ein- hveijum finnst forrit vera ódýr á íslandi, þá má þessi fullyrðing falla dauð og ómerk!) I þriðja lagi tefur þýðing dreifíngu hugbúnaðar og uppfærslna og eru dæmi um miss- eristöf á vinsælu forriti hérlendis vegna þess. Handbækur á aftur á móti að þýða. Þá eigi þeir sem þess óska kost á að fá hugtök og orð skýrð á móðurmálinu og geta þannig tek- ið þátt í hinni almennu umræðu um hugbúnað. Þeir geta þá líka áttað sig betur á mun á forritum og nýtt sér allt það lesefni sem er til á enskri tungu. Það hlægir mig hvernig einn innflytjandi stóð að íslenskun á kerfishugbúnaði fyrir sínar tölvur. Viðskiptamenn hans eiga ekki annarra kosta völ en að fá þýddan kerfishugbúnað, en allar handbækur eru á ensku! Þeir sem þurfa að lesa sér til verða því fyrst að fletta upp í íslensk-enskri orða- bók og síðan að leita í ensku hand- bókinni. Þarna finnst mér vera byij- að á öfugum enda og verr af stað farið en heima setið. Lokaorð í næsta pistli tek ég fyrir forrit sem fellur vel að erindi dagsins. LetterPerfect er einfalt, þægilegt og er á frummálinu. Það undirstrik- ar lexíuna: Þegar þú kaupir hug- búnað skaltu staldra við og hugsa hvort þú þurfir þetta allt — dugar e.t.v. ódýrari, einfaldari og þægi- legri pakki? Höfundur er áhugamaður um tölv- ur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.