Morgunblaðið - 13.06.1991, Side 6
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNVLÍF FIMMTUDAGUR 13. JÚNl 1991
6 B
Húsgagnaiðnaður
Verðum að vera öðrum fremri
íhörðum heimi samkeppninnar
- segir Henry Jarlsson forstjóri sænska fyrirtækisins Kinnarps sem er stærsta fyrirtæki í
framleiðslu skrifstofuhúsgagna á Norðurlöndum
FYRIRTÆKIÐ Kinnarps í samnefndum bæ í Svíþjóð, sem framleiðir
aðallega skrifstofuhúsgög-n, er stærst sinnar tegundar á Norðurlönd-
um og eitt það stærsta í Evrópu. Velta fyrirtækisins var á sl. ári
tæpir 9 milljarðar ísl. kr. eða sem samsvarar tæplega 10% íslensku
fjárlaganna. Hagnaður sl. árs var liðlega 700 milljónir ísl. kr. eftir
skatta. Blaðamanni Morgunblaðsins gafst fyrir stuttu tækifæri til
að skoða tvær verksmiðjur fyrirtækisins ásamt starfsmönnum Sess,
sem hóf innflutning á vörum Kinnarps sl. haust. Verksmiðjurnar
ná samanlagt yfir svæði samsvarandi fimm fótboltavöllum og þar
er framleiðslunni stjórnað með tölvustýrðum hátæknibúnaði. Fjöldi
róbóta sér um að lagerinn sé í lagi, enda hátt til lofts og vítt til
veggja; hæðin er 23 metrar og breiddin svipuð. Nokkra litla róbóta
sáum við einnig færa til vörur, þar sem við gengum um verksmiðjuna.
Það sem kom blaðamanni mest
á óvart voru ekki risastórir róbót-
arnir — heldur það að sjá hversu
umgengnin var snyrtileg og nýting
á efnismunum góð. Ekki hafði mað-
ur á tilfinningunni að verið væri
að ganga um smíðaverkstæði, nán-
ast engir afgangar, aðeins fíngert
sag og hlutunum raðað í stafla strax
og búið var að snitta þá til.
Sem dæmi um nýtingu efnis má
nefna, að með breyttri aðferð við
lökkun fara aðeins 20% lakksins til
spillis, en áður höfðu um 70% þess
farið út f andrúmsloftið. Þessa hag-
ræðingu og skipulagningu mátti
finna í allri framleiðslunni. Þá má
geta þess að allur afgangsviður er
bútaður niður í smástykki, sem
síðan eru brennd og notuð til upp-
hitunar bæði fyrir verksmiðjurnar
að hluta og hús í nágrenni verk-
smiðjanna.
Opinber fyrirtæki
aðalviðskiptavinir Kinnarps
Kinnarps er hefðbundið fjöl-
skyldufyrirtæki, sem stofnað var
af Jarl Andersson árið 1942 og er
nú rekið af sonum hans þremur,
Henry, Assar og Ola Jarlsson.
Fyrstu árin var hið opinbera, bæjar-
félög og sveitarfélög, langstærstu
viðskiptavinir Kinnarps, en þá var
framleiðslan aðallega skjaiaskápar
úr viði.
Fyrirtækið gekk vel, þar til yfir-
völd ákváðu að eiga aðeins við-
skipti við þá sem gætu boðið heild-
arlausnir í skrifstofuhúsgögnum,
sem Kinnarps gat ekki.
Þá var annaðhvort að 'duga eða
drepast. Og þó að fyrirtækið hætti
starfsemi um tíma, vann Jarl And-
ersson að því meðan hann gegndi
herþjónustu að láta hanna heildar-
lausnir fyrir skrifstofur — sem allar
götur síðan hefur verið megin-
markmið Kinnarps.
Á árunum upp úr 1950 stækkaði
fyrirtækið ört. Að sögn Henry Jarls-
sons forstjóra hefur sú aukning
verið samfelld síðan og enn eru
opinberir aðilar stærstu viðskipta-
vinir fyrirtækisins. „Sú breyting
hefur helst orðið,“ segir Henry
Jarlsson, „að í stað þess að hugsa
nær eingöngu um hagkvæmni
framleiðslunnar höfum við farið að
velta þörfum viðskiptavina meira
fyrir okkur og gera þeim til hæfis.
Þrátt fyrir það erum við ennþá
mjög hagkvæmir I framleiðslu og
nýtum okkur tæknina til fullnustu."
Komu sér upp eigin
sölukerfi
í kringum 1975 fann Kinnarps
fyrir ákveðinni stöðnun, fannst þeir
ekki geta fært út kvíarnar með
sama áframhaldi, þannig að finna
varð nýja lausn. Viðskiptavinirnir
voru tiltölulega fáir með stórar
pantanir og því varð að breyta.
Þeir komu sér því upp 70 söluskrif-
stofum víðs vegar um Svíþjóð, jafn-
vel í hinum smæstu bæjum. „Það
er stefna okkar að þessar skrifstof-
ur séu ekki í eigu Kinnai’ps, nema
þá e.t.v. til að byija með rneðan
verið er að koma þeim á fót. Ástæð-
an er ekki sú, að það sé ódýrara
heldur er það miklu áhrifaríkara.
Staðreyndin er sú að séu skrifstof-
urnar í eigu fólksins á staðnum
vinnur það betur og hefur meiri
áhuga á að ná árangri í sölu.
Við notum svipaðar aðferðir í
þeim löndum, sem við flytjum út
til. Söluskrifstofurnar eru flestar í
eigu þarlends fólks eða viðkomandi
hefur umboð fyrir vörur okkar, eins
og t.d. í Noregi og svo á íslandi,
en þangað erum við rétt að’ hefja
útflutning,“ segir Hans. „í öðrum
löndum eru verslanir starfræktar
undir Kinnarps-nafninu, en eru í
eigu innfæddra.“
Stefna á frekari útflutning
Fram að þessu hefur aðallega
verið framleitt fyrir sænska mark-
aðinn, eða um 70-75%, en í fram-
tíðinni verður lögð meiri áhersla á
Evrópumarkað. „Hægfara þróun
hefur átt sér stað undanfarin ár í
útflutningi. Helstu útflutningslönd
eru Bretland, Noregur, Danmörk,
Frakkland, Holland, Astralía,
Bandaríkin og nú nýlega ísland."
Aðspurður segir Henry Jarlsson
að Islendingar hafi tekið vörum
Kinnarps framar vonum. Undir
þetta tekur Guðni Jónsson hjá Sess,
sem segir að á þeim stutta tíma frá‘
því þeir hófu viðskipti við fyrirtæk-
ið hafi vörur þess selst fyrir tugi
milljóna.
Henry segir að sú stefnubreyting
hafi orðið hjá fyrirtækinu, að leggja
aukna áherslu á útflutninginn. Það
þýði jafnframt aukningu á fram-
leiðslunni. „Við höfum gefið okkur
tímann fram til ársins 1995,“ segir
hann. „Ástæðan fyrir þessu er að
við érum að undirbúa okkur fyrir
inngöngu í Evrópubandalagið (EB),
sem ég á von á að verði fyrir 1995.
Það er ljóst að þegar innri markað-
urinn er orðinn að veruleika, árið
1993, reyna aðilar innan EB að
eiga viðskipti innan bandalagsins,
nema um því stærri aðila utan þess
sé að ræða. Þannig að við verðum
hvojt sem er að vera stórir og sterk-
ir. Ég tel einnig að samkeppnin eigi
eftir að aukast gífurlega og þá er
betra að vera innan bandalagsins
en utan.“
Árið 1987 keypti Kinnarps aðra
verksmiðju, Granstrands, sem rekin
er sem sjálfstæð eining. Gran-
strands framleiðir vandaðri skrif-
stofuhúsgögn og ýmiss konar sófa,
stóla og borð fyrir skrifstofur og
opinberar byggingar. Samstarf
þessara aðila hafði staðið frá 1963.
Kinnarps er eins og áður segir
mjög tæknivætt fyrirtæki, þar sem
framleiðsian fer að miklu leyti fram
í gegnum tölvur. Má í því sambandi
nefna, að nýlega var fjárfest í lakk-
vélasamstæðu fyrir jafnvirði 400
milljóna íslenskra króna. Henry
Jarlsson var spurður út í þessa fjár-
festingu. „Ástæðan fyrir því er að
við viljum vera árangursríkasta fyr-
irtækið á þessu sviði. Við höfum
alltaf getað boðið hagkvæmt verð
og gæði, en með þessari fjárfest-
ingu náum við auknum afköstum.
Til að halda markaðshlutdeildinni
verðum við að standa öðrum framar
og gera betur. Með því aukast
umsvifin. Takist okkur ekki að gera
betur en aðrir töpum við fjármun-
um.“ HF
F O R R
T
e r u o kk ar m ál!
- -—n
msm&m
A Mí PROFESSIONA L:
ÖJluu ritvinnsla sem farið
hefur sigurfðr um heiminn,
auðlœrð, þjál í notkun og
með ótrúlega, möguleika.
RITVINNSLA:
□ Hugriti og Hugsýn.
□ Amí 1.2.*
□ Amí Pröfessional 1.2.*
□ Professional Write.
□ Professional Write plus.*
SAMSKIPTAFORRIT:
□ Hugboð.
□ Hug 100, VT-100.
□ Crosstalk Mk 4.
□ Crosstalk.*
□ Remote 2.
ÝMIS FORRIT:
□ Harvard Project, Verk-
áœtlun.
□ Professional Plan, Töflu-
reiknir.
□ First Choice, Safnpakki.
□ PC TOOLS Deluxe V. 6.0
□ Super Print.*
□ ImPort.*
□ PerFORM PRO.*
□ Hugsett.
GAGNAGRUNNAR:
□ Hugleit.
□ Félagi.
□ Professional File.
□ Superbase 4.0.
TEIKNIKERFI:
□ AutoCAD version 11.
□ AutoShade.
□ AutoSKETCH. 3.0.
□ DesignCAD 2-D PC.
□ DesignCAD 3-D PC.
□ DesignCAD 2-D/3-D
MAC.
□ Generic Cadd 2-D MAC.
□ Generic Cadd PC.
□ Corel Draw 2.O.*
□ Corel Draw uppf. í V. 2.0.
CORELDRAW:
tíylting í gerð teikniforrita,
hefurfengið fjölda
viðurkenninga um
allan heint.
HARVARD GRAPHIC:
Áhrlfaríkt verkfatri til
framsetningar gagna á
myndrœnan og skýran
máta.
□ Corel Draw, Myndasett.
□ Pixie V. 2.O.*
□ Harvard Business
Graphic V. 2.3.
□ Harvard Graphic LAN
V. 2.3.
□ HG Business symbols
(Myndir).
□ HG Draw Partner.
□ HG uppf. í version 2.3.
KENNSLUEFNI:
□ Where in the world is
Carmen Sandiego?
□ Where in Europe is
Carmen Sandiego?
□ Grand Slam Bridge.
□ PC - Globe.
□ Rise of the Dragon.
□ World Atlas.
WINDOWS FORRIT.
búnaður
Engih)alla8 200Kópavogi
sími 641024 fax 46288
FRAMLEIÐSLAN — Kinnarps hefur lagt mikla áherslu á
að byggja upp heildarlausnir m.a. fyrir skrifstofur og anddyri opin-
berra bygginga.